Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 31 --------------------------------------------------------------------------------------------^ Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan „Loksins get ég brosað...“ sagði Warren Christopher Algeireborg, 19. j»n. — AP. SAMKOMULAGIÐ um lausn Kisladeilunnar var undirritað í litlu herberjfi að viðstðddum að- eins rúmlcKa tuttuKU blaða- mönnum og þreytulejfum samn- inKamönnum sem hafa unnið að lausn málsins i 14 og hálfan mánuð. Warren Christopher aðstoðar- utanríkisráðherra, sem hefur ver- ið þögull sem gröfin og svipbrigða- laus í síðustu lotu samningaum- leitananna í Algeirsborg, lýsti tilfinningum sínum með þessum orðum: „Loksins get ég brosað." Talsmaður alsírska utanríkis- ráðuneytisins skýrði fyrstur frá samkomulaginu um kl. 7.30 að staðartíma (og Greenwich-tíma). Á næstu mínútum barst um 200 erlendum blaðamönnum og Ijós- myndurum þetta til eyrna og þeir æddu út úr hótelum í leit að leigubílum. Þegar þeir komu til utanríkisráðuneytisins, stóð bif- reið Christophers fyrir utan. Aðeins örfáir blaðamenn höfðu heppnina með sér. Þeir sem kom- ust tímanlega fengu sérstök vega- bréf og voru leiddir inn i fábrotið herbergi á annarri hæð. Mikil ringulreið ríkti fyrir utan. Að minnsta kosti tólf blaðamönnum og ljósmyndurum, sem komu nokkrum mínútum of seint, var meinaður aðgangur. í hópnum voru fulltrúar frétta- stofa, bandarískra stórblaða og sjónvarpsfyrirtækja, sem hafa varið of fjár til þess að fylgjast með viðræðunum um lausn gísla- deilunnar undanfarna tvo mánuði í Algeirsborg. Við tóku mikil hróp og köll, en fátt varð um svör hjá alsírskum embættismönnum, sem virtust vera ráðalausir og óvanir að fást við erlenda blaðamenn. „Hneyksli, hneyksli," hrópaði bandarískur fréttaritari. Enginn embættismaður virtist geta skipað fyrir. Uppi í herberginu á annarri hæð vísuðu embættismenn fyrst inn sendiherra Bandaríkjanna í Alsír, Ulrich St. Clair Haynes, og aðstoðarmönnum hans. Þeir leyfðu ljósmyndurum að taka myndir, en Haynes neitaði að svara spurningum, sem rigndi yfir hann. „Er þetta allt og sumt?“ spurði blaðamaður hneykslaður. Rétt á eftir komu Christopher, utanríkisráðherra Alsírs, Mo- hamed Benyahia, höfundur sam- komulagsins, bandarískir samn- ingamenn og alsírskir milligöngu- menn inn í herbergið. Christopher settist við hlið Bnayhia viö langt borð og þakkaði ráðherranum, forseta hans, Chadli Benjedid, og alsírsku þjóð- inni innilega fyrir mikilsverða aðstoð. Klukkan var 8.30 að staðartíma, þegar Christopher tók upp penna og hóf að undirritað þrjú skjöl, sem nú bundu enda á deiluna er hafði hvílt eins og mara á banda- rísku þjóðinni og vakið hneykslun annarra þjóða. Christopher var þreytulegur eftir langar vökur, þegar hann undirritaði samkomulagið. Hann kom frá Washington 8. janúar til að ganga frá einstökum atriðum samkomulagsins í samráði við Benyahia og samningaviðræðurn- Fjórir Bretar og blaðakona í haldi London. Buffalo. 19. jnn. - AP. SAMTÍMA þvi að bandarísku sendiráðsstarfsmennirnir eru nú að öllum líkindum að leggja upp frá íran er athygli á þvi vakin að þar sitja enn i haldi f jórír Bretar, sem voru teknir höndum i ágúst sakaðir um njósnir og bandarisk- ur blaðamaður, Cynthia Dwyer, sem var handtekin fyrir sams konar sakir i maimánuði. Ekki hefur verið ljáð máls á því af hálfu Irana að semja um að þetta fólk verði látið fara frjálst ferða sinna. Eiginmaður Dwyer sagði í viðtali við AP í dag að ekki væri litið á hana sem gísl og hann væri hreint ekki bjartsýnn á að kona hans fengi að fara úr landi í bráð. Þá er einnig í haldi í Mohi Sobhani, írani að ætt, en bandarískur ríkis- borgari. Hann var handtekinn í september og hefur ekki verið upplýst fyrir hvaða sakir hann situr inni. Hann hafði stundað viðskipti í íran. