Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Ekki er ráð nema i tima sé tekið. TiskukónKarn- ir eru þegar farnir að huKsa til næsta vors. Fatatfskan fyrir vorið og sumarið 1981 var kynnt á tiskusýningum i Paris um sl. helgi. Eins og sjá má á með- fylgjandi myndum, sumum til hrellinKar en öðrum til ánægju, eru pilsfaldarnir á uppleið á ný, en skóhælarnir á niðurleið. Sumarklæðnaður stúlk- unnar á efri myndinni er verk tiskuhönnuðar- ins Kenzo. En á neðri myndinni má sjá dragt- ir eins ok Guy Laroche vill að konur kla-ðist næsta vor. Steve McQueen Krabbamein Steve McQueens stöðvað San FranHÍaco, Kaliíorníu. 23. okt. AP. LlKUR benda til þess að tekist hafi að stöðva útbreiðslu krabba- meins, sem hrjáð hefur leikarann kunna. Steve McQueen. undan- farna mánuði. Læknirinn, sem hefur umsjón með meðferð McQueens, sagði að leikarinn gæti nú gengið um aftur, hefði þyngst talsvert og liti nú mun betur út en þegar hann kom á spítalann fyrir þremur mánuðum. Hann vildi þó ekki spá um hverjar lífslíkur hans væru. McQueen þjáist af sjaldgæfri teg- und krabbameins, sem býr um sig í himnum sem liggja milli lungna og rifbeina. Mataræði ieikarans býggist að- allega á hráu kjöti, fjölbreyttu grænmeti, steinefnum og miklu af vitamíni. íram fór í vöruhúsi einu í bænum. Var það eina hús- ið sem rúmaði allan mannfjöldann. „Þetta er harmleikur sem halda mætti að gerst hefði í stríði," sagði presturinn Jose Muro sem jarðsöng. 49 börn á aldrinum 6—8 ára og 2 fullorðnir biðu bana í spreng- ingunni. Um 30 börn eru enn á sjúkrahúsi og eru 6 þeirra í lífshættu. Mikil sorg ríkti í Ortuella eftir slysið. Fáir hinna 5.000 íbúa bæjarins áttu svefnsama nótt og víða mátti heyra úr húsum bæna- hróp hinna mörgu aðstandenda fórnarlambanna. Elísabet II Bretadrottning sendi Juan Carlos konungi á Spáni samúðarskeyti vegna harmleiksins og Jóhannes Páll páfi og um 200 biskupar á ráð- stefnu í Vatikaninu sameinuðust í bæn fyrir fórnarlömbunum er fréttist um slysið. Um 130 skólabörn hafa látist í »••**»* * »«• Sprengingin í Ortuella: Útförin OrtueHa, Spáni. 24. okt. AP. ÚTFÖR fórnarlamba sprenKÍnRarinnar í skóla- húsinu í Ortuella á Norð- ur-Spáni var gerð í dag. Um 10 þúsund manns voru viðstaddir athöfnina sem Ander- son með forystu Buenrn Aires, 24 okt. AP. SVÍINN Ulf Anderson hefur tekið forystu eftlr 6 umferðir á alþjóð- lega skákmótinu i Argentinu. And- erson gerði jafntefli við Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakiu i sjöttu umferð og skák Andersons og Friðriks Olafssonar úr fjórðu um- ferð lauk einnig með jafntefli. Þar með hefur Anderson hlotið 3‘/4 vinnlng. Friðrik Ólafsson tefldi við Miquel Quinteros frá Argentínu í sjöttu umferð og fór skák þeirra í bið. Aðeins ein önnur skák var tefld í sjöttu umferð, Karpov og Najdorf frá Argentínu gerðu jafntefli eftir 23 leiki. Staðan á mótinu er því þannig: Anderson er í 1. sæti með 3'Æ vinning, Kavalek, Karpov og Hort eru í 2.