Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2M*rgunbIflbi)> fjf dL ^ HUbvaOtiN II. næo Q #tffl1$npmpi|p Nýborg^ yÁrmúla 23 - Sími 86755 BARNA- og UNGLINGA- HÚSGÖGN II. hæð FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Vanskilaskuldum við Fiskveiðasjóð og olíufélög: 18 milljörðum króna breytt í lengri lán AKVEÐIÐ hefiir vcrið að breyta um 18 milljörðuu. króna af van- skila- og lausasku! !um útgerðar- innar við olíuféiou ug Fiskveiða- sjóð í 5 ára lán. I viðskiptabonk- um sjávarútvegsins hefur verið unnið að ýmsum lanabreytingum og vcgna sérstaklcga erfiðrar stöðu Útvcgsbankans í Vest- mannaeyjum og stóðu sjávarút- vegs þar hefur Seðlabankinn lánað Útvegshankanum þar 1500 milljónir króna, en i haust voru vanskilaskuldir útgerðar þar 2.1 milljarður. Um aðgerðir Byggðasjóðs í skuldabreytingarmálum er ekki vitað, en vanskilaskuldir útgerðar við sjóðinn nema 3,2 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir breyting- um á vanskilum í 5 ára lán og nýrri fyrirgreiðslu vegna sér- stakra vandamála. Vanskilaskuld- ir útgerðarinnar voru í haust yfir 30 milljarðar króna að mati út- vegsmanna. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, gerði grein fyrir þessum skuldbreytingum á fundi með fréttamönnum í gær. Þar kom fram, að 7,6 milljörðum af vanskilum fyrirtækja í sjávar-1 útvegi við olíufélögin verður breytt í 5 ára lán. Þessar skuldir námu 12,5—13 milljörðum í haust, en eftir breytinguna yrðu úti- standandi skuldir við olíufélögin komnar niður í sem svaraði til þess, að meðaltímalengd skulda væri 60 dagar í stað 145 daga eins og var í lok september. Fram- kvæmd skuldabreytinganna er í höndum viðskiptabanka olíufélag- anna og félaganna sjálfra, en Seðlabankinn endurkaupir helm- ing upphæðarinnar. Stjórn Fiskveiðasjóðs sam- þykkti á fundi sínum á mánudag að breyta vanskilaskuldum í 5 ára lán sem aðalreglu, en með nánari skilyrðum. Er áætlað að heildar- upphæð skuldbreytingalána geti numið 10,5 milljörðum króna og skiptist það þannig, að 7,6 millj- arðar eru vegna skipalána, en 2,9 milljarðar til fiskvinnslufyrir- tækja. Reglugerð verður gefin út um sérstakan lánaflokk vegna þessara skuldabreytinga og gildir hún frá 1. júní sl. Þá verður Fiskveiðasjóði heimilt að inn- heimta allt að 20% í stað 10% áður. Stefnt er að því að skuldabreyt- ingum við Fiskveiðasjóð verði lokið 1. apríl næstkomandi, en samkvæmt þessari ákvörðun verð- ur allt að 70% af öllum vanskilum við sjóðinn breytt í lengri lán. Gúmmíbátur kemur með farþcga af Fagranesinu upp að lóðsbátnum, sem hélt sjó rétt utan við Arnarnes, þar sem Fagranesið hafði strandað á þriðjudagskvöld. Sjá nánar á bls. 12. Ljósm. úifar. Edwin A. Weibel, aðstoðarforstjóri Alusuisse: Mimum sanna ráðherranum að við höfum staðið við samning Siírálsviðskipti fara fram sem afurðaskipti, segir ritstjóri Metal Bulletin „VIÐ HÖFUM sagt Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra, að við höfum haldið okkur í einu og öllu við ákvæði aðalsamningsins um viöskipti milli óskyldra aðila. Þetta munum við sanna honum.“ sagði Edwin A. Weibel, aðstoðarforstjóri Alusuisse í samtali við Morgun- blaðið í gær, en Weibel var maðurinn, sem kom til íslands hinn 13. desember síðastliðinn til viðræðna við iönaðarráðherra um súrálsmál- ið svokallaða. Weibel kvað ráðherrann haldinn misskilningi í málinu. sem hann kvað leiðréttan, er Alusuisse gæfi fullnaðarskýrslu um málið, sem berast myndi fyrir miðjan febrúar. Þá ræddi Morgunblaðið í gær einnig við Tarring, ritstjóra Metal Bulletin, sem er fagrit um málmverzlun og kvað hann ekkert ákveðið heimsmarkaðsverð á súráli vera til, heldur væri um afurðaskiptaverzlun að ræða og viðskiptin á höndum fárra aðila. Weibel aðstoðarforstjóri Alu- suisse taldi mjög óheppilegt, að Hjörleifur Guttormsson skuli hafa opnað málið áður en Alu- suisse gæfist tími til þess að skýra ástæður þess mismunar, sem hag- skýrslur í Ástralíu sýndu á út- flutningsverði þaðan og innflutn- ingsverði til Islands. Þessi verð kæmu þessu máli ekkert við, þar sem þau endurspegluðu ekki virði súrálsviðskipta milli óskyldra að- ila. Kvað Weibel mjög óheppilegt, að iðnaðarráðuneytið hefði bland- að óskyldu