Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Kostnaðarsamanburður húshitunar 400m^ hjá nokkrum orkuseijendum m.v. okt. 1980. Orkusali Magn Einingar- Kostnaður oliu 1/11*80 Umbeðin h. Umbeðin h. verð á ári verð + 9% 1/11 * 80. 1/2 81. Hitaveitur: Reykjavik 2,8 min i. 5.42 i 182.146 17% 198.539 37% 236.789 Seitjarnarnes 2,4 " 5.473 157.622 14% 171.807 30% 204.908 30% 266.380 Mosfeiishr. 2,8 M 5.427 182.347 17% 198.758 Suóureyri 5,2 " i5.656 976.934 89% 1.064.858 Hvammstangi 2,9 " Í0.396 361.781 33% 394.341 Biöndós 5,2 M i5.500 967.200 89% 1.054.248 Sauðárkrókur 4, i " 3.780 185.976 17% 202.713 Sigluf jörður 2,8 " 16.840 565.824 52% 616.748 óiafsfjöróur 5,2 " 6.667 416.021 39% 453.463 Daivik 5,2 " 5.960 371.904 34% 405.375 Hrisey 5,7 " 7.260 496.584 45% 541.276 Akureyri 2,8 " 16.456 552.922 51% 602.685 Húsavik 2,8 " 6.300 211.680 19% 230.731 Seifoss 2,8 " 6.537 219.643 20% 239.410 Hveragerði 2,8 " 6.700 225.120 21% 245.381 Þoriákshöfn 2,6 " 16.611 518.263 47% 564.906 Suðurnes 2,9 " 14.690 511.212' 47% 557.221 líarik 40 mwh 16.750 670.000 61% Oliufélög 5.200 1 210 1.092.000 \i H71 oklólwr AUGLÝSING inn hit'kkun á Kjald.skrám hitaveitna. ^iimkv;riiil 2H. m. Orkul.iHii nr. .'»H 2U. :ipi'iI HM»7 licfnr ráfluncytiÖ stiififest 9% liiekkiin á ^iUknnli ^jiilitskiiiiu i mríS siiSnri l»reyliiiH»ini1 cítirtulinna hituveitna frá i»H mcð 1. iióv. IJWO. tlitiiNCÍtu Itcykjiivikur nr. á2o 2H. iimi I9HU. Itilavcitii Húsiivíkiii nr. 2.V.I H». juni 1977. 11itiivcitii llcssiistiiíSiihrcpps nr. 42H II. ágiisl 19811. Hitavcitii Suðiirncsja' nr. 1». m.vcinhcr 1971». Hitavcilu Scltjarniirncss nr. 22 21. junViar I97H. l'jai liHim V <*stni:iiiniii-> |;i nr. iA.i 2i». aprii i*■»/'■». Hitaveitu Sclfoss nr. 2l.t 9. iiiiií 19HU Hitiivcitu Akurcyrar nr. ;tt*;t ;t. novcmhcr 1977. Hitavcitu Hvaininstuiittii nr. 2H7 27. tics. 197;t. Hitnvcitu ólafsfjarfiar nr. .'M»H á. úgúst 1975. Hitavcitu lilönduóss nr. 591 20. oklóhcr 1977. Hitnvcitu Hriseyjnrhrcpiis nr. 522 H. nóvcinhci 1975. Hitnvcitu Lauguráss nr. 277 1. júli 1970. Hitaveitu Sauðúrkróks nr. 115 5. upril 1975. lOimönrróftunt'ylirt :tO. oklúbvr t'JRO. F. h. r. Páll Flygenring. Kriatmundur Hnlldórason Stjórnarlíóindi l< 51. nr. 55H—559. l'tgáfudagur 51. október 19H0. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi: Hámark heimskunnar eða stjómviska? 1 tilefni afnreiðslu stjórn- valda á erindum hitaveitna um KjaldskrárhreytinKar er ekki lenKur hægt að sitja undir annari eins vitleysu án þess að Kera Krein íyrir málum <>k mótmæla hástöfum. Hvað ræður? Hér á síðunni á að vera mynd af auKlýsingu iðnaðarráðuneyt- isins frá 30. október sl. um gjaldskrármál hitaveitna. Eins og fram kemur í þessari auglýs- ingu eru öllum sem sóttu um hækkun veitt sama hækkunin, eða 9%. Nú verður að ætla að einhver vottur af hugsun leynist með þeim aðilum er þessa ákvörðun tóku, þó erfitt sé að greina það. Hitaveitur, a.m.k. flestar þeirra, eru þjóðþrifafyrirtæki sem spara notendum sínum stórfé árlega og munu að flestra dómi (annara en stjórnvalda) vera besta kjarabót þeirra lands- manna er notið fá. Ef þessi fyrirtæki borgaranna reyna að sinna þjónustuhlut- verki sínu á viðunandi hátt, með því að