Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Prófkjör innan stjórnmála- flokkanna hér á landi hafa mjög færst í vöxt á síðari árum, og sífellt fleiri framboðslistar til ALþingis og sveitastjórna eru valdir með prófkjörum, forkosn- ingum eða forvali af einhverju tagi. Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar fóru fram prófkjör með einum eða öðrum hætti hjá öllum stjórnmálaflokkunum, þó ekki væri það í nærri öllum kjördæm- um, og búast má við að þessi háttur verði á hafður í æ ríkara mæli í framtíðinni, þrátt fyrir margvísleg vandkvæði, sem þess- um aðferðum hafa fylgt. Ekki hvort, heldur hvernig Tiltölulega skammt er síðan að grundvallarágreiningur var milli manna um prófkjör hér á landi, þar sem menn voru þeim ýmist eindregið fylgjandi eða algjörlega andvígir. Sjálfstæðismenn riðu á vaðið með prófkjörin á sínum tíma, en síðan var um árabil hætt við þessa tilhögun á vali fram- boðslista flokksins. Um og upp úr 1970 fara prófkjörin síðan að ryðja sér til rúms innan Sjálf- stæðisflokksins á ný, einkum á þéttbýlissvæðum. Síðar hafa prófkjör svo einnig verið haldin í dreifbýliskjördæmum, svo sem á Vesturlandi og Austfjörðum, og að nokkru á Suðurlandi. Aðrir flokkar fylgdu svo í kjöl- farið, Alþýðuflokkur, Framsókn- arflokkur og síðast Alþýðubanda- lagið. Alþýðuflokkurinn varð fyrstur flokka til að taka upp skilyrðislaus og opin prófkjör um allt land fyrir alþingiskosningar, og hafa alþýðuflokksmenn þar gengið lengra en sjálfstæðismenn. Framsóknarmenn hafa svo fylgt í humáttina, en skemmst er þessi þróun á veg komin innan Alþýðubandalagsins. Þar í flokki hefur löngum verið andstaða við að láta völdin í hendur óbreyttra flokksmanna, að ekki sé talað um alla kjósendur flokksins. Forysta Alþýðubandalagsins gat þó ekki til langframa barist gegn því að flokksmenn hefðu áhrif á val framboðsiista flokksins, og fyrir alþingiskosningarnar í desember síðastliðnum voru viðhöfð lokuð prófkjör innan Alþýðubandalags- ins í fleiru en einu kjördæmi. Málum er því nú svo komið innan allra íslensku stjórnmála- flokkanna, að andstæðingum for- kosninga fækkar, en þeim er að vaxa ásmegin, sem telja rétt að opna flokksstarfsemina og gefa almenningi kost á að hafa áhrif á bæði val frambjóðenda og á mörk- un stefnunnar. Nú er því ekki lengur spurt hvort auka eigi lýðræðið innan stjórnmálaflokk- anna, heldur hvernig. Útvíkkun á kosningaréttinum Með nokkrum rétti má segja, að forkosningar eða prófkjör við val framboðslista, sé einskonar „út- víkkun" á kosningaréttinum. Sé opið prófkjör viðhaft, hefur kjós- andinn möguleika á að hafa áhrif á skipan framboðslista flokka, og þannig er réttur hans ekki lengur einskorðaður við að velja milli hinna ýmsu lista á kjördegi. Sé gengið út frá því, sem flestir gera hérlendis, að lýðræðið sé af hinu góða, hljóta menn að fagna þessari þróun. — Annað mál er á hinn bóginn, að margt má betur fara í framkvæmd forkosninga, og smám saman þarf að þróa reglur og fyrirkomulag svo til bóta horfi. Er í þessu sambandi rétt að hafa í huga, að langflestar þeirra gagn- rýnisradda sem heyrst hafa vegna forkosninga á síðustu misserum, beinast að framkvæmd og úrslit- um þeirra, en ekki að kosningun- um sem slíkum. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið, er að frambjóðendur standi ekki allir jafnt að vígi í prófkjörs- baráttu, kvartað hefur verið yfir of miklum fjármunum í áróðri fyrir einstökum frambjóðendum, sagt er að menn geti gengið á milli flokka og kosið alls staðar, bent er á að ekki sé alltaf farið eftir niðurstöðu prófkjörs þegar hún Alþingishúsið við Austurvöll. — Til greina gæti komið að setja í lög ákvæði um að stjórnmálaflokkunum verði skylt að efna til forkosninga við val framboðslista til Alþingis og sveitastjórna. Anders Hansen: Sett verði lög um forkosningar og einn sameigin- legan prófkjörsdag þykir af einhverjum ástæðum ekki heppileg, og svo mætti lengi telja. Að mínu mati er þó ekkert þessara atriða það mikilvægt, að það réttlæti að snúið skuli af braut forkosninganna, heldur kalla þessir gallar á úrbætur og reglur, svo prófkjörin geti í raun orðið útvíkkun á kosningaréttinum og þar með stuðlað að lýðræðislegri stjórnarháttum í landinu. Lög um prófkjör nauðsynleg Eðlilegt þykir og sjálfsagt að sett séu lög og reglugerðir um kosningar, jafnt um framkvæmd þeirra sem fyrirkomulag. Á sama hátt er nú orðið tímabært og nauðsynlegt að setja lög um fram- kvæmd forkosninga á vegum stjórnmálaflokkanna. Einkum er aðkallandi að sett verði lög um einn sameiginlegan prófkjörsdag allra flokka, undir stjórn og eftir- liti opinberra aðila, svo komið verði í veg fyrir að fólk gangi á milli flokka og hafi þannig í skemmdarskyni áhrif á niðurstöð- ur annarra flokka en þeir hyggjast veita brautargengi í hinum eigin- legu kosningum, hvort heldur um er að ræða alþingis- eða sveita- stjórnakosningar. Æskilegast virðist, að Alþingi setji lög, er kveði á um, að allir þeir stjórnmálaflokkar, sem hyggjast viðhafa forkosningar í einu eða öðru formi, skuli gera það á tilteknum degi, til dæmis tveim- ur til þremur mánuðum fyrir kosningar. Færi slíkt prófkjör þá fram í skólum eða öðru opinberu húsnæði, og sæju starfsmenn ríkisins um framkvæmd þess. Prófkjörið gæti farið þannig fram, að eftir að kjósandi hefur gefið upp nafn sitt og heimilisfang, fær hann afhentan prófkjörsseðil allra flokkanna. Skal seðillinn þannig upp byggður, að fyrst merki kjós- andi við þann flokk, sem hann vill taka þátt í prófkjöri hjá, og síðan fylli hann út atkvæðaseðilinn eins og hann vili raða frambjóðendum viðkomandi flokks á endanlegum framboðslista. Með þessu móti yrði tryggt, að hver kjósandi getur aðeins kosið hjá einum flokki, og Anders Hanscn jafnframt er tryggt, að stjórn- málaflokkarnir geta ekki vitað hvar hver og einn kjósandi kýs. — Kjósendur geta því tekið þátt í prófkosningum flokkanna, án þess að fara sjálfkrafa inn á spjald- skrár þeirra eins og nú tíðkast. Reglur um fjár- magn og áróður Til greina getur einnig komið, að setja mun víðtækari lög um framkvæmd forkosninga stjórn- málaflokkanna, en þar verður þó að fara með mikilli varúð. — Ekki verður til dæmis í fljótu bragði séð að unnt sé að setja í lög, hve miklu hver og einn frambjóðandi megi kosta til prófkjörsbaráttu sinnar. Auðvelt yrði að fara í kringum slík lög, og þau yrðu því markleysa ein. Auðvelt er hins vegar að setja lög um áróður í ríkisfjölmiðlum, og unnt er að takmarka þann tíma, sem opinber prófkjörsbarátta stendur yfir. — Á það raunar einnig við um hinar raunverulegu kosningar. Þá væri ef til vill æskilegt að skylda frambjóðendur til að gera grein fyrir kostnaði við framboð sín opinberlega, og einnig til að gera grein fyrir á hvern hátt fjárins hefur verið aflað. Mörg fleiri atriði þyrfti að taka til athugunar, verði sett lög um prófkjör, en öll þurfa þau að miða að því að gera þau auðveldari og einfaldari, og þau þurfa að vera til þess fallin að auka tiltrú kjósenda á þessum þætti lýðræðisfyrirkomulagsins sem við Islendingar höfum valið okkur. — Lög um forkosningar eða prófkjör mega ekki og þurfa ekki að verða til að gera þau flóknari í gerð eða framkvæmd. Á að lögbinda forkosningar? Áður er að því vikið, að mjög misjafnt er á hvern hátt flokkarn- ir standa að prófkjörum eða for- kosningum, og einnig er langt frá því að slíkar aðferðir séu viðhafð- ar við val framboðslista í öllum kjördæmum. Vel virðist geta kom- ið til greina, að setja í lög