Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 27 Dagrún Kristjánsdóttir: Frelsissvifting, kúgun, morð og andleg ánauð Það land, sem fremst er í flokki að beita þegna sína og þær þjóðir heims sem orðið hafa fórnardýr þess — þeim hroðalegu örlögum, sem lýsa sér í yfirskrift greinar þessarar — heldur nú þá brösug- legustu og ömurlegustu Olympíu- leika, sem haldnir hafa verið. Brösuglegir eru þeir vegna þess karps sem orðið hefur um þátt- töku í þeim og ekki að ástæðu- lausu, — en ömurlegir vegna þýlyndis fjölda þjóða, sem hafa látið teyma sig á asnaeyrunum austur til Moskvu, annaðhvort af hræðslu til að styggja ekki höfð- ingjana þar, eða af hégómlegri frama- og frægðargirni, sem er dýrara verði keypt en íslendingar a.m.k. hafa ráð á. Allir sannir Islendingar hljóta að skammast sín fyrir það, að nokkrir úr þeirra hópi skuli láta sjá sig viðriðinn þennan skrípaleik. Það er blindur maður, sem sér ekki í gegn um lævísina og sigri hrósandi glottið í Kreml yfir því að geta í ró og næði sölsað undir sig hvert landið af öðru með ofbeldi og manndrápum án þess að nokkur depli auga, hvað þá meir og ekki nóg með það, svo þyrpist fólk í löngum bunum austur þangað til að heiðra þessa þjóð með nærveru sinni á Ólymp- íuleikunum. Því fleiri, því skálka- legra verður brosið og ánægjan undirförulli yfir því að geta haft þjóðir heims að fullkomnum fífl- um. Og „aumir vér“ að fylla þann hóp. „Innrás í eitt land er ekki nóg til að hætta þátttöku", mælti fyrrv. forseti íþróttahreyfingar- innar. Ég spyr: Hve mörg lönd þurfa að hverfa undir rússneska hramminn til að mark verði tekið á því? Er eitt land svo lítið, og öll mannslífin sem fórnað er til einskis annars en að þjóna yfir- gangi og valdagræðgi, sem aldrei tekur enda? Þarf ef til vill mörg búnt af herteknum löndum, þar sem íbúarnir hafa verið brytjaðir í spað eða gerðir örkumla og alls- lausir og að andlegum vesalingum, til þess að fólk fái opin augun fyrir þessari ófreskju í austri? Ég veit ekki betur en að þegar sé búið að safna í vænt knippi, eða eru menn þegar búnir að gleyma þeim Evrópulöndum, sem hafa fengið „vernd" frá Rússum? Fregnir hefðu þeir gleypt Finn- land, hefðu þeir getað, og enginn efast um að þeir hafa ágirnd á allri Evrópu, Asíu og Afríku. Litli fingur er nálægur Bandaríkjun- um. Er þetta ekki næg ástæða til að afþakka heimboð til Moskvu? Þarf hrammurinn að kremja okkar eigið land áður en við skiljum hvað er að gerast? Þurf- um við að standa sjálf andspænis byssukjöftum þessara „verndara“ til að átta okkur í alvörunni? Þurfum við að sjá þá drepa nágranna, vini og vandamenn til þess að kvikni á sálartýrunni og eitthvað fari að rofa til á efstu hæðinni? Þurfum við að verða vitni að pyndingum og fangelsun- um fyrir að tala mælt mál og hafa skoðanir, — til þess að eitthvað fari að bærast með okkur sem nefnist samúð, réttlæti, sannleik- ur? Þurfum við að búa sjálf við heft ferðafrelsi, — sækja árang- urslaust hvað eftir annað um leyfi til Bessastaða eða í stjórnarráðið til að mega skreppa út fyrir landsteinana, eða að hætta lífinu °g flýja, eins og gerist títt þar austur frá — til þess að kunna að meta frelsið og lífið og þar með sett okkur í spor þeirra þjóða, sem verða að búa við frelsisskerðingu, utan fangelsis sem innan ásamt öllu öðru ofbeldi? Margir virðast ekki skilja neitt þó að skelli í tönnunum. Það hefur aldrei þótt auðvelt að stjórna íslendingum og sést það ljósast á því að þeir eru hættir að virða lög og rétt, sannleika, réttlæti, almennings- eignir, og jafnvel æran er föl fyrir auð og völd. En væri ekki betra að gá að hvar stigið er niður fæti áður en hann lendir í gini bjarnar- ins því að öruggt er að það verður fleira en fóturinn sem fer, við eigum á hættu að kalla yfir okkur allt það sem áður er nefnt og fjölmargar þjóðir hafa og eru að ganga í gegnum. Það er frelsið og lífið sjálft, sem um er að tefla. Viljum við verða andlega og lík- amlega örkumla þjóð, — það sem eftir