Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1980 tfgtfsiÞIftfeifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösta: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Afturhaldsflokk- ur í orkumálum Sveitarstjórnarmenn á A'ustfjörðum hafa gert einróma ályktun um stórvirkjun og orkufrekan iðnað í fjórðungnum. Það er samdóma álit þeirra að slík framþróun sé óhjákvæmilegur hlekkur í atvinnu- og efnahagslegri uppbyggingu landshlutans, ef stefna eigi til öryggis og velmegunar. Þessi sjónarmið koma heim og saman við staðreyndir þjóðarbúskaparins. Stofnstærð nytjafiska setur nýtingarmörk, sem ekki má yfir fara. Afrakstursgetu gróðurmoldar eru og takmörk sett, auk þess sem markaðurinn setur búvöru framleiðsluramma. Einsýnt er því að þriðja auðlindin, orkan í fallvötnum landsins, ásamt orkufrek- um iðnaði, verður til að koma í ríkara mæli en nú er, ef tryggja á vaxandi þjóð atvinnuöryggi og sambærileg lífskjör og nágrannar búa við — á komandi árum og áratugum. Verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum skammtar okkur lífskjör, bæði sem heild og einstaklingum. Einkaneyzla, samneyzla, félagsleg þjónusta og allir aðrir þættir í daglegu lífi almennings byggja á þessari verðmætasköpun — og standa eða falla með henni. Það er því sjálfgefið að skjóta þeim stoðum undir verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, sem tiltækar eru og auðveldað geta leiðina til bættra lífskjara. Á næsta vori eru 10 ár frá samþykkt heimildarlaga um Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjanir. Það er talandi dæmi um, hvern veg hefur verið að þessum málum staðið af iðnaðarráðherrum Alþýðubandalagsins í tveimur ríkisstjórnum, að ekki er enn til staðar ákvörðun um næstu stórvirkjun — né fastmótuð stjórnar- stefna í virkjunar- eða stóriðjumálum. Ákvörðun um næstu stórvirkjun verður þó óhjákvæmilega að taka á næsta Alþingi. Það var Jóhann Hafstein, fyrrv. formaður Sjálfstæðisflokksins, sem mælti fyrir frumvarpi um staðfestingu svokallaðs álsamnings 1965, sem gerði 210 MW virkjun við Búrfell fjárhagslega mögulega. Án hans hefðum við orðið að virkja smærra og mun dýrara á orkueiningu. Alþýðubandalagið hamaðist gegn þessum stórvirkjunarforsendum. Orkusalan til ISALS greiðir stofnkostn- að við Búrfellsvirkjun á 25 árum. Framleiðslugjald ISALS hefur verið einn helzti tekjustofn atvinnujöfnunarsjóðs (síðar byggða- sjóðs), sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í atvinnuuppbyggingu í strjálbýli. Álútflutningur hefur verið um 14% af gjaldeyrisöflun okkar liðin ár. Árið 1979 greiddi ISAL 3.1 milljarð króna í orku- og framleiðslugjald, 5 milljarða króna í launakostnað og útflutningur áls það ár nam 35.5 milljörðum króna. Allar hrakspár Alþýðu- bandalagsins um álverið í Straumsvík hafa orðið sér rækilega til skammar í ljósi reynslunnar, sem ólygnust er. Það var einnig Jóhann Hafstein sem mælti fyrir heimildafrum- varpi að tveimur 170 MW virkjunum í Tungnaá, árið 1970, annarri við Sigöldu, sem komin er í gagnið, hinni við Hrauneyjarfoss, sem nú er að unnið. Þá viðruðu þingmenn Alþýðubandalagsins hinsvegar 30 MW virkjunarkost í Brúará við Efstadal. Þeim þótti Tungnaárvirkjanir of stórar, miðað við orkumarkað, og bjóða upp á stóriðjufreistingar. Það er eftirtektarvert að Alþýðubandalagið, sem nú ræður ríkjum í iðnaðarráðuneyti, hefur alltaf andæft gegn stórvirkjun- um, og barðist raunar með kjafti og klóm gegn álsamningnum, sem var forsenda Búrfellsvirkjunar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði hinsvegar forystu um þær stórvirkjanir, sem nú eru ýmist staðreynd í þjóðarbúskaþnum eða í byggingu, — og má gjarnan minnast frumkvæðis Jóhanns Hafsteins á þeim vettvangi. Samþykkt sveitarstjórnarmanna á Austfjörðum um orku- og stóriðjumál sýnir