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði að farið yrði með málefni Cynthiu Dwyer og Sobhani sem sérstök mál og yrði haldið áfram tilraunum til að fá þau leyst úr haldi. Hvað Bretana fjóra snertir er ekkert sem bendir til að þeir verði látnir lausir og sagt er að þó svo að bandarísku gislarnir fái loks að fara sé allt á huldu um hvað verði um þá. Bretarnir fjórir eru Jean Waddell fyrrverandi ritari hjá biskupi enska trúarsafnaðarins í Iran, John Coleman og Audrey kona hans, sem ráku heilsugæzlustöð fyrir fátækt fólk í Yazd og Andrew Pyke, kaupsýslumaður. ar urðu erfiðari með hverjum deginum sem leið. Þegar blaðamennirnir, sem höfðu haft heppnina með sér, þutu niður stigann til að senda fréttina, rákust þeir á starfsbræður sína, sem loksins höfðu fengið að koma inn í bygginguna. Mikil barátta hófst fyrir því að komast í síma, en engan síma var að finna. Blaðamennirnir urðu að komast annars staðar í síma til sð skýra heiminum frá „kveðjugjöf" Cart- ers forseta, beztu gjöfinni sem hann gat óskað sér þegar hann kveður Hvíta húsið. MAÐUR I FRETTUM Warren Christopher Amerísk hetja á elleítu stundu SAMKOMULAGIÐ um gísladeil- una var gert á 11. stundu, rétt áður en stjórn Carters vikur frá völdum, og gerði bandariska hetju á 11. stundu úr Warren Christopher, diplómat, sem sam- starfsmenn segja að sé snillingur i málamiðlunum. Christopher vildi hætta í fyrra þegar Carter forseti valdi Edward Muskie utanríkisráðherra, þótt Christopher væri talinn rökréttur arftaki Cyrus Vance. Hann er sagður heldur kuldalegur í viðmóti, dulur og yfirvegaður. En hann nýtur mikillar virðingar fyrir hæfileika sína, þótt hann sé ekki ýkja vinsæll. Christopher hefur tekið þátt í viðræðum um gísladeiluna frá upp- hafi. Upphaflega stjórnaði Vance fyrrum utanríkisráðherra viðræð- unum, en Christopher hefur verið aðaltalsmaður BÍandaríkjanna í deilunni síðan Vance sagði af sér í apríl sl. eftir hina misheppnuöu tilraun til að bjarga gíslunum. Christopher var hlynntur björg- unartilrauninni. Þegar Muskie var valinn utanríkisráðherra kvaðst Christopher hafa viljað hætta, svo að Muskie gæti valið sinn eigin MAÐUR í FRETTUM staðgengil. Christopher taldi að valið hefði tekizt vel hjá Carter og kvaðst hafa fallizt á að gegna starfinu áfram fyrir þrábeiðni for- setans. Síðan í nóvember hefur Christ- opher verið stöðugt í ferðum milli Washington og Algeirsborgar og andlit hans er orðið kunnuglegt í sjónvarpsfréttum. Hann er sagður mikill vinnuþjarkur. Christopher er fæddur 27. okt. ■1925 í Scranton, Norður-Dakota, en býr nú í Los Angeles. Hann lauk prófi með mjög góðum vitnisburði frá Kaliforníu-háskóla í Los Ange- les 1945 og stundaði nám við lagadeild Stanford-háskóla 1946 til 1949. Hann var aðstoðarmaður William 0. Douglas hæstaréttar- dómara í eitt ár að námi loknu og tók siðan upp lögfræðistörf. Hann kynntist Vance þegar hann var varadómsmálaráðherra 1967 til 1%9 og þegar Vance var skipaður utanríkisráðherra valdi hann Christopher staðgengil sinn. Christopher er kvæntur Marie Josephine Wyllis og eiga þau fjögur börn á aldrinum 18 til 28 ára. Nýlega kvaðst hann óviss um framtíðina, en gera ráð fyrir að taka aftur upplögfræðistörf. Fulltrúi Alsírs er dugandi ráðherra Alsírskir Teheran i gær skoðn bnndnríska gislinn Elixabeth Ann Swift AlKeirsborK. 19. jan. AP. MOHAMED Seddik Benyahia, hinn dugandi utanrikisráðherra Alsirs, sem hefur haft milligöngu í gisladeilunni, átti eitt sinn að verða sendiherra i Washington, en var i staðinn skipaður upplýs- ingaráðherra. Þetta var í október 1966, þegar þáverandi upplýsingaráðherra, Bachir Boumaza, flúði land til að ganga í lið með andstæðingum Houari Boumedienne forseta. Benyahia verður 49 ára 30. janú- ar og er fæddur í bænum Jijelli. Á skólaárum sínum var hann forseti deildar stúdentafélags múham- eðstrúarmanna í Algeirsborg. Hann lauk lögfræðiprófi og 24 ára gamall var hann skipaður