Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 34 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Eftir góða veðrinu að dæma mætti láta sér detta í hug að vorið væri komið. Þá er það vissulega skemmtilegt að láta vorsins gæta í mataræði og bera á borð vorlegan mat. Hér áður fyrr var mataræði í mun ríkara mæli háð árstíðum. Þetta átti einkum og sérílagi við um grænmeti, sem geymist yfirleitt illa, að kartöflum und- anskildum. Nú er öldin önnur. Frystur matur og niðursoð- inn er auðvitað ekki árstíða- bundinn. Meginbreyting er þó innflutningur á nýju grænmeti mestan hluta ársins. Því get- um við í þéttbýlinu keypt t.d. nýja tómata allt árið. En gæði þessa innflutta grænmetis eru mjög misjöfn. Mikið af því er ræktað þannig, að mikill áburður er notaður svo að vaxt- artíminn verður mjög stuttur. Auk þess er allt miðað við fagurt útlit og jafna stærð. Þetta er mjög á kostnað bragðs, hollustu og geymsluþols. Grænmetið verður bragð- daufara, fátækara að nær- ingarefnum og geymist illa. Þetta er því býsna alvarlegt mál. Eg vona að íslenzkir grænmetisbændur læri af mis- tökum erlendra grænmetis- bænda og fari ekki inn á þessar ræktunarbrautir. Nú er til nóg af íslenzkum gúrkum í búðum. Mér þykir það nokkuð skuggalegt, þegar gúrkur eru seldar sem II. flokks vara aðeins vegna óreglulegs vaxtalags. Auðvitað má segja að þetta sé ágætt, því þannig getum við fengið ódýr- ari gúrkur en ella. En ég er hrædd um, að þetta leiði til þess að grænmetisbændur fari að dunda við óþarfa pjatt í ræktuninni á kostnað mikil- vægari atriða. Bragð og holl- usta er og verður aðalatriðið. Það þykir eðlilegt að mann- Síðan eru það svalirnar. Þar er hægt að rækta ótrúlega mikið í kössum, því jarðvegurinn þarf ekki að vera djúpur. Auk kryddjurta er tilvalið að rækta salat á svölunum. Smá skiki gefur ótrúlega mikið af sér. Nú, svo er það garðurinn. Þar er auðvitað ekki erfitt að rækta kryddjurtir. Graslaukur vex held ég alls staðar eins og arfi og veldur engum vandræð- um í ræktun. Dill og stein- selju er líka auðvelt að rækta víðast hvar. Kerfill vex einnig óhemju vel hefur mér sýnzt. Og svo eru það ýmsar sjaldséðari tegundir. Fræ hafa alltaf feng- izt í Sölufélagi garðyrkjumanna og víðar í miklu úrvali, og þar er líka hægt að fá góðar leiðbeiningar, ef á þarf að halda. Og nú er ekki seinna vænna að fara að skipuleggja VORMÁLTIÐ fólkið sé hvert með sínum svip, og hvers vegna þá ekki grænmetið líka? Hvernig á þá dæmigerð vormáltíð að líta út? Auðvitað eru fleiri en einn girnilegur kostur, en ég ætla að leggja aðaláherzlu á grænmetið. Þó má ekki gleyma að rauðmagi er sannarlega ekki amalegur. Ég sting upp á fersku og stökku grænmeti í forrétt, gúrku- súpu með þunnum ræmum af reyktum rauðmaga sem aðalrétt. í eftirrétt er sjálfsagt að nota fyrstu stönglana af rabarbar- anum, sem nú er víða orðinn vænn. Því er ekki að neita að fyrstu stönglarnir eru alveg sérstaklega góðir, þó hinir séu það einnig. Vorið er einnig sá tími, þegar hentar að huga að rækt- unarmálum. Hvernig væri að rækta eigin kryddjurtir? Það er gott að geta keypt þurrk- aðar jurtir allt árið um kring, en þó jafnast að sjálfsögðu ekkert á við nýjar. Það þarf ekki víðáttumikinn garð til kryddjurtaræktunar. Fyrst ber að nefna eldhúsgluggann. Þar má léttilega rækta margt gott. krydd- og matjurtaræktun Góða skemmtun! Forréttur Þessa dagana er að koma í búðirnar íslenzk paprika, tóm- atar, blaðlaukur og fleira. Hvernig væri t.d. að skera papriku í stafi, tómata í báta og raða á disk? Með þessu er óþarfi að hafa sósu, en ef þið viljið getið þið annaðhvort borið fram edikssósu eða dreift örlitlu af þeirri sósu á grænmetið. Einnig er hægt að bera sósuna fram í skál, svo að hver og einn geti difið bitum í. Sósan er búin til úr 1 hluta af ediki, gjarnan vínediki, eða sítrónusafa, og 3 hlutum af olíu. Síðan má setja saxaða steinselju í, gjarnan íslenzka auðvitað, ef þið náið í hana. Graslaukurinn er sjálfkjörinn líka. Hann er aldrei eins bragðmikill og á vorin. Hvít- laukur er víst því miður ekki ræktaður hér svo nokkru nemi, en kannski sjáum við ein- hvern tíma íslenzkan hvítlauk. Þangað til notum við innfluttan í edkisósuna og í annað, sem okkur finnst ástæða til. Blaðlaukinn getum við skorið í um 5 cm langa bita, sett út í sjóðandi vatn og látið