lifði af henni, ef kommún- isminn teygði sínar blóðugu lopp- ur hingað úr austrinu? Viljum við lata frelsið af hendi og kalla yfir okkur þær ógnir sem fjölmargar þjóðir verða að þola nauðugar? Viljum við láta lífið fyrir hendi böðla, sem virða hvorki mannslíf- in né þjáningu annarra? Nei, ég veit að þeir sem ótt og títt eru á laumulegu rölti um Túngötuna og Garðastrætið vilja hvorki missa lífið né að ferða- og málfrelsi þeirra sé heft, en eru þeir öruggari en aðrir, ef illa vildi til og Íslendingar glopruðu varnarliðinu úr landi? Það ku hlakka í sumum yfir Dagrún Kristjánsdóttir. gangi þjóðmála og því að heldur hafi „roðinn í austrinu" aukist síðan í júnílok, en þó að það sé þeim gleðiefni sem blindir eru á öll sjálfsögð mannréttindi, trú og frelsi, þá vekur það skelfingu hjá þeim sem sjá að hverju stefnir að ölluúóbreyttu og skilja þá ógn, sem hlotist getur af verði ekki breytt um snarlega. Kommúnisminn, eins og hann er í framkvæmd, er skrímsli, sem verður að útrýma og það verður ekki gert með hang- andi hendi, því eins og allt annað sem illt er læsir hann klónum í allt, laumulega og lævíslega, en með ákveðinni frekju og yfirgangi öðrum þræði. Hugsjónin var upp- haflega; jafnrétti, bræðralag, frelsi. Falleg stefna, en algerlega óframkvæmanleg eins og reynslan hefur sýnt og meiri afskræmingu hefur engin göfug hugsjón hlotið en þessi. Jafnrétti, bræðralag, frelsi, — hefur breyst í valda- græðgi og geysilegan launa- og stéttamismun, — bræðralagið breyttist í morð á nánum vinum og samstarfsmönnum (hreinsanir, heitir það víst á fágaðra máli), líflát, ef orðinu var hallað, eða grunur um að einhver fylgdi ekki „hallelúja“-klíkunni, hernaðar- innrás, dráp og ofbeldi gegn sak- lausum þjóðum, ásamt ómældum hörmungum sem þær urðu að þola og verða enn, þar sem ekki er enn búið að koma „bræðralags-hug- sjóninni" á allsstaðar. Frelsið var og er útfært á nýstárlegan máta austur þar, eða með því að fang- elsa eða úrskurða geðveika alla þá er dirfast að láta í ljós skoðanir sínar falli þær ekki að „kerfinu“ eða hugnist þær ráðamönnum. Banna eða takmarka ferðir út úr landinu, hvað mikið sem liggur við, — en hversvegna sk.vldi það vera gert? Er það nokkur sem getur dregið ályktanir af því? Eða er það góð auglýsing fyrir landið og fagur vitnisburður um mannlíf þar, að fólk vilji heldur leggja líf sitt í hættu við að flýja en að vera kyrrt í sæluríkinu? Og ferðalang- urinn, fær hann að fara frjáls ferða sinna, skoða það sem hann vill, tala við hvern sem hann vill, ljósmynda hvað sem er, skrifa það sem honum sýnist? Svari þeir sem reynt hafa, en ég hef aldrei heyrt þess getið að neinum væri „sleppt þar lausum" án eftirlits og strangrar gæslu. Að öllu þessu athuguðu, er ekki nema von að íslenska ólympíu- nefndin léti glepjast af Ijómanum, sem stafar frá allri þessari dýrð, og vildi njóta einhvers af honum! En hve lengi fá þeir notið hans, sem verða að gjalda með frelsi sínu eða lífi, hafi ógætilegt orð hrotið þeim af munni, eða að þeir hafa dirfst að hafa sína eigin skoðun og hugsað sjálfstætt? En hvað varðar okkúr um það hér á okkar litla landi? Við lokum bara augunum og heiðrum skálkinn eins og ekkert sé sjálfsagðara og bíðum þess að hann rétti út hramminn, kyngi bitanum og sleiki út um báðum megin. Þannig lýkur sögu okkar, ef ekkert er aðhafst til varnar. Vill nokkur ærlegur íslendingur stuðla að því? Dagrún Kristjánsdóttir. Nú geta #>e«r allra jafnvei smurþjónustu SheW 1SO Eftir gagngera endurnýjun og breytingará innréttingum getum viö nú boöiö viöskiptavinum okkar aukna þjónustu i björtu og þægilegu umhverfi Helsta breytingin gerir Smurstoöinni kleift aö taka á móti stórum vöruflutningabilum jafnt sem venjulegum fólks- bílum. Flestar geróir af loftsium. oliusium og eldsneytissium fyrirliggjandi. Þægileg setustofa fyrir viöskiptavim okkar a meöan viö smyrjum bilinn Smuroliur Uá SheW Smurstööin Laugaveqx ABO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.