Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 17 * Aðalfundur Iðnaðarbanka Islands hf.: BankaráA oj? bankastjórar. Frá vinstri: Sigurður MaKnússon. Kristinn Guðjónsson. Kjartan ólaísson. Þórður Grondal, Gunnar J. Friðriksson, Sigurður Kristinsson fundarstjóri, Ragnar Önundarson aðstoðarbankastjóri, Pétur Sæmundsen bankastjóri og Gísli Benediktsson fundarritari. Innlánsaukning varð 76% - hin mesta í sögu bankans 10% meiri aukning en nemur meðalaukningu banka og sparisjóða MORGUNBLAÐINU heíur borizt eftirfarandi fréttatiikynning um aðalfund Iðnaóarbanka tslands hf.: Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. var haldinn laugardaginn 28. mars sl., á Hótel Sögu. Árið 1980 var Iðnaðarbankanum mjög hagstætt ár, hvort sem litið er á innlánsþróun, rekstrarafkomu eða lausafjárstöðu. Heildarinnlán bankans í lok ársins voru 22,1 milljarður króna, eftir 76% aukningu á árinu. Er það mesta innlánsaukning milli ára í sögu bankans. Lausafjárstaðan batnaði á árinu, og nam meðalinnistæða á viðskiptareikningi bankans í Seðla- bankanum 340 m. gkr. samanborið við 114 m. gkr. árið áður. Tekjuaf- gangur til ráðstöfunar eftir afskrift- ir var 442 m. gkr., samanborið við 81 m. gkr. árið áður. Á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé bankans um 60% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, úr 1.037,5 m. gkr. í 1.660 m. gkr. Fundarstjóri á aðalfundinum var Sigurður Kristinsson, forseti Lands- sambands iðnaðarmanna og fund- arritari var Gísli Benédiktsson, skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs. Fund- inn sátu um 200 hluthafar og meðal fundarmanna var iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson. í upphafi fundarins minntist for- maður bankaráðs, Gunnar J. Frið- riksson, Sveins B. Valfells, en hann var formaður bankaráðs á árunum 1963—1974. Þessu næst flutti for- maður bankaráðsins skýrslu banka- ráðs um starfsemina á sl. ári. í upphafi ræðu sinnar rakti hann þróun efnahagsmála árið 1980. Því næst vék hann að peningamálunum og byrjaði á því að rekja þróunina í vaxtamálum á síðastliðnum árum. Rifjaði hann upp þá lánskjarastefnu sem mótuð var í ágúst 1977 og fólst í því að vöxtum var skipt upp í verðbótaþátt vaxta og grunnvexti. Grunnvextir skyldu fastir og tiltölu- lega lágir, en verðbótaþátturinn endurskoðaður á 3ja mánaða fresti með hliðsjón af verðlagsþróun. Hafi þessu kerfi, sagði Gunnar, verið ætlað að auka traust sparifjáreig- enda á gildi sparnaðar og þeim lofað að samræmi skyldi vera milli inn- lánsvaxta og verðbólgu. Við þessi loforð var ekki staðið, með þeim afleiðingum að vextir stóðu óbreyttir í rúmt ár eða þar til í maí 1979. Nú höfðu loforðin hins vegar verið lögfest með svokölluðum Ólafs-lög- um. f kjölfar þeirra hafi vextir verið hækkaðir verulega og upp verið tekin ný meðferð vaxta af útlánum, með því að verðbótaþáttur vaxta hafi nú verið lagður við höfuðstól lána, og síðan komið til greiðslu eins og'hann. Jafnframt hafi verið tekin upp skraning svokallaðrar láns- kjaravísitölu. Enn treystust stjórn- völd hins vegar ekki til að standa við gefin loforð, ekki einu sinni þótt í lög hefðu verið leidd. í júlí 1980 var hins vegar gefin heimild til