Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1981 25 rúmmetrar króna verslunaraðstöðu, til þess að koma flugeldhúsi fyrir á 2. hæð. Núverandi flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli er að nýt- anlegu heildarflatarmáli um 7000 fm. Tillaga að nýrri flug- stöðvarbyggingu í því formi, sem hún hér birtist í, er samtals á báðum hæðum 12284 fm. af nýtanlegu flatarmáli. Auk þess sem nýtanlegt flatarmál í land- gangi á 1. og 2. hæð er samtals 1685 fm.“ anir til vesturs, en fríhöfn og veitingasala ásamt mötuneyti og eldhúsi til austurs." Minnkun bygg- ingarinnar í byggingarlýsingunni er skýrt frá því, hvernig flugstöðin hefur minnkað miðað við samdrátt í Atlantshafsflugi, en á árinu 1979 voru afgreiddir um 290 þúsund farþegar að og frá landinu, en 260 þúsund 1980. í byggingarlýs- ingu segir: „A hönnunarstiginu hafa verið skoðaðir ýmsir möguleikar til minnkunar og stækkunar á flugstöðvarbyggingunni. í ljósi síðustu þróunar á Atlantshafs- flugi Flugleiða, hefur að sjálf- sögðu einkum þótt ástæða til að gefa hugsanlegum minnkunar- möguleikum nokkurn gaum. Síð- an hönnun hófst hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að draga úr stærð flugstöðvarinnar. Skv. útboðsgögnum verður heild- arstærð flugstöðvarinnar með landgangi 13969 fm., en var áætluð 16358 fm. eftir niður- skurð rýmisáætlunar í janúar 1979. Dregið var úr stærð 1. hæðar, þegar ákveðið var að draga útveggi þeirrar hæðar inn fyrir ystu súlur burðarkerfisins. Einnig var dregið úr stærð veitingabúðar á norðurhlið 1. hæðar. Landgangur til flugvéla var styttur, sem nemur útgöng- um fyrir fjórar flugvélar, þ.e. hefur nú tvo beina útganga til flugvéia í stað þeirra sex, sem áður höfðu verið fyrirhugaðir á fyrsta byggingarstigi. Síðast en ekki síst ber þess að geta, að á hönnunartímanum var komið fyrir flugeldhúsi á 2. hæð í tengslum við eldhúsið, sem áður átti aðeins að þjóna starfsemi byggingarinnar. Skv. heildar- skipulagi er flugeldhúsi ætlaður staður í sérstakri byggingu á flugstöðvarsvæðinu. Dregið var úr stærð transitsvæðisins og Rekstraráætlun I byggingarlýsingu segir: „Að tilhlutan byggingarnefnd- ar flugstöðvar, gerði fjárlaga- og hagsýslustofnunin í febrúar og marz 1981 skýrslu um rekstur fyrirhugaðrar flugstöðvar. Meg- inniðurstaða áætlunarinnar er, að áætlaðar tekjur af rekstri flugstöðvarinnar geti staðið undir áætluðum kostnaði. Helstu gjöld eru: Stjórnunar- kostnaður, hitun, rafmagn, ræst- ing, brunabótaiðgjöld og viðhald. Helstu tekjur eru: Húsaleiga til viðmiðunar á lágmarkstekjum og að viðbættu flugvallargjaldi og nettó-tekjum fríhafnar til viðmiðunar á hámarkstekjum. Miðað er við verðlag í marz 1981. Á grundvelli lágmarkstekna, þ.e. miðað við tekjur af leigu- gjöldum eingöngu, er jákvæður rekstrargrundvöllur, sem nemur um 216.000 US$ á ári, þ.e. 17,3 millj. ísl. kr. miðað við geng- isskráningu 1.1.1981.“ Steingrímur Hermannsson um Þórshafnartogarann: Líst ekki á að slíkur togari yrði smíðaður hérlendis aukningu í orkufrekum iðnaði fram til aldamóta og að unnt verði að ná þessum efnahags- framförum án þess, en efri mörkin reikna með að nýr orkufrekur iðnaður muni þurfa að taka við fjórðungi mannafla- aukningarinnar í iðnaði, til þess að þeim verði náð. Þá er þess getið í skýrslu Orkustofnunar, að framkvæma megi nokkrar aðgerðir, sem ekki eru teknar með í athugun- inni, á næstu árum til aukning- ar orkuvinnslugetu kerfisins og eftirfarandi þættir nefndir: Raforkuvinnsla með jarðgufu í Svartsengi, aukning aðrennslis til Þórisvatns (Kvíslarveita), aukning miðlunar í Þórisvatni með því að dýpka frárennsl- isskurð, aukning miðlunar í Þórisvatni með hækkun vatns- borðs og viðbót á einni vél í Sigölduvirkjun og Hrauneyja- fossvirkjun. Lokaorð fyrsta hluta skýrsl- unnar (Niðurstöður og heildar- samanburður), eru eftirfarandi: „Eins og þessi athugun sýnir, þá er þörf á næstu vatnsafls- virkjun 1986, ef Kröflu er alveg sleppt, en 1990, ef hún nær fullum afköstum 1986 og engin aukning verður í stóriðju. Ef einhver veruleg aukning verður á stóriðju til 1990, þá verður þörf á næstu vatnsaflsvirkjun fyrir 1990, þó svo að Krafla nái fullum afköstum 1986. Það hef- ur einnig áhrif, hversu áreið- anleg raforkuspáin reynist, en unnið hefur verið að endurskoð- un á henni. „MÉR er alveg sama hvaðan þessi togari kemur. Mér finnst að N-Þingeyingar eigi að fá togara. Þessi nýsmíði