Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 Frá Fonoyjaíundinum: Trudeau, Schimdt, Giscard, Cossiga, Carter, frú Thatcher og Roy Jenkins VESTRÆN SAMSTAÐA EFTIR LEIÐTOGAFUNDI Leiðtogafundir og ráðherraviðræður síðustu vikna hafa styrkt stöðu Vest- urlanda meir en við var búizt fyrir- fram. Ágreiningsmálin eru að vísu enn til staðar og lausn vandamála heimsins færðist litlu nær í leiðtogaviðræðunum í Feneyjum, Evrópuferð Carters forseta og á fundi Atlantshafs- bandalagsins í Ankara. En í þessum viðræðum var lögð áherzla á þá samstöðu, sem hefur þótt skorta í viðbrögðum vestrænna ríkja við innrás Rússa í Afghanistan. Sú afstaða var tekin að viður- kenna yrði að vestræn lýðræðis- ríki geti haft mismunandi við- horf til ýmissa alþjóðamála, eins og deilumálanna í Miðaustur- löndum og sambúðarinnar við Rússa. Það kom þó vestrænum ríkjum óneitanlega í opna skjöldu, þegar Giscard d’Estaing forseti tilkynnti, að því er virðist fyrirvaralaust, rétt fyrir fund- inn í Ankara, að Frakkar hefðu ákveðið að smíða nifteinda- sprengju. Schmidt kanzlari, Carter og Giscard standa allir frammi fyrir kosningum áður en langt um líður, svo að þótt Evrópu- menn kunni að tortryggja Carter og jafnvel hafa horn í síðu hans láta þeir það ekki eins mikið í ljós og áður. Ekkert vestrænt ríki tók mark á tilkynningu Leonid Brezhnevs um takmark- aðan brottflutning frá Afghan- istan og tilkynningin virðist raunar fremur hafa sameinað vestræn ríki en sundrað þeim, þar sem hún var birt rétt fyrir leiðtogafundinn í Feneyjum. Vestræn ríki voru svo fljót að hafna tilkynningunni, að Banda- ríkin töldu það eina mikilvæg- ustu bendinguna um vestræna einingu um langt skeið. Óákveðni Á leiðtogafundi Efnahags- bandalagslandanna í Feneyjum bar lítið á óánægju Breta með aðild sína, þar sem samkomulag hefur náðst um fjárframlög þeirra til bandalagsins. En forð- azt var að ræða brýn vandamál á fundinum, umræðum lauk án þess að ákvarðanir væru teknar, og í stað þess að frumkvæði væri tekið í mikilvægum málum, var ítrekuð sú afstaða, sem sam- staða var um. Leiðtogunum tókst jafnvel ekki að koma sér saman um val eftirmanns Roy Jenkins, forseta stjórnarnefndarinnar, er lætur af störfum um áramótin, óákveðni mótaði ráðstefnuna, og í stað þess að ráðast á greinilega afmörkuð vandamál, hétu leið- togarnir því með loðnu orðalagi að gera viðeigandi ráðstafanir. Framtíð Efnahagsbandalags- ins er í óvissu. Nýr maður tekur við af Jenkins um áramótin, ný stjórnarnefnd verður að fást við vandamál, sem verða erfiðari með hverjum deginum sem líður, og Þjóðverjar hafa krafizt þess að breytingar verði gerðar á öllu starfi og skipulagi EBE fyrir júní á næsta ári. Feneyjafundur- inn sýndi, að Evrópuríkin eru næstum því algerlega upptekin af sínum eigin vandamálum, en á hinn bóginn var samstaða vestrænna ríkja ítrekuð á fundi leiðtoga vestrænna iðnríkja og fylgdi í kjölfarið. Carter forseti fór til Feneyja, staðráðinn í því að sameina vesturveldin með Afghanistan- málinu. Að vísu bjóst hann ekki við því, að samþykktar yrðu nýjar og harðar refsiaðgerðir gegn Rússum, en samkomulag náðist um harðorða yfirlýsingu, þar sem framferði Rússa var fordæmt. Brezki utanríkisráð- herrann, Carrington lávarður, lagði jafnvel til að vesturveldin sendu vopn til „frelsissveita" í Afghanistan, þótt hann drægi síðar í land, en þrálátur orðróm- ur var á kreiki um að nokkur vestræn ríki hefðu íhugað slíka áætlun. En vestræn ríki óttast, að viðskipti þeirra við Rússa bíði hnekki, og bæði Giscard og Schmidt vildu gera lítið úr Afghanistanmálinu. Ugg eytt Erfiðleikar í sambandi við Moskvuferð Schmidts voru þó yfirstignir á fundinum. Vaxandi uggs hafði gætt í Bandaríkjun- um vegna ferðarinnar og Carter sendi Schmidt bréf, þar sem hann varaði kanzlarann við því að víkja frá afstöðu NATO til staðsetningar meðaldrægra eld- flauga. Kanzlarinn brást reiður við, kvað bréfið „furðulegt" í blaðaviðtali og sagði, að tillaga sín um að „frysta" eldflaugarnar í þrjú ár væri í samræmi við almennt viðurkennd sjónarmið vestrænna ríkja. Schmidt virðist hafa tekizt að eyða þeim mis- skilningi, sem kom upp milli hans og annarra leiðtoga á Feneyjarfundinum og tryggt stuðning við ferð sína. Kanzlar- inn brást heldur ekki banda- mönnum sínum í Moskvuferð- inni, þótt sjónarmið hans séu enn nokkur önnur en stjórnvalda í Washington. Schmidt vill friða vinstri- sinna, sem hann þarf að fá til liðs við sig í væntanlegum kosn- ingum og innan flokks síns, með því