Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 23 Brœðraminning: Jón Óli Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson Jón Óli Fæddur 14. desember 1957 Dáinn 9. janúar 1982 Hjálmar Fæddur 5. september 1962 Dáinn 9. janúar 1982 „Svo örskammt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds." Oft erum við minnt á þá alvar- legu staðreynd, sem fram kemur í þessum orðum sálmaskáldsins, þótt hún sé vissulega framborin með misjöfnum þunga. Það er svo margt, sem getur breytzt og og brugðizt á einni örfleygri stundu í okkar mannlega lífi. En mestur verður sársaukinn þó, þegar ást- vinur í blóma lífsins er frá okkur hrifinn af kaldri hendi dauðans. Þá verður tregt tungu að hræra. Við verðum sem ómálga börn í orðvana spurn andspænis örlagar- ún, sem enginn mannlegur máttur fær ráðið hið minnsta í, hvað þá skýrt eða skilið. Þannig er mér — og mörgum fleiri farið um þessar mundir. Því nú er tveimur bræðrum á bak að sjá. Jón Óli Jónsson fæddist á Akur- eyri. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ólafsson, sem nú er skóla- stjóri við Gerðaskóla í Garði og Guðbjörg Ásta Jónsdóttir. Hann fluttist með foreldrum sínum að norðan þegar hann var ársgamall eða þar um bil. Þau slitu samvist- um skömmu síðar og ólst Jón Óli upp hjá móður sinni í Keflavík. Hann lauk gagnfræðaprófi við Gangfræðaskólann í Keflavík vor- ið 1974. Eftir það fór hann í Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan árið 1978. Upp frá því starfaði hann að mestu leyti við verkstjórn og fiskmat hjá fyrirtækjum í Keflavík. Hann hafði fyrir nokkru stofnað heimili í Keflavík með unnustu sinni, Sig- urbjörgu Björnsdóttur. Þau áttu engin börn. Hjálmar Hjálmarsson var fæddur í Keflavík. Hann og Jón Óli voru hálfbræður, sammæðra. En faðir Hjálmars er Hjálmar Kristinsson, þungavinnuvélstjóri á Keflavíkurflugvelli, síðari mað- ur Guðbjargar Astu. Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum í Kefla- vík og átti heimili hjá móður sinni þegar hann lézt. Hann stundaði ýmiss konar vinnu eftir að hann lauk skólanámi, m.a. var hann við verzlunarstörf hjá Kaupfélagi Suðurnesja um nokkurt skeið. Hann lætur eftir sig ungan son, er Guðjón heitir. Báðir voru þeir bræðurnir mestu efnismenn, vel af Guði gerðir, bæði til líkama og sálar. Vinsælir voru þeir og vel metnir bæði í vináttu og starfi. Ég kynntist Hjálmari aldrei persónulega. Þó minnist ég hans, glókollsins bjarteyga og broshýra, sem var svo þrunginn lífsgleði, að unun var á að horfa. Jóni Óla kynntist ég hins vegar sem nemanda og fermingarbarni. Og það er engri rýrð varpað á önn- ur fermingarbörn þótt ég segi, að hann sé meðal hinna minnisstæð- ustu úr þeim fjölmenna hópi. Hann var góður drengur, ljúflynd- ur og hjartahlýr. Sérstaklega minnist ég þess, hve einlægt Guðs- traust átti sér djúpar og sterkar rætur í hjarta hans. Ég á í fórum mínum dálitla ritgerð eftir hann frá þeim árum, þar sem hann seg- ir f rá leit sinni að litla bróður sínum, sem var týndur og þeim hugarhræringum, sem bærðust með honum, þegar barnið var komið fram. Hann lýkur ritgerð- inni með þessu orðum: „Ég þakk- aði Guði fyrir, því ég vissi, að það var Hann, sem hafði leitt litla bróður minn framhjá öllum hætt- um og vísað honum veginn heim.