Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981 23 „Fáeinar jólakúlur í gluggum" - segir Þórður Þorkelsson, nýkominn frá Póllandi f SÍÐIISTU viku sátu tveir íslend- ingar íþróttaþing á ráðstefnu Evr ópuþjóða í Póllandi, þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Þórður Þorkelsson. Þeir lögðu af stað þaðan á laugar dagskvöld, en þá hafði orðið nokk- urra stunda seinkun á vél þeirri sem þeir flugu með og var jafnvel fyrir hugað að fella flugið niður. Mbl. hafði samband við Þorkel og spurði hann hvernig ástandið hefði komið honum fyrir sjónir þessa síðustu daga. Hann sagði að þeir hefðu gist á ágætu hóteli sem heitir Viktoría, þar sem aðbúnaður hefði verið ágætur. Greinilegt var þó að mik- ill matarskortur var ríkjandi, í búðum í nágrenninu hefðu fáar vörutegundir verið til, lítið um mjólkurvörur og kjötvöru, en tölu- vert hefði verið um það að Pól- verjar hefðu komið í verslun á hótelinu og verslað þar fyrir doll- ara. A kvöidin hefðu götur verið illa upplýstar sem benti til orku- skorts. Lítið hefði verið um jóla- skreytingar, fáeinar jólakúlur í gluggum gáfu til kynna að jól væru á næsta leyti, en annars dimmt yfir öllu, og fólk virtist þrúgað. Ekki sagðist Þorkell hafa orðið var við hermenn á götunum, og sagði að atburðir síðustu daga hefðu eflaust komið öllum á óvart. Augljóst væri að mikil neyð yrði í landinu á næstunni ef ekki kæmi til verulegrar aðstoðar í sambandi við matvöru og annað. V-Þjóðverjar: Niðurskurður efnahagsaðstoðar myndi bitna harðast á almenningi POLSKI SIERPIE 1980 „HÉR eru auðvitað skiptar skoðanir um aðgerðir pólsku stjórnarinnar," sagði Sverrir Srhopka, fréttaritari Mbl. i Hamborg í gær. „Ekki er hægt að segja að þær hafi beinlínis komið á óvart, því að margir töldu að verkalýðs- hreyfingin hefði spennt bogann of hátt. Um tvennt væri eiginlega að ræða og ekki annað, að Rússarnir færu inn eða Jaruzelski gripi til þessa. Menn velta fyrir sér, hvort Jaruzelski hafi ákveðið þessar að- gerðir til að forða því að Rússarn- ir kæmu inn. í blöðum hér hefur þessu sums staðar verið líkt við það þegar herstjórn var sett á laggirnar í Chile þegar Allende var settur af. Yfirleitt er lögð áherzla á í fréttaskrifum og grein- um, að þetta sér innanríkismál Pólverja og um erlenda íhiutun muni ekki úr þessu verða að ræða, og Rússar muni láta Pólverjana í friði, að minnsta kosti um sinn. Menn vona að herlögin verði af- numin áður en mjög langt um líð- ur og ástand komist í eðlilegt horf. Þær raddir eru einróma hér að V-Þjóðverjar haldi áfram efna- hagsaðstoð við Pólverja, yrði úr henni dregið, myndi það bitna harðast á hinum óbreytta borgara. Pólverjar skulda nú 30 milljarða dollara í erlendum lánum, þar af Vestur-Þjóðverjum 5 milljarða dollara og mat manna er að það muni taka milli 10—20 ár að leysa efnahagsvanda landsins. Sem stendur berast engar frétt- ir frá Póllandi,“ sagði Sverrir, „þar er allt lokað. Sjónvarpsmað- ur frá BBC komst þó út með filmu sem var sýnd í sjónvarpsstöðvum hér í gær, þar sást þegar skrið- drekar og brynvagnar voru að koma út á göturnar og að bæki- stöðvum Samstöðu og einnig mannsöfnuður mikill við húsið. Um Walesa er ekki vitað. Menn hallast að því að hann eigi í ein- hverjum viðræðum við stjórnvöld, en hvort hann er alveg frjáls mað- ur eða ekki veit enginn." Pólland: 1* * I:: í • • ; . • I* * Tadek Jarski heiðursfélagi Samstöðu, sem hefur bæði pólskan og bresk- an ríkisborgararétt, talaði á fundi sem haldinn var utan við pólska sendiráðið í London á sunnudag. Um 1000 manns sóttu fundinn. Fastaráð Atlantshafsbandalags- ins fylgist með framvindu mála „FASTARÁÐ Atlantshafsbandalags- ins kom saman til fundar í gær, mánudag, og var þar gerð samþykkt, þar sem ákveðið er að aðildarlöndin hafi samráð sín í milli og fylgist glögglega með þróun mála í Pól- landi,“ sagði Henrik Sv. Björnsson sendiherra í Briissel í símtali við Mbl. í gær. „Niðurstaða fundarins var vita- skuld sú, að þetta mál væri inn- anríkismál Pólverja og ekki á sviði Atlantshafsbandalagsins sem slíkt, en vitanlega létu menn í ljós áhyggjur og án efa verður fylgst gaumgæfilega með framvindu máli. Það er naumast á valdi ann- arra en Pólverja sjálfra að leiða þessi mál til lykta og vonandi ekki aðrir sem blanda sér í þau.“ Henrik Sv. Björnsson sagði að mikið væri ritað um aðgerðir pólsku stjórnarinnar í blöð og víða gætti kvíða um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hann sagði að- spurður, að allmargir Pólverjar væru í Belgíu, ýmist við nám eða störf og hefði belgíska stjórnin ákveðið að framlengja dvalarleyfi þeirra á meðan þetta óvissuástand ríkti. Gjafa- og rítfanga- deOd Auk heföbundins úrvals ritfanga og gjafavöru, færö þú spil, og leik- föng og aö sjálfsögöu jólakort, jólapappír og jólaskraut. Ðflastæði Geröu jólagjafainnkaupin i einni ferö i Pennanum, Hallarmúla. Þar færöu meira aö segja frímerki líka. Bílastæöi? - Ekkert vandamál. Teiknivörudeild Hér eru allar jölagjafirnar fyrir myndlistamennina og teiknarana, bæöi læröa og leika. Föndurvörurnar eru fyrir alla. HALLARMÚLA 2.SÍMI38402 (BÓKADEILDS.83441) í einni Við erum löngu komin í jólaskap í öllum deildum Pennans. Húsgagnadeild Skrifstofuhúsgögn, lampar, teiknivélar og teikniborö eru líka vinsælar jólagjafir. Viö bendum á hina vönduöu Drabert stóla svo og PE82 stólinn sem hefur runniö út undanfariö. Bókadeild / bókadeildinni okkar er hún Sissa deildarstjóri. Eftir áratuga starf viö bóksölu, veit hún bók- staflega allt um bækur. Notfæröu þér þaö viö jólabóka- valiö, þaö bregst ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.