Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1980 21 ASÍ lýsir stuðningi við pólska verkamenn MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands sendi í gær eftirfarandi skeyti með ályktun sinni til Alþýðusambands Pól- lands, í tilefni þeirra atburða sem þar eru og hafa verið að gerast undanfarið. „Miðstjórn Alþýðusambands íslands lýsir stuðningi sínum við baráttu pólskra verkamanna fyrir kjarabótum og lýðrétt- indum. Það er frumskylda verkalýðssam- taka að styðja verkafólk í baráttu þess fyrir bættum kjörum og réttindum. Al- þýðusamband íslands skorar því á Al- þýðusamband Póllands að veita málstað verkafólks í yfirstandandi deilu allan mögulegan stuðning og krefst þess að stjórnvöld komi til móts við réttmætar kröfur verkfallsmanna.“ Lýsi samúð og stuðningi við pólska verkamenn — segir Karl Steinar Guðnason varaform. Verkamannasambandsins „ÞESSIR atburðir sýna að komm- únisminn getur ekki staðist sem stjórnkerfi og því fer fjarri að unnt sé að veita fólki lýðræði og mannsæmandi lífskjör undir slík- um stjórnarháttum." sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands íslands i gær, er Morgunblaðið spurði hann álits á atburðunum í Pól- landi siðustu daga og vikur. „Ég vil lýsa yfir fyllstu samúð og samstöðu með pólskum verka- mönnum í baráttu þeirra," sagði Karl Steinar ennfremur, „og Al- þýðusambandið hefur þegar lýst yfir fyllsta stuðningi við þessar aðgerðir pólsks verkafólks. Heim- urinn bíður nú og fylgist með framvindu mála í Póllandi, og það sem þar er að gerast getur haft mikil áhrif á afstöðu manna til þeirra valdhafa, sem nú ráða ríkjum í Austur-Evrópu. Hér er því á ferðinni mál sem snertir mun fleiri aðila en þá verkamenn sem í verkfalli eru, þó þeir standi vissulega í hita bardagans," sagði Karl Steinar að lokum. Samstaða verka- fólksins aðdáun- arverð — segir Jón Kjartans- son, formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja „ÞESSIR hlutir. sem eru að gerast í Póllandi eru mjög athyglisverðir og að mörgu leyti aðdáunarvert hversu sam- staðan er mikil meðal verka- fólksins," sagði Jón Kjartans- son, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, í samtali við Mbl. er hann var inntur álits á atburðunum, sem hafa verið að gerast í Póllandi á undanförn- um dögum. en hann ferðaðist vítt um Pólland og heimsótti starfsbra'ður sína á sl. sumri. „Til dæmis um þessa miklu stéttarsamstöðu, sem greinilega ríkir þarna, var reynt ítrekað af hálfu stjórnvalda, að sundra henni með því að taka út vissa lykilhópa og bjóða þeim gull og græna skóga. Þessir hópar sögðu hins vegar nei, það verður ekkert samið nema við okkur alla í einu. Þróunin í Póllandi er sér- staklega merkileg fyrir þær sakir, að það hefur lengi böglast fyrir okkur, sem köllum okkur sósíalista, að verkalýðshreyf- ingar í austantjaldsríkjunum eru hreinlega ríkisreknar. Á þessu virðist ætla að verða breyting í Póllandi, ef fer fram sem horfir, að fólkinu takist að brjóta sig undan þessu valdi. Þá er vonandi að þetta sé upphafið að þróun í þessa átt í öðrum austantjaldsríkjum" sagði Jón Kjartansson ennfremur. Þá kom það fram hjá Jóni að hann tæki fyllilega undir sam- þykkt ASÍ, þar sem lýst er fullum stuðningi við verkamenn í Póllandi. Hef gert álykt- unina að minni — segir Guðmundur J. Guðmundsson. formaður Verkamannasambandsins „ÉG hef í raun engu við samþykkt Alþýðusambands íslands vegna málsins að bæta. enda greiddi ég henni atkvæði mitt. Það má því segja að ég hafi gert hana