fasta- fulltrúi Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Indónesíu. Benyahia tók þátt í friðarviðræð- unum í Evian og varð sendiherra í Moskvu 1962, ári eftir að Alsír hlaut sjálfstæði. Skömmu eftir byltinguna gegn Ben Bella í júní 1965 var hann skipakður sendi- herra í Bretlandi en fór aldrei til London, þar sem Alsír sleit stjórn- málasambandi við Bretland út af Rhódesíu-deilunni. í staðinn varð hann samstarfs- maður Abdelaziz Bouteflika utan- ríkisráðherra unz hann var skipað- ur upplýsinga- og menningarráð- herra. Því starfi gegndi hann til 1977 þegar hann var skipaður menntamálaráðherra. Hann var fjármálaráðherra um skeið 1979. Seinna á árinu varð hann fulltrúi í stjórnmálaráði Þjóðfrelsisfylkingarinnar og utan- ríkisráðherra. Mohamed Seddik Benyahia Samkomulagið talið sigur fyrir Carter ALMENN ánægja rikir viðast hvar vegna lausnar gíslamáls- ins. Er hún talin skref i þá átt að bæta sambúð þjóða heims- ins. Einnig telja ýmsir stjórn- málaleiAtogar og dagblöA lausnina vera mikinn sigur fyrir Carter forseta sem nú lætur af völdum. Skelfileg reynsla WaHhinKton. 19. jnn. — AP. FULLTRÚAR bæði demókrata og republikana á bandaríska þinginu lýstu yfir mikilli ánægju með lausn gíslamálsins í dag. Kváðu þeir fargi af sér létt og hrósuðu Carter og öðrum sem hlut hafa átt að máli. Charles Percy, formaður utan- ríkismálanefndar þingsins, sagði að samkomulagið hefði hrakið burtu þann kvíða sem hver fjöl- skylda, hver Bandaríkjamaður hefði lifað við. Percy hrósaði Carter forseta, Edmund Muskie utanríkisráöherra og Warren Christopher aðstoðarutanríkis- ráðherra fyrir „stórkostlegt af- rek“. Fulltrúi demokrata á þinginu, Robert Byrd, kvaðst ánægður yfir því að gísiarnir yrðu nú leystir úr haldi. „Við höfum beðið lengi, þetta hefur verið skelfileg reynsla." Skref í rétta átt Kmiró. 19. jan. - AP. KAMAL Hassan Aly, utanríkis- ráðherra Egyptalands, sagði að samkomulag Bandarikjanna og Iran væri „skref í rétta átt til að bæta sambúð þjóða heimsins og til að binda enda á viðsjár i þessum heimshluta". „Þróun sem við fögnum“ Nýjn Drlhi. 19. j«n. - AP. ÁNÆGJA ríkti á Indlandi í dag með samkomulag Bandaríkjanna og Iran. „Þetta er þróun sem við fögnum «11,* sagði talsmaður indversku stjórnarinnar. Fellur írönum vel í geð Tehermn. 19. jmn. - AP. SAMKOMULAGIÐ fellur vel í geð írönsku þjóðarinnar, að sögn talsmanns á skrifstofu forsætis- ráðherra Irans. Hann sagði að samkomulagið félli í góðan jarðveg vegna þess m.a. að „þjóðin þarf ekki lengur að eyða peningum i að gæta gíslanna. Irönum finnst líka sem þeir hafi náð fram rétti sínum og hafi knúið Bandaríkin til þess að mæta kröfum sínum,“ sagði hann. Svissneskur sendiráðsmaður í Teheran sagði að lausn gisla- málsins væri ekki mikið mál meðal almennings í íran. „Það virðist ekki vera litið á það sem meiriháttar pólitískt mál,“ sagði hann. Hussein óttast samkomulagið Kuwmit. 19. jmn. — AP. SADDAM Hussein, forseti írak, varaði við því í dag að gíslamálið yrði leyst á kostnað íraka. Hann sagði að þjóð sín hefði ekki farið í stríð við írani til að hjálpa Bandaríkjamönnum við að leysa gíslamálið. Hussein virðist óttast það að eftir lausn gíslamáisins muni Bandaríkjamenn senda trönum hergögn og varahluti sem gætu skipt skopum fyrir þá í styrjöld- inni við íraka. Ullsten lætur í ljósi ánægju Stokkhólmi. Kauumi.nnahófn. Róm. OLA Ullsten, utanríkisráðherru Svía, lét í ljósi ánægju sína með samkomulagið og sagði, að von- andi endurtæki atburður sem þessi sig ekki. Hann sagði að sendiráðstakan í íran væri brot á öllum reglum um friðhelgi sendi- ráða. Dönsk blöð lýstu samkomu- lagi Bandaríkjanna og írana, sem miklum sigri fyrir Jimmy Carter. Arnaldo Forlani, forsæt- isráðherra Ítalíu, sagði að lausn deilunnar staðfesti ábyrga af- stöðu bandarískra stjórnvalda í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.