að leggja áherzlu á þann vilja sinn að semja um takmark- anir á þeim langdrægu banda- rísku eldflaugum, sem verður komið fyrir í Vestur-Evrópu í árslok 1983. Það er í fullu samræmi við þá ákvörðun, sem NATO tók í desember í fyrra, að hrinda áætluninni í framkvæmd. Vestur-Þjóðverjar leggja áherzlu á, að Schmidt hafi aldrei hvatt til að frestað verði að koma eldflaugunum fyrir í Vestur-Evrópu, ef Rússar hætta við að koma fyrir SS 20 hreyfan- legum eldflaugum, því vopni sem kallaði fram viðbrögð Vestur- landa. Rússar fengju yfirburði, ef samið yrði um að „frysta" stað- setningu eldflauganna. Rússar hafa þegar komið fyrir 150 SS 20 eldflaugum, sem hver um sig ber þrjá kjarnaodda, og halda áfram að koma upp einni eldflaug á fimm daga fresti. Lítið mun sennilega gerast í viðræðum um takmörkun kjarnorkuvopna, fyrr en eftir bandarísku forseta- kosningarnar í nóvember. ólík- legt er talið, að Rússar falli frá því fyrirfram skilyrði, sem þeir hafa sett fyrir viðræðum, að Vesturveldin fresti ákvörðun sinni um að koma eldflaugunum fyrir. Viðræður Aðaltilgangur Schmidts með Moskvuferðinni var að koma til leiðar viðræðum milli risaveld- anna. Hann óttast, að þau muni að öðrum kosti leiðast út í árekstra, sem þau geti ekki dregið sig út úr. Hann telur, að Þjóðverjar hafi sérstökum skyldum að gegna í því skyni að vinna að friði, vegna ferils þeirra í tveimur heimsstyrjöld- um. í ferð sinni lagði Schmidt þunga áherzlu á þá afstöðu vesturveldanna, að innrás Rússa í Afghanistan sé óviðunandi. Um leið kannaði hann alla mögu- leika á lausn Afghanistanmáls- ins. Hann hefur verið sannfærð- ur um, að lausn sé ekki hægt að tryggja með því að „refsa" Rúss- um, þar sem sú „refsing", sem Bandaríkjamenn hafi í huga, muni aðeins gera Rússa óviðráð- anlegri. Hann benti einnig á, að röskunin á kjarnorkujafnvæginu í Evrópu væri óþolandi og reyndi að fá Rússa til að semja um fækkun meðaldrægra eldflauga. Tilboð í þá átt hefur komið fram frá Rússum eftir ferð Schmidts, en Brezhnev lofaði engu í Afghanistanmálinu. Ágreiningur vesturveldanna í Palestínumálinu hefur komið berlega í ljós í viðræðunum síðustu vikur. Evrópuríki eru háðari olíu frá Arabaríkjum en Bandaríkin og vilja viðurkenna rétt Palestínumanna til „sjálfs- ákvörðunar". Bandaríkjamenn óttast, að slíkt mundi valda enn einni röskun á friðarþróuninni, sem hófst í Camp David, en ólík sjónarmið Evrópuríkjanna í málinu hafa ekki valdið þeim meiriháttar klofningi, sem var spáð áður en fundahöldin hófust. Málamiðlun Annað ágreiningsefni er sú afstaða, sem skuli taka, á fundi þeim er verður haldinn í Madrid í haust til að endurmeta Hels- inkisamningana frá 1975, um samstarf og öryggi í Evrópu. Frakkar vilja, að á fundinum verði lýst yfir stuðningi við tillögu, sem þeir bera mjög fyrir brjósti, um afvopnunarráðstefnu Evrópu. Samkvæmt tillögum þeirra skal auka gagnkvæmt traust með loforðum austurs og vesturs um að útvega upplýs- ingar um meiriháttar liðsflutn- inga, til að draga úr ótta um að þeir kunni að vera undanfari árásar yfir markalínuna í Evr- ópu. Bandaríkjamenn vilja hins vegar bíða og sjá hvað gerist í Afghanistan og á öðrum óróa- svæðum, áður en þeir veita samþykki sitt. Þeir vilja að Madrid-fundurinn hefjist með alvarlegri könnun á því, hvernig Rússar hafa komið fram og hvernig þeir hafa ekki staðið við Helsinki-samninginn, sem bygg- ist á virðingu fyrir mannréttind- um og helgi landamæra. Samið var um þá málamiðlunarlausn á Ankarafundi NATO að styðja áætlun Frakka með því fororði, að sú könnun, sem yrði að gera á framferði Rússa, gæfi ástæðu til bjartsýni. í staðinn hafa Frakk- ar fallizt á að fresta skuli öðrum áfanga tillagna þeirra um af- vopnunarráðstefnu Evrópu í talsvert langan tíma. Þar sem kosningar eru í nánd í Frakklandi telur Giscard for- seti sig ekki geta verið í alltof nánu sambandi við önnur vest- ræn ríki, þar sem þá mundi hann kalla yfir sig þá ásökun, að hann væri að fórna sjálfstæðri stefnu Frakka í utanríkis- og varnar- málum. Hins vegar er erfiðara fyrir Frakka en ella að halda fram sjálfstæði, þegar austur og vestur elda grátt silfur saman. En Frakkar virðast hafa tekið þátt í leynilegum ráðfæringum Vesturlanda, í kjölfar innrásar- innar í Afghanistan að minnsta kosti í kyrrþey. Finna þarf þessum ráðfæringum hentugan ramma og það er næsta við- fangsefnið, sem vesturveldin standa andspænis, ef gera á þá samstöðu, sem lýst hefur verið yfir, að veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.