Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Liðið ár verður saga Bókmenntír Erlendur Jónsson Steinar J. Lúdvíksson: llvað gerðist á íslandi 1980. 348 bls. Örn og Örlygur hf. Reykjavík, 1981. Þetta er glæsileg bók og viða- mikil, spannar flesta þætti ís- lensks þjóðlífs á árinu 1980 og greinir á máli og myndum frá flestu sem gerðist og markvert getur talist frá því herrans ári. Myndefni er geysimikið og vel prentað en umsjón með því hafði Gunnar V. Andrésson. Gaman væri að hafa í höndum svona bók frá stríðsárunum, svo dæmi sé tekið. En þá voru ekki tök á að gefa út bækur af þessu tagi. Það var fyrst með nýrri prenttækni á allra síðustu árum sem útgáfa svona bókar varð í rauninni hugs- anleg. Hef ég þá ekki aðeins í huga hið fjölbreytta og furðuskýra myndefni heldur einnig uppsetn- ing þess með textunum eða með öðrum orðum: Bókina gervalla. Ef haft er í huga að ritið er að brotinu til tvöfalt stærra en venjulegar bækur gefur auga leið að textinn er ekki heldur neitt smáræði. Að safna saman efninu og gera úr því skipulega heild hef- ur kostað mikla vinnu. Þetta er vissulega annáll. Og eðli annáls er nú einu sinni að vera gagnorður, nákvæmur og tæmandi hvað við kemur stórviðburðum. Lesandi þarf að geta fundið fyrirhafnarlít- ið það sem hann girnist að vita þá stundina. Að því leytinu er bók þessi að mínu viti mjög vel heppn- uð. Henni er skipt niður í kafla eftir málefnum. Fyrirsagnir eru stuttorðar og greinagóðar. Mynd- irnar flýta fyrir að finna það sem leitað er að. Efnisyfirlit er einnig svo greinilega upp sett að fljótlegt er að nota það. En hvert er svo gagnið af bók sem þessari? Og hvers vegna eru slíkar bækur yfirhöfuð teknar saman og gefnar út? Svarið felst að nokkru í þeim þætti mannlegs eðlis að vilja muna það sem gerst hefur. Bókin hefur með öðrum orðum — endurminningagildi. Þetta er þjóðaralbúm sem fólk vill geyma við hliðina á fjölskyldu- albúminu til minningar um gömlu góðu dagana. Nýliðin tíð er fréttaefni. Þegar frá líður verður hún saga. I fjöl- miðlaflóði nútímans eru fréttir svo fljótar að gleymast að furðu gegnir. Rannsakað hefur verið hversu mikið venjulegur sjón- varpsnotandi man af fréttum sem hann hefur verið að hlusta og horfa á. Og það er minna en ætla mætti í fljótu bragði. Danskur rit- stjóri lét hafa eftir sér að ekkert væri fréttir nema það sem beinlín- is væri á döfinni á líðandi stund. Ég flokka þessa bók hiklaust undir sagnfræði fremur en frétta- rit. Hitt er svo annað mál að upp- setning hennar, ritun og frágang- ur er í mörgu sniðinn eftir lögmál- um fjölmiðlunar og fréttaritunar. Og það er ofureðlilegt. Árið 1980 er enn svo nálægt okkur að hvergi er búið að leggja á það alhliða mat. Og margt, sem þá gerðist, telst enn til dægurmála sem menn leggja enn mat á hver eftir sinni skoðun. Þannig er því t.d. varið um stjórnmálin. Það sem deilt var um í fyrra veldur í flestum tilfell- um sams konar ágreiningi nú, ári síðar. Höfundur hlýtur því að gæta hlutleysis hins óháða frétta- manns. Hann getur ekki lagt sams konar mat á menn og málefni og sagnfræðingar leggja á menn og málefni löngu liðinna tíma, þegar fjarlægðin er búin að skilja auka- atriðin frá aðalatriðunum. Þess gerist ekki heldur þörf. Um flest það sem gerðist á árinu í fyrra — hvort sem það nú telst hafa verið markvert eða ekki, má enn fræð- ast milliliðalaust. Sagnfræðilegt mat á löngu liðinni tíð felst á hinn bóginn í því að menn verða að geta í eyður vilji þeir gera sér grein fyrir viðkomandi tíma eins og hann væri líðandi stund. Fyrsti kafli bókarinnar er heitið Alþingi — stjórnmál. Með fyrir- sögninni er mynd af tveim mönn- um sem segja má að hafi komið og farið á árinu: Dr. Kristjáni Eld- járn, fráfarandi forseta, og dr. Gunnari Thoroddsen sem myndaði núverandi ríkisstjórn. Hvort árið hafi annars verið viðburðaríkt eð- ur eigi á sviði stjórnmálanna — um það er sjálfsagt allt of snemmt að dæma. Þá er kafli um atvinnuvegina. Er megingreinunum — iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi — gerð skil hverri