Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 3 Framkvæmdir hefjast við sundlaug fyrir hreyfihamlaða FYRSTA .skóflustungan að sundlauKarbyggingu við Grensásdeild Borgarspítalans var tekin kl. 14 i gær. I>að gerði Ágústa Guðmundsdóttir. 17 ára stúlka sem nýlega slasaðist í bílslysi og er i meðferð á endurhæfingardeildinni. Albert Guðmundsson. Eggert G. Þorsteinsson og Magnús Kjart- ansson voru viðstaddir þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Þeir hafa allir unnið að þessu máli. Dr. Ásgeir B. Ellertsson yfir- læknir, hélt ræðu þar sem hann þakkaði öllum sem lagt hafa mál- inu lið og fagnaði þvi að hafist hefði verið handa við þetta verk. Sérstaklega vildi hann þakka Magnúsi Kjartanssyni, fyrrver- andi ráðherra, fyrir hans hlut, en tók fram að fjölmargir aðrir hefðu lagt hönd á plóginn. Að athöfninni lokinni afhenti Magnús Kjartansson Ásgeiri B. Ellertssyni gjafabréf frá Guð- mundi Kr. Guðmundssyni skrif- stofustjóra, sem er látinn fyrir skömmu. í bréfinu voru 570 þús. kr. í verðtryggðum spariskirtein- um frá ’74 og ’78. Guðmundur dvaldi á Grensásdeildinni síðustu árin og hafði mikinn áhuga á að þessari sundlaug yrði komið upp. Dr. Ásgeir B. Ellertsson hélt stutta ræðu þar sem hann þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og gat þess jafnframt að mikið hefði verið um að gjafir hefðu borist til þessa verkefnis. Gefendur hefðu verið á öllum aldri, allt frá börnum uppí roskið fólk. Til dæmis hefði eldri kona úr Borgarfirði, sem ekki vildi láta nafns síns getið, nýlega gefið háa fjárupphæð. Ættingjar henn- ar vildu að hún notaði þessa peninga í sólarlandaferð en gamla konan áleit að fénu væri betur varið á þennan hátt. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við dr. Ásgeir B. Ellertsson, yfirlækni á Endurhæf- ingardeild Borgarspítalans í Grensási og sagði hann m.a.: „Endurhæfingardeildin tók til starfa 1973. Þá var strax ljóst að mikil þörf var á endurhæfingar- sundlaug þar sem hægt væri að sinna læknisfræðilegri endurhæf- ingu. Það var svo Albert Guðmundson sem fyrstur bar fram tillögu um málið í borgarráði og samþykkt í borgarráð viljayfirlýsingu um það árið 1976. Á sama ári báru fjórir þingmenn úr öllum flokkum fram tillögu á alþingi um málið, þeir: Eggert G. Þorsteinsson, Einar Ágústsson, Jóhann Hafstein og Magnús Kjartansson. Þingsálykt- un um að sundlaugin yröi byggð var samþykkt 1977 og gerð áætlun um kostnað við verkið. Ákveðið var að Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins sæi um bygging- una og greiddi ríkið 85% en borgin 15%. Hönnun var lokið í desember 1979 og verkið boðið út á þessu ári. Tilboð bárust frá átta aðilum. Lægsta tilboðið var frá Sigurði og Júlíusi, kr. 355.759.574.- og var því tekið 16. júlí sl. í tilboðinu felst að húsinu verði skilað fokheldu með gleri og frágenginni lóð. Þessum fyrsta áfanga á að vera lokið 1. okt. 1981 og standa vonir til að næsta áfanga verði hægt að bjóða út á miöju næsta ári, — það ætti vel við þvi það er ár hins lamaða og fatlaða manns. Fyrir okkur sem fáumst við endurhæfingu er þessi sundlaug jafn nauðsynleg og skurðstofa fyrir skurðlækni. Þeir sem eiga við hreyfihömlun að stríða geta í mörgum tilfellum hreyft ýmsa limi í vatni sem þeir geta ómögulega hreyft undir öðrum kringumstæð- um. Sundlaugin flýtir þannig mjög fyrir endurhæfingu, — styttir endurhæfingartímann og þannig þær þjáningar sem sjúklingurinn verður fyrir. Sundlaugin mun einnig spara þjóðinni fé, — endur- hæfing mun taka styttri tíma eftir að hún er komin og fólk mun fyrr komast út af sjúkrahúsinu. Þannig