Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 21 Jóhann Ingi samdi við THW Kiel í gærkvöldi llandknattleiksþjáirarinn kunni Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari og síðast hjá bik- armeisturum KR, samdi í gær- kvöldi tii eins árs við hið fræga vestur-þýska handknattleikslið THW ÍCiel. Mun Jóhann Ingi þjálfa liðið næsta keppnistímabil. Ýmislegt er markvert við ráðningu Jóhanns Inga, hann er yngsti þjálf- ari „Búndeslígunnar" sem um get- ur og ef heimamenn eru undan- skildir þá er hann eini Vestur- Kvrópubúinn sem ráðinn hefur verið til þýsks félags, en sem kunnugt er, eru austantjaldsþjálf- arar í miklu uppáhaldi í Vestur- l'ýskalandi. Kiel er vel þekkt lið, einkum þó og sér í lagi fyrir hið mikla fylgi sem liðið á í Kiel. Á sama tíma og lið .eins og Gummers- bach og Grosswallstadt trekkja 1000 til 2000 áhorfendur á heimaleiki sína, fær Kiel nær alltaf 6500 til 7000 manns. Enda er liðið afar sterkt á heimavelli, hefur unnið nær alla leiki sína þar á þessu keppnistímabili. Meðal annars tapaði Gummers- bach 16—20, Leverkusen 10—21 og Nettlestedt 19—26 og var staðan þar í hálfleik 13—3 fyrir Kiel. Tveir júgóslavneskir leikmenn leika með Kiel um þessar mund- ir, landsliðsmennirnir Agiz og Ometovic. Þeir munu fara frá fé- laginu í lok þessa keppnistíma- bils, hins vegar er Pólverjinn heimsfrægi Panas byrjaður að leika með liðinu, en hann hefur leikið 120 landsleiki fyrir Pól- land. Þá mun einn norskur landsliðsmaður vera með liðinu næsta keppnistímabil. Það verð- ur fróðlegt að sjá hvernig Jó- hanni Inga vegnar með Kielar- liðið, leikmenn liðsins eru ungir að árum, meðaialdur um 22 ár og nokkrir unglingalandsliðsmenn Jóhann Ingi Gunnarsson ásamt kollega sínum Leif Mikkelscn hinum danska. Jóhann fær nú að spreyta sig á erfiðu verkefni. skipa m.a. liðið. Jóhann er vænt- anlegur heim til ísiands í dag, en heldur aftur utan 15. júlí. Þýska deildarkeppnin hefst síðan 4. september og stendur fram í júní á næsta ári. — gg. Stórgóður árangur Bjarna í Lundúnum ÞRÍR íslenskir júdómenn tóku þátt i Opna breska mcistaramótinu í (rystal Palace í London sl. laugar- dag. Bjarni Friðriksson vann sinn riðil í forkeppninni, og sigraði þar alla andstæðinga sína sem voru frá Hollandi, Ítalíu og Bretlandi. í úrslitakeppninni, sem er útslátt- arkeppni, tapaði Bjarni fyrir breskum keppanda með dómara- úrskurði á jöfnum stigum. Þetta er mjög athyglisverð frammistaða hjá Bjarna á þessu móti sem ásamt Opna hollenska mótinu er sterkasta opna mótið í Evrópu. Sigurvegari í flokki Bjarna (95 kg flokki) varð Neureuther frá Vestur-Þýskalandi, en Radburn frá Bretlandi varð í öðru sæti. Þess má geta að Dananum Ker- sten Jensen tókst að ná þriðja sæti í þessum flokki. Jensen keppti á Norðurlandamótinu hér í Reykja- vík fyrir hálfum mánuði og varð þar í þriðja sæti í 95 kg flokki á eftir Bjarna Friðrikssyni og Lopez frá Svíþjóð. I sveitakeppninni á Norðurlandamótinu tapaði Jensen einnig fyrir Bjarna. Omar Sigurðsson keppti í 78 kg flokki. í forkeppninni vann hann eina viðureign í riðlinum en tapaði hinum naumlega. Sömu úrslit urðu hjá Kolbeini Gíslasyni í þungavigt. Rjarni Friðriksson „Ekkert mál fyrir Jón Pál.. — tvö Evrópumet hjá Jóni Páli í sjónvarpssal á laugardaginn JÓN PÁLL Sigmarsson, kraftlyft- ingatröllið mikla úr KR, gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Kvrópumet á 4-manna móti sem haldið var í sjón- varpssal á laugardaginn. Var bein útsending frá mótinu. Jón hafði ekki mikið fyrir afrekunum, hló framan i sjónvarpsáhorfendur með hlassið í höndunum og hrópaði: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.