Morgunblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981 • Ásgeir Sigurvinsson er á góðri leið með að tryggja sér fast sæti í byrjunarliði Bayern Miinchen. Hreyfingar á enska leikmannamarkaðinum - Robson og Francis skipta hugsanlega um félög YMSAR hlikur eru á loíti á ensku knattspyrnumarkaAinum þessa da^ana. enda fer hvcr að verða síðastur að tryggja sér nýjan lcikmann áður en slaKur- inn hefst á morgun. Samninxur Trevor Francis hjá NottinKham Forest er útrunninn ok íhuKar hann þessar stundirn- ar hvort skipta heri um félaK. Forráðamenn Forest hafa saKt að Francis sé falur ef hann óski sjálfur eftir því, cnda keypti félaKÍð nýleKa miðhcrjann sterka Justin Fashanu frá Norwich. Manchester City verður likleKa fyrir valinu hjá Francis. kjósi hann að breyta til. Verðið: 1,2 milljón sterlinKspund. Manchester Utd. er enn á hött- unum eftir Bryan Robson, tengi- liðnum sterka hjá WBA. Forysta WBA hefur þegar neitað tilboði United sem hljóðaði upp á 1,5 milljón punda. Sennilega hækkar Manchesterliðið tilboð sitt á næst- unni og gæti Robson þar með orðið fyrsti 2 milljón punda knatt- spyrnumaður Bretlandseyja. Robson vill fara frá WBA og vilja forráðamenn félagsins ekki halda honum þar sem hann hefur leikið afar illa í æfingaleikjum liðsins að undanförnu. Everton seldi í gær framherja sinn, Imre Varadi, til Newcastle, en áður hafði Varadi neitað að ganga til liðs við Norwich. Ever- ton hefur keypt marga leikmenn að undanförnu, Mick Thomas frá Manchester Utd., Mick Ferguson frá Coventry, Alan Ainscow frá Birmingham og Alan Walsh frá Bolton svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur félagið á hinn bóginn selt Bob Latchford og John Gidman. Coventry City, hið nýja félag Dave Sextons, hefur fengið til liðs við sig stórefnilegan ungan Belga, Rudi Kaizer, en félagið skipti á honum og Roger Van Gool við belgíska félagið Royal Antwerp. Norwich City, sem féll í 2. deild á síðasta keppnistimabili, keypti í fyrradag Keith Bertchin, mið- herja Birmingham. Birmingham er þess í stað á höttunum eftir Neil Whatmore, miðherja Bolton, og gangi það upp, lofar það góðu fyrir Birmingham, því Whatmore myndi þá leika við hlið Frank Worthingtons í framlínu Birming- ham. Þeir mynduðu saman hættu- lega framlínu hjá Bolton á sínum tíma. Annar kunnur miðherji, John Hawley, er kominn á sölulista hjá Sunderland, einnig varnarmenn- irnir kunnu Sam Aliardyce og John Whitworth. „Þetta var tækifæri sem ég lét mér ekki úr greipum ganga“ - sagöi Asgeir Sigurvinsson sem átti stórleik meö Bayern „ÞETTA var tækifæri sem ég lét mér ekki úr greipum ganga. Hér þýðir nú ekkert annað en að duga eða drepast,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, er Mbl. ræddi við hann i gærdag, en Ásgeir kom inná á 27. minútu i leik Bayern og Dtisseldorf og átti afburðagóðan leik að sögn þýskra blaða. Þá fór þýska sjónvarpið lofsamlegum orðum um leik hans. — Því er ekki að leyna að ég náði að leika góðan leik. Það er líka mikið í húfi. Maður festir sig ekki í liði Bayern Munchen nema að standa sig. Það eru engir aukvisar sem hér leika. Liðið tapar ekki leik og það segir meira en nokkur orð. Ég er látinn leika hægra megin á miðjunni. Niedermayer meiddist og ég tók stöðu hans. í þessari stöðu er mikið um hlaup. Bayern er eitt af fáum liðum sem leika svæðisvörn í deildarkeppninni. Flest liðin leika maður á mann- vörn. í svæðisvörn fær maður visst svæði og það verður maður að gjöra svo vel að valda vel. Þegar við erum i sókn erum við frjálsari í leik okkar. En ef knötturinn tapast þá er sprett úr spori á sitt svæði til varnar. I minni stöðu eru þetta 70% hlaup án knattarins. Þetta var erfitt í byrjun, en nú er ég farinn að aðlagast þessu betur. Hér er um meiri hraða og hlaup að ræða en í knattspyrnunni í Belgíu. Þjálfarinn okkar er mikill hörkukarl og mjög kröfu- harður við okkur. Hér má ekki leikur tapast. Það er varla að hann þoli það að liðið fái á sig mörk. Ég er ekki búinn að ná mér að fullu eftir meiðslin. Ég finn til þegar ég þarf að senda langa krossbolta svo og þegar ég spyrni fast að marki. Þá finn ég fyrir sársauka í liðböndunum. Samt var ég heppinn að þurfa ekki að gangast undir uppskurð. Mér hef- ur verið sagt að flestir þeir sem verða fyrir svona meiðslum þurfi að láta skera sig upp. Ég er ennþá undir læknismeðferð og í kraftæf- ingum með