Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 6 kr. eintakið. Saumað að sjálfum sér Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, lýsti því yfir á Alþingi á miðvikudaginn, að hann efaðist um, að nauðsynlegt væri að hækka fiskverð um áramótin. í heild hefði rekstur útgerðar staðið betur á þessu ári en síðastliðin 10 ár. Ráðherrann benti þó jafnframt á það, að afkoma togaranna, einkum hinna nýrri, mætti vera betri, en úr tapinu þar mætti kannski bæta með öðru en hækkun á fiskverði. Eins og kunnugt er hafa sjómenn og útgerðarmenn lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að hækka fiskverð nú um áramótin og fari skip ekki til veiða eftir 25. desember til áherslu þeirri kröfu. Gunnar Thoroddsen sagði í ræðu sinni á þingi, að með þessu væru sjómenn og útgerðarmenn að reka á eftir sjálfum sér, af því að þeir tilnefndu menn í Verðlagsráð sjávarútvegsins, er ákveður fiskverð. Menn beita svo sannarlega ólíkum aðferðum til að sauma að sjálfum sér. Einkennilegast er þó, þegar sjálfur forsætisráðherra gerir það með því að láta eins og ríkisstjórn hans sé alls ekki til eða skipti engu máli við úrlausn hinna brýnustu mála. Skömmu áður en gengið var fellt um 6,5%, 10. nóvember síðastliðinn, kepptist forsætisráðherra við að lýsa því yfir, að ríkisstjórninni kæmu vangaveltur um yfirvofandi gengisfell- ingu ekkert við, það væri Seðlabankinn, sem fylgdist með gengismálum og gerði tillögur í þeim. Taldi forsætisráðherra það í hæsta máta óvið- kunnanlegt, að menn væru að velta fyrir sér breytingu á genginu, úr því að hann hefði ekkert heyrt um það frá Seðlabankanum. Nú efast for- sætisráðherra um, að nauðsynlegt sé að hækka fiskverð, enda ekkert heyrt um það frá Verðlagsráði. Þar fari þeir með ákvörðunarvald sjó- menn og útgerðarmenn og sé þeim nær að líta í eigin barm en grípa til róðrastöðvunar. Ríkisstjórninni er kærast að vera alltaf í feluleik og geta bent á einhverja aðra, þegar allt fer úrskeiðis. Slíkir starfshættir duga því miður ekki við stjórn landsins, enda sjást hnignunarmerkin, hvert sem litið er. Treysti forsætisráðherra og aðrir ráðherrar sér ekki til annars nú orðið en skjóta sér á bak við aðra, hafa þeir saumað svo mjög að sjálfum sér, að aðeins afsagnarleiðin sýnist þeim fær. Friðmæli Framsóknar Iforystugrein Tímans á miðvikudag friðmælist Framsóknarflokkur- inn við Alþýðubandalagið, að vísu er kvartað undan því eins og við kennara eða yfirvald, hvernig tekið hefur verið á Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra, en lögð á það höfuðáhersla, að nú sé rétt að sættast aftur, ríkisstjórnin verði að lafa áfram. Undirlægjuháttur framsókn- armanna við Alþýðubandalagið og áður fyrr Kommúnistaflokkinn og Sameiningarflokk alþýðu — sósíalistaflokkinn hefur tekið á sig ýmsar myndir síðan 1930. Reynslan hefur kennt kommúnistum, að þeir geta ávallt reitt sig á valdaþorsta framsóknarmanna, klofni þríeykisstjórnir með framsókn gerist það ekki af völdum framsóknarmanna. Með sjálfan forsætisráðherrann sem „bandingja" eru því kommúnistar manna ánægðastir með þessa ríkisstjórn. Næstum tveggja ára reynsla af stjórnarsamstarfinu sýnir, að komm- únistar fara sínu fram í efnahagsmálum, þeir þurfa ekki annað en víkja að „blaðrinu" í