Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 41 fclk í fréttum Á leið til Falklandseyja + Argentínskir hermenn á leiö til Falklandseyja. Þeir komu við í verslun og keyptu póstkort sem þeir sendu til síns heima áður en þeir lögðu í’ann til Falklandseyja. Þeir eru hinir kátustu, þó sjóher Breta sé ekki langt undan og geröu að gamni sínu við afgreiöslustúlkuna ... TUDOR Strangt hjá Karpov + Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák, hefur átt erfitt uppdráttar á skáksviðinu undanfariö, ef nota má þau orö um heimsmeistara. Nýveriö tefldi hann fjöltefli eitt mikiö á Englandi viö enska unglingalandsliöiö í skák. Tuttugu og fimm piltar tefldu viö meistarann og sigraöi Karpov aðeins í ellefu skákum, tíu lyktaöi meö jafntefli fjórum skákum tapaöi hann. Vngsti sigurvegarinn var fjórtán vetra piltur aö nafni Edward Lee, en hinir þrír voru komnir undir tvítugt. Eftir keppnina lét Karpov þau orö falla aö hann heföi aldrei teflt á sterkara fjöltefli og útkoman hefði verið sá versti árangur sem hann heföi upplifaö á sinni skákmeistaraævi. Ekki nóg meö þetta, heldur tókst Nigel Short, hinu sextán ára undrabarni Englendinga á skáksviöinu, aö ná jafntefli viö heimsmeistarann á geysisterku skákmóti á Englandi. í annarri umferö mættust þeir og skákin varö löng og hörö baráttuskák — en eftir 5'A klukkustund og 55 leiki endaöi skákin í jafntefli og var Short meö svart. Heimsmeistarinn strunsaöi burt úr skáksaln- um án þess aö ansa einu oröi spurningum blaöamanna. Viö birtum hér mynd frá viðureign þeirra á Englandi og ennfremur mynd af Nigel með gítarinn sinn, en hann er knár gítarspilari og í tómstundum hlustar han á rokktónlist, þegar hann situr ekki sveittur viö skákboröiö . . . COSPER ■o OSPER. 3094 kindahakki FyUtir tómatar og paprika 4 stórir tómatar 3 msk tómatkraftur, 2 grænar paprikur salt, pipar, 1 stór laukur paprikuduft, 2 msk smjör brauðmylsna 600 g kindahakk 1/2.1 bolli soð 10 fylltar olivur 1. Stilliðofninná200°C. 2. Skerið lok ofan af tómötunum og holið þá að innan. Geymið tómatkjötið. Hvolfið tómötunum á sigti. 3. Skerið paprikurnar í tvenntað endilöngu og hreinsið fræin úr. Sjóðið þær síðan í saltvatni i 3-4 mín. 4. Hreinsið og saxið laukinn og brúnið hann í smjörinu ásamt kindahakkinu. Bætið tómatkjötinu, söxuðum olívum og tómatkrafti út í. Kryddið eftir smekk. 5. Fyllið tómatana ng páprjKUhelmingana með kjöt- blöndunni og raðið þeim í smurt eldfast mót. Hellið soði i mótið svo fljóti vel yfir botn þess. Stráið brauðmylsnu yfir réttinn og bakið hann í ofni í 20 - 25 mín. Leggið lokin af tómötunum yfir þegar tíminn er um það bil hálfnaður. Berið réttinn fram vel heitan með brauði, hrásalati og hrærðum kartöflum eða hrísgrjónum. Verö aóeins 29,90 kr/kg FRAMLE|nPwnjj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.