fótinn. Vöðvarýrnunin var mikil meðan ég var í umbúð- unum og æfði ekki. Enn er ég hálfsmeykur við návigi en þetta á vonandi allt eftir að lagast. Ásgeir var í fríi í gærdag. En sagði jafnframt að æft yrði í dag. Oftast eru æfingarnar á morgn- ana kl. 9.00. Þá er líka æft um eftirmiðdaginn. Lið Bayern leikur næsta leik sinn á laugardag. Sá leikur er fyrsti leikur liðsins í bikarkeppninni. Ásgeir sagði, að sér hefði verið tilkynnt að þá yrði hann í byrjunarliði liðsins. Á mánudag heldur lið Bayern Munchen síðan til Madrid og tekur þátt í móti þar. Sagði Ásgeir að sennilega yrði fyrsti leikur liðsins gegn hollenska liðinu AZ-67. Ljóst er, að með stórgóðri frammistöðu sinni í síðustu leikj- um með Bayern Munchen er Ás- geir á góðri leið með að tryggja sér fast sæti í liðinu. Er það mikill sigur fyrir Ásgeir og rauð rós í hnappagat þessa snjalla knatt- spyrnumanns. Það sýnir betra en flest annað yfir hvílíkum hæfileik- um hann býr sem knattspyrnu- maður. Lið Bayern Munchen er án efa eitt besta knattspyrnulið ver- aldar um þessar mundir. ÞR Ásgeir kom inná og stoð sig mjög vel - er Bayern vann enn einn sigur Frá tJwc Fibclkorn. blaða- manni Mbl. í V-l>ýskalandi. BAYERN Múnchen sigraði Dúss- eldorf í fyrrakvöld 2—1 í „Bund- esligunni“. Ásgeir Sigurvinsson var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á á 24. minútu i leiknum. Það var Niedermayer sem meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Ásgeir kom inn á i hans stað og átti mjög góðan leik. Ásgeir fær góða dóma í öllum þýsku blöðunum i dag, sem fjalla um leikinn. Ilann þótti hugmyndarikur i leik sin- um, og allar sendingar hans hnitmiðaðar og vel úthugsaðar. Ilann hafði mikla yfirferð og var einn af bestu leikmönnum Bay- ern. Þess verður varla langt að biða úr þessu, þar til Ásgeir tryggir sér fast sæti í byrjunar- liði Bayern. Svo vel hefur hann staðið sig í þcim tveimur leikjum. sem hann hefur leikið i deildar- keppninni. Dusseldorf skoraði fyrsta mark leiksins. Var það Wensel sem skoraði. Kraus jafnaði fyrir Bay- ern og Hoeness skoraði sigur- markið í síðari hálfleik. Fimmta mark hans í deildinni. Eftir fimm leiki í deildinni er Bayern efst með átta stig. Liðið hefur skorað 13 mörk en fengið á sig 4. Úrslit leikja í fyrrakvöld urðu þessi: Braunschw. - M’gladb. 0:1 Dússeld. - Bayern 1:2 Bremen - Leverkusen 0:0 Darmstadt - Bochum 2:0 1. FC Köln - Frankfurt 2:1 Dortmund - Duisburg 2:1 Núrnberg - HSV 0:3 Kaiserslautern - Stuttgart 3:2 Karlsruhe - Bielefeld 2:1 Ekki dagur „þeirra stóru“ i Hollandi • Brian Robson 1. FC Lokomotiv Leipzig frá Austur-Þýskalandi sló rúmenska liðið Politechnika Timisoara út úr undankeppni fyrir Evrópu- keppni bikarhafa i knattspyrnu i fyrrakvöld. Sigraði Loko 5—0 með mörkun Kúhn (2), Baum, Moldt og Zötche. Loko mætir Swansea írá Wales í 1. umferð keppninnar sem fram fer i næsta mánuði. FJÓRÐA umferðin i hollensku dcildarkeppninni i knattspyrnu fór fram í fyrrakvöld og urðu úrslit leikja þá sem hér segir: Roda JC — FC Utrecht 2—1 AZ'67 — GAE Deventer 1—3 Haarlem — PSV Eindhovcn 4—3 Nec Nijmegen — Nac Breda 1 — 1 Feyenoord — Sparta 2—4 Willem 2. — Groningen 1 — 1 Pec Zwolle — Den Haag 2—2 Tvente — Ajax 2—1 Maastricht — De Graafschap 0—2 Þetta var ekki dagur „þeirra Þá mættust franska liðið St. Etienne og Dinamo Berlin í sams konar undankcppni fyrir Evr- ópukeppni meistaraliða. Leikið var á heimavelli St. Eticnne og lyktaði leiknum 1 — 1. Franski varnarmaðurinn Christian Lopez skoraði bæði mörkin, annað á röngum cnda. stóru", en eins og sjá má biðu Ajax, AZ’67 Alkmaar, Feyenoord, Utrecht og PSV Eindhoven öll lægri hlut. FC Tvente hefur for- ystuna í hollensku deildinni, hefur 6 stig. Sparta hefur einnig 6 stig. Ajax, Deventer, Alkmaar og Nac Breda hafa öll 5 stig. Neðstur er Vilhjálmur annar með aðeins 2 stig. Víkingar efna til hópferðar til Eyja VÍKINGAR munu efna til hóp- ferðar á leik Eyjamanna og Víkings í 1. deild knattspyrnunn- ar miðvikudaginn 2. september. Tvær umferðir eru eftir í 1. deild og hefur Vikingur eins stigs forustu. Sigur í Eyjum myndi fa'ra Viking skrefi nær meistara- tign; í fyrsta sinn síðan 1924. Mikill áhugi er meðal Víkinga á leiknum og geta væntanlegir þátttakendur tilkynnt þátttöku i félagsheimili Víkings eftir kl. 16. á daginn. Skoraði fyrir bæði liðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.