Steingrími Hermannssyni eða „kauplækkunarkröfum" Tómasar Árnasonar, þá leggst Framsókn í duftið. Svo blása kommúnist- ar á jafn sjálfsagða framkvæmd og smíði nýrrar flugstöðvar í Keflavík og Olaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, hrekur undan hviðunni. Kommúnistar segjast hafa horn í síðu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar og vilja ekki að Islendingar taki þátt í henni, án þess þo að færa önnur rök fyrir máli sínu en ástina á olíuviðskiptunum við Sovétmenn, sem Einar Olgeirsson kallaði „líftaugina". Auðvitað fer Tómas Árnason að óskum kommúnista í olíumálum eins og efnahagsmálum. Friðmæli Framsóknar við kommúnista eru dæmi um einhverja mestu niðurlægingu í islensku stjórnmálalífi um langt árabil. Engu er líkara en forystusveit framsóknarmanna hafi tapað öllum metnaði fyrir hönd eigin flokks og lifi í þeirri trú, að dauðahaldið í ríkisstjórnina og þar með kommúnista skili einhverjum árangri. Alþingi götunnar Breski Verkamannaflokkurinn á í miklum erfiðleikum vegna þess, hve öfgamenn hafa vaðið þar uppi. Michael Foot, formaður flokks- ins, hefur sagt þessu róttæklingaliði stríð á hendur. Foot vann mikil- vægan sigur í fyrradag, þegar hann gat útilokað róttæklinginn Peter Tatchell frá því að vera í framboði fyrir Verkamannaflokkinn. Hvers vegna þótti Foot svo nauðsynlegt að stöðva frama Tatchells? Jú, hann hafði lagt til, að alþingi götunnar tæki völdin í sínar hendur í Bretlandi og kollvarpaði ríkisstjórn Ihaldsflokksins. Hér á landi sitja þeir menn í ráðherrastólum, sem hafa predikað nauðsyn þess í stjórnarandstöðu, að alþingi götunnar kæmi í veg fyrir framkvæmd laga frá Alþingi íslendinga. Þótt Svavar Gestsson hafi haldið á loft sömu skoðunum og sá, sem Michael Foot hefur vísað út í kuldann, er Svavar kjörinn til formennsku í flokki sínum og telur sig vera í aðstöðu til að segja bæði Gunnari Thoroddsen og Steingrími Hermannssyni fyrir verkum. „Ummæli verðlagsstjóra óvirðing við Hæstarétt“ - segir Árni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Landssambands rafverktaka „UMMÆLI verðlagsstjóra eru hrein óvirðing við Hæstarétt, sem á síðasta ári felldi dóm í kærumáli Verðlagsstofnunar á hendur rafverktökum, vegna samninganna árið 1977, sem vitnað er í,“ sagði Árni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Landssambands rafverktaka, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á ummælum verðlagsstjóra í Mbl. þar sem hann sagði rafverktaka og rafiðnaðarmenn hafa komið sér saman um að hækka laun sín einhliða með samningura sín á milli, fyrir utan kjarasamningana 1977, og komizt upp með það þrátt fyrir, að málinu hafi verið skotið til dómstóla. — Rafverktakar voru í dómi Hæstaréttar sýknaðir af kæru verðlagsstjóra og Ríkissjóður var dæmdur til að greiða málskostnað. Ég get því ekki séð annað en, að orð verðlagsstjóra séu ósvífinn rógburður, eða atvinnurógur af versta tagi. Það sem meira er, þá er þetta gagnvart heilli stétt, ekki aðeins gegn rafverktökum, heldur einnig gegn rafvirkjum. Mér finnst því full ástæða til að skora á verðlagsstjóra, að standa við þessi orð sín á sama vettvangi. Það er mun fljótlegri og eðlilegri aðferð, heldur en að verða dæmd- ur eftir 2—3 ár, eins og gerðist í hinu