Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 19 Skipt um yfirmenn spænska heraflans Madrid, 15. janúar. Al*. LEOPOLDO ('alvo Sotelo, forsætis- ráðherra Spánar, útnefndi í dag nýj- an forseta herráðsins en áður höfdu fjórir helstu yfirmenn heraflans látið af embættum sínum. I’essar breyt- ingar eru gerdar þegar fyrir dyrum stendur innganga Spánverja í Atl- antshafsbandalagið og réttarhöld yf- ir þeim foringjum hersins, sem reyndu að ræna völdunum í febrúar sl. Hin opinbera fréttastofa Spán- ar, EFE, sagði, að Ramon Ascanio, hershöfðingi, yfirmaður Vallad- olid-herstjórnarsvæðisins, hefði verið skipaður forseti herráðsins og greindi einnig frá nöfnum þeirra, sem tekið hafa við sem yf- irmenn landhers, flughers og flota. Réttarhöldin yfir þeim, sem reyndu að ræna völdunum fyrir ári, 29 foringjum og þremur hershöfðingjum, eiga að hefjast um miðjan næsta mánuð en emb- ættismenn ríkisstjórnarinnar neita, að mannaskiptin hafi verið gerð þeirra vegna. I fréttatilkynn- ingu varnarmálaráðuneytisins í gær sagði, að ástæðan væri fyrir- hugaðar viðræður vegna inngöngu Spánar í NATO, sem hefði í för með sér endurskoðun á varnar- stefnunni, og sú að auki, að yfir- mennirnir fyrrverandi hefðu verið að komast á eftirlaunaaldur. Eftir Koivisto Uclsinki, 15. janúar. Al*. FORSETAKOSNINGAR verða í Finnlandi um helgina, sunnudag og mánudag, og verður þá kjörinn 301 kjörmaður, sem síðan mun kjósa eft- irmann llrho Kekkonens, sem láta varð af embætti 27. október sl. vegna veikinda. Mauno Koivisto. öðrum heimildum innan stjórnar- innar er þó haft, að réttarhöldin væntanlegu eigi ekki hvað sístan þátt í breytingunum. Juan Carlos konungur, æðstí yf- irmaður spánska hersins, á eftir að staðfesta þessa nýju skipan en í L skoðanakönnunum, sem gerð- ar hafa verið að undanförnu, kem- ur fram, að Mauno Koivisto, for- sætisráðherra jafnaðarmanna og forseti í forföllum Kekkonens, nýtur fylgis um 50% þeirra 3,9 milljóna manna, sem á kjörskrá eru. Þrátt fyrir það er alls ekki víst, að hann verði fyrir valinu að lokum og Koivisto hefur sjálfur sagt, að svo kunni að fara að lykt- um, að sá verði forseti, sem minnst fylgi hefur með þjóðinni. Urho Kekkonen var forseti frá 1956, í 25 ár, og gat sér einkum orð fyrir utanríkisstefnuna, sem fólst í hlutleysi og góðum samskiptum við Sovétmenn. Mörgum finnst, að Rússar hafi full mikil áhrif á finnsk innanlandsmál og vitað er, að þeir vildu, að Kekkonen veldi sér sjálfur eftirmanninn. Það gerði hann ekki og er enginn frambjóðendanna Rússum sér- staklega að skapi, kannski hvað síst Koivisto. ræðu, sem hann hélt 6. janúar sl., sagðist hann hafa áhyggjur af rógi, sem hann væri borinn innan hersins, og krafðist betri aga af honum. Forystumenn stjórnar- andstöðunnar, jafnaðarmanna og kommúnista, hafa ekki enn tjáð sig neitt um málin. Kommúnistar, sem á sínum tíma réðu kjöri Kekkonens, horfa fram á dapurlegar kosningar enda flokkurinn klofinn og frambjóð- andi þeirra, Kalevi Kivist, fær að- eins fylgi 4% í skoðanakönnunum. Borgaraflokkarnir eru sex og hafa þeir, sem mest mega sín í þeim hópi, Johannes Virolainen, fram- Enver Hoxa bjóðandi Miðflokksins, og Harri Holkeri, frambjóðandi íhalds- flokksins, lýst því yfir, að valið muni standa á milli Koivisto og einhvers frambjóðanda borgara- flokkanna. Þar er helst talinn koma til greina Jan-Magnus Jansson, frambjóðandi Sænska þjóðarflokksins. Nýr leið- togi eftir hreinsun í Albaníu Vin. 15. janúar. Al’. ADIL CARCANI var í dag kjörinn forsætisrádherra Albaníu í stað Mehmet Shehu, sém fréttir herma að hafi svipt sig lífi í síðasta mán- uði, og hét því á þingfundi að fylgja í einu og öllu stefnu Envers Hoxha. Albanska fréttastofan og Tir- ana-útvarpið hafa sent frá sér langar fréttir um að Hoxha hafi komið fram á þingfundi í gær, greinilega til að kveða niður sögu- sagnir um að Hoxha hafi látizt af sárum eftir skotbardaga við Shehu. Vísað var á bug fréttum frá Belgrad um að Hoxha hefði ekki sézt í útsendingu albanska sjón- varpsins frá þingfundinum. Starfsmaður sendiráðs Albaníu í Vín kvað fréttirnar frá Belgrad „grófan róg“ og sagði að Hoxha hefði sézt lengi í sjónvarpssend- ingunni. Carcani gaf í skyn í ávarpi til þingsins að Albanir kynnu að rjúfa einangrun sína og bæta sam- skiptin við austræn og vestræn ríki, en lagði áherzlu á að haldið yrði fast við þá réttlínustefnu sem albanskir kommúnistar hafa fylgt. Talsmaður í Belgrad taldi að engin meiriháttar breyting yrði á stefnu Albana. