Morgunblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 32
0 Sími á ritstjórn og skrifstofu: ru^‘ 10100 i0®0nwM&foíifo Ljósaperur v Sterkarog Einkaumboó 6 isiandi endingargóðar C SEGULLHF. Nylendugotu 26 00 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981 Ullariðnaðurinn: Gjöld 16% umfram tekjur IIAGIJR ullariðnaöar heíur (arið mjuK versnandi í landinu á þessu ári ok er hann nú rekinn með veruledu tapi. Munu Kjöld fyrir- ta kja í þessum iönaöi vera um l(\% umfram tekjur. Frá áramútum u« fram í maí jukust tekjur um 3,2% en tíjöld um 9.5%, ok síðan í maí hafa laun hakkað um 8,1% ofc ullarverð til hamda um 14%. en vexna óbreyttra niðurKreiðslna um 33% til verksmiðjanna. MorKunblaðið hafði samband við Kona stýrimað- ur á Ægi SICiRCN Svavarsdóttir er fyrsti kvenmaðurinn á fslandi sem gegnir stoðu vfirmanns um borð í varðskipi. en hún er nú þriðji stýrimaður á varðskipinu /Egi. Sigrún er fædd 1956 og iauk farmannaprófi frá Sjómanna- skólanum árið 1979, en það ár var hún hjá Landhelgisgæsl- unni, háseti á varðskipinu Tý. í vor varð hún svo háseti á varðskipinu Ægi, og þegar staða þriðja stýrimanns um borð losn- aði þótti Landhelgisgæslunni, að sögn Péturs Sigurðssonar, for- stjóra hennar, liggja beint við að Sigrún fengi að spreyta sig. Afabróðir hennar var Gunnar Gíslason skipherra, frá Papey. Pétur Eiríksson, framkvæmdastjóra Álafoss, í tilefni þessa og sagði hann að verksmiðjan væri nú rekin með 10% tapi og næmi það um 20 milljónum á ári. Verðlagning á íslenzkri ull væri gjörsamlega óraunhæf, eða um þriðjungi hærri en heimsmarkaðsverð á ull. Það sem nú þyrfti að gera væri það að jafna þyrfti verðmismun á gerviverði á ullinni hér á landi og heimsmarkaðs- verðinu. Þá væru nú framundan launa- og verðhækkanir 1. septem- ber, sem gerðu útlitið enn svartara en ella. Það væri sem sagt mikið atriði að ullarverð yrði raunhæft, en dygði þó ekki til. Álafoss væri aðallega inni á Evrópumarkaðinum, sem hefði farið mjög lækkandi að undanförnu, og á móti því kæmi að afurðalánin væru í dollurum, svo þó að útflutningstekjur hækkuðu lítil- lega við gengisfellingu, ykjust skuld- irnar samtimis. ék Hér sést gullgrafarakofinn i bresku kvikmyndinni, sem hlotið hefur vinnuheitið „Gull“. Kofinn er miðpunktur atriða i kvikmyndinni, scm tekin eru hér á landi um þessar mundir upp við Langjökul. Er hér um að ræða fyrstu bresku kvikmyndina i fullri lengd, sem eingöngu er unnin af konum, en Julié Christie fer með aðalhlutverk kvikmyndarinnar. Sjá nánar á bls. 16 og 17. Arnarflug sækir um leyfí til samgönguráðuneytis: Áætlunarflug til Sviss, Þýskalands og Frakklands Til að tryggja og treysta rekstursgrundvöllinn, segir Gunnar Þorvaldsson STJÓRN Arnarflugs samþykkti á íundi sinum á miðvikudaginn, að sa'kja um leyfi til samgöngu- ráðuneytisins fyrir áa-tlunar- flugi. til Sviss, Frakklands og Þýskalands. Ágreiningur var um þessa ákvörðun í stjórninni og greiddu tveir stjórnarmenn af fimm atkvacði gegn tillögu um þetta efni. en það voru fulltrúar Flugleiða í stjórninni. en Flug- leiðir eiga sem kunnugt er 40% hlutafjár í Arnarflugi. Borgirnar sem Arnarflug hefur sótt um að fá að fljúga til eru Zilrich, Ilamborg. Frankfurt og París. I samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, að ástæðan fyrir umsókn þessari væri sú, að stjórnin vildi treysta og tryggja rekstrargrundvöll Arn- arflugs, og um leið gefa íslending- um möguleika á öðru íslensku fyrirtæki til að ferðast með til útlanda. „Ef við fáum jákvætt svar frá ráðuneytinu, þá er næsta mál að taka ákvörðun um hvernig þetta verður gert og hvenær ferðir hefjast," sagði Gunnar. Aðspurður sagðist Gunnar ekki sjá neina ástæðu fyrir því að synja Arnar- flugi um þetta leyfi, enda væru menn bjartsýnir á að leyfi fengist. Gunnar sagði að fullrúar Flug- leiða, þeir Björn Theódórsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða