Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 21 Harðari af- staða í utan- ríkismálum STJÓRN Reagans mun líkle^a taka harðari afstöðu I þjóðarör- yggismálum og gagnvart Sovét- rikjunum en fyrri ríkisstjórn. Hann hefur heitið því að efla samskipti við gamla bandamenn Bandarikjanna, þar á meðal ísra- el. Hann segir, að Bandarikin og Vesturveldin verði að efla varnir sínar til að koma i veg fyrir sovézk hernaðarævintýri. Hann segir, að sýna verði Rússum svo að ekki verði um villzt, hvað Bandaríkin telji vera lífsmikil- væga hagsmuni sina. Reagan segir, að hann muni bæði forðast undanhald og hernað- aríhlutun í stefnu sinni í utanrík- is- og varnarmálum. Hann hefur gagnrýnt Carter fyrir að hætta við smíði B1 hljóðfráu sprengjuþot- unnar, tefja smíði MX-eld- flaugarinnar, Trident-kafbát- anna, Cruise- eða stýriseld- flauga og nift- eindaodda og skera niður skipasmíðar um helming. Gert er hann muni fyrirskipa, að unnið verði aftur af fullu kappi við allar eða flestar þessar áætlanir. Reagan er eindreginn andstæð- ingur Salt-samningsins um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar (Salt II), þar sem hann telur alvarlega hnökra á honum. En hann vill segja Rússum, að Banda- ríkjamenn séu þess albúnir að sitja eins lengi að samningaborði og nauðsynlegt reynist til þess að ná viðunandi samkomulagi um takmörkun vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Hann hefur heitið áframhald- andi stuðningi við NATO og sagt, að reyna muni á þolrifin í banda- laginu á næstunni, þar sem „Rúss- ar reyna að reka fleyg milli okkar og samherja okkar". Hann mun ítreka sérstaka vináttu Banda- ríkjamanua við Vestur-Þjóðverja og Breta. Óvissu hefur gætt í sambúð Þjóðverja og Bandaríkja- manna síðan Carter varð forseti, meðal annars vegna rígs hans og Helmut Schmidts kanzlara, en Þjóðverjar hafa líka gagnrýnt oft, að bandaríska stjórnin hafi ekki verið sjálfum sér samkvæm í utanríkis- og varnarmálum í for- setatíð Carters. í Asíu mun Reagan leggja áherzlu á náin tengsl Bandaríkj- anna við Japan og einnig Ástralíu. Reagan hefur gagnrýnt Carter- stjórnina fyrir að halda illa á sambandinu við Taiwan, en hann hefur heitið því að ýta undir hin sívaxandi samskipti við Kínverja. Reagan hefur gefið til kynna, að hann muni auka hernaðarmátt Bandaríkjanna í nánd við Persa- flóa og hefur látið svo um mælt, að furstaríkið Oman sé „mjög hag- kvæmur og hernaðarlega mikil- vægur staður". Hann hefur alltaf verið stuðningsmaður ísraels- manna. Sumir telja, að hann muni efna til hernaðarsam- vinnu ísraels og Bandaríkjanna í Miðausturlönd- um. Ymsir leiðtog- ar í Rómönsku- Ameríku álíta, að Reagan muni hætta þrýstingi gegnherforingja- stjórnum í þeim heimshluta í mannréttindamálum, en einn að- stoðarmanna hans hefur sagt, að Reagan sé eindreginn stuðnings- maður verndunar mannréttinda, þótt tónn baráttunnar á þessu sviði og baráttuaðferðirnar muni breytast. Reagan hefur sagt, að hann muni leita eftir einhvers konar Norður-Ameríku-samkomulagi við Mexíkó og Kanada, en Mexíkanar hafa tekið þeirri hugmynd fálega. Þrír menn hafa aðallega en ekki eingöngu verið nefndir líklegir í embætti utanríkisráðherra Reag- ans: George P. Schultz, ráðunautur Reagans um langt skeið og vinnu- mála- og fjármálaráðherra í stjórn Nixons. Alexander M. Haig, sem var yfirhershöfðingi NATÖ, þangað til hann dró sig í hlé fyrr á þessu ári. Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra. Samkvæmt sumum heimildum er trúlegra, að Haig verði skipaður landvarnaráðherra. (AP.) Ilenry Kissinjíer ráð fyrir því, að Alexander llaÍK erfiði þeirra árangur, og Reagan mun sverja embættiseið forseta 20. janúar nk. Engar skoðanakannanir bentu til svo auðvelds sigurs fyrir Reagan fyrir kosningarnar. Þeir, sem voru hræddir um, að hann myndi vinna, hugguðu sig við, að þingið yrði áfram í höndum demókrata og hann gæti því ekki komið íhaldssamri stefnu sinni til framkvæmda. En repúblikan- ar unnu verulega á í fulltrúa- deild þingsins og unnu meiri- hluta í öldungadeild þess í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Demókrat- arnir George McGovern, Birch Bayh, Frank Churc og Warren Magnusson og fleiri, sem allir hafa lengi átt sæti á þinginu og verið leiðtogar frjálslyndari hluta þingmanna misstu sæti sín. Howard Baker mun væntan- lega verða leiðtogi meirihluta deildarinnar, en hann afþakkaði boð Reagans um varaforsetastól í von um leiðtogaembættið. George Bush, varaforseti Reag- ans, verður forseti öldungadeild- arinnar. Demókratar eru að sjálfsögðu slegnir yfir ósigrinum, en repú- blikanar fagna honum. Almenn- ingur er hissa á hinum stóra sigri. Margir segjast hafa kosið Reagan af því að þeir vilji breyta til og Carter hafi alls ekki staðið sig sem skyldi í embætti. Margir velta fyrir sér, hversu lengi Reagan muni njóta vinsældanna, sem sýndu sig á kjördag. Hann á á hættu að fæla marga frá sér, ef hann fylgir mjög íhaldssamri stefnu í efnahagsmálum, en get- ur misst stuðning sinna elstu stuðningsmanna, ef skoðanir hans mildast og hann sker ekki verulega niður afskipti ríkisins og sýnir Sovétmönnum í tvo heimana. Fylgi kjósenda er fljótt að breytast og ef Reagan stendur sig ekki eins og við er búist, munu Bandaríkjamenn „hreinsa aftur til í Washingtqn eftir fjögur ár“, eins og einn kjósandi komst að orði á miðvikudag. LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi GRINDUR OG SKÚFFUR KB BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.