þess að opna verðtryggða innlánsreikninga, bundna til 2ja ára, en undirtektir sparifjáreigenda hafi verið dræmar, vegna hins langa binditíma. Gunnar J. Friðriksson vék þessu næst að hinum nýju 6 mánaða verðtryggðu innlánsreikningum sem hann taldi að marka mundu tíma- mót á islenskum peningamarkaði. Hér sé um að ræða einfalt og aðgengilegt form sparnaðar, sem tryggi örugga ávöxtun og sé bundið til tiltölulega skamms tíma. Gera verði ráð fyrir að þetta leiði til þess, að sparnaður fari nú á ný vaxandi. Það sem að innlánsstofnunum snýr er í fyrsta lagi, sagði Gunnar, að finna þessum innlánum farveg í verðtryggðum útlánum og í öðru lagi hvernig mæta skuli þeim vanda, sem skapast af mjög litlum vaxtamun milli innlána og útlána og sveiflum, sem kunna að verða á lánskjaravísi- tölu. Það færi ekki milli mála, að stjórnendum banka yrði mikill vandi á höndum að aðlaga bankarekstur- inn þessum nýju aðstæðum og temja sér ný vinnubrögð, þar sem skipt væri um frá skömmtun yfir til sölumennsku. Formaður bankaráðsins sagði að verðtryggingin mundi gera óvægnar kröfur til þeirra, sem hyggja á fjárfestingar, en hún gerir skilyrð- islausar kröfur um arðsemi fjárfest- ingarinnar. Eftir svo langvarandi verðbólgu og neikvæða raunvexti þurfa menn að sjálfsögðu nokkurn tíma til að átta sig á hinum nýju aðstæðum. En grundvallarskilyrði er, ef takast á að auka aftur sparnað í landinu, að sparifjáreigendur geti treyst því, að ekki verði svikist aftan að þeim og sparifé þeirra gert upptækt. Ekki er hægt að kalla þá meðferð, sem sparifjáreigendur hafa þurft að sæta undanfarna áratugi, annað en eignaupptöku. Upptöku á sparifé ráðdeildarfólks, fyrst og fremst úr hópi fullorðinna og ungl- inga. Það hefur ekki þótt heiðarlegt að fá að láni pund af smjöri og skila aftur hálfu, sagði Gunnar J. Frið- riksson að lokum. Bragi Hannesson, bankastjóri, skýrði því næst reikninga bankans. Heildarinnlán bankans jukust árið 1980 um 9.561 m. gkr. og námu í árslok 22.128 m. gkr. Aukningin á árinu nam 76,1% og er það 3ja áríð í röð, sem innlán bankans aukast verulega að raungildi. Miðað við lánskjaravisitölu er raungildisaukn- ingin 15,4% á sl. ári og 10% meiri aukning, en sem nemur meðalaukn- ingu banka og sparisjóða. Heildartekjur bankans námu 8.107 m. gkr. og heildargjöld 7.664 m. gkr. Reksturskostnaður bankans var í heild 1.708 m. gkr. og jókst um 65% á árinu. Hæsti liður rekstrarkostnað- arins er eins og áður launakostnaður og nam hann 1.119 m. gkr. á árinu. Meðalfjöldi starfsfólks var 121 árið 1980 samanborið við 108 árið áður. Aukningin er 12,2%. Færslufjöldi bankans jókst hins vegar um 15% á árinu. Tekjuafgangur til ráðstöfunar eftir afskriftir var 442 m. gkr. Eigið fé bankans jókst um 102% á árinu, en sé hið nýja hlutafé, sem boðið var út og selt 1980, dregið frá er aukningin 82%. Miðað við lánskjara- vísitölu er raungildisaukning eigin fjárins 19,3%. Þar sem aukning eigin fjárins var meiri en innláns- aukningin, þá hækkaði eiginfjár- hlutfall bankans, þ.e. eigið fé í hlutfalli við niðurstöðutölur efna- hagsreiknings, úr 7,4% í 8,2% á árinu. Bragi Hannesson skýrði loks frá aukinni starfsemi veðdeildar bank- ans á árinu. Lántökur veðdeildarinn- ar