Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 13 Tekin er skýrsla af ökumanni sem grunaður er um ölvun við akstur. Það er venja að aðstoðarlæknir taki blóðsýni af slíku tilefni. Að blóðtöku lokinni er það svo sett í glasið, tappinn settur á og glasið innsiglað með því að setja plástur yfir tappann. Síðan er glasið, ásamt vottorði læknis, sett í umslag og það límt aftur. Umslag- ið skal afhent aðalvarðstjóra. Hann skráir síðan blóðsýnið í sérstaka bók, sem löggilt er af lögreglustjóra. Blóðsýninu er gefið númer, sem fært er í bókina, á blóðtökuvottorðið og glasið, sem geymir blóðsýnið. Að lokinni skráningu er blóðsýnið sett í nýtt umslag, umslaginu lokað og núm- er blóðsýnis ritað á það. Skal það geymt í kæliskáp hjá varðstjóra. Blóðtökuvottorðið er einnig sett í lokað umslag, sem áritað er nafni ökumanns. Það fylgir síðan skýrslu lögreglunnar um málið. Tvisvar í viku, árdegis á mánu- dögum og fimmtudögum eða oftar ef þarf, eru öll blóðsýnin tekin úr vörslu varðstjóra að honum við- stöddum og tveir lögregluþjónar flytja þau til rannsóknarstofu Háskólans í lyfjafræði. Aðalvarð- stjóri undirritar beiðni um alkó- hólrannsókn eins og áður segir. Hann skráir líka hverjir flytja sýnin, hvenær þau eru flutt, en starfsmaður rannsóknarstofu kvittar fyrir móttöku eða húsvörð- ur, ef starfsfólk rannsóknarstof- unnar er ekki viðlátið. ar og ökumaður hélt áfram að spyrja: „Hvernig er háttað eftirliti með drukknum ökumönnum á öðrum dögum en um helgar og hvað um aðra tíma sólarhringsins en kvöld og nætur?“ Og enn varð lögreglan fyrir svörum. „Það hefur komið í ljós, að aldursflokkurinn frá 18—24 ára er i yfirgnæfandi meirihluta þeirra, sem teknir eru ölvaðir við akstur. Þetta stafar líklega af því, að þessi aldurshópur fer mest út að skemmta sér um helgar, þegar lögreglan er mest á ferðinni. Lögreglan miðar aðgerðir sínar einkum við þennan tíma, því reynslan hefur sýnt, að ekki er vanþörf á því. Aftur á móti er hætt við því, að sídrykkjufólk j sleppi betur fyrir bragðið, því það ' fólk er venjulega komið heim til sín og sofnað á þeim tíma sem lögreglan miðar einkum aðgerðir sínar við. Auðvitað tekur lögregl- an ölvaða ökumenn allan sólar- hringinn, því fólk kemur upp um sig með óeðlilegum akstursmáta. Það er líka oft að hringt er í lögregluna og gefnar vísbendingar um ölvaða ökumenn og hafa þess- ar vísbendingar aukist á umliðn- um árum. Nauðsyn bæri til að herða eftirlit með ölvuðum öku- mönnum á öðrum tímum sólar- hringsins en á kvöldin eins og til Tekið blóðsýni úr ökumanni. dæmis eftir klukkan fimm á föstu- dögum, því það hefur færst í aukana að fólk fái sér i glas á vinnustað og aki svo heim til sín á eftir." Tekið blóðsýni Þegar hér var komið sögu voru lögreglumennirnir tveir, sem höfðu farið með ökumanninn niður á lögreglustöð, staðnir upp, því það var tími til kominn að fara með hann upp á slysadeild til töku á blóðsýni. í fórum sínum höfðu lögreglu- mennirnir 5 millilítra glas undir blóðsýnið og í því voru 0,2 grömm af natríum fluorid, sem er rot- varnarefni. Á glasinu var grænn miði sem stóð á: Blóðsýni til Rannsóknarstofu í lyfjafræði. Alkóhólákvörðun. Merki. Þetta glas og beiðni um töku á blóðsýni áttu lögreglumennirnir svo að afhenda iækninum, sem tók blóð- sýnið. Þegar á slysadeildina var komið var augljóst, að mikið var að gera enda tíminn eftir böll líka mesti annatími þar. Ökumaðurinn þurfti því að bíða nokkra stund, því mikilvægari störf lágu fyrir. Þega\r læknirinn kom, fannst öku- manni ekki laust við, að hann væri eilítið snúðugur og ef til vil engin furða. Hvað ef hann hefði nú ekið á mann? Óbærilegt ad missa ökuskírteinið Ökumaður var hálf óstyrkur, þegar hann gekk út af spítalanum. Það var gott að komast út í ferskt loftið. Hann var hálf miður sín, hann vissi svo sem upp á sig sökina. Það yrði óbærilegt fyrir hann að missa ökuleyfið, því hann bjó svo langt í burtu frá vinnustað og þurfti þar að auki á bílnum að halda í vinnunni. Það hafði líka verið auðmýkjandi að vera staðinn að verki og vera yfirheyrður af lögreglunni og síðan færður til töku á blóðsýni, eins og hann væri einhver afbrotamaður. Var hann það kannski ekki? Hann hafði jú brotið áfengis- og umferðarlögin, sem kveða svo á um að enginn megi neyta áfengis við akstur vélknúins ökutækis og ekki aka eða reyna að aka því undir áhrif- um áfengis. Ef ekid er á mann, hvað þá? Svo hefði líka ýmislegt annað getað gerst. Hann hefði til dæmis getað ekið á annan bíl og skemmt hann. Hann hefði líka getað ekið á mann og valdið honum langvar- andi eða ævilangri örkumlan eða jafnvel bana. I öllum þessum tilvikum hefði tryggingarfélagið komið til skjalanna og greitt skaðann. Hvað með þann skaða, sem ekki er hægt að greiða með peningum? Það vill stundum gleymast í þessu dæmi að þó tryggingarfélögin greiði tjónið fyrst um sinn, þá á tryggingarfé- lagið endurkröfurétt á hendur ökumanni, sem valdið hefur tjóni ölvaður við akstur. Starfandi er svokölluð endurkröfunefnd, sem metur hverju sinni, hve háar endurgreiðslurnar skuli vera og er venjulega tekið tillit til fjárhags- afkomu viðkomandi í því sam- bandi. Segjum svo, að ökumaður hefði orðið öðrum að fjörtjóni, hefði þetta þýtt að maðurinn hefði þurft að selja stóran hluta eigna sinn, til að greiða tryggingarfélaginu útlagðan kostnað. Þannig hefði maðurinn fyrirgert að hluta því fjárhagslega öryggi, sem hann hefur byggt fjölskyldu sinni og sjálfum sér. Inn í þessu dæmi er ekki hugarkvölin, sem ökumaður verður að burðast með það sem eftir er ævinnar. Hvað geta slíkir karlmenn eða konur sagt við fjölskyldu sína, aðstandendur þess, sem ekið var á, eða sjálfan sig? „Eg hélt að þetta gæti aldrei komið fyrir mig!“ Texti: Hildur Einarsdóttir Myndir: Emilía Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.