málinu, sagði Árni ennfrem- ur. — Ég er þeirrar skoðunar, að dómur Hæstaréttar sé endanleg- ur, en verðlagsstjóri virðist ætla að fá fjölmennið til að dæma okkur í gegnum fjölmiðla. Hann er ekki einungis með auglýsinga- starfsemi og árásir á okkur vegna málsins, sem hann er að fara af stað með núna, heldur er hann að dæma menn, sem þegar hafa verið sýknaðir í Hæstarétti. Ef til vill er hann ekki bara að auglýsa sig, heldur að reyna að koma fram hefndum fyrir, að við skyldum bera hönd fyrir höfuð okkar 1977. Öðru vísi get ég ekki skilið um- mæli hans,“ sagði Árni Brynjólfs- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands rafverktaka að síðustu. Verzlunarráð íslands: Innborgunarskyldan er bæði gagnslaus og skaðleg aðgerð VERZLUNARRÁÐ íslands mótmæl- ir harðlega ákvörðun ríkisstjórnar innar um innborgunarskyldu á inn- flutt húsgögn og innréttingar, sem taka á gildi um næstu áramót, segir m.a. í frétt frá ráðinu. — Verzlunar ráðið telur slíkar aðgerðir ekki að- eins gagnslausar heldur einnig skað- legar bæði fyrir seljendur jafnt inn- lenda framleiðendur og neytendur. Með innborgunarskyldunni eru stjórnvöld að koma sér hjá því, að beita raunhæfum lausnum við vanda húsgagnaframleiðenda og vanda at- vinnulífsins almennt í landinu. — Af þeirri reynzlu, sem fékkst af innborgunarskyldunni á hús- gögn á árunum 1979 og 1980, er hægt að óraga þá ályktun, að hún hafi leitt til minni innflutnings. Þvert á móti jókst innflutningur húsgagna um nær 46% milli ár- anna 1979 og 1980, samkvæmt út- reikningum Verzlunarráðsins. Þrátt fyrir afnám innborgunar- skyldunnar hefur aukningin ekki verið nema 23% milli áranna 1980 og 1981. Þá sýndi reynslan, að inn- borgunarskyldan hafði aðeins áhrif fyrstu 5—6 mánuðina, næstu 6 mánuðina fjöruðu áhrifin út og eftir það var hún gagnslaus. Það vekur því furðu, ef grípa á til sömu gervilausna á ný. Gagnsleysi þessarar aðgerðar felst m.a. í því, að innborgunarféð er bundið í 90 daga og eftir það er bundna féð til reiðu til að kosta nýjan innflutning að þeim tíma liðnum. Innflytjendur tapa aðeins sem nemur mismun á bankavöxt- um og raunvöxtum. Reynslan sýn- ir þó, að hjá þessu var hægt að komast strax með því að fá jafn- virði innborgunarfjárins strax að láni í bönkum og nota innborgun- arféð, sem tryggingu fyrir greiðslu og fá erlenda seljendur til að taka þátt í því vaxtatapi, sem myndaðist. Sviku út um 60 þús. kr. TVEIR menn um tvítugt voru handteknir síðastliðinn sunnudag fyrir ávísanafals og að hafa fé út úr Pósti og Síma. Þeir stofnuðu ávísanareikning gagngert í þeim tilgangi að ná út fé úr banka, án þess að innistæður væru fyrir hendi. Annar þeirra átti jafnframt annan bankareikning og ávísuðu þeir á bæði heftin. Þeir hófu fölsun 3. og 4. desember og voru að gefa út innistæðulausa tékka framundir síðustu helgi. Þá fóru þeir inn í þrjú útibú í svikum þessum var óverulegur. Pósts og Síma og sendu peninga á milli útibúa og borguðu með inni- stæðulausum tékkum. Þeir náðu svo að taka féð út áður en uppvíst varð um svikin. Þannig munu þeir hafa náð um 24 þúsund krónum út úr Pósti og Síma, sem kærði málið til RLR. Alls munu þeir hafa svik- ið út um 60 þúsund krónur, eða sem svarar um 6 milljón.gkrónum. Þeir gáfu út tékka á eigin