i Noregi, sem verið er að tala fyrir um 3 milljarða gkr virðist hagkvæm. Mér líst alls ekki á að slikur togari væri Skákþingið um páskana - Friðrik e.t.v. meðal keppenda SKÁKÞING íslands verður hald- ið um páskana og verða keppend- ur í landsliðsflokki 12. f frétt Sf segir að nokkrar líkur séu á því, að Friðrik Ólafsson verði meðal keppenda, en meðal þeirra, sem ákveðnir eru, eru Guðmundur Sigurjónsson, Helgi ölafsson, Ingi R. Jóhannsson og Jón L. Árnason. Fyrstu verðlaun í landsliðs- flokki verða 10.000 krónur, önnur verðlaun 6.000, þriðju verðlaun 4.000, fjórðu verðlaun 2.000 og 100 króna fegurðarverðlaun verða veitt fyrir beztu skák hverrar umferðar. smiðaður hérlendis fyrir 7—8 milljarða," sagði Steingrimur Ilermannsson sjávarútvegsráð- herra á fréttamannafundi, en hann var spurður álits á breyt- ingum þeim, sem orðið hafa á kaupum á svonefndum Þórshafn- artogara, en samkvæmd fréttum Mbl. mun Útgerðarfélagi N-Þing- eyinga hafa borist boð um ný- smíði togara í Noregi fyrir svip- að verð og togari Iversen-bræðra átti að kosta. Steingrímur og Tómas Árnason upplýstu á fundinum, að ríkis- ábyrgð sú sem fjármálaráðherra ákvað til kaupa á togara Iversen- bræðra hefði aldrei komið fyrir ríkisstjórnina og væri þeim ekki kunnugt um hvort hún myndi einnig gilda til nýsmíði á togara. Tómas Árnason viðskiptaráð- herra sagði aftur á móti á fundin- um, að sér fyndist að N-Þingey- ingar ættu að leita fyrir sér með togarakaup eins og Neskaupstað- arbúar og Eskfirðingar hefðu fengið fyrir skömmu. „Þeir togar- ar voru nokkurra ára gamlir, franskir að ég held, og hafa gert það mjög gott í alla staði. Það voru langtum ódýrari skip í alla staði og meiri forsjálni við þau kaup,“ sagði hann. Högni Torfason og Viktor Korchnoi. Myndin er tekin í Buenos Aires 1978. „Fjandskák" Korchnois í íslenzkri útgáfu „ÉG ÞÝDDI þessa bók að beiðni Korchnoi, en hún fjallar um einvígi hans og Karpovs i Baguio á Filipseyjum og viðskipti hans við Sovétmenn þar og annars staðar eftir að hann flúði vestur yfir. Þetta eru víða óvægnar lýsingar," sagði Högni Torfason, fyrrum varaforseti Skáksam- bands ísiands, í samtali við Mbi., en um miðja næstu viku kemur út bókin „Fjandskák" eftir Viktor Korchnoi i þýðingu Högna. Formáli er eftir andófsmanninn Viadimir Bukovsky, sem kom hingað til lands i fyrra. Högni sagði, að í bókinni væri rakin viðureign Korchnois og Sovétmanna í Baguio, bæði á taflborðinu og utan þess og einnig fjallaði Korchnoi um önnur við- skipti sín við fyrrum landa sína og baráttuna fyrir því, að fjölskylda hans fái að fara frá Sovétríkjun- um. „Ég talaði við Korchnoi fyrir skömmu og skýrði honum þá meðal annars frá stofnun íslands- deildar t nefndinni, sem berst fyrir frelsun fjöiskyldu hans og hann var mjög ánægður með þá frétt,“ sagði Högni. „Hann sagði mér, að hann hygði gott til Islandsferðarinnar, en hingað er hann væntanlegur á annan dag páska.“ Útgefandi „Fjandskákar“ er Hagprent. Grjóti ekið í grjótgarðinn á norðanverðri örfirisey, þar sem nýlega eru hafnar framkvæmdir við viðlegubryggju fyrir oliuskip sem flytja oiíu á ströndina. l**.... Mbl. ó1.k.m. Viðlegubryggja fyrir olíuskip við Orfirisey „ÞESSI garður verður hluti af viðlegubryggju sem byggð verður fyrir oliuflutninga- skip. sem lesta olíu í olíustöð- inni í Örfirisey og flytja á ströndina,'* sagði Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri er han var inntur eftir hvaða framkvæmdir stæðu yfir í Örfirisey norðanverðri, en þar er nýbyrjað að gera grjótgarð út á sundin. „Garðurinn verður á milli tvö og þrjú hundruð metrar, og framan á hann verður gerð viðlegubryggja, einhverskonar stauravirki. Bryggjan verður ekki gerð fyrir bílaakstur. Gert er ráð fyrir að lokið verði framkvæmdum við garðinn á miðju sumri,“ sagði Gunnar. Hann sagði, að framkvæmd- ir við garðinn hefðu hafist í febrúar, en þó hefði verið hafist handa við að sprengja grjót í garðinn í fyrrahaust. Grjótið er tekið á svæði fyrir innan Holtaveg, á svæði því sem á að vera fyrir skipavið- gerðastöð. Tvær sölur í Cuxhaven TVEIR skuttogarar hafa selt í Cuxhaven það sem af er vikunni. Ögri seldi 230,8 tonn á þriðjudag fyrir 1.263 þúsund krónur, meðal- verð á kíló 5,47 krónur. í gær seldi Guðsteinn 222,6 tonn fyrir 1.386 þúsund skv. upplýsingum, sem lágu fyrir hjá LÍÚ í gær, meðal- verð á kíló 6,22 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.