Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 COSPER Ef þú ert þyrstur geturðu fengið vatnsglas! Nýjasta tíska, gegnsætt plast! HÖGNI HREKKVlSI Sök bítur sekan Einar Grctar Björnsson sjómað- ur, skrifar „nokkur orð til Óskars Vigfússonar, formanns Sjómanna- sambands íslands": „Óskar Vigfússon virðist stór- móðgaður í svari sínu við grein minni í Velvakanda sl. miðvikudag yfir því að sjómaður skuii voga sér að reyna að gera almenningi Ijóst, við hvaða kjör bátasjómenn búa. Gleymdist ekki að taka það fram Það er alveg rétt hjá Óskari, að ég gleymdi að minnast á þessi helgar- frí, en þau eru nú heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Á línubátum er 24 tíma frí frá laugardegi til sunnu- dags, — ef ekki hefur verið bræla eða landlega daginn áður og á netabátunum byrja helgarfríin 1. apríl. Það er sama þótt byrjað sé á netum strax eftir áramót; þau falla út, ef bræla hefur verið. Það gleymd- ist ekki að taka það fram i samning- um. Og þetta frí í mars fellur um sjálft sig, það veit Óskar vel. Það er ekki það sem öllu máli skiptir, og þó. Þegar róðurinn er farinn að taka 23— 26 tíma, ef ekki meira, þá fara frí að skipta máli. Óskar veit það eins vel og ég, að bátarnir eru komnir með Loran-staðsetningar- tæki, svo að þeir geta farið út á hvaða tíma sem er til að finna netin, og þar af leiðandi geta menn varla um frjálst höfuð strokið nema alger frátök séu. Þetta veit Óskar ósköp vel. Einar Björnsson ingum. Hann veit það þó vel að tímarnir hafa breyst síðan. Þá tók róðurinn ekki nema 12—18 tíma í mesta lagi. Það er skrýtið að þurfa að seilast þrjú ár aftur í tímann til að geta bent á atriði sem er jákvætt í kjarasamningum. Manni finnst það heldur flóttalegt, enda segir mál- tækið: Sök bítur sekan. Eitthvað er nú meira en lítið brogað við þessa samninga og maður er orðlaus af undrun og skömm. Jafnvel karfi líka Svo ætla ég að biðja Óskar að segja mér, hvað togarasjómenn og bátasjómenn eiga sameiginlegt í samningum. Togararnir hafa sín vökulög, en á bátum er sex tíma hvíld á sólarhring. Ég veit ekki betur en togararnir hafi fengið sama fiskverð og bátarnir, sem skilar sér betur til þeirra en bátanna. Þeir fá kr. 3,32 fyrir 1. flokks slægðan fisk með haus, auk kassauppbótar, sem ég veit ekki hvað er mikil. En við á bátunum fáum kr. 2,80 fyrir 1. flokk, 2,28 fyrir 2. flokk óaðgert. Svo segir Óskar, að við bátasjomenn höfum fengið 27% hækkun, en togarasjó- menn 17% hækkun. Ég vil fræða Óskar á því, að það veiðist ennþá ufsi í netin og jafnvel karfi líka. Verstu kjör í Evrópu og þótt víðar væri leitað Ég viðurkenni það, að það eru tvö launakerfi, annað til lands og hitt til sjós. Landmenn fá vaktaáiag og bónus, en við fáum hlut, ef gæfan og lukkan leyfir. Hefur Óskar reiknað út, hvaða tímakaup menn hafa með þessari tryggingu? Jafnaðarkaup kemur út með kr. 188,96 á dag og trygging er miðuð við 10 tíma vinnu á dag. Ég skil Óskar vel, að hann hrópi ekki húrra fyrir samningunum sem nýafstaðnir eru, enda eru þeir til stórskammar og eru á engan hátt afsakanlegir. fslenskir fiskimenn búa við verstu kjör sem þekkjast í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ég er alveg til með að ræða þetta hvar og hvenær sem er þegar mér gefst tími til. Þið vitið það vel, sem að þessum samningum stóðuð, að sök bítur sekan." Orðlaus af undrun og skömm Svo er hann að tala um hvað gerðist fyrir þremur árum í samn- Þetta þakka ég aí alhug 2881-1330 skrifar: „Kæri Velvakandi. Enginn veit nema sá sem er orðinn gamall og lashurða hvað það er að njóta góðrar hjúkrunar og umönnunar. Eg var lögð inn á Landakotsspítala í marz þar sem ég naut þessa hvort tveggja og á ég ekki nógu stór orð til að lýsa þakklæti mínu til Halldórs Steinssens laeknis, og alls starfs- fólksins fyrir þá hlýju og umönnun sem ég varð aðnjótandi. Auk þess er allur aðbúnaður og matur á Landakoti til fyrirmyndar. Þetta allt þakka ég af alhug og bið Guð um að styrkja alla þá í starfi sem sjúkum hjúkra." Hljómar eins og öfugmæli Bragi ólafsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig undrar þetta skjall, sem ég hef lesið um Vélaverkstæði J. Hin- rikssonar í Morgunblaðinu. Þetta hljómar eins og öfugmæli. Ég vann hjá þessu fyrirtæki í janúar sl. og þá var þar allt vaðandi í skít, loftræsting engin og hreinlætisað- staða langt frá því að vera full- nægjandi. • • Orninn auglýsir ekki með þess- um hætti Logi Einarsson hjá reiðhjóla- versluninni Erninum hringdi og sagði: — Til að koma í veg fyrir misskilning, vil ég taka fram, að Erninum er með öllu óviðkomandi auglýsingabréf það til fermingar- barna, sem borið hefur á góma í dálkum Velvakanda. Við auglýsum ekki með þessum hætti. Fólki hefði þó getað dottið það í hug, eftir að Fálkinn var búinn að gera sína athugasemd, því að það er svo, að þessi fyrirtæki koma gjarna fyrst upp í huga margra þegar talað er um sölu reiðhjóla. Þessir hringdu . . . Hvar eru konurnar? Hjördís Þorsteinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eins og alþjóð veit, eru konur aðalvinnukraftur Rauða kross ís- lands og vinna þeirra sjálfboða- starf. Þess vegna kom það mér á óvart í skilmerkilegri frétt í Morg- unblaðinu á fimmtudag um fund yfirmanna fjáröflunar- og kynn- ingardeilda Rauða kross-félaga ailra Norðurlandanna, að sjá þar engrar konu getið og aðeins eina á mynd, sem með fréttinni fylgdi, (var hún e.t.v. ritari fundarins?), af níu manns. Er jafnrétti kynj- anna ekki lengra komið en þetta innan raða Rauða kross-fólks, þegar um er að ræða að velja fulltrúa í áhrifastöður eða til meiriháttar verkefna við stjórn- un?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.