Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 48
AKAI HLJÓMTÆKI GRUnDIO LITTÆKI 100.000 kr. staðgr. afsláttur oða 300.000 kr. útborg.un í flestum samstaeðum. AKAI er hágaeða morki á góöu voröi. 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vogna gaeöanna. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 SÍKrún Elíasdóttir með skattseðilinn. Mynd Mbl. Kristján. „Ég á ekki krónu upp í skattana44 — segir Sigrún Elíasdóttir, 16 ára, sem ber að greiða liðlega 418 þúsund kr. í skatta „ÞESSI upphæð kemur mér á úvart. Ék á ekki krónu upp í skattana. Stunda nú nám i Reykjavík — er í Menntaskólan- um við Sund ok það kostar peninKa.” satíði SÍKrún Elíasdótt- ir. skattadrottninK Vestmanna- eyja. SÍKrún fékk 418.143 krónur 1 skatta. — 274.188 kr. i tekju- skatt, 95.000 kr. í útsvar, 47.700 kr. i sjúkratryKKÍnKaKjald ok 1.255 i kirkjuKarðsKjald. Hún hafði rétt um 4 milljónir króna í tekjur á síðastliðnu ári. „Þessi skattálaKning kemur sér ákaflega illa fyrir mig. Mér finnst það mikið óréttlaeti að ég skuli ekki fá persónufrádrátt, né námsfrá- drátt fyrir það eitt að hafa ekki verið orðin 16 ára gömul þegar ég vann fyrir þessum tekjum. Eg reikna með að faðir minn greiði þetta, en það verður sjálfsagt erfitt. Hann þarf fyrir dýru heim- ili að sjá þar sem við erum 8 systkinin," sagði Sigrún ennfrem- ur. Sigrúnu, sem öðrum unglingum er gert að greiða upphæðina á tveimur siðustu mánuðum ársins. Mbl. hefur rætt við unglinga víðs vegar um landið og er óánægja meðal þeirra, að ekki skuli vera frádráttur þeim til handa, sem öðrum þegnum þessa lands. Til samanburðar má geta þess, að nemandi nokkur við Háskóla Is- lands hafði liðlega 2 milljónir í tekjur á síðastliðnu ári. Hann ber 5.500 krónur í skatta. Eskifjörður: Reyna að bjarga bát við bryggju KskifirAi. 21. októbor. UNNIÐ var að því í kvöld að reyna að hjarga vélhátnum Kristni ÓF. sem var að því kominn að sökkva hér við bryggju. Báturinn var á síldveiðum með nót yzt í Fáskrúðs- firði í dag og fengu skipverjar geysistórt kast. Hvort sem það var vegna ofhieðsiu eða leka. lagðist skipið á hliðina og sjór tók að fla-ða í lúkar og lest. Skipverjum tókst að rétta bátinn við og sigldu inn til Eskifjarðar í fylgd tveggja smábáta, Einars Hólm og Þorsteins. A leiðinni var haft samband við slökkvilið á Eskifirði og var það til taks á bryggjunni þegar skipið kom og einnig kom Ásþór RE strax til aðstoðar og lagðist utan á Kristín. Síldardæla Ásþórs var not- uð til að dæla síld úr lestum og dælur slökkviliðsins til að dæla sjó úr vistarverum fremst í skipinu. Þegar Ásþór var búinn að dæla smástund, tók Kristinn að hallazt mjög og varð Ásþór að hætta dælingunni. Lagðist Kristinn þá að br.vggjunni, en undir miðnætti var unnið að þv'í að rétta skipið. Ef tekst að lyfta skipinu svo lúgukarmar komi upp úr sjó, eru taldar likur á að bjarga megi skipinu. — Ævar Loðnukvótinn meiri en stærð hrygningarstofns Reiðarslag fyrir þennan útveg, segir Kristján Ragnarsson „ÞESSAR fréttir eru reiðarslag fyrir þennan útveg og ef kvóti okkar verður skorinn niður um þriðjung úr 650 þúsund tonnum þýðir það gífurlegt tekjutap og í því sambandi er ekki fjarri lagi að tala um einn milljarð króna fyrir hátana og sjómennina." sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, er Mhl. har undir hann niðurstóður úr leiðangri fiski- fræðinga til mælinga á stærð íslenzka loðnustofnsins. Samkvæmt þessum mælingum var loðnustofninn 675 þúsund tonn og hrygningarstofninn mældist þá rúmlega 500 þúsund tonn, en á honum byggist veiðin. í sumar var ákveðið að hámarksafli á loðnu til loka vetrarvertíðar 1981 skyldi vera 775 þúsund tonn og af þeim kvóta veiddu Norðmenn um 120 þúsund tonn í sumar, en íslend- ingar höfðu veitt 115 þúsund tonn þegar mælingarnar voru gerðar. Samkvæmt kvótanum áttu Islend- ingar þá eftir að veiða um 540 þúsund tonn, en það er nokkru meira en stærð hrygningarstofns- ins reyndist vera við mælingarnar. Kristján Ragnarsson sagði í gær, að síðustu tvö veiðitímabil, frá hausti 1978 til síðasta vors, hefði loðnuaflinn verið tæplega milljón tonn hvora vertíð. í sumar hefði síðan verið tekin ákvörðun um verulega skerðingu þegar Islend- ingum hefðu verið skömmtuð 650 þúsund tonn. Ef nú ætti enn að minnka möguleika loðnuskipanna væri útlitið sannarlega orðið dökkt, en sagði að útvegsmenn gerðu sér fulla grein fyrir alvöru þessa máls og þeir vildu ekki taka þátt í að veiða síðustu loðnuna. Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að ekki væri tímabært á þessu stigi að ræða opinberlega um hugsanlegar aðgerðir vegna þess- ara tíðinda, en ýmislegt kæmi til greina. Hagsmunaaðilar í sjávar- útvegi hafa verið boðaðir til fundar í ráðuneytinu klukkan 9 á mánu- dagsmorgun. Sjá nánar á blaðsíðu 23: Ekkert eftir til að hrygna. Gosinu lokið ELDGOSINU við Kröflu er lok- ið. Mjög dró úr því uppúr klukkan 22 á fimmtudagskvöld- ið og laust fyrir miðnætti var gosvirknin alveg hætt. Gosið stóð i rúma fimm sólarhringa. Bryndís Brandsdóttir jarð- fræðingur tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi að landris væri byrjað á nýjan leik á Kröflusvæðinu og væri það mjög hratt um þessar mundir. Benedikt Gröndal dregur formannsframboð sitt til baka: Magnús H. og Vilmimdur í varaformannsframboð MAGNÚS H. Magnússon og Vilmundur Gylfason gáfu i gær kost á sér til varaformennsku i Alþýðuflokkn- um. en fyrr um daginn hafði Benedikt Gröndai. formaður flokksins. dregið framboð sitt til áfram- haldandi formennsku til baka og stóð Kjartan Jóhannsson þá einn eftir sem formannsefni. Sam- Mbl. spurði Jón Baldvin Hanni- balsson um hans fyrirætlanir. Hann kvaðst styðja Kjartan Jóhannsson til formennsku. Hins vegar hefðu ýmsir fært það í tal, að hann gæfi kost á sér til varaformennsku, en það mál væri ekki útkljáð af sinni hálfu. Bæði Magnús og Vilmundur sögðu í samtölum við Mbl. í gær- kvöldi, að þeir styddu Kjartan til formennsku. Þá staðfesti Karl Steinar Guðnason í gær, að hann gæfi kost á sér sem ritari Alþýðu- flokksins áfram. Allt frá því Kjartan Jóhannsson kvæmt þeim upplýsingum. sem Mbl. aflaði sér í gær, er ekki búizt við mótframboði gegn Kjartani, cn Magnús H. Magnússon sagðist allt eins eiga von á því, að fleiri en hann og Vilmundur gæfu kost á sér til varaformennsku. lýsti yfir formannsframboði sínu sl. föstudag hafa með samþykki Bene- dikts verið gerðar tilraunir til þess að koma í veg fyrir að til for- mannskjörs komi á landsfundi Al- þýðuflokksins um mánaðamótin. Magnús H. Magnússon sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að menn hefðu sett fram ýmsar hugmyndir, en „það kom enginn sá flötur upp, sem allir gátu sætt sig við“. Morgunblaðinu er kunnugt um, að meðal þess, sem rætt var, voru frestun formanns- kjörs og aukaþing á næsta ári, þar sem Benedikt gæfi ekki kost á sér, eða að framboð Kjartans yrði dregið til baka nú, en Benedikt segði af sér formennsku á næsta ári. Þegar ljóst varð í fyrradag, að ekki yrði komið í veg fyrir formannskjör nú, ákvað Benedikt að draga framboð sitt til baka og bíða ekki með þá yfirlýs- ingu þar til á landsfundinum vegna þeirra kosninga, sem enn eru eftir á fulltrúum á landsfund. Sjá yfirlýsinKU Benedikts Gröndals ok ummæli Kjart- ans Jóhannssonar bls. 2. Kristinn OF. áður Stígandi Ve 77. Báturinn hefur borið mörK nöfn, en upphaflega hét hann Guðrún Þor- kelsdóttir SU 211, og var frægt aflaskip á síldarárunum. Báturinn er 148 tonn. I.júsm.: Siiíurtíeir. Úr dánarbúi Sigurliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur: MiUjarðar króna til listastarfsemi Til uppbyggingar Borgarleikhúss, listasafna og óperu SKIPTARAÐENDUR í dán arbúi Sigurliða Kristjáns- sonar og HöIku Jónsdóttur hafa að undanförnu unnið að afgreiðslu á erfðaskrá þeirra hjóna en þar var m.a. kveðið svo á um að milijarð- ar króna skyldu renna til ákveðinnar listastarfsemi í landinu. Mun hér vera um að ræða um fjóra milljarða króna, að mestu í fasteign- um og á andvirði þessara eigna að renna til Leikfé- lags Reykjavíkur, Lista- safns íslands. annars lista- safns og til tónlistarstarfs, væntanlega til óperuhúss. Morgunblaðið leitaði nánari upplýsinga hjá einum skiptaráð- enda í gærkvöldi, Guðmundi Ingva Sigurðssyni hrl., en hann kvaðst ekki geta sagt neitt um málið að svo stöddu, eða þar til fréttatilkynning yrði gefin út um málið í lok næstu viku. Umræddir aðilar fá hver um sig verulegar upphæðir til upp- byggingar þess starfs sem þeir vinna að og mun stefnt að því að fjármagnið til Leikfélags Reykjavíkur fari í byggingu Borgarleikhússins, fjármagnið til tónlistarstarfs til uppbygg- ingar eða kaupa á óperuhúsi og fjármagnið til listasafnanna til uppbyggingar þeirra. Sigurliði Kristjánsson stofn- aði fyrirtækið Silli og Valdi árið 1925 ásamt Valdimar Þórðar- syni, en þeir ráku umfangsmikla verzlunarstarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.