Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 Það var hart barist í úrslitum í 350 m. stökki. Hér hlaupa samhliða frá vinstri séð Glúa, Stormur og Óli sem várð sckúndubroti á undan Stormi og Glóu í mark. Lj<ism. v.K. Fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi: Áberandi framfar- ir kynbótahrossa VELIIEPPNUÐU IjórðunKsmóti hestamannafélaKa á Vesturlandi lauk á sunnudatf. Mótið hófst á fimmtudag með dómum á kynbútahryssum. Var þetta fyrsta stórmót sem haldið cr á Kaldármelum. félagssvæði hestamannafclagsins Sna'fellinK.s. Veður var eins ok best verður á kosið flesta motsdauana ok má seuja að mótshaldið hafi heppnast nokkuð vel. þeuar á heildina er litið. Að vísu tókst ekki að halda tímaáadlun sem skvldi. en á móti kom að veður var hið besta o|{ fór vel um áhorfendur í einhverjum bestu áhorfendasta'ðum sem völ er á. En áhorfendasvaíðið er kjarri vaxinn hraunkantur sem liggur meðfram hlaupabrautinni. Að söjfn loKretclunnar á staðnum var úvanalexa lítið hjá þeim að jfera miðað við önnur stórmót ok útisamkomur. einkunn 7.94 oj; í fjöKurra vetra flokki varð hlutskarpastur Starni frá Húsafelli, eijtandi Björn Jó- hannesson, Lauttarvöllum, faðir Bortffjörð 909 frá Hvanne.vri, móð- ir Skopra frá Húsafelli, hann hlaut í einkunn 7.79. í A-flokki K*ðinj{a sijjraði Hrafn frá Hvítárbakka, eigandi Jón Árnason, Akranesi, knapi Reynir Aðalsteinsson. Hrafn hlaut 8.75 stig í forkeppninni ok hann undirstrikaði þann dóm í úrslita- keppninni. I B-flokki sigraði Erill, eijíandi Jóna Dís Brat;adóttir, Bor(jarnesi, knapi Ratjnar Hinriksson. Erill hlaut 8.37 stig í einkunn. í unKlinj»aflokki sij;raði Eyjólfur Gíslason í eldri flokki, hiaut hann í einkunn 8.50, og í ynjfri flokki varð efstur Jóhann Áj;ústsson með ein- kunn 8.36. Á kappreiðunum var hart barist og yfirleitt mikil spenna í hverjum riðli. Tímar voru nokkuð góðir, töluvert betri en menn áttu von á í upphafi kappreiðanna. Völlurinn var frekar léiegur, en á föstudags- kvöld var hann valtaður og lagað- ist hann mikið við það. I 250 metra unghrossahlaupi sigraði Hrímnir Ásgeirs og Óla Herbertssona, knapi Ásgeir Her- bertsson, Akureyri. Hljóp hann vegalengdina á 18.7 sek. I 350 metra stökki sigraði á 24.6 sek. Óli Guðna Kristinssonar, Skarði, knapi Steingrímur Vikt- orsson. í 800 m. stökki sigraði nokkuð örugglega Gnýfari Jóns Hafdal, knapi Sigurður Sigurðsson á 60.1 sek. I 250 metra skeiði sigraði Þór Þorgeirs í Gufunesi á 22.8 sek. knapi á honum var Sigurður Sæm- undsson. I 800 metra brokki sigraði nokk- uð óvænt Svarri, eigandi og knapi jéijiwi i -T-wirtm— Marteinn Valdimarsson. Brokkaði hann vegalengdina á 1.40,6 mín. Að loknum kappreiðum voru afhent Hraín írá Hvítárbakka stóð efstur alhliða gæðinga með einkunn verðlaun og síðan var mótinu 8.75. Vakti hann athygli fyrir mikla fjölhæfni en knapi var Reynir slitið. Aðalsteinsson. V.K, Eins og áður hefur komið fram voru k.vnbótahross með allra besta móti og hafa greinilega orðið miklar framfarir frá síðasta fjórð- ungsmóti sem haldið var á Faxa- borg 1975. Einn hestur bar höfuð og herðar yfir önnur kynbótahross á sýningunni en það var Ófeigur 818 frá Hvanneyri, en hann er undan Hrafni 583 frá Árnanesi og Skeifu 2799 frá Kirkjubæ. í dóms- orði um afkvæmi hans segir m.a.: Harðsnúin vilja- og fjörhross með mfklum alhliða gangi, góðum fóla- burði og löngu afturfótastigi, þróttlega byggð. Meðaleinkunn 