Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 15 Hveragerði: Þjófar gripnir á innbrotsstað Hveragerði, 3. nóvember. í HVERAGERÐI hefur ríkt hálf- gerð ógnaröld undanfarið og ekki linnt skemmdarverkum mar«s kon- ar, rupli og ránum. í samtali sagði Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, frétta- ritara Morgunblaðsins að annríki væri mikið hjá lögreglunni og væri hún mikið á ferli í Hveragerði bæði á lögreglubílnum og nú í seinni tíð á óeinkenndum bifreiðum til eftirlits. Hefðu þeir t.d. gripið nú um helgina þjófa á innbrotsstað í húsgagnaverk- stæði hér í miðbænum og einnig staðið menn að verki við bensín- þjófnað á bílaverkstæði Heilsuhælis NLFÍ og aðra við rúðubrot í Hótel Hveragerði. Þá kvað Jón mörg þau mál upplýst, sem frá var greint í frétt í síðasta tölublaði Morgunblaðsins og önnur alveg á lokastigi enda væri mikill áhugi hjá lögreglunni að ráða bót á þessum málum. Fögnum við Hvergerðingar þess- um góða árangri og kunnum þeim þakkir fyrir hjálpina. — Sigrún Myndin er af laxeldisstöðinni sem reist hefur verið að Hólum i Hjaltadal. en starfsemi hennar hófst um miðjan siðasta mánuð er þangað komu fyrstu hrognin. Húsið er um 1200 fermetrar að flatarmáli. I.josm. Sig. Síkik. . ig kjötíð er unnið! Þess vegna borgar sig að versla þar sem starfsmennirnir hafa bæði þekkingu og reynslu sem kemur þinni eigin matargerð til góða. Hjá Versluninni Ásgeir í Tindaseli leggja þeir saman krafta sína Sveinbjörn kjötiðnaðarmaður og Bjarni matreiðslumaður til þess að gera hrá- efnið sem allra best úr garði. Því eins og Bjarni segir: ,,Þú lagar ekki góðan mat úr lélegu hráefni.” Þeir félagar vinna því kjötið eftir kúnstarinnar reglum. T.d. fær kjötið ávallt að hanga mátulega lengi og stórgripakjötið er aldrei látið frjósa, enda er það rómað um allan bæ. Jafnframt því að bjóða uppá eitt besta kjötborð borgarinnar er ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af fersku grænmeti og öðru meðlæti. Með þessi atriði í huga ættirðu að leggja leið þína í Tindaselið næst þegar þú ætlar að elda reglulega góðan mat. Bjarni er líka ávallt reiðu- búinn að veita holl ráð um matreiðsluna. Tindaseli 3, Breiðholti. Sími: 76500 og Grímsbæ. Sími: 86744.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.