Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 „ Ég poii ekk) ab sjd bló5." Ast er... snemma heim og hjálpa til viö und- irbúning gesta- móttökunnar. TM Reg U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1980 Los Angeles Times Syndicate Hvað heldurðu madur. Meðan þú varst í vinnunni hefur verið framið innhrot hér! Með morgunkaffinu Aðeins neðar. Þar klæjar mig mest! HÖGNI HREKKVtSI Fyrirspurn til Sigurð- ar Líndals prófessors - um kenningar Einars Pálssonar Anders Hansen blaðmaður, Dvergabakka 22, Reykjavík, skrifar: „Fyrir all nokkru birtist hér í dálkum Velvakanda, nafnlaus fyrirspurn til prófessors Sigurð- ar Líndal, er varðar hið mikla ritverk Einars Pálssonar, „Ræt- ur íslenzkrar menningar". Þar sem svar frá Sigurði hefur enn ekki birst í Velvakanda eða á öðrum opinberum vettvangi, langar mig að taka undir áður- nefnda fyrirspurn, ekki síst ef ástæða þess að svar hefur ekki sést, er sú að Sigurður telji ekki ástæðu til að eiga orðastað við fólk er ekki kemur fram undir fullu nafni. Ritsafnið „Rætur íslenzkrar menningar" hefur verið að koma út á undanförnum árum, og hafa nú alls komið út sex stór bindi, þar sem höfundurinn, Einar Pálsson, gerir grein fyrir athug- unum sínum og hugmyndum, sem eru vægast sagt harla frá- brugðnar því sem menn eiga að venjast, þegar umfjöllun um menningararf þjóðarinnar er annars vegar. Hér er ekki ætlun- in að dæma um ágæti þessa rit- verks, en hitt mun staðreynd, að það er stærsta verk sem samið hefur verið af einum manni um íslenzka menningu. Séð af sjón- arhóli leikmanns, er það því nokkuð undarlegt, að svo virðist sem helstu fræðimenn okkar í ís- lenskum fræðum, og Háskóli Is- lands sem stofnun, hafa kosið að láta sem ritsafnið hafi aldrei komið út, eða að minnsta kosti sem þeir hafi aldrei séð það eða heyrt þess getið. Opinberlega minnist ég þess ekki að hafa heyrt neinn af prófessorum Há- skólans, íslenska menntaskóla- kennara eða sagnfræðinga, fjalla um rit Einars. Því er það, að mig langar að beina þeirri fyrirspurn til Sig- urðar Líndal, hvert álit hans á ritverkinu „Rætur íslenzkrar menningar" sé. Ástæða þess að ég sný mér til Sigurðar með er- indi þetta er sú, að hann er rit- stjóri hins mikla verks „Saga Is- lands“, sem gefin er út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi og Sögufélaginu, en samin að til- hlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. — Sú mun einnig hafa verið ástæða þess að áðurnefndur nafnlaus fyrirspyrjandi í Vel- vakanda sneri sér til Sigurðar. Einar Pálsson skólastjóri, höfund ur ritverksins „Rætur ísl. menn- ingar“. En tilefni þess að ég beini þess- um spurningum til Sigurðar er sem sagt það, að mig langar að vita hvert álit hans er á ritverki Einars, og á hvern hátt er ætlun- in að gera grein fyrir kenningum hans í ritverkinu „Saga Is- lands“? Vænti ég þess að prófessor Sigurður Líndal bregðist nú skjótt við eins og hans er von og vísa, og eins og hann er kunnur fyrir að gera, og svari fram kom- inni fyrirspurn er ég ber fram undir fullu nafni og í fyllstu ein- lægni. Fyrirspurninni er fyrst og fremst beint til Sigurðar, en ekki væri síðra ef fleiri létu frá sér heyra um sama mál, menn á borð við rektor Háskólans eða forseta heimspekideildar, að ekki sé nú talað um forstöðu- mann Árnastofnunar." Sigurður Líndal prófessor. 1 Nú erum við konur komn- ar til skjalanna P. skrifar: „Velvakandi. Það er sannarlega gleðilegt að sjá og heyra hvað konur standa sig vel í kynfrelsisbaráttunni og slá skjaldborg um þær konur sem þar standa sig best og skara mest fram úr. Þeir tímar eru nú sem betur fer fyrir bí þegar kvenrithöfundar veigruðu sér við að nefna kynfæri karls og konu sínum réttu nöfnum og þorðu ekki fyrir sitt litla líf að lýsa því til hvers þau væru brúk- uð. Þá voru slíkar bókmenntir ein- göngu miðaðar við neyslu karl- manna, en nú erum við konur komnar til skjalanna og heimtum heldur betur okkar skammt og ríflega það. Því miður les ég ekki nógu vel dönsku og hef því ekki full not af þeim ágætu kýnlífsmagasínum og blöðum sem hingað koma og fróa „Þetta sýnir að nú höf- um við loksins fólk á hæstu stöðum sem fylg- ist með og veit hvað fólk vill. svo mörgum sem ég þekki til. Því var mér það mikil uppbót þegar sambýlismaður minn færði mér í jólgjöf íslenska þýðingu á danskri bók sem hefur farið sigurför um öll Norðurlönd, en Menningarsjóð- ur okkar fann sér renna blóðið til skyldunnar að kosta þýðinguna á. Eg er ekki að gefa í skyn að Menn- ingarsjóður eigi líka að kosta þýð- ingu á þessum ágætu dönsku magasínum sem ég nefndi áðan, en þetta sýnir að nú höfum við loksins fólk á hæstu stöðum sem fylgist með og veit hvað fólk vill. Höfundur þessarar ágætu bókar kom í heimsókn til landsins nú fyrir stuttu í boði hins opinbera og var sýnt það helsta. Hún var nú svo lítillát að segja að hún kynni ekki að skrifa almennilega, í ein- hverju blaðaviðtali, en það gerir ekkert til þó að hún noti alltaf sama sagnorðið til að lýsa samför- um karls og konu, því að það er í rauninni alltaf það sama sem ger- ist. Með þakklæti og stolti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.