Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 5 Rætt við Guðrúnu Snorradóttur, sem er 100 ára í dag Hefði viljað læra meira - en litlir möguleikar voru á þeim árum „Unga fólkið nú til dags mundi segja mann skrökva, ef maður segði frá lífinu eins og það var í mínu ungdæmi, svo mikið hefur breyst að hreint ótrúlegt er,“ sagöi Guðrún Snorradóttir, er Morgun- blaðið heimsótti hana, en hún er 100 ára í dag. „Ekki man ég hversu gömul ég var, þegar ég var fyrst látin vinna en við krakkarnir vorum ekki há í loftinu, þegar byrjað var að nota okkur til ýmissa snúninga. Lífið var eintóm vinna. Enga skólagöngu var að fá, nema það, sem kennt var á heimilunum og vegna fermingarundirbúnings. Þess vegna byggðist menntunin mest á því, sem maöur gat numið sjálfur af bókum. Ég hafði gaman af að lesa en á þeim tímum var erfitt að ná í bækur, bæöi voru þær fágætar og dýrar og lítið var um peninga í mínu ungdæmi. Mesti munurinn frá því sem var, er að nú á unga fólkið góða möguleika á að afla sér menntunar. Unga fólkið á yfirleitt mikla peninga, en hefur oft lítið aö gera finnst mér. Þó að vinnan hafi oft verið erfiö, þá er slæmt að ganga iðjulaus.“ Lítið um skemmtanir Guðrún er fædd að Sanddals- tungu í Norðurárdal, en flutti fljótlega með foreldrum sínum að Háafelli í Miðdölum og seinna að Erpsstöðum. „Mest alla ævi hef ég unnið við sveitastörf og kunnað vel við það. Það var gaman að vera í heyskap í góðu veðri og finna ilminn úr ný- slegnu heyi. Vinnutíminn var langur, því að afköstin voru ekki mikil með þeim verkfærum, sem þá þekktust. Nú er þetta gjör- breytt." En hvað var hægt að gera sér til skemmtunar? „Félagslífið var heldur fábreytt og lítill tími fyrir skemmtanir. Einstaka sinnum yfir sumarið gátum við tekið okkur frí og skroppið á hestbak. Ekkert félagsheimili var í sveit- inni og á Nesodda, þar sem félagsheimili reis seinna höfðum við haga fyrir kýrnar. Lítið var um ferðalög á þessum árum, þó man ég eftir að hafa komið í Stykkishólm. Eftir aldamótin, þegar verzlun kom til Búðardals fór ég stundum þangað, en áður hafði verzlun verið sótt til Borg- arness, Stykkishólms og Borð- eyrar. Þá var farið yfir Hauka- dalsskarð til Borðeyrar, ýmist á hestum eða fótgangandi, svo fór ég á Alþingishátíðina 1930. Þá var ég flutt hingað suður og við komum okkur til Reykjavíkur og fórum í kassabíl þaðan til Þing- valla. Það var hin skemmtileg- asta ferð, mikið sungið og trall- að. Ég man vel eftir frostavetr- inum 1918. Þá var svo kalt að skór manna frusu, þegar gengið var á milli bæja. Oft sat ég við kolaeldavélina og þíddi margan skóinn af ferðalöngum, sem komu í bæinn. Þá vorum við búin að fá kolaeldavél og þótti það mikill munur frá hlóðunum, sem áður voru notaðar. Ég bjó í Dölum fram yfir fertugt og flutti þá til Reykja- víkur og dvaldist þar einn vetur. Viðbrigðin voru mikil að koma úr fámenninu í margmennið. Ég fór fljótt aftur í sveitina og hef verið hér í Mosfellssveit. Prjónar allan daginn Guðrún er nú vistmaður á Reykjalundi og kveðst hafa búið Guðrún prjónar mikið, þó að árin séu orðin hundrað. hér síðustu átta ár. „Hér er gott að vera og vel að okkur búið. Nú orðið geri ég lítið annað en að prjóna, en þó get ég enn þrætt nál. Hér áður fyrr gat ég nú stungið niður nál, þá þurfti oft að staga og bæta. Ég hef alltaf haft góða sjón og lesið mikið. Það var fyrst núna í vetur, sem ég hætti að geta lesið, en ég hlusta töluvert mikið á útvarp. Að sjálfsögðu er margt, sem ég hef lítinn áhuga á, en þá slekk ég bara. Hlusta helzt á erindi og frásagnir. Nú orðið fer ég lítíð. Þó fór ég um daginn upp í Borgarfjörð og heimsótti fæð- ingarheimili mitt, en það er nú komið í eyði.“ Á ekki að gera sér dagamun á afmælisdaginn? „Ég verð ekki heima," segir Guðrún og hlær við „ég ætla að bregða mér í bæinn og vera hjá bróðurbörnunum mínum.“ Þessir eftirsóttu þægilegu jakkar eru fóöraöir meö „frotte“ efni og ytrabyröiö 35% bómull og 65% poly- ester er siliconboriö og hrindir frá sér vatni. Fyrsta flokks framleiðsla. Verd kr. 38.900.- Laugavegi 20. Simi trá ikiptiborði 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.