“ Kvrópu- metin setti Jón Páll í réttstöðulyftu, lyfti þá 362,5 kg eins og um dún- hnoðra væri að ræða, og í saman- lögðu þar sem hann lyfti 940 kg. Auk þess setti hann fslandsmet í hné- beygju, afgreiddi þar 345 kg, en í bekkpressu lyfti hann 232,5 kg. Alls voru 11 íslandsmet sett á móti þessu, en látið verður nægja að greina frá lokametunum. Skúli Óskarsson keppti í 82,5 kg Jón Páll Sigmarsson var í essinu sínu á laugardaginn. flokki og virðist vera í framför, a.m.k. í „veiku" grein sinni, bekk- pressunni. Þar náði hann sínum besta árangri í mörg ár, lyfti 147,5 kg. Þegar upp var staðið átti Skúli tvö íslandsmet, í réttstöðulyftu þar sem hann lyfti 312,5 kg og í samanlögðu þar sem hann lyfti 777.5 kg. Auk þessa lyfti hann 317.5 kg í hnébeygju. Tveir keppendur voru í 100 kg flokki og var hart barist fyrir sigrinum. Hörður Magnússon hafði þar betur en Halldór Sigur- björnsson. Hörður lyfti 312,5 í réttstöðulyftu, 315 í hnébeygju og 172.5 í bekkpressu. Það gerði 797,5 kg samanlagt, en það er íslands- met. Halldór lyfti 275 kg í rétt- stöðulyftu, 322,5 kg í hnébeygju og 287.5 í bekkpressu, eða samtals 785 kg. Árangur Halldórs í hné- beygju er Islandsmet. Ellert Schram í stjórn UEFA KLLKRT Schram, formaður Knatt- spyrnusambands íslands, hélt utan í gær áleiðis til Dresden í Austur- Þýskalandi, en þar fer fram ársþing IIKFA, knattspyrnusambands Kvr- ópu, á miðvikudaginn. Taliö er næsta öruggt, að Kllert verði kjörinn í stjórn sambandsins og verður það þá í fyrsta skiptið sem íslendingur situr þar við stjórnarborö. Knattspyma 1 Bjarni skor- aöi fimm Handknattleikskappinn kunni, Bjarni Guðmundsson, hefur staðið sig geysilega vel með þýska liðinu Nettlestedt að undanförnu, leikið lykilhlut- verk og skorað slatta af mörk- um. Um helgina mætti Nettle- stcdt liði Dietzenbach á heima- velli og sigruðu Bjarni og félag- ar 26—19. Fékk Bjarni lof- samlega dóma fyrir frammi- stöðu sína, en hann skoraói 5 mörk í leiknum. Tveir leikir Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu um helgina. Þróttur sigraði Ármann, 3—1, og KR og Fram skildu jöfn, 1—1. Gott hjá Vé- steini og Þórdísi Þórdis Gísladóttir ÍR stökk 1,83 metra i hástökki í frjáls- iþróttamóti i Alabama um helg ina, cn það er i annað sinn sem Þórdís stekkur þessa hæð á utanhússmóti í ár. Þórdis stökk cinnig 1,83 metra á einu inn- anhússmóti vetrarins. Á sama móti kastaði Vé- steinn Hafsteinsson HSK kringlu 56,44 metra, sem er eitt hans bezta kringlukasts- afrek á þessu ári. Fastlega má við því búast að Þórdís og Vésteinn eigi eftir að bæta þennan árangur sinn, því þau hafa æft vel og samvizku- samlega vestra, en þau stunda bæði nám við háskól- ann í Tuscaloosa. Jónas og Torfi meiddir ÍSLKNSKA landsliðið i körfuknatt- leik kom í gær til Glasgow í Skot- landi frá Hollandi þar sem þaö var í æfingarbúóum síðustu dagana fyrir C-keppnina sem hefst á morgun í Kdinborg. Islenska liðiö leikur sinn fyrsta leik í keppninni á morgun gegn Austurríki. Liðið lék fjóra vin- áttulandsleiki gegn Hollandi meðan á Hollandsdvölinni stóð, tapaði þremur meö miklum mun, en marði sigur, 67—66, í lang besta leiknum. Kn lióið varð fyrir áfalli, Jónas Jó- hannesson, hinn hávaxni miðherji liðsins, tognaði illa í hálsi og var sendur heim, auk þess sem Torfi Magnússon gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið mikið högg á lærið. Viðar Vignisson frá ÍBK er kominn til móts við hópinn sem varamaður Jónasar. „Meiðsli þessara lykilmanna setja strik í reikninginn hjá okkur. í fjarveru Jónasar vantar okkur tilfinnanlega hávaxna leikmenn og þessi breyting kann að riðla leikkerfum sem við höfum æft mjög vel,“ sagði Einar Bolla- son landsliðsþjálfari í samtali við Mbl. í gær. Og um möguleika ís- lands sagði hann: „Vonir okkar hafa beðið hnekki, en hver leikur verður tekinn fyrir sig. Við mun- um stefna að sigri gegn Austur- ríkismönnum, en þeir eru sterkir og leikurinn verður erfiður. Ann- ars er íslenska liðið mikið spurn- ingarmerki, spurning hvort liðið smellur saman. En ég tel alls ekki fráleitt að 3. sætið gæti orðið okkar, það er ekki óraunhæft. Þess má geta, að Island leikur í riðli með Austurríki, Ungverja- landi, Skotlandi, írlandi og Egy'ptalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.