fyrirtæki Alusuisse, Gove Aluminium Ltd. inn í þetta mál og sjálfur neitaði hann að gefa upp verð á súráli, sem Alusuisse keypti af þessu fyrir- tæki. Hann kvaðst ekki ræða um málefni annarra fyrirtækja opin- berlega. Þá taldi hann þetta atriði Skattalækkunartillögur sjálístæðismanna felldar: Meirihlutinn ákveður fyrst útgjöld en síðan tekjurnar — sagði Davíð Oddsson í umræðum um f járhagsáætlun „ÞAÐ VIRÐIST sem alla pólitiska leiðsögn og forystu hafi skort hjá meirihluta borgarstjórnar við gerð þessarar fjárhagsáætlunar. Embættismenn virðast hafa fariö með hina stefnumótandi framkvæmd við gerð þessarar áætlunar,“ sagði Davíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gærkveldi, en þar fór fram fyrri umræða um frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg fyrir árið 1981. Davíð sagði að nú ætlaði þeim hækkunum sem gerðar meirihlutinn ekki að stíga nýtt skref í því að ganga í vasa skattborgaranna, enda væri lítið svigrúm orðið til þess. Einungis væri möguleiki á að hækka álagningarstuðul til útsvars- álagningar úr 11,88% í 12,1%, en það myndi ekki gefa borgarsjóði nema nokkur hundrúð milljónir í tekjur. „Allt annað er fullnýtt," sagði Davíð. „Við höfum andmælt öllum hafa verið," sagði Davíð, „því okkur sjálfstæðismönnum var gerlegt að reka borgina án þess- arar skattpíningar. Við höfum þá reglu að ákveða fyrst tekjurn- ar en síðan útgjöldin, en þessu er öfugt farið hjá núverandi meiri- hluta. Hann ákveður fyrst út- gjöldin og reynir síðan að fá inn tekjur fyrir þeim.“ Síöan kynnti Davíð breyt- ingartillögur Sjálfstæðisflokks- ins sem lúta að skattalækkun- um. Þær eru á þá leið að leiga af verslunar- og iðnaðarlóðum ætti að vera 0,58% í stað 1,0% af fasteignamatsverði eins og meirihlutinn gerir ráð fyrir. Hlutfall fasteignaskatta af íbúð- arhúsnæði verði 0,421% af fast- eignamati, en ekki 0,5% eins og meirihlutinn gerir ráð fyrir og hlutfall fasteignasaktta af at- vinnuhúsnæði verði 0,842% en ekki 1,25% eins og tillögur meirihlutans ganga út á. Sam- kvæmt þessum tillögum er gef- inn 15,8% afsláttur af þessum skattstofnum. Davíð sagði að þetta væru samsvarandi álagningarstuðlar og sjálfstæðismenn notuðu þeg- ar þeir voru í meirihluta í borginni, en miðað við tillögur meirihlutans í þessum efnum væri um 49% aukningu á þessum gjöldum að ræða. Þá lagði Davíð fram tillögur um lækkun aðstöðugjalds en í þeim felst m.a. að álagning á rekstur fiskiskipa verði 0,2%, á rekstur flugvéla 0,33%, á kjöt- iðnað, endurtryggingu, fiskiðnað o.fl. 0,5%, á rekstur farmskipa 0,65%, á iðnað, landbúnað, vá- tryggingu, útgáfustarfsemi o.fl. 1,0%. Þessar tölur eru lægri en þær sem meirihlutinn hyggst leggja til. Þessar tillögur sjálfstæð- ismanna voru allar felldar með 8 atkv. gegn 7, en tillögur meiri- hlutans voru samþykktar með 8 samhljóða atkvæðum. og ekki á sviði ráðuneytisins að fjalla um. í samtalinu við Weibel, en það er birt á miðsíðu blaðsins, kemur fram, að upplýsingar um þetta mál hefði Alusuisse fyrst fregnað 10. desember og hinn 11. hefði sérstakur sendimaður iðnaðarráð- herra komið til Zúrich. 12. des- ember hafi hann svo farið af stað áleiðis til íslands ásamt sendi- manni iðnaðarráðherra, þeir hafi tafizt í Luxemburg í sólarhring vegna þoku, en síðan komið til Reykjavíkur 13. desember og hafi hann þá átt viðræður við Hjörleif þann sama dag. Sagði Weibel að hann hafi veitt ráðherra ítarlegar upplýsingar. Weibel sagði: „Ég tel mjög óheppilegt, að ráðherrann skuli hafa opinberað málið á þessum tíma, því að ég veit, að hann getur engan veginn, á grundvelli þessara upplýsinga, staðið á því, sem hann hefur sagt.“ Flugleiðir og Arnarflug: Margar auka- ferðir í innan- landsfluginu INNANLANDSFLUG Flugleiða og Arnarflugs gekk vel í gær og voru flognar margar aukaferðir þar sem lítið ihafði verið flogið á miðvikudag. Alls voru farnar 27 áætlunarferðir frá Reykjavíkur- flugvelli, 18 á vegum Flugleiða og 9 á vegum Arnarflugs. Á miðviku- daginn hafði aðcins verið flogið til Hornafjarðar, Vestmannaeyja og Akureyrar, en í gær tókst að fara á alla áætlunarstaði. Var með þessum ferðum annað allri flutn- ingaþörf á farþegum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.