Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1980 Fleiri Víetnamar fá leyfi til að flytjast til landsins: „Er ekki bjartsýnn á að nema lítill hluti þeirra komi“ segir Björn Friðfinnsson gjaldkeri stjórnar RKÍ VÍETNAMSKA ílóttaíólkið sem íengið hefur landvistarleyfi á íslandi hefur farið fram á það við islensk stjórnvöld að fjölskyldur þeirra fái einnig að flytjast til landsins. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti gefið 19 Víetnömum til viðbótar leyfi til að flytjast hingað. Fólk þetta býr allt í Vietnam og þarf því einnig leyfi þarlendra yfirvalda til að flytjast á brott. „Ríkisstjórnin samþykkti Björn sagði að flóttafólkið að ef þetta fólk fengi brottfar- hefði farið fram á leyfi fyrir arleyfi yrði tekið við því hér sem flóttafólki," sagði Björn Friðfinnsson gjaldkeri stjórn- ar Rauða kross íslands í samtali við Mbl. „Þarna er um að ræða sérstakt samkomulag sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerði við Víetnamsstjórn í og með til þess að draga úr þessum flóttamannastraumi. I sam- komulaginu segir að í vissum tilvikum, til að sameina fjöl- skyldur eða af öðrum mann- úðarástæðum, yrði takmörk- uðum fjölda fólks leyft að fara frá Víetnam með góðu og sameinast ættingjum sínum erlendis. Þannig er þetta á pappírum en í raun mun það vera þannig að fólk þarf að greiða miklar mútur til embættis- manna og stjórnvalda í Víet- nam til þess að fá að njóta þessa réttar. Ég veit ekki hvort þetta fólk getur nokk- urn tíma skrapað saman nógu mikla peninga til þess að geta komið. Ég er ekki bjartsýnn á að nema lítill hluti af þessu fólki fái að koma,“ sagði Björn. fleiri en þessa 19 sem þegar hafa verið samþykktir. Flóttafólkið býr ennþá að mestu í Reykjavík. Þó býr ein fjölskylda á Seltjarnarnesi og nokkrir eru á Hornafirði og á Húsavík. Fólkið hefur dreifst um Reykjavík og nú er ekki nema ein fjölskylda og tveir einstaklingar í húsinu við Kaplaskjólsveg þar sem þeir bjuggu allir í upphafi. Hanna: „Mér líður alltaf bet- ur og betur“ Ljósm. Kristinn Ari seldi kjötrétti fyrir Ask á heimilissýningunni í Laugar- dalshöll í gær. „Ég er ekki bjartsýn en ég vona“ Umsókn um landvistar leyfi fyrir 13 Víetnama hef ur enn ekki verið svarað „Ég er ekki bjartsýn á að ættingjar okkar geti komið hingað en ég vona það,“ sagði Hanna, sem var túlkur Víet- namanna fyrst eftir komu þeirra hingað. Hanna hefur sjálf fengið landvistarleyfi fyrir foreldra sína, bræður, systur og frænku. „Ég skrifaði til þeirra og spurði hvort þau gætu hugsað sér að koma hingað. Það vilja þau öll. Þau langar til þess að fjölskyldan sameinist á ný. Þau vita sjálf ekkert um það hvort yfirvöld í Víetnam gefi þeim leyfi til að flytjast á brott. Þau skrifuðu mér að það kynni að taka þau langan tíma að fá leyfið og það getur enginn verið viss um að það takist." Hanna sagði að Víetnamarnir 19 sem fengið hafa leyfi íslenskra stjornvalda til að flytjast hingað væru ættingjar 4 fjölskyldna og einstaklinga þeirra Víetnama sem hér búa. Ein fjölskylda hefur sótt um leyfi fyrir 13 ættingja sína en ekki fengið svar ennþá. Fleiri hafa ekki enn sótt um landvistar- leyfi fyrir fjölskyldur sínar. „Við erum örugg hér“ Hanna leigir herbergi og hefur aðgang að stofu og eldhúsi ásamt íslenskri konu. Hún hefur einnig fengið vinnu sem henni líkar og er mjög ánægð með lífið hér. „Mér líður alltaf betur og betur. Það var mjög erfitt að venjast loftslaginu hér fyrst eftir að við komum. En í sumar hefur það ekki verið ósvipað því sem gerist í Víetnam. Mér hefur næstum því fundist ég vera heima. Hinir flóttamennirnir hafa heist átt erfitt með að komast í samband við íslendinga þar sem þeir skilja ekki íslensku. En ef íslenskan bregst mér þá gríp ég til enskunnar. Samt hef ég átt erfitt með að vera innan um hópa af íslendingum. Þá skil ég afskap- lega lítið af samræðum þeirra og verð að geta mér til um það hvað um er að vera. En við erum öll afskaplega ánægð yfir því að fá að vera hérna. Okkur finnst við vera svo örugg, við þurfum t.d. ekki að óttast atvinnuleysi. Islendingar hafa líka tekið okkur vel. Það hefði verið lítils virði ef ríkis- stjórnin hefði gefið okkur leyfi til að flytjast hingað og fólkið sjálft ekki tekið vel á móti okkur. Við bíðum nú eftir að fá íslenskan ríkisborgararétt og von- um að það verði fljótlega. Við erum öll farin að vinna fyrir okkur, erum farin að standa á eigin fótum, og eigum hér framtíð fyrir okkur,“ sagði Hanna að Iokum. Gaman Ari, sem vinnur sem mat- reiðslumaður hjá Aski, og fjöl- skylda hans hafa fengið landvist- arleyfi fyrir 3 ættingja sína. Eru það elsti sonur Ara, tengdafaðir hans og mágkona. Ari og fjöl- skyldan hafa nú flutt af Kapla- skjólsveginum og búa við Ránar- götuna í Reykjavík. Blaðamaður Mbl. hitti Ara í gær þar sem hann vann fyrir Ask á heimilissýningunni í Laugar- dalshöll. Hann sagðist ekki vera viss um það hvort fjölskyldu hans tækist að fá brottfararleyfi frá Víetnam. En hann var greinilega ánægð- ur með framvindu mála. Þegar menn velta fyrir sér bítakaupum í dag kemur fyrst upp í hugann hvaö kostar mig að reka bílinn, hvernig bíl þarf ég, sem uppfyllir þær notkunar- kröfur sem ég geri og sem ekki gerir mér fjárhaginn óbærilegan? Þetta voru einmitt spurningarnar, sem hönnuðir Daihatsuverksmiöjanna lögöu til grundvallar, er þeir voru meö Daihatsu Charade á teikniboröinu. íslendingar og neytendur um allan heim telja greinilega aö Daihatsu Charade sé rökrétta svariö. 10. hver íslendingur, sem keypti bíl fyrstu 6 mánuöi þessa árs valdi Daihatsu Charade og þeir eiga það allir sameig- inlegt aö brosa þegar þeir borga benzíniö. Daihatsu Charade er bíll fyrir alla. Til afgreíðslu strax. Verð XTE lúxusgerð 5.660.000 með ryðvörn. Rúmir greiösluskilmálar. Fullkomin varahluta og viðgerðarþjónusta á staðnum. ÞAR ER DAIHATSU CHARADE A TOPPNUM I dag byggjast bilakaup a sparneytni og hagnýtni Daihatsuumboðið Ármúla 23, símar 85870—39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.