munu fleiri komast hér að en áður. Þessi sundlaug er fyrst og fremst ætluð sjúklingunum hér en einnig öllum hreyfihömluðum sjúklingum í Reykjavík. Þeim verður ekið hingað frá hinum sjúkrahúsunum eða koma sem göngusjúklingar. Við höfum áhuga á að við hliðina á sundlaugarbyggingunni verði komið upp útivelli þar sem hreyfi- hamlaðir gætu stundað iþróttir. Það bíður þó síns tíma og sund- laugin leysir brýnasta vandann. Nú er okkur efst í huga þakklæti til þeirra sem unnið hafa að því að þessar framkvæmdir geta hafist." Albert Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að eftir að hann hafi flutt tillögu um byggingu sundlaugarinnar í borg- arráði hafi borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna flutt tillögu um að hafizt skyldi handa við bygg- ingu sundlaugarinnar. Var hún samþykkt. Það ásamt þingsálykt- unartillögunni hafi vakið málið og orðið til þess að frumkönnun fór fram og gerðar voru kostnaðar- áætlanir um málið. Ágústa Guðmundsdóttir tók fyrstu skóflustunguna að sundlaugar- byggingunni. Til hliðar við hana stendur dr. Ásgeir B. EUertsson, yfirlæknir. Margeir varð í 2.-3. sæti ALÞJÓÐA skákmótinu í New York er lokið og hafnaði Margeir Pétursson i 2—3 sæti ásamt stórmeistaranum Benkö með átta og hálfan vinning. Sigurvegari varð Bandaríkjamaðurinn Wat- son með átta og hálfan vinning. —Ég tefldi við Watson í síðustu umferðinni og varð að sætta mig við jafntefli, sagði Margeir í samtali við Mbl. í gær. Watson er mikill sérfræðingur í byrjunum þó hann hafi ekki teflt mikið og hann tefldi eitthvað heimabrugg sem ég þurfti langan tíma til þess að átta mig á. Ég fékk betri stöðu en lenti í tímahraki og jafntefli var samið. Þátttakendur í mótinu voru 60 að tölu, þar af þrír stórmeistarar, Benkö, Alburt og Dzindzindhasvili og fjórir alþjóðlegir meistarar. Jóhann Hjartarson, íslandsmeist- arinn ungi gerði jafntefli í síðustu umferðinni og hlaut sex og hálfan vinning og vantaði aðeins hálfan vinning í áfanga að titli alþjóðlegs meistara. Árni Árnason vann sina skák og hlaut fjóra vinninga, sem er góður árangur hjá svo ungum skákmanni. Rannsókn Svifflugslyssins: Flugan spannst til jarðar LOFTFERÐAEFTIRLITIÐ vinnur nú að rannsókn svifflugslyssins á Sandskeiði á mánudagskvöldið og leitar orsakanna fyrir slysinu. Ungi maðurinn, sem flaug svifflug- unni gekk undir aðgerð á Borg- arspitalanum i gær. Hann er mikið slasaður eins og fram kom í Mbl. i gær en ekki talinn i lifshættu. Var líðan hans eftir atvikum góð, sam- kvæmt þvi sem hlaðið fregnaði i gær. Skúli Jón Sigurðsson hjá Loft- ferðaeftirlitinu tjáði Mbl. í gær að ekki væri hægt að fullyrða neitt um orsakir slyssins, þar sem ekki væri búið að ræða við flugmanninn. Þó virtist líklegt, samkvæmt frásögn- um sjónarvotta, að flugan hafi farið inn í spinn og hún spunnið til jarðar. Spinn er það kallað er annar vængurinn ofrís en hinn flýgur. Skrúfast flugan þá til jarðar í kröppum beygjum. Ekkert hefur komið fram við rannsóknina, sem bendir til bilunar í vélinni. Að sögn sjónarvotta var flugan í 200—250 metra hæð þegar hún byrjaði að spinna og tókst flugmanninum ekki að rétta hana við á leiðinni niður. Flugmaðurinn er vanur svifflugum en hafði aldrei áður flogið þessari flugu. roðnar af stolti HEMPECs þakmálning þegarhannlíturnidurá HEMPEEs þökin og sér hve fallegum Hæbrigöum mánáúrlitumhans Nú eru tyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæði HEMPEL'S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar i heiminum. Seltan og umhleypingarnir hér eru þvl engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.