fyrir sig. Ætli við lifum ekki kyrrstöðutímabil hvað varðar þá grein þjóðlífsins, það Steinar J. Lúðvíksson held ég að framtíðin hljóti að fall- ast á. Það er fyrst og fremst hin huglæga hlið stjórnmálanna sem hefur haldið íslendingum við efnið undanfarin ár, karp um fræði- kenningar og heimspólitík meðan hagnýtu málefnin hér heima hafa verið gróflega vanrækt. Því miður mun verða hægt að kveðja marga samtímaheimild til vitnis um það, þar með talda þessa ágætu bók. Bjarganir og slysfarir heitir næsti kafli og er lengri en mátt hefði ætla. Sorglegt er til að hugsa hvað raunveruleikinn hefur fært höf- undinum mikið af því efninu upp í hendur enda þótt sumar slysa- fréttirnar snerust á endanum upp í gleðifréttir miðað við tilefni, að- stæður og fyrstu horfur. Þá koma Bókmenntir og listir, langur kafli. Ekki er um að viilast að listin var mikil að magni á liðnu ári. En að gæðum? Svarinu við þeirri spurningu verður að áfrýja til framtíðardómstólsins. Þá koma Dóms- og sakamál, ærið efni, Efnahags- og viðskiptamál, Eldsvoðar, Fjölmiðlar, Flugmál, Kjara- og atvinnumál, Menn og mál- efni, Náttúra landsins og veðurfar, Skák og bridge, Skóla- og mennta- mál og að lokum kafli sem ber yf- irskriftina Úr ýmsum áttum. Þar er meðal annars undirfyrirsögnin Mótmæli. Getur ekki hugsast að sagnfræðingar framtíðarinnar hafi það að einkunnarorði fyrir mörg undanfarin ár? Ég verð að játa að ég hef ekki jafnmikinn áhuga á öllum þessum köflum og hygg ég svo muni verða um flesta sem fletta þessari bók. Þarna er bókstaflega allt sem okkur nútímafólki þykir vera fréttnæmt og markvert. Hvað framtíðin vill fræðast um árið 1980 vitum við að sjálfsögðu ekki. En eitt getur hún örugglega lært af þessari bók: Hér er safnað sam- an því sem merkilegt telst í dag. Og það gefur ekki svo litla hug- mynd um líðandi stund þegar hún verður orðin að liðinni tíð. Ég spái að þessi vandaða og fal- lega bók eigi eftir að verða mörg- um dægradvöl, ungum og gömlum. Og ég spái því líka að heimildar- gildi hennar fari vaxandi með ár- unum þannig að hún muni ræki- lega lifa af komandi jól sem — eins og önnur jól — verða skapa- dægur svo margra bóka. SMIÐJUVEGI8 KÓPAVOGI Auk húsgagnadeildarinnar að Ármúla 23 bjóðum við yóur að líta í nýju húsgagnadeildina okkar að Smiðjuvegi 8 í Kópavogi. Nýjar sendingar vikulega Þar höfum við úrval af: 0 Eldhús-og boröstofuhúsgögnum. 0 Sófasettum — Reyrhúsgögnum • Barna- og unglingahúsgögnum • Hillum og skrifborðum • ítölsk lína í stálhúsgögnum. Velhönnuð húsgögn á raunhæfu verði. Ávallt eitthvað nýtt í Nýborg" W HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI78880 ATH: OPIÐ SUNNUDAGA FRÁ 14—17 Kynningardagur á fjórðungs- sjúkrahúsinu Akureyri, 28. nóvember. KYNNINGARDAGUR verður á fjórðung.ssjúkrahúsinu á morgun, sunnudag, í tilefni þess að senn verður tekið í notkun húsnæði fyrir gjörgæzlu, skurðstofur, bæklunar lækningar og sótthreinsun í nýbygg- ingu þeirri, sem verið hefur í smíð- um í mörg ár. Einnig verður til sýnis nýreist tengibygging við eldra húsið. Sýningargestum gefst kostur á að skoða teikningar og líkan af sjúkrahúsinu fullbyggðu en mikið vantar á að allt húsnæðið sé kom- ið upp, eins og það er fyrirhugað. Ennfremur verða sýndar teikn- ingar af hjúkrunardeildinni fyrir langlegusjúklinga, sem nú er unn- ið við í Systraseli. Ýmislegt fleira verður kynnt og sýnd málverk, sem myndlistar- menn á Akureyri gáfu til Systra- selssöfnunarinnar og nú verða boðin til sölu til styrktar góðu málefni. Einnig verða seldar veit- ingar í sama skyni. Kynningin stendur yfir frá kl. 13.30 til 18 og eru allir velkomnir. Alþýðubrauðgerðin fær að byggja BYGGINGANEFND Reykjavíkurborgar hefur heimilað smíði húss Al- þýðubrauðgerðarinnar á lóðinni Laugavegi 61. Nefndin hafði áður synj- að um byggingarleyfi, þar sem hönnuður hússins féll frá því að draga inn fyrstu hæðina, eins og bygginga- nefnd hafði óskað. Hönnuðurinn féllst svo á að draga inn fyrstu hæð- ina og var þá byggingar- leyfið veitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.