Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 33 E ^ r\ ~ VELVAKANDI SVARARí SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI j^gMrnPK'mn'u n framkvæmd samþykktar borgar- ráðs. En því miður hefur raunin orðið sú, að það hefur eitthvað gengið erfiðlega hjá þessu borg- arfyrirtæki að sjá til þess að nægilegt vatn sé í læknum á þeim tima sem samþykkt borgarráðs nær til. Nú kann svo vel að vera, að aðstæður geti einstöku sinnum verið þannig, að erfitt sé að sjá fyrir nægilegu vatni í lækinn. Getur þá bæði veður og jafnvel fieira valdið. En þegar það gerist hvað eftir annað, að þessi sam- þykkt borgarráðs er ekki haldin, þá er einhverju öðru til að dreifa. Bæði ég og margir aðrir hafa tekið eftir því, að það virðist á góðri leið með að verða viðtekið ástand, að lækurinn sé vatnslaus eða vatns- lítill. • Fáir sól- skinsdagar Sumarið er ekki það langt hér á landi að fólki sé of gott að reyna að gripa tækifærið og njóta hvers sólskinsdags eins og ástæður leyfa hverju sinni. Þetta á við um Reykvíkinga eins og aðra lands- menn. Þessi útibaðstaður sem reykvíkingar eiga i Nauthólsvík er sem vin í skarkala, ys og þys borgarinnar. Þess vegna er brýnt að borgarbúar standi vörð um þennan fallega og friðsæla stað og geri sér ekki að góðu að komið sé meira og minna í veg fyrir afnot þeirra af honum. • Hvað veldur? Kjörnir fulltrúar okkar höf- uðborgarbúa hljóta að eiga að sjá svo um, að þeirra eigin samþykkt- ir séu haldnar. Að lokum langar mig að biðja ráðamenn borgarinn- ar og Hitaveitu Reykjavíkur að svara þessum spurningum: Hver á að sjá um að samþykktir borgar- ráðs séu virtir og framkvæmdar? Á hverju stendur hjá Hitaveitu Reykjavíkur að standa við sinn hluta í framkvæmd samþykktar- innar um heita lækinn?" • Hrikalegt mál S. Sig. hringdi og sagði það kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala um niðurgreiðsl- urnar en þó langaði sig til að leggja þar orð í belg. — Ég skil málin þannig, að vísitölubótum á laun, sem greiddar verða 1. sept- ember nk. sé ætlað að bæta mönnum kjaraskerðingu síðastlið- inna þriggja mánaða. Með niður- greiðslunum, sem nú eiga að koma til framkvæmda, er fyrirhugað að draga úr þessum vísitöluhækkun- um á laun og er það engin ný bóla hér á landi. En nú tekur fyrst steininn úr, þegar niðurgreiddu kjötvörurnar eru hvergi fáanlegar í verslunum hér syðra. Nú langar mig til að spyrja: Hvar gæti þetta gerst annars staðar en á íslandi? • Ólíkt höfumst vér að í Svíþjóð hyggst stjórn borg- araflokkanna hækka virðisauka- skattinn um 3% um næstu mánaðamót. Vegna þessara fyrir- huguðu skattlagningar hafa sænsku verkalýðsfélögin og vinnuveitendur krafist þess að stjórnin fari frá og efnt verði til nýrra kosninga. Ólíkt höfumst vér að frændurnir. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í London í vor kom þessi staða upp í skák Englendinganna Miles, sem hafði hvítt og átti leik, og Short Miles hafði lengi barist fyrir jafntefli og nú loksins tókst hon- um að gulltryggja það. 67. Rg5+! — Dxg5, 68. Df7+ — Kh8, 69. Df8+. Jafntefli. HÖGNI HREKKVÍSI * VJ£A/'O&U 'AMÆáOiZ Mt'V&M/Dt ÁUWWW OKJCAZ!" Snækóróna Philadelphus coronarius Allir Karöcigendur kannast árciðanlega við Stcin- brjótsættina og einhverjar aí öllum þessum smá- vöxnu og blómfögru steinhæðaplöntum sem til hennar teljast. En hún lumar á ýmsu öðru og íáir hafa víst hugmynd um að þar er einnig að finna einhverja fegurstu og yndislegustu skrautrunna sem hér eru ræktaðir: sjálfar SNÆKÓRÓNURNAR. Snækóróna er meðal elstu og vinsælustu garð- runna víða erlendis og hennar er oft getið í rómantískum skáldskap, bæði sögum og kvæðum. Er það vafalaust vegna þess hvað blómin eru snjóhvít og ilmandi. Það er alltaf mikið til- hlökkunarefni þegar snækórónan í Lystigarði Akureyrar byrjar að blómstra upp úr miðju sumri. Hún er mjög blómsæl og bregst alls ekki nema í allra köldustu sumrum. Blómin eru all- að fjölga snækórónu með sumargræðlingum og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að íslenskar gróðrarstöðvar fjölgi þeim runnum sem reynst hafa vel. Síður ætti að flytja inn plöntur þar sem hún getur verið talsvert misjöfn. Heimkynni snæ- kórónu eru frá Italíu og austur í Kákasus. Hún hefur mikið verið notuð við kynblöndun á öðrum tegundum af sömu ætt- kvísl. Fór það starf að mestu fram hjá firmanu Lemoine í Frakklandi á Þaft fer víst ekki milli mála að SNÆKÓRÓNA getur þrifist með ágætum hér syðra, það sýnir best meðfylgjandi mynd, sem ól.K. Magnússon hlaðaljósmyndari Mbl. tók á dögunum vestur í Skjólum í Reykjavík. þar sem „garðráðandi" er Halldóra Haraldsdóttir. félögum G.í. að góðu kunn sem „fræmeistari" þess félagsskapar. stór, hvít, 5—9 saman í klösum og gefa frá sér þennan dásamlega sterka ilm. Snækóróna hefur líka eitthvað verið ræktuð syðra og einnig reynst þar vel er mér sagt. Sjálfsagt er að ætla henni sólríkan stað, en hún gerir engar sérstakar kröfur til jarðvegs. Hér á Akureyri verður hún um það bil 1,5 m á hæð og álíka í þvermál. Laufblöð- in eru egglaga, fíntennt og með áberandi boga- dregna æðastrengi. Það mun vera auðvelt árunum 1890—1920. Heit- ir einn kynblendingurinn Philadelphus x lemoinei og einn afkomandi hans er sortin „Mont Blanc“ sem er ræktuð talsvert hér á landi. Hún er mun lágvaxnari en ættmóðirin en blómin álíka stór og falleg. Hún er tæplega eins harðgerð en reynist þó frekar vel á björtum og skjólsælum stað. Oftast gengur hún undir sama nafni en er stunduð köll- um ILMSNÆKÓRÓNA. H.Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.