mýkjast. Síðan er hann settur undir kalda vatnsbununa, kældur og látinn þorna vel. Þá er hann tilbúinn á grænmetis- diskinn, gjarnan með sósunni sem lýst er hér að ofan, eða látinn liggja í henni um stund. Fíflar eru ekki aðeins illgresi. Blöðin eru auðug af vítamíni. Litlu, ungu blöðin eru bragð- bezt. Eru þau ekki sjálfkjörin á vordiskinn?... Og svo er einnig tilvalið að bera grænmetið fram á fati, þannig að hver velji sér það sem hann vill. Gúrkusúpa (Handa f jórum) Það er ekki óþekkt fyrir- brigði úti í hinum stóra heimi að nota örmjóa strimla af reykt- um eða söltum mat út í annan mat, rétt eins og krydd. Það er þá gjarnan reyktur lax eða skinka, þar sem slíkt er á boðstólum. Mér þykir reyktur rauðmagi mikill herra- mannsmatur, og nota hann því gjarnan í mat, en ekki aðeins sem álegg. Hér er dæmi um slíkt. Súpan er býsna góð, því bragðmikill fiskurinn fer vel í mildri súpunni. Hún er nokkuð þykk og matarmikil, en að sjálfsögðu getið þið þynnt hana eins og ykkur lízt. Þá þarf e.t.v. að bæta svolitlu af soði út í, svo bragðið verði ekki alltof dauft. En hafið í huga, að fiskurinn er saltur, svo að þið skulið fara varlega með súputen- ingana. Það er fátt óskemmti- legra en kjötkraftsbragð að mat... lstór eða 2 litlar gúrkur ca. 600 gr. l'k dl rjómi 2'k dl vatn ‘/2 kjúklingasoðteningur, sem er ætlaður í 'k 1 af vatni örlítið af nýmöluðum pipar 50—100 gr af reyktum rauðmaga. 1. Afhýðið gúrkuna og skerið í bita. Setjið hana í pott ásamt rjómanum, ca. 1 dl af vatninu og teningnum. Sjóðið bitana þar til gúrkan er orðin vel mjúk. Merjið hana þá í gegnum sigti.eða notið þar til gerðar vélar til að létta ykkur starfið. Þar á ég við tætara (blender, mixer). Setjið nú maukið og gúrkurjómasoðið í pottinn aftur og bætið við afganginum af vatninu. Bragðið á og bætið, eftir því sem ykkur sýnist. 2. Skerið rauðmagann í ör- mjóa strimla. Látið suðuna koma upp á súpunni, bætið fisknum út í og berið fram um leið. Galdurinn er ekki að láta fiskinn sjóða lengi í súp- unni. Hann hleypur saman þeg- ar hann kemur í heita súpuna, og það er alveg hæfilegt. Rababarapönnukaka (Handa f jórum) Á Bretagne-skaga í Frakklandi er til kaka, sem er kölluð „clafouti“. Það er berja- eða ávaxtakaka og auðvitað nota Bretónar það sem nóg er til af þar, og hafa þá gjarnan kirsuber í kökuna. Hér vaxa tæpast kirsuber á trjánum, en hins vegar sprettur rabar- barinn vel, okkur til ánægju og yndisauka. Rabarbarinn er gömul nytjajurt, ættaður úr Mið- Asíu, þó okkur þyki hann ekki sérlega framandlegur lengur. Þaðan barst hann til Vestur- Evrópu á 14. öld. Nafnið ber það reyndar með sér að hann er kominn úr ókunnugum lönd- um, því orðið merkir jurt úr landi barbara, eða villimanna. Munkar tóku einna fyrstir ást- fóstri við plöntuna og notuðu hana til lækninga, því þeir stunduðu þær ákaft áður fyrr. Það þótti t.d. kröftug mixtúra að blanda saman rabarbara og hunangi. Það er góð blanda og óþarfi að bíða eftir næstu flensupest til að reyna hana. Lækningamáttur rabar- barans er kannski ekki alveg einhlítur. Þannig þykir ekki ráðlegt að borða rabarbara mjög oft, og einkum þykir hann óheppilegur fyrir börn, því að i honum er oxalsýra, sem eyðir kalkforða líkamans. Mest er oxalsýran þó í blöðunum, enda eru þau ekki notuð til matar. Þetta þýðir alls ekki að rabarbari sé hættulegur á neinn hátt, heldur aðeins að það er ráðlegt að borða hann í hófi. Það er ekki úr vegi að drekka glas af mjólk með, sérstaklega á það við um börn, því að mjólk er mjög kalkauðug. 400—500 gr rabarbari 1 dl hunang / púðursykur 75 gr hveiti 3 dl mjólk 4 egg 1. Setjið ofninn á 175°. Smyrjið eldfast fat eða form. Kakan næst ekki úr forminu, svo að það þarf að vera hægt að bera það fram. Formið má að sjálfsögðu vera hvort heldur er kringlótt eða ferhyrnt. og bezt er að það sé grunnt. 2. Skerið hreinsaða rabar- barastönglana í bita og stráið þeim í botninn. Hrærið deigið og hellið á bitana. Bakið kökuna á neðstu rim í u.þ.b. 1 klst eða þar til deigið er hlaupið saman og þurrt. Berið kökuna fram, volga, gjarnan með þeyttum rjóma. Heildverslun M. Magnúsdóttir Brautarholti 16, sími 24460 Nýjung í hárrúllum Bæöi permanents-og lagningarrúllur Engar spennur, engir pinnr Þægilegt, fljótlegt og auðvelt í notkun Fæst í verslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.