Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 Islandsmeistaramótið í tyímenningi: Jón og Valur vörðu titilinn Arnór Ragnarsson Jón Baldursson og Valur Sig- urósson vörðu íslandsmeistaratitil sinn í tvímenningi, er þeir sigruðu i íslandsmótinu sem lauk á Hótel lleklu sl. sunnudag. Háöu þeir mikið einvígi við Asmund Pálsson og Karl Sigurhjartarson sem höfðu tekið góða forystu um miðbik mótsins. Asmundur og Karl urðu þó að láta sér nsgja þriðja sætið i keppninni eftir mjög slakan árang- ur í síðustu umferðunum, þar sem þeir töpuðu hverri umferðinni á fætur annarri. Bræðurnir Olafur og Hermann Lárussynir kræktu nokkuð sannfærandi i annað sætið og er þetta þeirra besti árangur i íslandsmótinu til þessa. Mótið hófst sl. fimmtudag með undankeppni, þar sem 62 pör hófu keppni. Var spilað í þremur iotum, tveimur á fimmtudag og einni á föstudag. Þá urðu Gísli Hafliðason og Gylfi Baldursson efstir, en þeim fylgdu 22 pör í úrslitakeppnina, en 24. parið var þáverandi og núverandi Is- landsmeistarar, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Úrslita- keppnin hófst svo sl. laugardag. Spilað var með barometerfyrir- komulagi, fimm spil milli para. Bræðurnir Ólafur og Her- mann tóku forystu í fyrstu um- ferðinni, en Islandsmeistararnir vildu vera með í toppbaráttunni og eftir 8 umferðir var staða efstu para þessi: Ásmundur — Karl 85 Jón — Valur 77 Guðlaugur — Örn 65 Ólafur — Hermann 56 Ester — Guðmundur 41 Aðalsteinn — Ásgeir 35 Auðsætt var að stefndi í skemmtilega keppni. Ef ég man Karl Sigurhjartarson og Ásmundur Pálsson háðu harða keppni við Jón og Val um efsta sætið en urðu að láta sér nægja 3. sætið. Þeir félagar ræða hér við þekktan keppnisstjóra og áhugamann um bridgeíþrótt- ina. Jón — Valur 169 Ásmundur — Karl 157 Olafur — Hermann 123 Guðlaugur — Orn 93 Aðalsteinn — Ásgeir 80 Sævar — Þorlákur 43 Karl — Ásmundur og Jón — Valur skiptust á að leiða mótið og komust þeir fyrrnefndu einu sinni í tæp 200 stig yfir meðal- skor, en þá fór að síga á ógæfu- hliðina hjá þeim eins og áður sagði. Engar breytingar höfðu orðið á efstu pörunum þegar tveimur umferðum var ólokið, nema hvað Aðalsteinn og Ásgeir höfðu skipt á sæti við Guðlaug og Örn og þegar einni umferð var ólokið, var staðan þessi: Jón — Valur 168 Ásmundur — Karl 147 Ólafur — Hermann 126 Aðalsteinn — Ásgeir 109 Guðlaugur — Örn 103 í síðustu umferðinni spiluðu Jón og Valur við Aðalstein og Ásgeir. Ásmundur og Karl spil- uðu gegn pari frá Selfossi og Ólafur og Hermann spiluðu gegn Setbergsbræðrum. Það má segja, að Kópavogsbræðurnir hafi framið „bræðravíg", því þeir fengu 33 stig yfir meðalskor og lá við að þeir rændu íslands- meistaratitlinum af Jóni og Val. Lokastaðan: Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 165 Ólafur Lárusson — Hermann Lárusson 159 rétt hafa 3 efstu pörin orðið Is- landsmeistarar og Ólafur og Hermann ætíð verið meðal efstu para í úrsiitum. Ester Jakobs- dóttir spilaði að þessu sinni við Guðmund Pétursson, en Ester var eina konan sem komst í úr- slitakeppnina. Staða efstu para hafði lítið breytzt þegar 15 umferðum var lokið: Valur Sigurðsson og Jón Baldursson íslandsmeistarar í tvímenningi 1982. Bridge Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartars. 141 Guðlaugur R. Jóhannss. — Örn Arnþórsson 122 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnss. 112 Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 75 Hrólfur Hjaltason — Þórir Sigursteinss. 61 Ester Jakobsdóttir — Guðmundur Péturss. 54 Magnús Ólafsson — Jón Þorvarðars. 47 íslandsmeistararnir Jón Bald- ursson og Valur Sigurðsson hafa verið í banastuði í vetur, ef svo má að orði komast. Þeir eru í sveit Sævars Þorbjörnssonar, sem er Reykjavíkur- og Is- landsmeistari í sveitakeppni, en sveitin vann einnig meistaramót BR í sveitakeppni. Nokkur pör, sem ætla má að hefðu átt að vera í úrslitakeppn- inni, komust ekki í gegnum hreinsunareldinn í undankeppn- inni. Ekki skulu þau tíunduð hér, en þó ber að geta þess, að eitt sterkasta tvímenningsparið í vetur, Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson, tóku ekki þátt í keppninni. Varla þarf að taka fram, hver sá um útreikninga mótsins, né hver stjórnaði. Ekkert mót af stærri gráðunni er nú haldið öðru vísi en að Þorfinnur Karls- son og Agnar