hjá Lífeyrissjóðum voru samtals 778,6 m. gkr. á árinu. Er þar um þreföldun að ræða frá fyrra ári. Þessar auknu lántökur endurspegl- uðust síðan í þreföldun á lánveiting- um veðdeildarinnar á árinu, en hún veitti 108 lán samtals að fjárhæð 770,3 m. gkr. Ragnar Önundarson, aðstoðar- bankastjóri, gerði því næst grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs árið 1980. Árið 1980 voru afgreidd 352 lán, samtals að fjárhæð 5.579,7 m. gkr. Árið áður voru afgreidd lán samtals að fjárhæð 3.250,0 m. gkr. op nemur aukningin 72% milli ára. Útistandandi lán sjóðsins í árslok 1980 námu 11.729,1 m. gkr. saman- borið við 7.127,0 m. gkr. árið áður. Er aukning heildarútlána því 65% á árinu. Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, kvaddi sér næst hljóðs. Sagði hann í upphafi máls sins, að sú samvinna ríkis og einstaklinga, sem kæmi fram í fjórðungs eign hluta- fjár ríkisvaldsins í Iðnað„ oankan- um væri einstök í bankakerfinu og sagðist hann trúa því að hvorum aðila um sig væri stuðningur af hinum. Síðan sagði iðnaðarráðherra, að ársreikningar Iðnaðarbankans fyrir árið 1980 hefðu verið lagðir fyrir iðnaðarráðuneytið. Reikn- ingarnir sýndu grósku í starfsemi og góða rekstrarafkomu. Iðnaðarbank- inn skipi nú verðugan sess í banka- kerfinu, nyti trausts og virðingar, svo sem innlánaaukning hans á árinu 1980, 76,1%, sýni ljóslega. Flokkun útlána bankans sé með líku Frá -* 'Hundi Iðnaðarbanka íslands Bragi Hannesson bankastjóri skýrir reikninga bankans. Ragnar önundarson aðstoðar- bankastjóri gerir grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs. Gunnar J. Friðriksson, formað- ur bankaráðs, flytur skýrslu bankaráðs. sniði og undanfarin ár. Hlutur iðnaðarins er yfir 40% og einstakl- inga 25%. Hlutföll þessi virðist eðlileg og skapa bankanum ha- gkvæmar þróunaraðstæður. Þótt bankinn beri nafn með rentu, sem banki iðnaðarins í landinu, megi hann ekki einhæfast, heldur verði hann, eins og hann geri, að stunda alhliða bankastarfsemi og veita al- menningi nauðsynlega þjónustu. Sagðist iðnaðarráðherra vilja við þetta tækifæri flytja stjórnendum bankans þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári og þeim, ásamt öðru starfsfólki bankans, þakklæti fyrir vel unnin störf. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 4% arð af hlutafé bankans í árslok 1980. Einnig var samþykkt að auka hlutafé bankans um 60% eða 622,5 m. gkr., með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Þá sam- þykkti aðalfundur bankans breyt- ingar á samþykktum og reglugerðum bankans. I bankaráð voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Gunnar Guðmundsson og Sveinn S. Valfells. Varamenn voru kjörnir Magnús Helgason, Sveinn Sæmundsson og Leifur Agp- arsson. Iðnaðarráðuneytið skipaði þá Sigurð Magnússon og Kjartan Ólafsson sem aðalmenn í bankaráðið og Guðjón Jónsson og Guðrúnu Hallgrímsdóttur sem varamenn. Endurskoðendur voru kjörnir ‘'eir Haukur Björnson og Þóríeifui s- son. Einnig var kosinn Sveinn jons- son, löggiltur endurskoðandi. Banka- stjórar Iðnaðarbankans eru Bragi Hannesson og Pétur Sæmundsen og aðstoðarbankastjóri er Ragnar Ön- undarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.