Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 3 í fréttinni er sagt frá aöalfundi Krabbameinsfélags Islands, sem var haldinn 7. maí sl. Formaður félags- ins, dr. Gunnlaugur Snædal yfir- læknir, skýrði frá starfseminni síð- asta árið. Var hún svipuð og áður, en þó var fjöldi kvenna sem mætti í hópskoðun í hámarki. Ætlunin er að auka leitarstarfið þegar flutt verður í nýja húsið. Verður þá aukin leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum en einnig eru nú til athugunar niður- stöður nefndar sem lagt hefur mat á hagkvæmni leitar að krabbameini í ristli og endaþarmi, svo og í öðrum líffærum. Það kom einnig fram að Krabba- meinsfélagið er að berjast fyrir því að tryggður verði fjárhagslegur grundvöllur þeirrar þjónustustarf- semi sem félagið rekur. I framhaldi af aðalfundinum sagði Hrafn Tulinius yfirlæknir frá breyt- ingum á tíðni krabbameins og Gunnlaugur Geirsson yfirlæknir ræddi um hvernig mæting hefur ver- ið í leitarstöðinni. Þá voru kynnt þau þrenn sjúklingasamtök sem starfa í tengslum við Krabbameinsfélagið, þ.e. Stómasamtökin, Samhjálp kvenna og Ný rödd. Stjórn Krabbameinsfélags íslands var endurkosin. Hana skipa: Dr. Gunnlaugur Snædal formaður, með- stjórnendur Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Erlendur Einarsson forstjóri, Hjörtur Hjartarson for- stjóri, Matthías Johannessen rit- stjóri, Ólafur Örn Arnarson yfir- læknir, Sigurður Björnsson læknir, Tómas Árni Jónasson læknir og Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarfor- stjóri. Framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags íslands er Halldóra Thoroddsen. GUNNAR Thoroddsen forsætisráö- herra, sem nú er i opinberri heimsókn í V-I>ýskalandi, var í V-Berlín í gær. Forsætisráðherra skoðaði i gær þinghúsið í Berlín, Berlinarmúrinn og heimsótti bókasafn borgarinnar. Há- degisverð snæddi forsætisráðherra í boði borgarstjórans í V-Berlín, Rich- ards von Weizsiicker. Síðari hluta dagsins sat forsætisráðherra fund með iðnaðar- og verslunarráðinu í V-Berlín, einnig skoðaði hann Egypska safnið þar í borg. I gærkveldi hlýddi forsætisráð- herra á tónleika hjá fílharmóniu- hljómsveitinni í Berlin, en hljóm- sveitin heldur upp á 100 ára afmæli sitt um þessar mundir. Litið yfir til Austur-Berlínar. Svipmynd frá fræðslufundi sem haldinn var i tengslum við aðalfund Krabbameinsfélags íslands 7. maí sl. * Krabbameinsfélag Islands: Nýtt hús við Hvassaleiti KRABBAMEINSFÉLAGIÐ undirbýr nú byggingu nýs húss fyrir starfsemina á lóð sem félagið hefur fengið úthlutað við Hvassaleiti í Reykjavík. Fjársöfnun verður í haust og stefnt að því að fram- kvæmdir hefjist næsta vor. Þeim á að Ijúka á árinu 1984, segir i frétt frá félaginu. Að loknum aðalfundi hélt Ásgeir Theodórs læknir fyrirlestur um leit að krabbameini í meltingarvegi og víðar. Einnig var sagt frá áætlunum um byggingarframkvæmdir og frá starfi „Landsráðs gegn krabba- meini", sem stofnað var hinn 4. maí 1982, til að beita sér fyrir landssöfn- un í haust. Þess má geta að lands- ráðið mun bráðlega opna skrifstofu í Tjarnargötu 4, sími 25175 frá kl. 13—17. Framkvæmdastjóri ráðsins er Eggert Ásgeirsson. Það voru 38 félagasamtök sem tóku þátt í stofn- fundinum, en aðild að samtökum þessum er öllum heimil. Viktor Korchnoi: „Bíð milli vonar og ótta eftir fjölskyldu minni“ „KONA mín, Bella Korchnoi, er nú í Síberíu, en sonur okkar átti að losna úr fangelsi í dag (fimmtudag). Hvort sú hefur orðið raunin, veit ég ekki og veit ekki fyrr en um helgina, þegar Bella kemur til Leningrad," sagði Viktor Korchnoi, hinn landflótta sovéski skákmaður, í samtali við Mbl. i gærkvöldi. Igor, sonur þeirra, lauk við að afplána refsingu fyrir að hafa neitað að gegna herþjónustu. Á næstu vikum á fjölskylda Korchnois að fá að fara frá Sovét- ríkjunum samkvæmt samkomulagi sem Friðrik Ólafsson gerði við Sovét- menn. „Ég met áhuga heimspressunn- ar á lausn þessa máls og vona að á næstunni muni fjölskylda mín fá að fara úr landi. Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, hefur látið í ljósi bjartsýni á farsæla lausn málsins og ég bíð nú milli vonar og ótta eftir fjölskyldu minni," sagði Korchnoi. „Mér hefur ekki verið boðið á neitt sterkt skákmót í ár. Ægivald Sovétmanna verður sífellt erfið- ara við að eiga og einangrun mín í skákheiminum eykst stöðugt. í júlí mun ég tefla á tveimur skákmótum í Sviss, en þau verða ekki skipuð sterkum skák- mönnum. Þetta er mjög bagalegt, því ég fæ ekki nauðsynlega æfingu til að halda mér í toppformi." — Hverja telur þú möguleika á að Friðrik Ólafsson verði endur- kjörinn forseti FIDE? „Ég vona innilega að hann verði endurkjörinn. Það yrði alvarlegt áfall fyrir skákíþróttina ef Fil- ippseyingurinn Campomanes yrði kjörinn forseti. Ég hef lýst honum sem alþjóðlegum glæpamanni í bók sem nýlega er komin út eftir mig. Vestræn ríki munu að líkind- um fylkja liði að baki Friðriki og ég vona að Sovétmenn og fylgiríki þeirra muni gera slíkt hið sama. Sovétmenn gera sér grein fyrir, að kosning Campomanesar gæti klof- ið skákheiminn,“ sagði Viktor Korchnoi. Félagar jafnt sem fararskjótar BMW fákarnir sameinast um þá kosti, sem gæðingar einir hafa. ^ Enginn kaupir gæðing óséðan og því bjóðum við þér að reyna BMW. Það er aðeins stigsmunur á þeim, eftir því úr hvaða flokki þeir eru. II IV «__ £ KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.