ákvæði um að stjórnmálaflokkum sé skylt að láta fara fram prófkjör til að ákveða hverjir skipi framboðslista viðkomandi flokka, bæði í kosn- ingum til hins háa Alþingis og til bæja- og sveitastjórnakosninga. Slíkt þarf þó að íhuga vel, og ekki er rétt að rasa um ráð fram í því efni fremur en öðru. — Með núverandi kjördæmafyrirkomu- lagi og listakosningum virðist þó ekki vanþörf á að auka á lýðræðið með því að auka áhrif kjósenda á val framboðslistanna, og auka þar með möguleika þeirra á að hafa áhrif á hverjir skipi þingsætin sextíu og hinar ýmsu bæjar- og hreppastjórnir. Endurskoðun stjórnarskrárinn- ar stendur nú yfir, og er þess að vænta að þar verði þessi mál og önnur tekin til athugunar. A grundvelli þeirrar umfjöllunar verði tillögur og síðan ákvarðanir svo að lokum teknar. Alla vega virðist nú fyllilega tímabært að löggjafarvaldið taki þessi mál til gagngerðrar athugunar, svo viða- mikill þáttur sem forkosningar af ýmsu tagi eru nú orðnar í stjórn- málalífi hérlendis. Nú er rétti tíminn til að kanna þessi mál. Vonandi taka stjórnmála- flokkarnir málið upp nú í vetrar- byrjun, er stjórnmálastarfsemin tekur að glæðast á ný eftir sumarleyfi. Orðin og merking þeirra í sumar kom út Stafsetningar- orðabók með skýringum, þriðja útgáfa endurskoðuð i samræmi við stjórnskipaða stafsetningu, útg. Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar. Ilöfundurinn, Hall- dór Halldórsson, segir i eftirmála að bókin hafi verið ófáanleg i verslunum um 5—G ára skeið: „Ilefir ýmislegt valdið, en þó einkum ófrjóar deilur um staf- setningarmál. Þessar deilur kunna að halda áfram. en engu að siður ákvað ég að búa bókina til prentunar i samræmi við stórnskipaðar reglur“. Það má að vísu þrasa um 'sumt af því sem stjórnvöld hafa ákveðið (1974 og 1977) um stafsetningu, en varla fer milli mála að í höfuðat- riðum hefur skynsemi ráðið þegar breytingarnar voru gerðar. Er vonandi að tekið verði mark á þeim í framtíðinni, enda reynst til heilla, ekki síst yngstu kynslóð landsins sem verður að sætta sig við völd gamlingja í svo mörgu sem hana varðar. Stafsetningarorðabækur og orðabækur yfirleitt eru að mínu mati fróðlegur lestur og má hafa af þeim bæði gagn og gaman. Eg sé ekki betur en Halldór Hall- dórsson geri sitthvað til að Staf- setningarorðabók hans sé ekki fráhrindandi. Þess vegna m.a. fer Halldór Halldórsson Bðkmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hún ekki illa við hliðina á Is- Ienzkri orðabók Menningarsjóðs. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur löngum gefið út tölu- vert af kennslubókum þótt önnur forlög hafi verið iðnari við það. Þörf bók er a learnes’s first dictionary eftir Christopher Scott með íslensku orðasafni Jóns Hannessonar. í upphafi hennar segir réttilega: „Orðabók skýrir merkingu orða, en með réttri notkun má einnig komast að fleiru um þau og notkun þeirra". Með þessari bók er óhætt að mæla. Hún er ekki einungis nyt- söm skólafólki heldur ætti hún að geta verið öllum áhugamönnum um enskt mál hollur lestur. Mynd- ir eru margar og gegna því hlutverki að varpa ljósi á merkingu orða. Fleiri en ein merking orða er sýnd með góðum árangri og í viðauka er að finna enska málfræði og enskt-íslenskt orðasafn. Þriðja bókin sem hér er ástæða til að minna á og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar gefur út er Málfræði við Etudes Fran- caises Cours Intensif sem ýmsir fræðimenn hafa unnið að, en er í umsjá Emils H. Eyjólfssonar á íslensku. Þetta er ekki beinlínis bók sem maður festir hugann við í fyrstu (þrátt fyrir götumynd frá París á kápu) en er nauðsynleg til síns brúks og aðgengileg frönsku- nemum, . . ...............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.