-4. sæti með 3 vinninga (Karpov og Kavalek, Karpov og Hort eru í 2.-4. sæti með 3 vinninga (Karpov og Kavalek eru með eina biðskák hvor). Larsen, Ljubojevic og Najdorf eru í 5.-7. sæti með 2Vi vinning hver (Larsen á þrjár bið- skákir en hinir eina hvor), Timman og Quinteros eru í 8.-9. sæti með 2 vinninga (Timman á þrjár biðskákir en Quinteros eina), Balashov, Panno, Girdelli og Friðrik Ólafsson eru í 10,—13. sæti með 1(6 vinning og Brown er í 14. sæti með 1 vinning og tvær biðskákir. Enginn árangur Frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Mbi. i Ósló 24. okt. Samningaviðræður milli Noregs og Efnahagsbandalags Evrópu um fiskveiðikvóta fyrir árið 1981 hafa engan árangur borið. Ástæðan er sú að EBE vill ekki gefa Norðmönn- um það upp hve mikið sjómenn frá löndum bandalagsins haft veitt á norskum fiskimiðum þar til i ár. Norðmenn fýsir mjög að vita hve mikið hefur verið veitt þar sem þrisvar hefur komið fyrir að sjó- menn frá löndum EBE hafa veitt umfram leyfilegt magn á norskum fiskimiðum. Ákveðið hefur verið að samn- ingaviðræður hefjist á ný i Brussel 10. nóvember nk. Ef EBE vill ekki gefa Norðmönnum upp tölur um fiskveiði á norskum miðum eru likur á því að Norðmenn meini sjómönnum frá löndum EBE að- gang að fiskimiðum sinum. gerð í dag slysum á Spáni á tæpum tveimur árum. Um jólin 1978 fórust 29 skólabörn í umferðarslysi og fjór- um mánuðum seinna fórust önnur 52 er skólabíll keyrði út í á. Hart á daln- um í norskum sjávarútvegi Osló. 21. októher. AP. ODDVAR Nordli. forsætisráðherra, varaði norska sjómenn í dag við bjartsýni og sagði að framundan væru breyttir tímar i norskum sjávarútvegi. I fyrra hefði afkuma fiskiðnaðarins verið slæm. en Ijóst væri að árið í ár yrði það erfiðasta hingað til. Stjórnvöld hefðu þó fullan skilning á vandamálunum er að steðjuðu og hefðu þegar gripið til ýmissa ráðstafana er ættu að verða til hjálpar. Þrátt fyrir að innan við 3% vinnufærra Norðmanna starfi að sjávarútvegi og að hlutur sjávarútvegsins i þjóðarframleiðslunni sé aðeins um 2%, er afkoma heilu byggðarlaganna. einkum í Norður-Nor- egi. undir fiskvinnslunni komin. Af þessum sökum hefur versn- andi afkoma útgerðar og fisk: vinnslu víða vakið ugg í Noregi. I fyrra náðu endar ekki saman nema hjá rækjuskipum er frystu aflann jafnóðum um borð. Verst var af- koma nótabáta, sem fækkað hefur verið um 10% á þessu ári. Ljóst er að afkoma skipanna verður enn verri í ár. Uppi eru áætlanir um að fækka nótabátum enn frekar, eða um fjórðung. Margir útgerðarmenn hafa gripið til þess ráðs að brenna skipum sínum eða sökkva vegna taprekst- urs og öðrum hefur verið lagt, en í framhaldi af því hefur fjármála- ráðuneytið gert tillögur um skatta- lagabreytingar er koma ættu í veg fyrir að útgerðarmenn grípi til Veður víða um heim Akureyri 0 snjókoma Amsterdam 12 skýjað Aþena 24 heióskírt Barceiona vantar Berlín 10 heióskírt BrUasel 14 rigning Chícago 20 rigning Feneyjar 14 