“ Og enn er það svo, þrátt fyrir allt og allt, að handleiðslu Guðs og föðurforsjón eru engin takmörk sett. Með þá björtu sannfæringu í huga fel ég þá bræðurna báða góð- um Guði, — og horfi yfir þann æskuveg, sem þeir höfðu lagt að baki. Og fram í hugann koma þessi fleygu orð úr minningarljóði um æskumann: „Kn skín ei Ijúfast ævi þeirra yfir, S4‘m ung á morjjni lífsins staúar nemur, og eilíflega óhád því, sem kemur í æsku sinnar (ignu fegurd lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á i»ullnu augnahliki." Innilegar samúðarkveðjur sendi ég foreldrum, unnustu, systkinum og öðrum ástvinum og bið þeim öllum blessurtar og styrks frá hæstu hæðum. Og þriðja félagans, sem með þeim var á örlaga- stundinni miklu og enn berst harðri baráttu fyrir lífi sínu, skal hér einnig minnzt með einlægri fyrirbæn. Guð blessi ykkur, vinir, öll, sem um sárt eigið að binda. Björn Jónsson, Akranesi í dag verða til moldar bornir frá Keflavíkurkirkju bræðurnir Jón Óli Jónsson, fæddur á Akureyri 14. desember 1957 og Hjálmar Hjálmarsson fæddur í Keflavík 5. september 1962. Eftir stendur hnípinn hópur og á erfitt með að skilja og sætta sig við orðinn hlut. Minningarnar koma fram í hug- ann. Myndum frá liðnum dögum bregður fyrir. Sjö ára þróttmikla, jarphærða pabbastelpan snarast inn úr dyr- unum á nýstofnuðu heimili sínu, föður síns og stjúpu: „Ég er komin með hann Óla.“ Bak við hana sé ég í fyrsta skipti, Óla. Lítill, grannur 5 ára drengur, bjartur á brún og brá, heldur fast í hönd stóru syst- ur. Hann hlítir leiðsögn hennar og hún verður honum sjálfskipaður brimbrjótur. Þannig líða fyrstu árin. I huga mér verður annað þeirra ekki skilið frá hinu. Óvenjusterk bönd, hert í eldi að- skilnaðar og örðugleika, tengja þessi tvö systkini. Eg minnist fagurrar fermingar- athafnar í Keflavíkurkirkju. Bjartur, hógvær drengur stígur fram og les fermingarbænina. Rödd hans hljómar skýr og björt um kirkjuna. Við hlið mér stendur stoltur faðir. Sumarið ’72 er samsettur barnahópur okkar hjóna, Margrét, Óli, Snúlla, Jón Guðmann og sam- eignin Börkur, samvistum á Suð- urgötunni okkar í Sandgerði. Það ár gaf mikið og tók mikið. Þá sköpuðust tengsl sem ég hef síðan verið af hjarta þakklát fyrir. Gagnvart dóttur minni, sem fengið hafði hér til afnota veik- byggðan líkama en sterka sál, komu eiginleikar Óla vel í ljós. Hún varð aðnjótandi ljúflyndis hans og umhyggjusemi. Hin rika kímnigáfa hans, orðheppni og frá- sagnarhæfileiki, varð henni eins og okkur öllum, sífelldur vaki brosa og kátínu. Umbrotaskeið unglingsáranna varð Óla ekki þungt í skauti. Jafn- lyndi hans og sálarró raskaðist ekki. Þó vissum við, sem til þekkt- um, að undir rólegu yfirborðinu bjó alla tíð tilfinningahiti, stór- lynd og viðkvæm sál. Hann var alla tíð heimakær. Á þessum árum, sem og síðar, fór mikill tími til lestrar, — allt var lesið, sem í náðist, ævisögur, ferðasögur, jafnvel íslendingasög- ur ásamt auðvitað hinum hefð- bundnu skáldsögum. Það voru helst skólabækurnar, sem fengu að