Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 25 + í septembermánuði síðastl. voru þessir Siamstvíburar aðskildir með skurðaðgerð. Þeir eru nú þriggja og hálfs árs gamlir og eiga heima á Taiwan (Formósu). Um leið og læknarnir framkvæmdu hina vandasomu skurðaðgerð, voru gervifætur „settir undir" litlu bræðurna, sem heita Chang Chung-yi og Chang Chung-jen. — Tvíburarnir eru nú sem óðast að komast upp á lagið með að ganga. — Myndin er einmitt tekin af þeim á gönguæfingu á hjúkrunarheimili. Þeir eru komnir af spítalanum, en þar sögðu læknar að tviburarnir væru að öðru leyti rétt skapaðir og í alla staði eðlileg börn. félk í fréttum + Kanadiskur læknir, dr. Robert Newton, sem er sérfræðingur í plastskurðaðgerðum hefur skýrt frá því, en hann starfar í Toronto, að hann hafi frá því i júlimánuði siðastl. gert um 30 plastskurðaðgerðir með leysigeisla, hafi hann beitt leysigeisla- aðgerð gegn fæðingarblettum. Ýmist hafi hann eytt þeim eða þá tekizt að lýsa fæðingarblettina. Þessi mynd birtist fyrir skömmu i kanadiska stórblaðinu Globe and Mail er Newton læknir beitir leysigeisiatæki sínu á andlit ungrar stúlku, Söndru Oswald, við að fjariægja fæðingarblett. + Hér hittast glaðbeittir kollegar í fundarbyrjun utan ríkisráðherrafundar Efnahagsbandalagsríkja, sem nýlega var haldinn í Luxemburg. — Hlæjandi lengst til vinstri er Carrington utanríkisráðherra Breta. Á móti honum, sá sem heldur um hökuna, er utanríkisráðherra Frakka, Jean Francois-Poncet, við hlið hans, lengst til hægri, er utanríkisráðherra V-Þýzkalands, Hans Dietrich Gensch- er. — Og fjórði ráðherrann á myndinni (annar frá v.) er ráðherra í þýzku stjórninni. + Ashraf Pahlavi tvíburasystir Iranskeisara vinnur nú að því að koma út bók „Faces in a Mirror (Andlit í spegli). í henni heldur hún uppi vörn fyrir bróður sinn og stjórnarhætti hans. Þar er og gagnrýni á hendur ýmsum þeim, sem hún telur hafa svikið bróð- ur sinn, en meðal þeirra eru Carter Bandaríkjaforseti og Waldheim aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hún býr nú í New York borg í sömu íbúð og snyrtifræðingurinn frægi Hel- ena Rubinstein átti eitt sinn. Keisarasystirin er nú sextug, og er gift írönskum kaupsýslu- manni (þriðja hjónabandið). Þau hittast sjaldan, en hann er í París. Hún á tvö börn á lífi úr fyrri hjónaböndum sínum, 39 ára son og 29 ára dóttur. Son sinn missti hún 34 ára gamlan í fyrravetur í desember. Hann var þá skotinn til bana á götu í París. Fyrir nær 3 árum varð hún sjálf fyrir árás á Miðjarö- arhafsströnd Frakkiands, er hún ók þar í bíl. Var skotið á bíl hennar. Hún slapp ómeidd en fylgdarkona hennar beið bana. Hún tók þetta ritverk þeim tökum að hún talaði efni þess inn á segulband og vann að því í heila sjö mánuði en afhenti böndin síðan þeim sem ritstýra eiga bókinni. Ashraf prinsessa er nýlega komin til New York, frá Egypta- landi. Þangað fór hún til að heimsækja tvíburabróður sinn. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 17. og 20. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Holtagerði 11 — hluta —, þinglýstri eign Samúels Hreinssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. maí 1980 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Buxur á alla aldurshópa Þessi glæsilega bíll er til sýnis og sölu. Nánari uppl. hjá sölumanni. G/obus? Lágmúla 5, Reykjavík. Sími 81555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.