þokumóóa Frankfurt 13 rigning Færeyjar 14 þokumóóa Genf 12 skýjaó Helainki 9 rigning Jerúsalem 24 skýjað Jóhannesarborg 24 tkýjaó Kaupmannahöfn 10 heiöskýrt Las Palmas vantar Lissabon 20 rigning London 14 heióskirt Los Angeles 29 heióskírt Madrid 21 rigning Malaga 26 rigning Mallorca 22 skýjaó Miami 29 skýjaó Moskva 6 skýjaó New York 12 skýjaó Osló 2 anjókoma París 15 skýjaó Reykjavík 1 akýjaó Ríó de Janeiro 33 skýjaó Rómaborg 19 heiðskírt Stokkhólmur 6 rigning Tel Aviv 26 skýjaó Tókýó 17 skýjaó Vancouver 13 þokumóóa Vínarborg 11 heiðskírt örþrifaráða af þessu tagi. Þá lagði Eyvind Bolle, sjávarút- vegsráðherra, til að sjómönnum yrðu í framtíðinni tryggðar lág- markstekjur er hverju sinni væri samið um og tryggðar yrðu með atvinnuleysisbótum og öðrum opin- berum framlögum. Hann sagðist mundu setja á laggirnar sérstaka nefnd til að finna lausn á þessu máli. „Við verðum að tryggja að sjó- menn hverfi ekki til landverka þrátt fyrir aðsteðjandi örðugleika," sagöi Bolle. Nordli lýsti því yfir á fundi sjómanna, að vonlaust væri að halda áfram á þeirri braut að ætla að tryggja afkomu sjómanna með því að auka veiðikvóta, eða með beinum fjárframlögum til sjávar- útvegsins. Flotinn væri miklu stærri og afkastageta vinnslufyrir- tækjanna miklu meiri en þörf væri á fyrir þann afla sem væri fyrir hendi. Loks lagði Nordli áherzlu á miklu betri stjórnun veiða í framtíðinni, og að aflinn yrði betur nýttur. Einkum yrði að leggja áherzlu á framleiðslu úrvals afurða til neyzlu heima fyrir og til útflutnings, og að hlutdeild matvælaframleiðslunnar yrði að vera meiri á kostnað dýrafóðurs o.þ.h. Noregur: Fjölskyldu- harmleikur Ósló. 24. október. AP. FÁNAR blöktuf hálfa stöng á eynni Austvágoey á Lófót i dag eftir fjölskylduharmleik, sem kostaði fimm mannslif f gær og varð til þess að fjórir aðrir fjölskyldumeðlimir voru fluttir i sjúkrahús. Fimmtugur fiskimaður kveikti í húsi frænda síns í gærmorgun, skaut af riffli á alla fjölskyldumeð- limina, þegar þeir flúðu úr brenn- andi húsinu, og framdi síðan sjálfsmorð. Maðurinn skaut til bana frænda sinn, Peder Jacobsen, konu hans og tvö barnabörn þeirra, 12 og 13 ára stúlkur. Sonur Peder Jacobsens, kona hans og fimm ára dóttir voru flutt í sjúkrahús með skotsár. Fimmtán ára dóttir þeirra er einnig á sjúkrahúsi vegna taugaáfalls. Tilræðismaðurinn bjó í næsta húsi við frændfólk sitt. Rannsókn er hafin á þessum harmleik, sem virðist óskýranlegur. Með tvö höfuð Pekinic. 24. október. SVEINBARN sem fæddist mcð tvö höfuð lést í dag á sjúkra- húsinu i Tientsin i Kina eftir að hafa lifað i 50 daga. Barnið hafði eðlilegar hendur og fætur en hafði tvo maga þótt ekki sæist það utan á, segir í daghlaði sem gefið er út í Tientsin. Þar segir einnig að þegar annar munnur barnsins fékk mjólk þá grét hinn munn- urinn. Og þegar barnið fékk skell á vinstri rasskinnina þá grét einnig vinstri munnurinn. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.