hvíla sig á þessum árum. Óla voru gefnar góðar gáfur og hæfi- leikar til náms. Strax sem ungl- ingur hafði hann óvenju næma til- finningu fyrir íslensku máli. Stafsetningin var honum í blóð borin og vald hans á tungunni og málnotkun öll óvenju þroskuð. Gagnfræðaprófi er lokið 1974. Að loknu 3 ára námi í Fiskvinnslu- skóla íslands er tekið gott loka- próf 1978. Á þessum árum hefur breyting átt sér stað. Bjarti drengurinn, fyrri ára, sem stóð bak við systur sína og sótti til hennar þrek og þor, hefur tekið stakkaskiptum. Nú nær systirin honum rétt í eyra. Hann er orðinn sá sterki í víðum skilningi. Nú sækir hún til hans skynsamlegar ábendingar og ígrunduð ráð. Mágar kaupa bát og stunda sjó á sumrum. Margar hnittnar Óla- sögur eigum við frá útgerðar- ævintýrinu. Óli kemur að kveðja. Nú skal haldið sem fullnuma út á vinnu- markaðinn. Verkstjórastarf hefur boðist yfir sumartíma í rækju- vinnslu á Blönduósi. Að hausti aftur heima og foreldrum berast ánægjulegar umsagnir vinnuveit- anda. Við tekur verkstjórn og fisk- mat í heimabyggðinni. I byrjun árs 1980 verða þátta- skil. Ungmenni fella hugi saman og fallegt lítið heimili sér dagsins ljós. Á dyrunum lesum við Sigur- björg Björnsdóttir og Jón Óli Jónsson. Við sjáum ást og ham- ingju í augum þeirra. Við vitum að enginn er svikinn af Óla. Sigur- björg vinnur hylli fjölskyldunnar allrar. Framtíðin blasir við. Hug- að er að möguleikum til fram- haldsmenntunar erlendis. Spáð og sj)jallað. Við tölum um Sibbu og Óla. Förum til Sibbu og Óla. Þó segjum við í dag Óli og Hjalli. Óli var ríkur af s.vstkinum. í Keflavík var systkinahópurinn:, Hjálmar, Smári og Rósa litla. Þeir bræður áttu oft samleið. Ekki síst ef eitthvað bjátaði á. Þeir fóru saman síðustu förina. — Það er stundum erfitt að svara börnum. „Hvernig bróðir minn er hann Hjalli?" spurði mig 5 ára Börkur. Ja, hann er svona skábróðir þinn, var svarið. Skábróðir nefnd- um við hann stundum í gamni síð- ar. Hjálpsami, laghenti, laglegi Hjalli, sem hafði lag á að gera gott úr öllu sem að höndum bar, skipti aldrei skapi og aldrei lagði illt til nokkurs manns. Þær láta kunnuglega í eyrum athugasemdir eins og „... Hann Hjalli getur gert við þetta“ eða „Ég bið bara hann Hjalla“. Hann átti sæmdarheitið greiðamaður. Það vissu allir, sem afskipti höfðu af Hjalla, að hann fékk allt til að snúast, hvort sem það var klukka eða „kaggi“ skipti ekki máli. — Listamannsefnið Hjálmar þekktu færri. Myndirnar hans, gerðar með blýanti, tússi eða koli, — liti notaði hann ekki — sýna athyglis- verða hæfileika, sem gáfu mikil f.vrirheit. Nú á ársgamall stúfur, Guðjón Hjálmarsson, um sárt að binda. Hann á þó sterka arma, sem koma til með að stvðja lítinn mann. „Mamma mín, Guð hefur tekið hann Hjalla líka, svo að hann gæti hjálpað honum Óla,“ með þessum orðum reyndi litla s.vstirin Rósa að hugga móður sína, er fregnin barst. I þessum orðum felst ef til vill mikill sannleikur. Höggið var þungt, sorgin er sár. Konurnar, sem um sárast eiga að binda, unnustan unga, móðirin og stóra systir, sem og svo margir fyrr og síðar, sýna okkur, að hetj- ur eru hér á meðal okkar fleiri en