tryggja notendum næga orku á sanngjörnu verði, þá virðist „alríkisstjórninni" mis- boðið, hennar er mátturinn og dýrðin. En hver er ástæðan fyrir þessu upphlaupi mínu? Hita- veita Seltjarnarness hefur nú í rúmt ár óskað eftir hækkun á gjaldskrá þannig að veitunni verði kleift að fjármagna að hluta, a.m.k., bráðnauðsynlega borunarframkvæmd í stað þess að taka erlent lán (ca. 100 m.kr.) til verksins eins og ætlun stjórn- valda virðist vera. Hitaveitan hefur verið rekin með raunverulegu tapi undan- farið ár þar sem smáskammta- hækkanir stjórnvalda hafa ekki haldið í við verðbólguna hvað þá styrkt fjárhaginn svo sem fyrir- hugað var. 9% á Suðureyri. Blönduósi ofí Seltjarnarnesi Hér með greininni er birt önnur tafla sem sýnir kostnað í október sl. við upphitun 400 rúmm. húss á 17 stöðum lands- ins auk kostnaðar við rafhitun og olíuhitun. Þessi tafla sýnir hvernig hin ýmsu hitaveitufyr- irtæki standa gagnvart raf- og olíuhitun. Tafla þessi er opinbert plagg, var lögð fram á stofnfundi Landsambands hitaveitna í síð- asta mánuði. Ég hef bætt við töfluna tveim- ur dálkum er sýna a) 9% hækk- un miðað við árskostnað b) þá hækkun er hitaveitur Seltjarn- arness og Reykjavíkur óskuðu eftir um síðustu mánaðamót og raunar þá áætlun er Hitaveita Setljarnarness lagði fram varð- andi hækkun 1. febrúar 1981 til þess að geta staðið undir nauð- synlegum vatnsöflunarfram- kvæmdum, a.m.k. að Vz með eigin fé. I ljós kemur, sem raunar var flestum Ijóst að 9% hækkun þeirra veitna sem verst eru stæðar er í krónutölu allt að 55% hækkun hjá þeim „ódýr- ustu“ á því gerviverði sem nú viðgengst. Óþolandi aískiptasomi Hverjir eru það sem eiga að ákveða þjónustu sveitarfélag- anna við borgarana? Eru það þeir fulltrúar, sem kjörnir eru á hverjum stað fyrir sig af íbúum í pólitískum kosningum eða er það „alríkisstjórnin" góða, sem virð- ist hafa þá stefnu eina að taka völdin af kjörnum fulltrúum heimamanna til þess að þröngva fram sínum skoðunum. Alltof oft hefur það verið látið viðgangast að skammsýnar „al- ríkisstjórnir" geri sér leik að því að eyileggja rekstur fyrirtækja með heimskulegum geðþótta- ákvörðunum eins og hér hefur verið sýnt og skilji við fyrirtæk- in í rúst. Til hvers kjósa borgararnir sér sveitarstjórnir til hægri eða vinstri ef hægt er að eyðileggja allt þeirra starf af „alríkis- stjórn" sem nú síðustu árin virðist hafa það eitt að marki að fá alla til að éta sama rauð- grautinn. Landsmenn eru farnir að ypta öxlum og brosa, þegar stjórn- arskrárnefnd ber á góma. Ef sú vísa nefnd gæti hrist af sér slenið þá ætti vel við að skerpa vel skilin milli ríkisvalds og sveitarstjórna þannig að sveit- arstjórnir gætu sýnt borgurum sínum að munur er á því að stjórna eða láta stjórnast. STIKLAÐ Á STÓRU Að nota réttu gleraugun í daglegu lífi rekumst við iðuiega á fólk með ólíkar skoðan- ir. Að mati flestra, sem ekki telja sig heittrúarmenn, er til- vist ólíkra skoðana manna á meðal lítið áhyggjuefni. Við lif- um nefnilega mörg hver eftir þeirri reglu, að hver eigi að hafa sínar skoðanir fyrir sig, meðan hann í krafti þeirra troði ekki öðrum um tær. Að troða um tær snertir yfirleitt ekki innrætingu á skoðunum og annað andlegt