ljóslega, hvert hugur landsmanna stefnir í atvinnuuppbyggingu næstu framtíðar. Það lofar hinsvegar ekki góðu, að helzti afturhaldsflokkur í íslenzkum orkumálum, Alþýðubandalagið, hefur húsbóndavald í orkuráðuneytinu. Það horfir heldur ekki til heilla, að engin fastmótuð stjórnarstefna er til um næstu stórvirkjanir né hvern veg á að nýta orku frá þeim. Yfirlýsingar orkuráðherra í sjónvarpi á dögunum um „pólitísk skilyrði Alþýðubandalags" fyrir eðlilegri framþróun í orkubúskap þjóðarinnar vekja og tortryggni, með hliðsjón af því, að Alþýðubandalagið hefur í meir en tvo áratugi verið helzti þröskuldur í vegi ákvarðanatöku Alþingis varðandi hina stærri virkjunarvalkosti. Það er svona álíka og ef sjávarútvegsráðherra hefði verið á móti útfærslu íslenzkrar fiskveiðilögsögu á sínum tíma. Hvar stæðum við nú, ef svo hefði verið? Það vekur athygli. að skipið er skráð í Kaupmannahöfn þótt það heiti íslenzku nafni. — Álafoss Kebenhavn. Markar þáttaskil í flutningum Eimskips — sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri félagsins, m.a. við komu Álafoss, nýs fjölskips, sem Eimskip hefur tekið á leigu með forkaupsrétti „ÞAÐ er óhaett að íullyrða, að koma þessa nýja skips markar þáttaskil í vöruílutningum Eimskipafélagsins,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, m.a. á fundi með blaðamönnum um borð í ms. Álafossi, öðru tveggja nýrra fjölskipa eða ekjuskipa, sem félagið hefur tekið á leigu, með forkaupsrétti. „Skipin eru sérstaklega hönnuð fyrir gáma- og ein- ingaflutninga og er fjöl- hæfni þeirra einstaklega mikil. Undirlest er ætluð fyrir bíla eða einingavöru. Á milliþilfari er unnt að flytja 20 feta gáma, hálfgáma og vörur á flutningapöllum. Efsta þilfar er ætlað fyrir 142 gáma og má stafla þeim upp i þremur hæðum. Einnig er skýli fyrir margskonar ökutæki. Ein stór lyfta og tvær minni flytja vörur á milli þilfara í skipinu,,, sagði Hörður ennfremur. Bæði skipin eru smíðuð í Danmörku fyrir rúmlega ári og verða skráð þar í landi á meðan þau eru í leigu hjá Eimskip. Fimmtán manna áhöfn verður á hvoru skipi og fékkst undanþága hjá dönskum yfirvöldum til þess að unnt væri að manna þau íslendingum, að öðru leyti en því, að skipstjórar verða danskir. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenzkt skipafélag tekur skip á leigu erlendis og mannar það svo til eingöngu með íslenzkri áhöfn. Um er að ræða nýja tegund flutn- ingaskipa, svokölluð fjölskip eða ekjuskip, og samfara þessari nýju flutningatækni hefur tækjakostur félagsins í landi verið endurnýjaður verulega. Álafoss mun ásamt systurskipi sínu, Eyr- arfossi, halda uppi viku- legum siglingum milli Reykjavíkur, Antwerpen, Felixstowe, Rotterdam og Hamborgar. Skipin geta flutt alls um 260 gáma auk annarrar vöru, en væru þau fyllt af fólksbílum gætu þau tekið 356 stykki. Skipverjar létu vel af hinu nýja skipi, sögðu það hafa gengið mjög vel á leiðinni heim, eða frá 14,3 til 15,7 sjómílur. Allar vistar- verur áhafnarmeðlima eru hinar vistlegustu, sögðu menn þær vera þær beztu á íslenzka kaupskipaflotanum. í vetur hefur Eimskipafé- lagið, í tengslum við ferðir til Noregs, haldið uppi viku- legum siglingum til ísa- fjarðar og Akureyrar, auk hálfsm^naðarlegra ferða til Siglufjarðar og Húsavíkur. Með tilkomu nýju skipanna hafa enn opnazt möguleikar á aukinni strandferðaþjón- ustu. Ms. Úðafoss mun verða í föstum ferðum milli Reykjavíkur, ísafjarðar, Ak- ureyrar, Siglufjarðar og aft- ur til Reykjavíkur. Sjá ennfremur Viðskipti bls. 28-29. , Ljósm. Mbl. Rax. Álafoss, hið nýja skip Eimskipaféiagsins í Sundahöfn i tfær. en eins og sjá má. er það í ýmsu frábrugðið þeim hefðbundnu flutningaskipum, sem við eigum að venjast, t.d. er öll yfirbygging skipsins að framan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.