Jörgensson séu við stjórnvölinn. Mótið fór mjög vel fram í alla staði. Bridgedeild Breiðfiröingafélagsins Fjórum umferðum af fimm er lokið í hraðsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Magnús Halldórsson 2847 Óskar Þór Þráinsson 2821 Kristín Þórðardóttir 2800 Magnús Oddsson 2743 Elís R. Helgason 2713 Hans Nielsen 2648 Guðrún Bergsdóttir 2647 Jóhann Jóhannsson 2640 Erla Eyjólfsdóttir 2594 Sigríður Pálsdóttir 2580 Lokaumferðin verður spiluð á fimmtudag en föstudaginn 30. apríl verður lokahóf í Hreyfils- húsinu og hefst kl. 20.30. Miðar verða seldir við innganginn. Spiluð verður félagsvist og fl. Bandarískur sigur á stórmótinu í Indónesíu Ilér birtist loksins mynd af skáksveit BifreiAastöðvar Steindórs, sem sigraði um daginn í B-flokki í Skákkeppni stofnana og fyrirtækja. Á myndinni eru, frá vinstri: Guðmundur R. Ásmundsson, Sævin Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson og Karl Karlsson. Skák Margeir Pétursson Hér áður fyrr var það vart á færi áhugamanna að taka þátt i alþjóð- legum skákmótum, því í upphafi aldarinnar þótti varla mark á mót- um takandi nema umferðirnar væru a.m.k. 17—19 talsins. Á stórmótinu i Vínarborg 1898 tefldu t.d. nítján þátttakendur tvöfalda umferð, eða alls 36 skákir hver og auðvitað með fullum umhugsunar- tíma. Svo virðist því sem þá hafi bæði skákmennirnir haft meiri tíma aflögu og aðstandendur mót- anna verið fjársterkari en nú, þvi eftir því sem á tuttugustu öldina hefur liðið, hefur hinum löngu og fjölmennu mótum fækkað að sama skapi. Raunar hefur hvert vígið fallið á fætur öðru og mótin eru sífellt að styttast. Eitt sinn voru bæði áskorendamótin og millisvæða- mótin vel yfir tuttugu umferðir, en nú er það einungis í heims- meistaraeinvíginu sjálfu og e.t.v. einnig í áskorendaeinvígjunum sem tryggt er að keppninni sé ekki lokið fyrr en þrautreynt sé með andstæðingunum. Nýlega var t.d. ákveðið að skipta millisvæðakeppninni í þrjá riðla þar sem fjórtán kepp- endur tefla þrettán umferðir í hverjum. Tímarnir hafa því breyzt frá hinu glæsilega milli- svæðamóti á Majorka 1970 þar sem Bobby Fischer vann fræk- inn sigur með 18'A vinning af 23 mögulegum. Slík maraþonmót voru vissu- lega lýjandi, en það er þó ekki einvörðungu umhyggja fyrir sál- arheill þátttakenda sem hefur knúið á um þessa síðustu breyt- ingu. Gisti- og fæðiskostnaður hefur hvarvetna hækkað stór- lega síðasta áratug og fá skák- sambönd hafa nú bolmagn til að taka að sér svo viðamiklar og dýrar framkvæmdir. Að auki fylgir breytingunni sá kostur að fleirum en nokkru sinni fyrr, eða 42, gefst nú kostur á að tefla um sæti í áskorendaeinvígjunum og það er kærkomin breyting því breiddin í skákheiminum hefur aukist gífurlega hin síðustu ár. Einstaka sinnum í seinni tíð hafa þó verið gerðar tilraunir til að endurvekja mótafyrirkomu- lag fortíðarinnar og hafa þær yf- irleitt tekist vel. Á hinu glæsi- lega stórmóti í Montreal 1979 tefldu t.d. tíu af sterkustu skák- mönnum heims tvöfalda umferð, eða átján skákir hver og nú ný- lega fór fram stórmót í Indó- nesíu þar sem þátttakendur voru hvorki meira né minna en 26 talsins og tefldu þeir 25 umferð- ir. Þrátt fyrir að óvenju há verð- laun væru í boði freistaði mótið þó fárra úr hópi hinna albeztu, en engu að síður báru 18 þátt- takendur stórmeistaranafnbót. Mótið tók sex vikur og voru því margir orðnir býsna þreyttir undir lokin enda óvanir slíkum langhundum. Úrslitin urðu sem hér segir: 1.—2. Browne og Henley (Báðir Bandaríkjunum) 17‘A v. 3.-7. ('handler (Nýja-Sjálandi), ('hristiansen (Bandaríkjun- um), Sosonko (Hollandi), Kur- ajica (Júgóslavíu) og Hort (Tékkóslóvakíu), 16 v. 8. Miles (Englandi) 15 v. 9. Gheorghiu (Rúmeníu) 14'A v. 10. —14. Keene (Englandi), Ribli (Ungverjalandi), Hulak (Júgósl.), Spassov (Búlgaríu), Ardiansyah (Indónesíu) 14 v. 15. Csom (Ungverjal.) 13% v. 16. Radulov (Búlgaríu) 13 v. 17. Matanovic (Júgóslavíu) 11% v. 18. Rodriguez (Perú) 11 v. 19. —20. Bellon (Spáni) og Hand- oko (Indónesiu) 9% v. 21. Bachtiar (Indónesíu) 8% v. 22. -23. Maninang (Indónesíu) og Suttles (Kanada) 8 v. 24. Gunawan (Indónesíu) 7% v. 25. Suradiradja (Indónesíu) 6% v. 26. Sampouw (Indónesíu) 4 v. Framan af mótinu var keppn- in mjög jöfn, en síðan náði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.