uppeldi, heldur miklu fremur ofbeldi og ýmsan gagnsæjan ágang í samskiptum manna. Mei-ri áhersla sýnist lögð á hegðun manna en hugsun og slóttugur ræðumaður fær yfir- leitt meira lof en hinn sem talar af umbúðaleysi. í fræðigreinum nútímans hafa verið settar fram margvíslegar kenningar. Líta má á þær sem eins konar nálganir á sannleika, enda er þeim ætlað að varpa dálitlu ljósi á heiminn, oft áður óþekktu Ijósi. Að þiggja fróðleik af slíkum kenningum mætti flokka undir sjálfsagða j>ekk- ingarleit. Hins vegar hættir skýringarsviðum kenninga oft til að víkka með tímanum, þar sem kenningarnar verða að heimsmyndum eða ismum og fátt verður þar óútskýranlegt. Sérstakir skólar fara af stað Marx fyrir hvern isma fyrir sig, oft löngu áður en hægt er að tala um að orðinn sé til ismi. í skólum ismanna er það yfirleitt ekki meiningin að menn einasta þiggi fróðleik af hinum boðaða isma. Þar læra menn Freud nefnilega að líta á heiminn í eina og sanna ljósinu. Þegar menn innvígjast er lögð áhersla á að menn noti sömu gleraugun, við smáar og stórar athuganir, ekki af og til heldur öllum stundum. Hafi einhver gleraugnaskipti eitt andartak, er hann í augum hinna rétttrúuðu tortryggilegur eða sviksamur. Gleraugnavandamál leggjast þó smám saman niður því heims- mynd istanna skýrist með tím- anum. Undir lok innvígslunnar verður allt einfalt og eðlilegt. Allur efi og öll óvissa hverfur. Tilfinning mikillar sælu eða ákafrar reiði verður staðfesting á skilningi og yfirsýn. Og hvort sem tilfinningin stafar af upp- götvun á freudískri dulvitund eða marxískri díalektík er hún istunum jafn hrein í báðum tilfellum. í skólum ismanna læra menn að útskýra ólíka hluti og setja þá í sérstakt samhengi. Þótt sumt sé erfitt að útskýra, skipta þeir hlutir, sem óútskýranlegir eru, hvort sem er engu máli. Eitt af því sem istarnir verða leiknir i, er að aðlaga gamlar kenningar sífellt breyttu um- hverfi. Yfirleitt er þessi „aðlög- un“ ekki fólgin í því að bæta við gömlu kenningarnar eða setja fram nýjar. Miklu fremur er beitt nýrri túlkun á verkum kennifeðranna. Gjarnan er talað um að þeir hafi verið misskildir, þeir hafi ekki meint hlutina svona heldur hinsegin. Til að hjálpa sér út úr vandræðum tala menn um myndmál og líkingar í ismanum, rétt eins og gömlu kennifeðurnir hafi verið stór- skáld en ekki fræðimenn. Þannig tekst istunum að halda kenning- um lærifeðra sinna klassískum. í skólum ismanna er mönnum kennt að bera lotningu til kenni- feðranna. Þeir eru oft löngu liðnir og í gegnum tíðina hefur fjölgað um þá faguryrðunum og skrautið, sem prýðir þá, gerir mönnum erfitt að grilla í mann- eskjurnar á bak við nöfnin. Istarnir eru látnir trúa því að vanþekking og vantrú annarra á ismanum, sé skýringin á flestu sem aflaga fari. Þeim er kennt að líta á ismann sem allsherj- armeðal, eins konar Hoffmanns- dropa. Og þeir eiga heldur betur að láta gott af sér leiða, því flestir eiga istarnir von á fram- tíðarþjóðfélagi þar sem ríkir allsherjarsæla og hundrað pró- sent. bræðralag. Það er því mikið í húfi fyrir istana. Og í von um batnandi veröld hamast þeir við að sýna fólki heiminn með réttu gleraugunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.