6 afkvæma er 8.07 stig og eru þau öll með 1. verðlaun. Ófeigur 818 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi Ófeigs er Hrossaræktarsamband Vesturlands. Alls voru 4 hestar afkvæmasýndir og hlutu þeir allir II. verðlaun nema Ófeigur. Alls voru 8 hryssur afkvæmasýndar og hlutu tvær þeirra I. vcrðlaun, en þær eru Þota 3201 frá Innra-Leiti, eigandi hennar er Leifur Jóhann- esson, Stykkishólmi, en hún er undan Nökkva 260 frá Hólmi og Flugu 2487 frá Innra-Leiti. Um afkvæmi Þotu er m.a. saj^: Hraustlega byggð hross, gang- hæfni mikil, áræðin og viljug. Aðaleinkunn fjögurra afkvæma Þotu var 8.15 stig, og hlaut hún I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hin hr.vssan er Jörp 3581 frá Hoftúnum, faðir Nökkvi 260 frá Hólmi og móðir Brúnka frá Skalla- búðum. Eigendur Jarpar eru Narfi og Guðmundur Kristjánssynir, Hoftúnum. Meðaleinkunn fjöjíurra afkvæma Jarpar 7.84 og hlaut hún I. verðlaun. í flokki hryssna 6 v. og eldri stóð efst Sunna 4631 frá Fáskrúðar- bakka. Faðir Ófeijjur 818, móðir Fjöður 3580 og hlaut hún í einkunn 8.16 stig. í flokki 5 v. hryssna var efst Löpp 4848 frá Kirkjubæ. Hún er undan Þætti 727 frá Kirkjubæ og Stjörnu frá Kirkjubæ. Eigandi Lappar er Guðmundur Pétursson, Gullberastöðum. Hún hlaut í ein- kunn 8.00 stig. Af fjögurra vetra hryssum varð hlutskörpust Dögg 4876 eigandi Sigrún Árnadóttir, Gullberastöðum. Faðir Daggar er Gustur 923 frá Sauðárkróki. Eftirtaldir hestar stóðu efstir sem einstaklingar. í 6 v. flokknum stóð efstur Gáski 915 frá Gullbera- stöðum, faðir Bægifótur 840 og móðir Blika frá Vallanesi. Eigandi Ólafur Guðmundsson, Litla-Bergi. Hann hlaut í einkunn 8.07. í 5 v. flokki varð efstur Fífill 947 frá Flate.v, eigandi Gísli Guð- mundsson, Grundarfirði, faðir Smári 822 frá Miðfelli og móðir Mön 3926 frá Flatey. Hann hlaut í Athugasemd við fréttaskýringu MORGUNBLAÐINU heíur borist athugasemd frá Sigurði Markús- syni framkvæmdastjóra Sjávaraf- urðadeildar SÍS vegna frétta- skýringarinnar „Boginn þaninn til hins ýtrasta á Bandaríkja- markaði — Undirrót vandans er hér en ekki í markaðsJöndunum" sem skrifuð var af Birni Bjarna- syni og birtist í Mbl. siðastliðinn sunnudag. Athugasemdin er svo- hljóðandi: „I fréttaskýringu í Mbl. á sunnudag er látið að því liggja, að birgðastaðan hjá Sambandsfrysti- húsunum muni vera nokkru erfið- ari en hjá frystihúsunum innan vébanda Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Er þar vitnað til talna, sem Þjóðhagsstofnun hafi birt. Mér þykir nú, að frétt þessi, sem Þjóðhagsstofnun er borin fyrir, hafi gengið nógu oft aftur í fjölmiðlum til þess að ástæða sé til að bera sig við að kveða hana niður. Ég varð þess áþreifanlega var, þegar birgðastaðan í maílok var til umræðu, að mjög villandi hugmyndir voru uppi um þessi mál í fjölmiðlum og gekk jafnvel svo langt, að einstakir ráðherrar voru bornir fyrir tölum, sem ekki varð séð, að ættu sér neina stoð í veruleikanum. Þannig var frá því skýrt á þessum tíma, að birgðir frystra fiskflaka hjá Coldwater (sölufyr- irtæki S.H.) væru um 2500 lestir, en um 8000 lestir hjá Iceland Seafood Corporation (sölufyrir- tæki SÍS). Á þessum tíma voru birgðir frystra fiskflaka hjá Ice- land Seafood Corporation í reynd um 3100 lestir og allar í eigu þess fyrirtækis. Á sama tíma hygg ég, að heildarbirgðir frystra fiskflaka hjá Coldwater (fyrir þess reikning og S.H) hafi verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en þær 2500 lestir, sem Þjóðhagsstofnun var borin fyrir. Innan frystiiðnaðarins er það ekkert launungarmál, að birgða- staða Sambandsfrystihúsanna hefur verið nokkuð viðráðanlegri þessar síðustu vikur og mánuði en hjá frystihúsum innan S.H. Þetta á sér m.a. þá skýringu, að fram- leiðsluaukning hjá okkar húsum varð mun minni fyrstu mánuði ársins, enda hlutur þeirra tiltölu- lega smærri í hinni miklu afla- aukningu á vetrarvertíð, sem mörgum virðist nú, að væri betur geymd í sjónum. Þá ræður hér miklu um, að heildarsala Iceiand Seafood Corporation hefur ekki dregist saman í magni (jókst raunar um 1%) þegar fyrstu 6 mánuðir þessa árs eru bornir saman við sama tímabil í fyrra, en þá var salan 20% meiri að magni en á fyrra árshelmingi 1978. Ég vil svo að lokum þakka fyrir vel ritaða og yfirvegaða frétta- skýringu. Ég áskil mér að sjálf- sögðu rétt til að vera ósammála ýmsu af því, sem þar er ritað, en í heild sinni er greinin til þess fallin að glæða skilning lesenda á þeim vanda, sem hér er í raun við að etja. Sigurður Markússon. framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeild SÍS." Yegleg afmælis- veisla við Djúp Ita'jum, 4. júlí. HÉR I hábirtu júninæturinnar héldu þeir uppá fimmtugsafmæli sín í samkomuhúsi Átthagafélags Snæfjallahrepps, Óskar Hall- dórsson, stýrimaður á Djúpbátn- um Fagranesi, og Hannibal Helgason, frá Unaðsdal, járn- smiðameistari i Reykjavík, en svo Siglufjörður: Fannst lát- in í fjörunni KONA um áttrætt fannst látin í fjörunni rétt utan við Siglufjörð á sunnudagskvöld. Mun konan hafa verið í göngu- ferð og gengið norður í bænum. Er talið að konan hafi dottið í fjörugrjótinu og var hún látin, þegar hún fannst. Konunnar var saknað um daginn og hófst þegar leit að henni en hún fannst um klukkan hálf tíu um kvöidið. Ekki er unnt að birta nafn konunnar að svo stöddu. að auki bættist í hópinn sá þriðji af þeim er sama vor fæddust hér í sveit fyrir fimmtíu árum síðan: Finnbogi Jóhannsson, skólastjóri Fellaskólans í Reykjavík. Allir þessir menn eru hér fædd- ir og uppaldir frammá fullorðins- ár flestir, og mikla tryggð sýnt sveit sinni með komu sinni og veru, og skildi nú til fagnaðar bjóða vinum og kunningjum í tilefni merkra tímamóta, þá síga fer til efri ára, og jafnvel alla leið frá höfuðborginni allnokkrir vinir mættir sem mikils töldu sig misst af hefðu, ef utan garðs hefðu legið þessa miklu gleðinótt. Veislumatur var á borð borinn um kvöldið sem mjúklega í mag- ann rann með mjöði góðum, ræður fluttar og annað til gamans gert. Var síðan rjúkandi ball frammá miðja nótt, sem allir skemmtu sér við konunglega, enda samstilltur hópurinn að gera daginn góðan, — þar sem 100 manns voru saman- komin til þessa fagnaðar. Jens i Kaldalóni. Akureyri: Tekinn með spíra - eim- ingartæki gerð upptæk LÖGREGLAN á Akureyri gerði aðfaranótt sunnudagsins upptæk eimingartæki og 14 þriggja pela flöskur af spíra. Tildrög þessa voru að lögreglan handtók um nóttina ölvaðan mann og reyndist hann hafa á sér heima- tilbúinn mjöð. Við rannsókn máls- ins kom í ljós að heima hjá manninum fundust eimingartæki og flöskur með þessum mjöð. Voru þessir hlutir sem fyrr sagði gerðir upptækir, en að sögn lögreglunnar á Ákureyri bendir ekkert til annars en hér hafi einungis verið um að ræða eimingu á spíra til einkanota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.