að minni," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. formaður Verkamannasambands ís- lands, í samtali við Mbl.. er hann var inntur álits á at- burðunum í Póllandi undan- farna daga. Guðrún Ifarðardóttir fer með hlutverk Helenu Snorradóttur. Logi Egilsson fer með hlutverk ívars Karlssonar. verkfræð- ings. Magnús Gylfi Þorsteinsson leik- ur Jónas Hjaltason, heildsala og eiginmann Helenu. Þórunn Hafstein leikur Gunn- hildi Jónsdóttur, sálfræðing og Gylfi Gautur Pétursson leikur Sigurð laganema. um sakamál í þættinum Réttur er settur Verður sýndur í sjónvarpinu í tvennu lagi, á laug- ardag og sunnudag UM HELGINA verður sýndur í sjónvarpinu þátturinn Réttur er settur, sem sjónvarpið hefur gert í samvinnu við Orator, félag laganema. Réttur er sett- ur fjallar að þessu sinni um sakamál og hefur þættinum verið valið heitið Leyndarmál Helenu. Þátturinn verður sýnd- ur í tvennu lagi og verður fyrri hlutinn á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.00 á laugardagskvöld og siðari hlutinn kl. 20.35 á sunnu- dagskvöld. Tryggvi Gunnarsson, formaður Sjónvarpsnefndar Orators sagði í samtali við Mbl., að samvinna Sjónvarpsins og Orators um gerð þáttanna Réttur er settur hefði hafist fljótlega eftir að. íslenska sjónvarpið tók til starfa og hefði yfirleitt verið unnið að gerð eins þáttar á hverjum vetri. „Þáttur- inn, sem sýndur verður um helg- ina, er viðamesta verkefnið, sem ráðist hefur verið í fram að þessu og ástæðan er ekki síst það viðfangsefni, sem fyrir valinu varð, en þátturinn fjallar að þessu sinni um sakamál og það alvarlegt. Bæði er þátturinn lengri er fyrri þættir og lögð var áhersla á að taka þáttinn upp í réttu umhverfi, ef svo má að orði komast. Þannig fengum við afnot af húsnæði Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi til að taka upp yfirheyrslur og annað, sem lýtur að rannsókn málsins og öll fettarhöld voru kvikmynduð í gamla bæjarþingsalnum í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg. Efni þáttarins og lengd gaf einn- ig tilefni til að sýna hann í tvennu lagi,“ sagði Tryggvi. Alls koma fram í þættinum milli 30 til 40 laganemar sem leikendur. Tryggvi sagði, að Sjón- varpsnefnd Orators hefði leitað til Jónatans Þórmundssonar, prófessors í refsirétti við laga- deild Háskólans um aðstoð við samningu þáttarins. Hefði Jóna- tan samið þann söguþráð, sem þátturinn væri byggður á, en handrit þáttarins hefði verið samið sameiginlega af Jónatani og Sjónvarpsnefnd Orators, sem í áttu sæti Gísli Gíslason, Óskar Magnússon og Tryggvi Gunnars- son. Af hálfu sjónvarpsins stjórn- aði Valdimar Leifsson upptökum á þættinum. „Nei, ég vil ekkert segja um efni þáttarins, því við vonum að sjónvarpsáhorfendur taki þátt í því með okkur að leysa gátuna og finna út hvert er „leyndarmál Helenu". Annars er það ekki síst tilgangur þessa þáttar að fræða fólk um framkvæmd rannsóknar og meðferð dómstóla á sakamál- um hérlendis. Framkvæmd þeirra mála er í ýmsum atriðum önnur hér heldur en við fáum gjarnan að sjá í erlendum sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum og það má kannski segja að þetta sé fyrsti íslenski sakamálaþátturinn, sem íslenska sjónvarpið sýnir,“ sagði Tryggvi. Hér á síðunni birtast myndir af helstu leikendum í Leyndarmáli Helenu. Tryggvi Agnarsson, sá með pípuna. leikur Finn Pálsson rannsókn- arlögreglumann, og hann er hér að tala við Jón H.B. Snorrason, sem leikur Hákon, deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.