og Sigurður Helgason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða, hefðu greitt atkvæði Sigurjón Pétursson um „of stórt“ húsnæði einstaklinga: „Það þarf að koma þessu húsnæði í notkun“ Alþýðubandalagið vill opinbera stofnun til að selja, leigja og „leggja mat“ á húsnæði _ANNAÐ MÁL er það. að þcgar maður her saman íhúafjölda og íhúðafjolda í horginni. þá gcfur auga leið. að það er mikið af lausu húsnæði í Rcykjavík. Hcilar íbúðir geta staðið auðar og það getur vcrið ein mann- cskja í 6 cða 7 herbergja íbúð. Og það þarf að finna leiðir til að koma þessu húsnaði í notk- un.“ Þannig kcmst Sigurjón Pétursson. forseti borgarstjórn- ar Reykjavíkur og oddviti Al- þýðubandalagsins í borgarmál- efnum. að orði í viðtali við Þjóðviljann í gær. Viðtalið fjall- ar um húsnæðismálin og ber hcitið: Við erum að hyggja upp kcrfi. sem cyðir vandanum. Eftir að forseti borgarstjórnar hefur boðað, að það þurfi „að finna leiðir" til að koma því húsnæði „í notkun", þar sem ein manneskja er „í 6 eða 7 her- bergja íbúð“, segir hann: „Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig borgin getur beitt sér í þessu, hún hefur ekkert fyrirskipun- arvald eða löggjafarvaid. En ég hallast að þeirri skoðun að það þurfi með einhverjum hætti að hvetja fólk til að leigja út frá sér.“ Vinstri menn hafa áður hreyft því í umræðum um húsnæðismál hér á landi, að af opinberri hálfu verði settar skorður við því, hve rúmt húsnæði einstaklingar hefðu. Urðu til dæmis um þessi mál harðar deilur fyrir rúmum 20 árum, þegar svonefnd „Gul bók“ um húsnæðismál kom út á Artnáð mál eraö þegar maður ber saman ibúafjölda og ibúða- fjölda í borginni gefur auga leið, að það er mikið af lausu húsnæði í Reykjavik. Heilar ibúðir geta staðið auðar og það getur verið ein manneskja í 6 herbergja ibúð. Úrklippan cr úr Þjóðviljanum í gær og sýnir ummæli forseta borgarstjórnar, Sigurjóns Pét- urssonar, um óskalausn hans á húsnæðisvandanum i höfuð- borginni. vegum vinstri manna, en þar var mælt með því að fermetrafjöldi hvers einstaklings yrði ákveðinn bindandi af yfirvöldum húsnæð- ismála. Var þessari stefnu hnekkt á þeim tíma og hafa vinstri menn ekki þorað að hreyfa henni opinberlega að nýju fyrr en nú, þegar allt er komið í óefni eftir þriggja ára setu þeirra í stjórnarráðinu og meirihlutastjórn í Reykjavík. Þá minnir Sigurjón Pétursson á í Þjóðviljanum að Alþýðu- bandalagið hafi lagt til, að borgin „ræki stofnun sem annað- ist sölu húsnæðis og leigumiðl- un, jafnframt því sem hún legði mat á húsnæði." (Sjá forystugrein á miðopnu). gegn tillögunni og rökin fyrir því hefðu verið þau, að þegar Flugleið- ir var stofnað, hefði ein af for- sendunum fyrir stofnuninni verið sú að félagið fengi að njóta allra þeirra réttinda til reglubundins áætlunarflugs á erlendum flug- leiðum, sem Loftleiðir höfðu. Því hefðu fulltrúar Flugleiða verið tillögunni andvigir. „Það er búið að ræða það lengi, á hvaða starfsgrundvelli byggja á Arnarflug og hver framtíð þess á að vera, og þetta er niðurstaða þeirra umræðna," sagði Gunnar. Gunnar sagði ennfremur að Arn- arflug ætti flugvél sem gæti sinnt þessum áætlunarferðum, og með þessu væri verið að finna verkefni handa henni. Vélin þyrfti að fljúga meira, til þess að Arnarflug væri hagkvæm rekstrareining. íslenzka umboðssalan inn á Banda- ríkjamarkaðinn Viðskiptaráðuncytið hcfur nú veitt íslenzku umboðssölunni lcyfi til útflutnings á frcðfiski á Bandaríkjamarkað og mun leyfið bundið við ákveðin frystihús hér á landi. Þetta er þriðja fyrirtækið hér á landi, sem slíkt leyfi hefur nú. Hin fyrirtækin eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og sjávarafurða- deild SÍS. íslenzka útflutnings- miðstöðin fékk undanþágu til út- flutnings til Bandaríkjanna nokkrum sinnum síðastliðinn vet- ur, en hefur síðan í marz ekki fengið slíkt leyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.