við gerum okkur ljóst. Við skulum á þessari stundu vera þess minnug, að enginn veit hver næstur leggur frá landi. Öll erum við á leiðinni. Við skiljum um stundarbil, það höfum við oft gert áður um lengri eða skemmri tíma. En þegar stundin kemur, bíða okkar vinir í varpa. Ung- mennin okkar þrjú, sem nú takast á við okkur ókunn verkefni. Ég kveð ykkur að sinni, elsku- legu bræður, með kveðjunni henn- ar systur ykkar: „Verið þið bless á meðan“. (jj. Slökkviliðið dælir vatni Slökkvilið Reykjavíkur stóð í ströngu á miðvikudag við að dæla burtu vatni þegar útkeyrsluplanið hjá þeim fylltist af vatni í blautviðrinu. Þetta gerist einu sinni til tvisvar á ári þegar miklar rigningar standa yfir og ræsin eftir Hafnarfjarðarveginum stíflast þannig að vatnið rennur eins og leið liggur beint á útkeyrsluplan Slökkviliðs Reykjavíkur og þar stoppar það. Ljósmynd Lárus Karl Ingason. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur: Kosningabandalög vinstri flokk- anna víða í undirbúningi I’RÓFKJ()R og forval hefur nú ver ið ákveðið, eða er í undirbúningi hjá flestum flokkum í nágranna- byggðum Reykjavíkur. Kndanlegir framboðslistar eru þó ekki komnir fram nema hjá Sjálfstæðisflokkn- um á Seltjarnarnesi. V’íða eru í und- irbúningi sameiginleg kosninga- bandalög vinstriflokkanna, en ekki endanlega ákveðin enn. Á einum stað, í Kópavogi, verður sameigin- legt prófkjör allra flokka. I Mosfellshreppi hefur ekki enn verið ákveðið hvernig staðið skuli að framboðsmálum eða uppstill- ingu á endanlegum framboðslist- um flokkanna. Vinstriflokkarnir þar höfnuðu tillögu Sjálfstæðis- flokksins um sameiginlegt próf- kjör og nú eiga sér stað viðræður milli þeirra um sameiginlega framboðslista. I Kópavogi verður sameiginlegt prófkjör allra flokka 6. marz, en þó er enn óákveðið hvort Borgaraflokkurinn býður fram til kosninganna að þessu sinni. 1 Hafnarfirði fer fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins fram um þessa helgi og hafa aðeins flokksbundnir félagar í Alþýðu- bandalaginu þátttökurétt. Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði vérður 6. og 7. febrúar. Enn er óákveðið um prófkjör og/eða fyrirkomulag uppstill- ingar endanlegs framboðslista hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. I Garðabæ er enn óákveðið með prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og viðræður standa yfir meðal vinstriflokkanna um sameigin- legt framboð. Á Seltjarnarnesi standa enn yfir samskonar viðræður vinstri- flokkanna en Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ákveðið prófkjör dag- ana 23. og 24 janúar og er endan- legur framboðslisti til þess þegar kominn fram. Utankjörstaða- kosning verður 16. janúar. Nöfn frambjóðenda eru þessi: Magnús Erlendsson, Jónatan Guðjónsson, Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, Anna K. Karlsdóttir, Guðmar Magnússon, Jónas Friðgeirsson, Jón Gunnlaugsson, Grétar Vil- mundarson, Július Sólnes, Erna Nielsen, Skúli Ólafs, Ásgeir S. Ásgeirsson, Guðmar Marelsson, Sigurgeir Sigurðsson, Kristín Friðbjarnardóttir og Áslaug G. Harðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.