Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 27 Þingheimur bídur eftir að Sadat taki til máls í Knesset Ezter Weizman og Sadat. Myndin var tekin í Ismailiu. l»eir áttu marga fundi meðan stirfni var hvað mest í samskiptum Sadats og Begins. dansa af kæti. Þessi fyrsta tilraun til sam- ræöna var afar mislukkuð. Ég reyndi að horfast í augu við Sadat, hvar hann sat hinum menin við þetta gnð- arlega borð. Það var hægara ort en gert. Samt greip ég tækifæri sem bauðst, hækk- aði röddina og fór að rifja upp endurminn- ingar mínar frá Kairó, þegar ég var þar í seinni heimsstyrjöldinni. Egyptar hlust- uðu af áhuga. En ég átti engar nýjar minn- ingar í farangrinum, síðan hafði margt breyst í Kairó, það sá ég á vandræðasvipn- um, sem kom á forsetann og fylgdarlið hans. Einhvern veginn beindust samræðurnar inn á stríð. Ég mundi, að ég hafði skotið niður breska flugvél 1948. Ánægjusvip brá fyrir á andliti Sadats. Ég vissi ofurvel, að hann hafði engar sérstakar mætur á Bret- um. Osman sagði sögu úr öðru stríði. Hann sagði frá endurbyggingu þorpanna við Sú- ezskurðinn eftir að átökum var lokið. Ég leit i kringum mig. Tveir aðrir hershöfð- ingjar voru við borðið, Moshe Dayan og Yigal Yadin. Skipanir sem þeir höfðu gefið á ýmsum tímum höfðu leitt til eyðilegg- ingar og mannfalls í Egyptalandi. Hvað voru Egyptarnir að hugsa sem sátu þeim við hlið. Og vissi Sadat um þátt minn í því að eldur var lagður í olíuhreinsunarstöð- ina við Súez. Osman hafði nefnt endur- byggingu þorpanna, vissi hann að sessu- nautur hans hafði fyrirskipað, að Ismailia skyldi lögð í rúst? Eða vissi hann að ég hafði sent Phantomvélar yfir Kairó og skipað þeim að rjúfa hljóðmúrinn yfir borginni. Þarna var Moshe Dayan, kannski sá maður sem var skýrust ímynd stríðanna milli landa okkar. Öðru hverju litu Egypt- Sadat hafði stolið senunni í ræðu sinni. arnir kindarlega á hann, en litu undan snarlega þegar hann reyndi að svara augnaráði þeirra. Sadat var sá hinn eini sem kom fram við Dayan af fullkomnu áhugaleysi — eða var það kannski upp- gerð? Hugur minn hvarflaði víða. Ég vissi, að hér var hvorki staður né stund til djúp- hyglislegra þenkinga, hvað þá heldur átti við að sökkva sér ofan í dagdrauma. Þessi stund var of mikilvæg og örlagaþrungin til að hún yrði látin ónotuð. Ég hugsaði mér að taka upp þráðinn um endurbyggingu þorpanna við Súezskurðinn til að sýna að ég væri kunnugur á þessum slóðum. „Ég þekki vel Súezskurðinn," sagði ég. — „Leyniskytta frá ykkur skaut son minn í höfuðið á því svæði...“ Það sló dauðaþögn á viðstadda. „í ást og stríði er allt leyfilegt," sagði Sadat síðan. Og bætti við. „Við viljum koma á friði. Ég óska syni yðar alls hins besta. Sessunautur minn notaði þetta síðan til að nefna að bróðir forsetans hefði verið skotinn niður í flugvél sinni í grennd við Bir Gafgaffa í bardögunum 1973. Ég mundi vel eftir atburðinum þeim. Að styrjöldinni lokinni var líkið sent til Eg- yptalands fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Allir horfðu á Sadat. Hann þagði. Begin hélt áfram þessum blóði drifnu reiknisskilum. — Tveir af ráðherrunum, sem hér sitja áttu bræður, sem féllu í stríðinu 1948. Hann átti við Yadin og Day- an, en Egyptunum hafði ekki verið kunn- ugt um það. Vandræðastemmningin var heldur að dvína, meðan menn héldu sig við atburði fortíðar. Kannski var það óhjákvæmilegt og bara eðlilegt. Eftir allt sem á undan var gengið varð að tala um fortíðina. Samt vonaði ég að fortíðin og fortíðartal myndi ekki eyðileggja þessa stund. Borinn var fram eftirréttur. Sadat og Begin höfðu farið ínn í hliðarsal að ræðast við undir fjögur augu. Ég vissi ekki um hvað átti að tala, þótt ég léti eins og það kæmi ekki flatt upp á mig. Ég reyndi að setja mig í spor Sadats. Hann hafði stigið skref sem ekki varð aftur tekið. Arabarík- in myndu aldrei fyrirgefa honum. Nú hafði hann aðeins eitt val, að halda áfram eftir þeim vegi sem hann hafði stungið út með þessari ferð — ella beið styrjöld grimmi- legri en nokkru sinni fyrr. Hvað var Sadat að hugsa þetta kvöld? Ég reyndi að gera mér í hugarlund að ég ætti að fara að hitta Assad Sýrlandsforseta í Damaskus daginn eftir eins og var á áætlun Sadats. Hvað gæti ég sem bróðir og leiðtogi sagt við hann. Hvernig hefði ég kjark til að horfast í augu við hann, sftir að hafa dvalið í tvo daga í ríki erkifjandans. Það setti að mér mikinn dapurleika við þessar hugsanir. Þetta kvöld fannst mér Anwar Sadat ekki öfundsverður maður ... Þó