Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 23 Sovétríkjanna." Hann sagði, að þeir hefðu dregið saman nógu mikið lið og hefðu ákveðið að stöðva það sem væri að gerast í Ungverjalandi. Þeir þyrftu enn nokkurra daga frest. Hann kvaðst hafa talað við Bulganin í síma í dag, 2. nóvember, og sagði að Bulganin hefði fært honum þær gleðifréttir, að Ference Miinnich og Janos Kadar hefði tekizt að flýja frá Búdapest og að þeir væru nú í flugvél á leið til Moskvu. Krúsjeff sagði, að þetta væri geysilega mikilvægt. Krúsjeff vék aftur talinu að spurningunni um íhlutun sovézka hersins. Hann sagði, að það væri einnig af innanlandsástæðum í Sovétríkjunum að þeir gætu ekki leyft endurreisn kapítalisma í Ungverjalandi. Til væri fólk í Sovétríkjunum, sem mundi segja að svo lengi sem Stalín var við stjórnvölinn hefðu allir hlýtt og engin stór áföll hefðu átt sér stað, en núna, allt frá því þeir komu til valda (og hér notaði Krúsjeff klúrt orð til að lýsa núverandi sovézkum leiðtogum) hefðu Rúss- ar beðið ósigur og tapað Ungverja- landi. Og þetta gerðist á sama tíma og núverandi leiðtogar Sov- étríkjanna væru að fordæma Stalín. Krúsjeff sagði, að þetta gæti fyrst og fremst sovézki her- inn sagt og það væri ein af ástæðunum til íhlutunar hans í Ungverjalandi. Krúsjeff greindi frá því, að hernaðarundirbúningurinn gengi vel. Hann sagði, að nokkrar rúm- enskar hersveitir kynnu að hafa tekið þátt, en Rússar hefðu ekki talið það nauðsynlegt. Krúsjeff sagði ennfremur, að eftir einn til tvo daga mundu þeir stöðva og bæla niður alla andspyrnu í Ung- verjalandi. Hann sagði ekki hve- nær það hæfist, en ljóst var að þess yrði ekki iangt að bíða — og við vorum þeir síðustu sem fengu upplýsingar. Raunar eru Rússar ekki hingað komnir af því að þeir þurfi að fá samþykki okkar. Þeir munu gera það sem þeir hafa ákveðið að gera í Ungverjalandi, hvort sem við samþykkjum það eða ekki, þrátt fyrir þá staðreynd að Krúsjeff segir að það sé mjög mikilvægt að við „skiljum þá rétt“. Krúsjeff sagði að vegna árásar- þrýstings Breta og Frakka á Egypta væri tíminn hentugur til frekari íhlutunar sovézks herliðs. Hann mundi hjálpa Rússum. Glundroði og uppnám mundi ríkja á Vesturlöndum og hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann yrði minni er Bretar, Frakkar og ísraelsmenn færu samtímis með stríði á hend- ur Egyptum. „Þeir sitja þar fastir og við sitjum fastir í Ungverja- landi,“ sagði Krúsjeff. Malenkov sagði frá því, að allt væri til reiðu í Sovétríkjunum til annarrar hernaðaríhlutunar gegn Nagy-stjórninni, þannig að hún gæti hafizt nú þegar. Það er ljóst, að Rússar ætla að skerast í leikinn á breiðri víglínu og með miklu hervaldi, því að þeir eru algerlega einangraðir frá ungversku þjóð- inni; landsmenn eru í raun og veru andvígir Rússum. Krúsjeff minntist á verkamenn á Miskolc-svæðinu, þar sem ung- verskir námuverkamenn hefðu reynzt trúir, þótt afturhaldsmenn væru við völd. Tékkar hefðu gefið námumönnunum nokkur hergögn og verið gæti mögulegt að reyna einhverjar pólitískar aðgerðir gegn Nagy með hjálp þessara ungversku námumanna eða í sam- vinnu við þá. Hann endurtók, að allt væri til reiðu til þess að láta til skarar skríða þegar í stað, að engin önnur leið væri út úr ógöngunum og að málið yrði útkljáð eins fljótt og ákveðið og hægt væri. Hann minntist á það í framhjáhlaupi, að Ungverjar hefðu tvívegis barizt í ríkjabanda- lögum með Vesturveldum gegn Rússum og hann lagði áherzlu á þá óvild, sem ríkti í sovézka hernum gegn Ungverjum er vildu aftur snúast á sveif með Vestur- veldunum gegn Rússum. Fyrir okkar leyti lýstum við því yfir í byrjun, að við hefðum fylgzt með atburðarásinni í Ungverja- Þessar viðræður stóðu í um þrjá klukkutíma. Eftir klukkan tíu færðum við okkur allir í næsta herbergi til að snæða kvöldverð. Við borðið vakti