Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1980 21 skiplil U® kArshesbra^ 15 skarðshnjúkar, þar tekst Pétri að koma miklu veðurfari í gagnið. Sérstök mynd, sem er miklu sterkari í vitund minni að nokkr- um dögum liðnum. Einnig má benda á myndir eins og nr. 22, 25, 46 og 68. I öllum þessum verkum má finna persónuleika Péturs Friðriks Sigurðssonar. Ekki veit ég, hve margar sýn- ingar Pétur Friðrik hefur haldið um sína daga, en mér er enn í fersku minni sýning, er haldin var á verkum hans í glugga Málarans fyrir mörgum árum. Þá var Pétur kornungur og undrabarn í ís- lenskri myndlist. Hann hefur allt frá þeim tíma málað mikið og átt sér marga aðdáendur. Efa ég ekki, að svo sé enn, og nú gefst tækifæri til að sjá afrakstur síðustu ára hjá Pétri. Sú sýning er þetta fjallar um stendur aðeins eina viku, og finnst mér það heldur stutt. Valtýr Pétursson Allt nema nema staðar Tungl hjól sól allt nema nema staðar. Texti: Martin Götuskeggi. Myndir: Guðrún Edda og R. Crumb. Kápuskreyting: Höfundur. Dedicated to A. Baader & S. Ciesielski 1980. í fyrra kom út safnritið Heima í héraði. Nýr glæpur, ljóð, sögur og myndir eftir nýja kynslóð skálda og listamanna sem kalla mætti utangarðsfólk í menningarefnum, þ.e.a.s. það fer yfirleitt aðrar leiðir í tjáningu sinni en gengur og gerist og er í uppreisn gegn hinu staðlaða. Meðal þeirra höfunda í Heima í héraði sem mest kvað að var Martin Götuskeggi. Hann leitaðist við að afhjúpa sinn innri mann í ljóðum og sýndi sig beran að ofan á myndum. í kveri sem hann nefnir Tungl hjól sól allt nema nema staðar heldur hann áfram að brjóta sjálfan sig og samtíð sína til mergjar. í ljóði sem fjallar um sígilt yrkisefni: að hægja sér (samanber Þórbergur) lýsir hann því hvernig manni „detta oft í hug skemmtilegar ímyndaðar myndir" við þá athöfn. Hún verður „tákn hinnar eilífu hringrásar/feitu hlýju stórbrjóstuðu/kosmísku móður sem hlær best“. Eftir þessu ljóði að dæma gæti maður haldið að Martin Götu- Fjármálaráð- herra skipar í ríkisskattanefnd HINN 31. mars sl. rann út umsóknarfrestur um störf þeirra tveggja manna í ríkisskatta- nefnd er hafa skulu nefndarstörf- in að aðalstarfi. Um störf þessi sóttu eftirtaldir menn: Gunnar Jóhannsson lögfræðing- ur, Gylfi Knudsen lögfræðingur, Hreinn Sveinsson lögfræðingur, Magni Guðmundsson hagfræðing- ur, Ólafur Helgi Kjartansson lög- fræðingur, Ólafur H. Ólafsson viðskiptafræðingur og Sigmundur Stefánsson lögfræðingur. Fjármálaráðherra hefur skipað Gunnar Jóhannsson formann nefndarinnar og Ólaf H. Ólafsson nefndarmann' að aðalstarfi. Jafnframt hefur fjármálaráð- herra skipað eftirtalda fjóra menn til setu í ríkisskattanefnd til sex ára og skulu nefndarstörf þeirra vera hlutastörf: Atla Hauksson löggiltan end- urskoðanda, Gylfa Knudsen, lög- fræðing, Helga V. Jónsson, hrl. og löggiltan endurskoðanda og Skúla Pálsson hrl. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skeggi væri fullur af lífsgleði og nyti heldur betur lífsins. Því virðist samt ekki að heilsa. I ljóðinu Rifinn regnfrakki yrkir hann um septembermorgun „sem ekki vill fara í gang“, er „kaldur og stirður". Síðan kemur þungt kvöld en þá „léttir að reykja/þó illa glói“. I Páll púra einsamallur (fyrir- sögnin færeysk eins og skáldið) er sögð dapurleg saga Palla sem „hugsar með sér/að það er auðvit- að sjálfseyðingar-/hvötin sem heldur mennkyninu í farinu": Palli var aleinn í eyjum ok lést á morfínfcrðalagi af gaseitrun í kjallara einum Lífsgleði nefnist ljóð sem fjallar um að „velta sér upp úr lífsgleð- inni“, írónísk meining hjá skáld- inu. Þar er talað um sólarlausn' morgun „án vits, án kröfu til nokkurs" í liprum hendingum sem boða að ég held betri tök á máli og leik orða en áður hjá Martin Götuskeggja. Tvö síðustu ljóð kversins: Logandi dóttir vindsins Myndskreyting eftir Guðrúnu Eddu. Úr Tungl hjól sól allt nema nema staðar eftir Martin Götu- skeggja. og Literatúrismi eru enn mark- vissari hvað varðar orðalag, í þeim er ferskur samtalstónn Logandi dóttir vindsins lýsir hnyttilega ástaraunum. Literatúrismi er háð- kvæði um „bókmennLisinnað" fólk og dræmar undirtektir þeirra sem ekki eru með á nriunum. í Frosti er samfélagsádeila sem beinist gegn flokkum og leiðtogum og áhangendum þeirra sem „horf- ast í sólgleraugu/við raunveru- leikann". Þótt kver Martins Götuskeggja bylti varla hygmyndum manna um líf og list er það áfangi fyrir hann sjálfan. Honum tekst nú betur að orða það sem hann vill , segja, nær að tjá sig á óþvingaðan hátt. Myndir Guðrúnar Eddu þykja mér prýðilegar, til dæmis skreyt- ing við Rifinn regnfrakka og Lífsgleði. Myndir R. Crumbs eiga sinn þátt í að rjúfa hátíðleik kversins í gálgahúmor sínum. tun rsstópt* cxðsötu SKEm MUpeG BYGGINGAVORUVERSLUN K0PAV0GS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.