Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1980 5 íslandsmót í svifflugi hefst um næstu helgi FluKmálafélag íslands gengst fyrir íslandsmóti i sviffluni sem hefst laugardaginn 12. júíi n.k. og stendur í 9 daga. Tólf kepp- endur hafa skráð sig til leiks. en aðsetur mótsins er Helluflugvoll ur. Fjórar sviffluganna eru eign Svifflugfélags íslands og ein frá Svifflugfélagi Akureyrar og eru þær allar smíðaðar úr tré. Hinar sjö eru í einkaeign, fjórar úr trefjaplasti, en það er í fyrsta sinn sem slíkar flugur keppa hérlendis í svifflugi. Flugvélar draga svif- flugurnar í 600 metra hæð þar sem þeim er sleppt og keppendur eiga að fljúga þá leið er móts- stjórn hefur ákveðið fyrir þann dag. Keppt verður í fjarlægðar- flugi og hraðaflugi á þríhyrnings- leiðum eða milli tveggja ákveð- inna staða. Mótsstjóri verður Þorbjörn Sig- urgeirsson prófessor og með hon- um í mótsstjórn Helgi Kolbeins- son, Hörður Hjálmarsson, Njörð- ur Snæhólm og Sigurður H. Ólafsson, en keppendur eru: Bald- ur Jónsson, Garðar Gíslason, Kristján Sveinbjörnsson, Leifur Magnússon, Magnús Jónsson, Páll Gröndal, Sigurbjarni Þórmunds- son, Sigurður Benediktsson, Snæ- björn Erlendsson, Þorgeir Árna- son, Þorgeir Tryggvason og Þór- mundur Sigurbjarnason. Auk keppenda eru í hverju keppnisliði einn til þrír aðstoðarmenn. hlutverk forseta að benda fram á veginn og velja réttu mennina til að taka að sér stjórnarmyndan- ir. íslendingar lifa um efni fram og verða að gæta þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl í þeim efnum, segir hún. í Aftenpbsten segir að í kosn- ingabaráttunni hafi Vigdís oft orðið að svara hinum undar- legustu spurningum vegna þess, að hún er ekki gift kona. Einu sinni hafi hún verið að því spurð, hvað hún ætlaði sér að gera sem forseti, þegar einhver þjóðhöfð- inginn heimsækti hana ásamt konu sinni, en venjan er sú, að þjóðhöfðingjarnir, sem oftast „2 kjörtímabil, átta ár, það er hæfilegur timi“ í NORSKA blaðinu Aftenpost- en sl. laugardag er viðtal við Vigdisi Finnbogadóttur í þætti sem heitir Nafn vikunnar. Fyrirsögnin á viðtalinu er „Karlmenn eru yndislegir**. í viðtalinu er víða komið við og segir Vigdís m.a., að það hafi sýnt sig að það hafi ekki fyrst og fremst verið konur, sem fylktu sér um hana, heldur sjómenn og eldri menn. Hún segir að sigur sinn sé mikilvægur áfangi í réttindabaráttu kvenna, jafnt á íslandi sem annars staðar, enda hafi henni borist mörg heilla- óskaskeyti víðs vegar að úr heiminum, m.a. frá eiginkonu Sadats Egyptalandsforseta. — segir Vigdís Finnbogadóttir i Aftenposten Blm. Aftenposten minnir Vig- dísi á, að hún hafi verið sökuð um að vera kommúnisti og hún svarar því til, að henni hafi verið lýst sem Satan sjálfum fyrir það eitt að hafa tekið þátt í því einu sinni að mótmæla herstöðinni í Keflavík. Hún segist vera friðar- sinni og vera andvíg erlendri hersetu. Hún segir að það sé nær eru karlmenn, fara í fremsta bílnum en eiginkonurn- ar í þeim næsta: „Ég svaraði því til, að ef t.d. Margrét drottning kæmi hér þá færum við saman fyrstar en í næsta bíl yrðu Henrik prins og sjö ára gömul dóttir mín, fulltrúi hins unga íslands," sagði Vigdís Finnboga- dóttir. Blm. Aftenposten spyr Vigdisi Finnbogadóttur að því að lokum hve lengi hún hyggist sitja á forsetastóli. „Tvö kjörtímabil, eða átta ár, er hæfilegur tími. Ég hlakka til að verða forseti og ég vona, að ég einangrist ekki frá fólkinu," sagði Vigdís Finnboga- dóttir að síðustu. Heimir Hannes- son framkvæmda- stjóri Sölustofn- unar lagmetis HEIMIR Ilannesson hefur tekið við störfum framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis af Gylfa Þór Magnússyni, sem gegnt hef- ur starfinu undanfarin ár. Sagði Heimir i samtali við Mbl. að hér væri um skammtímaákvörðun að ræða bæði af hans hálfu og fyrirtækisins. þar til annað yrði ákveðið. Heimir Hannesson sagði að líta mætti á starf hans sem fram- kvæmdastjóra í framhaldi af starfi hans sem stjórnarformanns Sölustofnunar um tíma. Sagði hann að nú væru til meðferðar ýmis aðkallandi verkefni innan fyrirtækisins og til umræðu væri m.a. hugsanlega ný löggjöf er varðaði tekjuskiptingu atvinnu- greinarinnar og stofnunarinnar og skyld mál. Kvað hann ekki teknar miklar framtíðarákvarðanir á þessu stigi, en sagði að menn hefðu fullan hug á að fyrirtækið héldi áfram starfsemi sinni. Tvö presta- köll laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst laus til umsóknar tvö prestaköll: Ása í Skaftártungum í Skafta- fellsprófastsdæmi, en því tilheyra Grafar-, Þykkvabæjar og Lang- holtssóknir, og Hof í Vopnafirði í Múlaprófastsdæmi með Hof- og Vopnafjarðarsóknum. Umsóknar- frestur er til 31. júlí. Eyjólfur ísfeld: Ekki fullnægjandi til að rekstur frystihúsanna verði með eðlilegum hætti „ÞÆR ráðstafanir. sem nú hafa verið gerðar með hækkun greiðslna úr verðjöfnunarsjóði á þorskhlokk og aukin afurðalán, eru til verulegra bóta. Hins vegar er þetta ekki fullnægjandi til að rekstur frystihúsanna verði með eðlilegum hætti,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, er hann var spurður álits á ráðstöfunum rikisstjórnarinnar til aðstoðar frystiiðnaðinum í þeim erfiðleikum, sem hann á nú við að etja. „Það sem þyrfti að gera,“ sagði Eyjólfur, „er í fyrsta lagi að ganga nú þegar í að breyta lausaskuldum í lán til lengri tíma. í öðru lagi er enn þá um verulegan rekstrar- halla að ræða þar sem gengissig hefur ekki verið nægilegt til að vega á móti kostnaðarhækkunum, enda er vaxtabyrðin sífellt að aukast." Þingflokkur Alþýðuflokksins: Gagnrýnir harðlega aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar kjarninn í atvinnulífi flestra byggða á landinu og veigamesti útflutningsatvinnuvegur þjóðar- innar. Þingflokkurinn vekur athygli á, að orsök þessa vanda er fyrst og fremst óðaverðbólgan, sem er að mestu heimatilbúin. Vandi frysti- húsanna hlýtur því að aukast til muna 1. september, ef þá verður ný verðbólgusveifla um 10% eins og horfur eru á. Þingflokkur Alþýðuflokksins gagnrýnir harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um og varar við afleiðingum þess, ef 60% verðbólga geysar án þess að ráðist sé gegn henni. Afleiðing þess hlýtur að verða stöðvun framleiðslunnar og stórfellt at- vinnuleysi, eins og þegar vottar fyrir." MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun þingflokks Alþýðu- flokksins frá 7. júlí s.l. en þar segir: „Þingflokkur Alþýðuflokksins lýsir áhyggjum sínum vegna fjöldauppsagna starfsfólks í frystihúsum um land allt og þeirr- ar óvissu um atvinnuöryggi, sem ríkir í frystiiðnaðinum, en hann er Áttræður í dag ÁTTRÆÐUR er i dag Jón Valdi- marsson, vélsmiður, Hliðarvegi 25, ísafirði. HOOVER ekki bara ryksuga... HOOVtO Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aöeins ryksugar teppið, hann hreinsar aö auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d • Klistur «Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteríumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosiö svo aö teppið er ætíö sem nýtt á aö líta, og þaö á jafnt viö um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER er \ " > ég banka.bursta ogsýg... FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.