nöfn, þannig að málið liggur nokkuð ljóst fyrir. Þriðji maðurinn var einnig handtekinn en þáttur hans Þess má geta, að talsvert er um ávísanasvik og yfirdrætti á reikn- ingum um þessar mundir. Svo virðist sem fólk gerist stórtækt síðari hluta árs og gefi út ávísanir án þess að innistæður séu fyrir hendi, og jafnframt ber talsvert á fölsuðum ávísunum. Nú víla fáir fyrir sér, að taka við ávísunum á milli 500 og 800 krónur, en þeir hinir sömu hefðu aldrei tekið við ávísunum á milli 50 og 80 þúsund krónur fyrir ári síðan. Kærum okkur ekki um svona miðstýringu - segir Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, um nýgerðan samning milli ISÍ og Flugleiða vegna ferðalaga íþróttamanna „VIÐ TEIJUM, að með þessum samningi sé sjálfsákvörðunarréttur okkar skertur til muna og við kærum okkur alls ekki um svona miðstýringu,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Handknattleikssambands íslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á nýgerðum samningi milli Flugleiða og íþróttasambands íslands vegna ferðalaga íþróttafólks innanlands og milli landa. Samningurinn gerir ráð fyrir ákveðnum afslætti á fargjöldum til handa fþróttafólki, en á móti koma inn ákvæði, sem segja, að íþróttafólkið skuli aðeins ferðast með flugvélum Flugleiða, engum öðrum. — Ég er alls ekki farinn að sjá, að þessi samningur komi betur út fyrir okkur, en þeir samningar sem við höfum gert á undanförn- um árum. Þá tel ég að íþróttasambandið hafi enga heimild til að ráðskast með tekjur og gjöld sérsamband- anna umfram það er varðar styrk frá ríkissjóði, auk þess sem samn- ingurinn var gerður án nokkurs samráðs við okkur. Eftir á segja ÍSÍ-menn, að samningurinn sé alls ekki bindandi fyrir okkur, en hins vegar segja Flugleiðamenn að samkvæmt þeirra skilningi sé reiknað með okkur, enda séu HSÍ og KSÍ langstærstu aðilarnir í þessum viðskiptum, sagði Júlíus Hafstein ennfremur. — Ég er í sjálfu sér ekkert óhress út í íþróttasambandið að semja fyrir einhverja aðila, en þeir semja ekki fyrir HSÍ meðan ég sit í formannsstóli. Ég vil ítreka, að ég er ekki ánægður með samninginn, sagði Júlíus Haf- stein, formaður HSÍ, að síðustu. — Knattspyrnusambandið hef- ur svo lengi, sem elztu menn muna gert sína samninga við Flugleiðir eins og aðra sem við höfum við- skipti við. Því munum við skoða þennan samning mjög gaumgæfi- lega og bera saman við þá samn- inga, sem við höfum haft. Það þurfa að mínu mati að vera mjög ríkar ástæður fyrir því, að við breyttum út af þessari stefnu okkar, sagði Ellert Schram, for- maður Knattspyrnusambands ís- lands, er hann var inntur álits á samningnum. Aðspurður sagði Ellert, að KSÍ -menn hefðu ekki notið verri kjara hingað til, en samningurinn gerir ráð fyrir. — Það hefur ríkt sú grundvallar- regla, að sérsamböndin hafi sjálfstæðan fjárhag, beri ábyrgð á sinni starfsemi og meðan þessi regla er í gildi, verða sérsambönd- in að fá að semja um sín viðskipti sjálf, en ekki láta einhverja aðra gera það fyrir sig. Það verður því hver að taka ákvörðun fyrir sig í þessu máli, enda stendur þessi samningur okkur aðeins til boða og við erum ekki skyldugir að ganga inn í hann, sagði Ellert Schram, formaður KSÍ, að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.