að ég væri aftur farinn að finna til í fætinum, vildi ég ekki láta þetta mér úr greipum ganga. Eg átti kost á að tala hér við fulltrúa egypsku þjóðarinnar og ég vildi líka hlusta á þá, þó að fæstir myndu nú segja að ég væri þegjandalegur maður. Mig langaði til að heyra, hvernig þeir skynjuðu aðskiljanlega atburði og hvað þeir almennt lögðu til málanna. Það kom í ljós, að þeir voru jafnáfjáðir í að hlusta á okkur. Eftir veisluna fórum við fjórir upp á hótelherbergi og sátum þar yfir glasi drjúga stund. Við Yigal Yadin, Boutros Ghali og Mustafa Khalil. Ghali leit út fyrir að rogast með allar heimsins byðar á herðum sér. Hann hafði fallist á aö taka við sem utanríkisráðherra eftir að tveir höfðu sagt af sér í mótmælaskyni við kúvendingu Sadats. Kalil var bankastjóri aðalbanka Egyptalands og jafnframt rit- ari stjórnarflokks Egyptalands. Fyrstu tilraunir okkar voru fálmandi og ekki allar til að státa sig af. En ég vildi ekki gefa mig. Nóttin var ung enn og ég gef mig ekki svo glatt. Enn fór ég að rifja upp endurminningar frá Kairó. Fyrst hlustuðu þeir. Loks greip Khalil fram í fyrir mér. „Segið það engum,“ sagði hann, „en Kairó er ekki sú borg sem hún var.“ Ghali kinkaði kolli. „Við erum eins og Bangladesh. Og Kairó eins og Kalkútta." Þetta voru vonbrigði. Ég var á Indlandi um hríð í síðari heimsst.vrjöldinni og minntist þess sem ég hafði séð í Bombay og Kalkútta — fátæktina, hrörnunina, óþverrann, mannhafið. Endurminningar mínar frá Kairó voru mjög á annan veg. Annar þeirra sagði: „Á hverju ári fjölg- ar þjóðinni um milljón." — „Og milljón Egyptar vinna erlendis," bætti hinn við. Smám saman fór loftið að hlýna, við töluðum saman eins og gamlir kunningjar, sem hefðum aldrei átt í útistöðum, að ég nú ekki tali um styrjöld. Talið barst að varnarmálum ísraels. Ég re.vndi að skýra það fyrir þeim. „Ef við töpum einu stríði missum við allt,“ sagði ég. „Við hvað eruð þið hrsfeddir," sagði Khalil. „Þið þurfið ekki að óttast neitt af okkar hálfu. Við ætlum ekki í stríð við ykkur. Þið verðið að trúa forsetanum." „Margir okkar bestu sona féllu í styrj- öldunum," sagði ég til að reyna að fá þá til að skilja hvílíkan missi við hefðum mátt þola. „Þvert ofan í það sem þér haldið,” sagði Khalil, „erum við ekki skeytingar- lausir um ungu mennina okkar. Við treg- um hvert mannslíf sem ferst." Þetta gekk sannarlega þvert á skoðun mína. Sadat hafði margsinnis lýst því yfir, að hann gæti hugsað sér að fórna milljón- um manns á vígvelli. Við ísraelar hömpuð- um gjarnan sögum um hversu mannlífið væri lítils virt í Egyptalandi og það hefur gefið okkur móralska yfirlætistilfinningu. Mennirnir tveir sögðust telja, að Eg- yptaland hefði misst milli áttatíu og hundrað þúsund menn í styrjöldum við ísrael. Ég hugsaði með mér, að það væri skrítið, að ég hafði aldrei búist við, að þeir myndu sýna tilfinningar, þegar við töluð- um um hina látnu. „Er það satt, að þið hafið haft í hyggju að ráðast á okkur fyrir nokkrum vikum?" spurðu þeir. Ég sagði, að við hefðum bara verið með hefðbundnar heræfingar. En ég vissi, að heræfingar okkar vöktu jafnan með þeim ugg og kvíða. Okkur var skemmt yfir því að vita af kvöl þeirra. En nú þegar við sátum þarna saman, gerði ég mér auðvitað grein fyrir að þetta hefði getað endað með átökum. „Við hvað eruð þið hræddir?“ spurði ég. „Þið, Jórdanir og Sýrlendingar eigið fimm þúsund skriðdreka, við þrjú þúsund.“ „Þrjú þúsund og fimmhundruð,“ sagði Khalil. Hann leit á mig, reyndi að lesa hugsanir mínar. Hverju átti ég að svara? Ég ákvað að segja ekkert. Khalil bætti við: „Hvers vegna eruð þið alltaf að tala um að þið búið ekki við ör- yggi? Þið hafið kjarnorkusprengjuna." Ég sýndi engin svipbrigði. Lét hann sitja eftir í óvissu. Þegar ég hélt brott af fundinum hafði ég á tilfinningunni, að við værum komin á krossgötur. Ég vissi ekki hvaða stefna yrði tekin, en ég hafði uppgötvað merkileg sannindi um Egypta — þessa grimmu fjendur okkar. Þeir voru bara menn eins og við sem syrgðu unga menn sem féllu í bardaga í þágu lands síns. Þeir vildu brjót- ast út úr vítahring styrjaldarinnar. En það er ekki nóg að óska eftir að friður ríki, maður verður líka að berjast fyrir honum. Ég minnist þess sem stendur í helgri bók: „Leitið friðarins, sækist eftir honum hvarvetna." Tækist okkur að hafa þau orð að leiðarljósi á því nýja tímaskeiði sem var að renna upp? (Jóhanna Krisljónsdóiiir þ.Vddi laush'ca o|* ondursacdi.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.