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug segir að val ráðherra í nýja stjórn Carcani bendi til að hafin sé hreinsun stuðningsmanna Shehu innan flokksins og stjórn- arinnar. Pecol Shehu, frænda Mehmet Shehu, hefur verið vikið úr stöðu innanríkisráðherra og Tanjug segir það sýna að „Mehmet Shehu hafi ekki framið svokallað sjálfsmorð af fúsum vilja." Þrír aðrir ráðherrar voru reknir. „The Times“ í London hefur eft- ir júgóslavneskum ferðamönnum að hluti geysistórrar andlitsmynd- ar af Hoxha við landamærastöð- ina Bozuj hafi verið fjarlægður og að þetta sé talið fyrsta skrefið í þá átt að fjarlægja öll ummerki um Hoxha. Júgóslavneskir tollverðir segja að myndir af Hoxha sjáist ekki lengur í albönskum vörubíl- um, sem fara um Júgóslavíu til Vestur-Evrópu. Belgrad-blaðið „Borba“ telur of mikla einföldun að segja að hreinsunin stafi af ágreiningi um hvort opna skuli Albaníu umheim- inum og segir að komið hafi fram stefnuágreiningur Hoxha og Shehu á flokksþinginu í haust. Shehu hafi varað við efnahags- erfiðleikum, en Hoxha barizt fyrir því að jafnvel jarðarskikar smá- bænda yrðu teknir eignarnámi. Shehu hafi einnig skilið nauðsyn þess að bæta „félagsleg samskipti til sveita“. Auk þess hafi Shehu sagt að ekki hafi náðst fram fyrir- hugaðar kjarabætur handa verka- mönnum. „Borba“ segir að Shehu hafi viljað ennþá meiri einingu, þótt því sé haldið fram að albanska þjóðin standi saman sem einn maður. Lífstíð fyrir ellefu morð Vanrouvor. 15. janúar. Al’. CLIFFÖRD Robert Olson, bygg- ingarverkamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag eftir að hann viðurkenndi á fimmtudag að hafa myrt ellefu ungmenni á aldrinum níu til átján ára og falið illa leikin lík þeirra í grjótnámum og fenjum viða í suðvesturhluta brezku Kól- umbíu. Dómarinn sagði, er hann las upp dómsorðið, að ekki væri til nógu hörð refsing við óskapaglæp þessum. Samkvæmt kanadískri löggjöf gæti Olson hlotið náðun eftir 25 ára fangelsisvist, en dóm- arinn sagðist mundu leggja til við nefnd er fjallar um náðun glæpa- manna að Olson fengi aldrei um frjálst höfuð að strjúka á ný. Olson á að baki langan afbrota- feril, og upplýst var að sex morð- anna framdi hann eftir að hann hóf að aðstoða lögreglu við að uppljóstra um alls kyns glæpi gegn peningagreiðslum. Þá hefur því verið haldið fram, að Olson hafi verið borgað eitt hundrað þúsund dollarar fyrir að benda á staðina sem lík fórnardýra hans voru falin, en það brýtur gegn kanadískum lögum. Frá flóðunum í Póllandi. Myndin er tekin í Plock-héraðinu þar sem Wisla flæddi yfir bakka sína og olli talsverðu tjóni. Hér er gamall bóndabær umflotinn vatni. Tilraunaverksmiðjur Alcoa: Þriðjungi minni rafmagnsnotkun f álframleiðslu og engin flúormengun ÁL.SAMSTEYPAN Alcoa er um þessar mundir ad gera tilraunir með nýja aðferð við álframleiðslu, en við þá aðferð þarf þriðjungi minni raforku en við hina hefð- bundnu aðferð, rafgreiningu súr áls. f tveimur tilraunaverksmiðjum í Vesturálfu er álklóríð notað sem hráefni í stað álóxíðs (súráls). Jafnframt fer framleiðslan í til- raunaverksmiðjunum fram í lokuð- um pottum og spúa þær ekki frá sér neinu flúor, sem er fylgifiskur venjulegrar álframleiðslu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hjá ísal er þessi framleiðslu- aðferð Alcoa ennþá á algeru til- raunastigi og einhver ár munu líða þar-til hægt verður að beita þessari tækni í stórum stíl. Enn hefur ekki tekist að yfirstíga ýmis umfangsmikil og erfið tæknivandamál, einkum hefur gífurleg tæring í tækjabúnaði valdið erfiðleikum, en álklóríð veldur örri tæringu. Hins vegar hvílir mikil leynd yfir tilraunaframleiðslu Alcoa, og því ekki hægt að segja um með fullri vissu hvort langt sé í land með að þessi framleiðsluað- ferð verði að veruleika. Allar þær álverksmiðjur sem verið er að byggja í dag munu framleiða ál með rafgreiningu súráls. Þá er verið að gera tilraunir með vinnslu súráls úr leir á veg- um fyrirtækisins Pechiney í Frakklandi, og ef þær takast vel yrði áliðnaðurinn ekki jafn háð- ur boxítvinnslu í þróunarlönd- um. Beitt er svokallaðri H+-að- ferð, sem felur í sér sýruböðun á ýmsum stigum úrvinnslunnar. Fyrri tilraunir til að framleiða súrál úr leir hafa reynst óhag- kvæmar þar sem aðferðirnar hafa reynst mjög orkufrekar og þótt H+-aðferðin sé nokkuð orkufrek fæst með henni súrál sem er gæðameira en súrál sem unnið er úr boxíti. Finnsku forsetakosningarnar um helgina: með fylgi helmings Finna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.