Krúsjeff aftur máls á því, hver ætti að mynda stjórnina. Hann var greinilega ekki hrifinn af því að samþykkja Kadar, sem var hans val. Rússar hrósuðu Múnnich aftur. Þeir sögðu, að þeir hefðu frétt alveg nýlega að Múnnich hefði alltaf verið á móti Rakosi og að hann væri gamall kommúnisti, sem Krúsjeff hefði þekkt í 20 ár; á áratugnum fyrir stríð hefðu þeir verið saman sem liðsforingjar á æfingum í Rússlandi og verið saman í tjaldi. Svo virðist að Rússar hafi þegar myndað ríkis- stjórnina og að Múnnich eigi að verða forsætisráðherra. Ég sagði, að ég þekkti Múnnich og að ég hefði oft hitt hann í Moskvu og hefði ekkert annað en gott um hann að segja. En ég gerði grein fyrir því, að við meiriháttar pólitískt mál væri að fás]t, þegar ákveða ætti hvort Kadar eða Múnnich ætti að verða fyrir val- inu. Á tímum Rakosi hefði Múnn- ich verið sendiherra í Moskvu, en Sovézkir skriðdrekar sækja inn í Búdapest landi af mjög mikilli athygli. Með uppreisninni og uppþotum þjóðar- innar hefði innibyrgð óánægja með stefnu Rakosi og galla og glæpi fortíðarinnar fengið útrás. Ef réttu skrefin hefðu verið stigin í tíma hefði mátt komast hjá því sem nú væri að gerast... Við skýrðum frá því, að við hefðum einnig haft áhyggjur af sveiflu atburðanna til hægri, til gagnbyltingar, þegar við sáum Nagy-stjórnina leyfa að kommún- istar væru myrtir og hengdir. Til hernaðaríhlutunar yrði að koma, ef gagnbylting geisaði í Ungverja- landi, en hún ætti ekki einvörð- ungu að byggjast á vopnum sov- ézka hersins. Blóðsúthellingar mundu eiga sér stað og þjóð Ungverjalands berjast gegn sov- ézka herliðinu, því að vegna at- burða liðinna ára hefði Kommún- istaflokkur Ungverjalands leystst upp og hann væri ekki lengur til. Við lögðum til, að eins og nú væri ástatt færi fram nokkur pólitískur undirbúningur, tilraun til að bjarga því sem bjarga mætti og koma á laggirnar einhverju í líkingu við byltingarstjórn skip- aðri Ungverjum, sem gætu veitt þjóðinni einhvers konar pólitíska forystu. Krúsjeff sagði, að þeir hefðu fengið tillögu um, að ný ungversk ríkisstjórn yrði mynduð af Ferenc Múnnic, fyrrverandi sendiherra Ungverja í Moskvu (sem hafði verið skipaður sendiherra í Belgrad fyrir byltinguna). En Kadar var líka til í dæminu. Tito spurðist fyrir um hver Múnnich væri og Rankovic talaði um nýlega fundi með honum. Við sögðum, að betra væri að Kadar en Múnnich myndaði nýju byltingarstjórnina, þótt við vissum lítið um þá báða. Kadar hefði á hinn bóginn setið í fangelsi í Búdapest. í augum allra Ungverja mundi þetta mæla með Kadar. Krúsjeff lét undan og samþykkti... Þeir spurðu aftur hvaða mögu- leikar væru á því að reyna að gera eitthvað við Nagy. Við bentum á, að við vissum ekki hvað væri unnið með því. Enn sögðu Rússar ekkert um það, hvenær herlið þeirra mundi skerast í leikinn. Við getum ekki spurt um það og þeir vilja ekki segja okkur það. Þess vegna er tímasetningin enn óljós. Við vitum ekki hvaða tækifæri við kunnum að ráða yfir til að hafa áhrif á Nagy og reyna að draga úr manntjóninu og óþarfa blóðsút- hellingum. En við samþykktum að reyna að hafa áhrif á Nagy... Krúsjeff sagði nokkrar miður hrósverðar sögur um Stalín, eins og venjulega þegar hann talar við Júgóslava og vill koma þeim í gott skap, rétt eins og hann sé að gera einhverjar tilslakanir við þá. í Josif Broz Tito og Erno Gerö — báðir nýlátnir þetta skipti viku þeir talinu að samskiptum Stalíns við Rakosi, sem sagt er að Stalín hafi ekki getað þolað og treysti ekki. Rakosi fór venjulega til Sovétríkjanna í sumarleyfum sínum á sama stað og Stalín og þetta vakti tortryggni Stalíns og hann kvaðst mundu lækna Rakosi af þessu. Við fyrsta tækifæri neyddi Stalín Rakosi til að drekka óhóflega mikið magn af áfengi í einum sopa. En þá urðu þeir hræddir um að Rakosi mundi deyja af því og báru hann