Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 11 leikar, sem þarf að komast yfir, þegar hafnar eru veiðar á nýrri tegund," sagði Baldur, „t.d. varð- andi það hvernig eigi að útbúa veiðarfærin, s.s. hlera og togvíra. I þessari ferð þyngdum við hlerana um 25 kg. hvorn og gaf það góða raun, en rækjan fæst á 200—240 faðma dýpi. Miðin eru norðaustur af Grímsey. Það má segja að þetta verði bjargvættur okkar hér ef þetta gengur því ástandið hefur ekki verið nógu gott og vinna stopul. Héðan eru nú gerðir út 5 bátar, frá 10—22 tonn, en auk þess er einn Þórshafnarbátur, Snæ- berg, að byrja rækjuveiðar héðan. Nýtt útgerðarfyrirtæki „Kópurinn er 20 tonna bátur, gerður út af Sæbliki hf. En það er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem flestir staðarbúar eiga hlut í og miklar vonir eru bundnar við. Auk Kópsins gerir Sæblik hf. út bátinn Trausta. Annars vantar bryggjuaðstöðu hérna og dýpka þarf höfnina. Varnargarðurinn sem byggður var í sumar var vissulega átak í hafnarmálum, en betur má ef duga skal.“ „Forgangsréttur“ Ég er mjög bjartsýnn á að hægt sé að veiða rækju hér í Öxarfirðin- um, en nokkurs ágreinings hefur gætt við Húsvíkinga um rækju- veiðar í Öxarfirði. Kópaskersbúar álíta sig hafa forgangsrétt á rækju sem hér veiðist, þ.e. á því sem þeir telja sig geta nýtt, af kvótanum, sem var 300 tonn í vetur, fyrir alla bátana, en Hús- víkingar vilja skipta kvótanum niður. Þareð við hér á Kópaskeri eigum svo miklu meira undir þessum rækjuveiðum en Húsvík- ingar, fellum við okkur ekki við þeirra viðhorf í þessu máli.“ „Góður andi í mönnum“ „Við erum búin að búa hér í 7 ár,“ sagði Baldur, aðspurður um hagi sína. „Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem slíkur fyrst eftir að við fluttum hingað, en dreif mig svo til Akureyrar og tók það sem á vantaði í pungaprófið. Hér er ágætt að vera, rólegt og lítt stressandi. Fólkið er gott og góður andi í mönnum yfirleitt." Bakki. elsta húsið á Kópaskeri, byggt af Árna Ingimundarsyni frá Brekku árið 1908. Árni var afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga, sem nam land á Kópaskeri um síðustu aldamót. Jóhannes Þórarinsson. sláturhússtjóri á Kópaskeri ásamt Skúla Jónssyni, vélstjóra staðarins. báðar og talíufláningu. Þegar kindin kemur inn í banaklefann er hún skotin með loftbyssu, þá dettur hún inn í slátursalinn, á færiband og síðan er keðju, sem hangir úr talíunni í loftinu brugðið um framhæklana og skrokkurinn rifinn upp úr gær- unni,“ sagði Jóhannes og bar sig fagmannlega að lýsingunum. Ættu lesendur að vera nokkuð fróðari um þennan þátt í fram- leiðsluferli íslenska lambakjöts- ins. Þau Arndis Baldursdóttir. Ilreiðar (vildi aðeins láta skírnarnafnið uppi) og Hildur Óladóttir voru að þræða þorskhausa upp á band i Saltfiskverkuninni. Stopul vinna í saltfiskverkuninni var heldur litið um að vera, þegar við litum þar inn. Þau Arndís Baldursdótt- ir, Hildur Óladóttir og Hreiðar voru að þræða þorskhausa upp á band og voru fáir aðrir við vinnu. „Hérna vinna sjö hræður sem stendur," sögðu þau, „en vinnan er stopul og fastir starfsmenn ekki nema tveir eða þrír. það er líka mjög misjafnt hvað miklu er landað. Stundum er enginn afli til vinnslu svo dögum skiptir. Annars hafa laxveiðimenn verið að koma og fá hjá okkur rækju til beitu, það er víst mjög vinsælt núna að beita rækju." Þær Arndís og Hildur eru báðar í skóla á veturna og sögðu þær að lítið væri um vinnu fyrir skóla- krakka á Kópaskeri í sumar. „Hér er ekkert við að vera nema vinnarr Á smíðaverkstæði Trésmiðju K.N.Þ. (Kaupfélags N-Þingcy- inga) hitti hlm. að máii Dag- bjart Halldórsson, scm þar var að vinnu. „Trésmiðjan sér um flestar byggingaframkvæmdir hér á staðnum," sagði Dagbjartur. „Þeir byggja ný hús og gera við gömul, en á verkstæðinu gerum við við glugga og innréttingar. Á sumrin vinna hér 10—15 manns, en 6 á veturna “ Dagbjartur er frá Lundi, en lærir húsasmíði í Reykjavík. Aðspurður sagðist hann ekki mundu vilja búa á Kópaskeri; „Hér er ekkert við að vera nema vinna, maður fer á þessi fáu böll, sem haldin eru, en vinnur annars á kvöldin.“ Viljum kaupa heila skipsfarma af góðum ísuðum fiski, það sem eftir er ársins. P/F BACALAO Þórshöfn, Færeyjum, sími 11360 og 12226 (Færeyjum). Á smiðaverkstæði Trésmiðju K:N:Þ: Dagbjartur Halldórsson t.v. og Vigfús Halldúrsson, sem er úr Rcykjavík en ætlar að vera á Kópaskeri fram á haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.