burtu, þótt í raun og veru kæmi ekkert fyrir hann. Krúsjeff og Malenkov sögðu að lokum, að Rakosi hefði aldrei haft og hefði ekki enn nokkurn snefil af skilningi á því sem þyrfti að gera, að hann og Stalín hefðu sullað saman súpu í Ungverjalandi, sem Micunovic sendiherra ásamt konu sinni og Krúsjeff. núverandi sovézkir leiðtogar sætu í og væru neyddir til að svolgra. Viðræðunum lauk klukkan fimm að morgni 3. nóvember. Drykklanga stund ríkti grafar- þögn. Þetta var heldur vandræða- leg þögn og enginn vildi vekja á sér athygli hinna með því að rjúfa hana því að engu var við það að bæta sem rætt hafði verið um. Nánast ekkert áfengi haföi verið drukkið við kvöldverðinn og ekk- ert var framreitt í viðræðunum. Krúsjeff ög Malenkov höfðu verið mjög ljúfir og stilltir, ávallt reiðubúnir að samþykkja það sem var sagt af hálfu Júgóslava, hvað sem þeir hugsuðu í raun og veru. Af þessu er ljóst, að þeir stefndu að því að fundinum lyki með samkomulagi, þótt ljóst hefði ver- ið í öllum viðræðunum að við vorum algerlega á öndverðum meiði um hina blóðugu atburði í Ungverjalandi. Krúsjeff og Malenkov fóru með flugvél frá flugvellinum í Pula snemma morguns, 3. nóvember. Flugskilyrði voru með eindæmum slæm. Þegar við höfðum kvatt gesti okkar í bústað Tito dvaldist ég í hótelherbergi mínu til þess að skrifa minnismiða um þennan einkennilega fund, sem hafði stað- ið alla nóttina. Það var ekki auðvelt: Ég varð að rifja upp tíu tíma viðræður eftir minni... Á leið til Moskvu, 6. nóvember 1956 Ég er í sovézkri flugvél á leið til Moskvu. Ég hef svo til allan daginn fyrir mér og ætla að nota hann til að hripa niður dálítið, sem hefur gerzt eftir fund okkar með Krúsjeff og Malenkov, að svo miklu leyti sem við gátum fylgzt með atburðunum frá Belgrad. Krúsjeff og Malenkov fóru frá Pula-flugvelli eldsnemma 3. nóv- ember. Ollum formsatriðum var sleppt. Það lá í loftinu, að þeim lá á að gefa fyrirmæli um Aðra sovézku hernaðaríhlutunina í Ungverjalandi, þótt þeir hefðu ekki sagt okkur hvenær hún ætti að hefjast. Sovézkt herlið réðst á Búdapest, sem að mestum hluta var augsýni- lega í höndum uppreisnarmanna, aðfaranótt 4. nóvember, sem tákn- ar tæpum einum sólarhring eftir að við kvöddum Krúsjeff og Mal- enkov á Brioni. Staðfesting á því er sú staðreynd, að Imre Nagy og stór hópur ungverskra embætt- ismanna og fjölskyldna þeirra fór til sendiráðs okkar og bað um hæli. Ég held, að þetta hafi alls verið 40 manns. Skömmu síðar umkringdu brynvarðar rússneskar sveitir, flutningabifreiðar og skriðdrekar sendiráð okkar og einangruðu það gersamlega. Þeir skoðuðu skilríki allra þeirra sem komu eða fóru frá sendiráðinu. Aðeins þremur dögum áður höfðu Krúsjeff og Malenkov komið í óvænta heimsókn til Brioni sem vinir en undir fölskum nöfnum. Þeir voru einstaklega alúðlegir í framkomu, alúðlegri en nokkru sinni áður. Þetta var vísvitandi kurteisisbragð til þess ætlað að hafa áhrif á viðræður okkar og alla afstöðu okkar til þeirra, því að það er einfaldlega ógerningur að koma öðru vísi fram við fólk sem maður hefur aðeins rétt áður skipzt á kossum við eins og í vinahópi. Þegar ég skrifa þessar línur finnst mér ég enn finna feitt, kringluleitt andlit Malenkovs sem nefið á mér sökk í eins og hálfútblásinn loftbelg þegar ég var dreginn í köld og alveg óvænt- faðmlög. Við höfðum ekki skipzt á kossum við Rússa á fyrri fundum okkar; við höfðum ekki einu sinni talað við þá í sjö ár, en nú höfðu þeir ákveðið að við skyidum kyss- ast við þær erfiðu kringumstæður, sem höfðu skapazt — fyrir þá frekar en okkur. Ef hlutunum hefði verið öfugt farið, býst ég við að Rússar hefðu neitað að tala við okkur hvað þá meira. „Moscow Diary“ eftir Veljko Micuno- vic í enskri þýAingu David Floyd. útií- Chatto and Windus. verð £12.95.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.