Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1982 Þórdís Sigríöur Sig- urðardóttir — Minning Fædd 18. október 1898 Dáin 13. apríl 1982 Það er bjart yfir minningum þeim, sem ég á um frænku mína Sigríði Sigurðardóttir allt frá bernsku. Ég ólst upp á heimili for- eldra hennar frá því ég var 6 mán- aða gamall, og þegar ég var lítið barn kom það oft í hlut frænku minnar að líta eftir mér við leiki og störf. Hún var 11 árum eldri en ég. Frændsemi okkar er þannig að móðir hennar Þórunn og amma mína Rebekka voru bræðradætur. Annars leit ég á Sigríði sem syst- ur mína frá því ég fyrst man eftir mér, og móður hennar kölluðum við bæði mömmu og föður hennar pabba. Sigríður var jafnan nefnd sínu síðara nafni, sem var nafn móður- ömmu hennar. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Sigurður Jónsson bóndi á Þórarinsstöðum og hrepp- stjóri Seyðisfjarðarhrepps í ára- tugi og Þórunn Petrún Sigurðar- dóttir, valinkunn sæmdarhjón, við landbúnað og sjávarútveg. Heim- ilið var því mannmargt og stórt í sniðum. Við þessar aðstæður ólst Sigríður upp í foreldrahúsum. A Þórarinsstöðum er útsýni mikið og fagurt, og setti það sinn svip á mannlífið þar. Móðir Sigríð- ar var glaðvær kona og stjórnsöm og setti það einnig sinn svip á heimilislífið til yndisauka og far- sældar. Faðir hennar var einnig glaðsinna og vinsæll svo af bar. Viðurkenndur heiðursmaður, virt- ur af öllum sem honum kynntust. Sigríður var falleg stúlka og eftir því góð, enda átti hún margt vina, bæði innan sveitar og í kaupstaðn- um. Þær voru ekki fáar heimsókn- irnar sem hún fékk frá vinkonum sínum og frændfólki innan frá kaupstaðnum, þótt þar skildi á milli um 10 km vegalengd, og sú leið aðeins ruddar hestagötur, ef farið var landleiðina um Fjarð- arströnd, en svo var líka stundum farin sjóleiðin. Sigríður var söngelsk og hafði yndi af góðri tónlist. Orgel var á heimilinu og var oft gripið í það, og ekki spillti það gleðinni þegar snillingurinn Ingi T. Lárusson kom í heimsókn og lék á orgelið af sinni alkunnu snilld, stundum dill- andi danslög og var þá stiginn dans af miklu fjöri í stofunni heima. Sigríður dáði Inga Lár sem tónskáld og góðan dreng. Berjaland er mjög gott á Þórar- insstöðum, og var oft farið í berja- mó á sólbjörtum síðsumarsdögum, voru þá stundum með í berjamón- um góðir gestir úr kaupstaðnum. Þannig liðu æskuár Sigríðar heima. Og ung fór hún til náms í Kvennaskólann í Reykjavík, en var heima á sumrum. En svo dró ský fyrir sólu. 18. febrúar 1920 andaðist móðir Sig- ríðar (sem ég nefndi mömmu). Seinasta kvöldið sem hún lifði, virtist auðsýnt hvert stefndi með sjúkdóminn, sem mun hafa verið blæðing á heila. Trúarstyrkur var mikill á heimilinu, trú á lífið eftir dauðann. Sigríður bað mig þá, litla frænda sinn, að vera hjá sér í herberginu þessa örlaganótt. Ég gerði sem hún bað. Kvöldinu varði hún með því að flytja heitar bænir til guðs um að varðveita móður sína. Ég reyndi að vera með á þessari bænastund í minni barnslegu trú. Þegar leið að miðnætti kom pabbi okkar og sagði okkur með sinni einstöku nærgætni og trúarstyrk að mamma okkar væri dáin. Þessi kvöld- og næturstund líður mér aldrei úr minni, þegar hugurinn leitar til þessara löngu liðnu stunda. Þórunn var rúmlega sex- tug þegar hún lést, fædd 8. des- ember 1859. Þetta mun hafa verið fyrsti harmur, sem fyrir okkar bar og markaði djúpstætt spor í lífi okkar beggja. Eftir lát móður sinnar tók Sigríður við hennar störfum, og stóð fyrir búi með föð- ur sínum þá á 22. aidursári, þar til hún flutti alfarin til Reykjavíkur haustið 1921. A kvennaskólaárum sínum í Reykjavík mun Sigríður hafa kynnst unnusta sínum Guðmundi Jenssyni, sem þá var skrifstofu- stjóri hjá Gamla kompaníinu, að mig minnir, og síðar eigandi Nýja Bíós, að hálfu, á móti Bjarna Jónssyni frá Galtafelli, og enn síð- ar meðeigandi í Austurbæjarbíói. Guðmundur var framkvæmda- stjóri Nýja Bíós eftir að hann eignaðist það. Þessum úrvalsmanni giftist Sig- ríður 23. september 1921. Hjóna- vígslan fór fram á heimili brúðar- innar á Þórarinsstöðum. Sr. Björn Þorláksson prestur á Dvergasteini gaf brúðhjónin saman. Skömmu eftir giftinguna héldu brúðhjónin til Reykjavíkur og reistu bú að Skólavörðustíg 17a. 6 árum síðar reistu þau Guðmundur og Sigríður sitt glæsilega hús við Oldugötu 16 í Reykjavík, hvar þau bjuggu æ síðan meðan bæði lifðu og Sigríð- ur áfram eftir lát manns síns enn í nokkur ár, þar til hún varð að yfirgefa sitt fagra heimili sökum heilsubrests. Guðmundur var rétt- nefndur fagurkeri, og kunni hús- freyjan það vel að meta enda smekkvís á allt fagurt og gott eins og maður hennar. Ég átti því láni að fagna að gista á heimili þessara góðu hjóna nokkrum sinnum þeg- ar ég þurfti að dvelja í Reyjavík, sem utanbæjarmaður. Alltaf átti maður þar sama góða viðmótinu að fagna. Ég hefi hér að framan getið nokkurra æskuára Sigríðar, heima á Þórarinsstöðum í Seyðis- firði. Þeim rúmu 60 árum, sem hún var búsett í Reykjavík, er ég minna kunnugur hennar ævi- braut, nema þau skipti sem ég var gestur á heimili hennar, svo sem áður er getið. Einn er sá atburður frá þessum árum, sem ég vil minn- ast og það er sem hér segir: Sumarið 1941 veiktist faðir Sigríð- ar heima á Þórarinsstöðum. Þegar leið að hausti var sjúkdómurinn orðinn mjög kvalafullur þótt reynt væri að halda honum niðri með kvalastillandi lyfjum. Vildu þau systkinin Sigríður og Sveinn að faðir þeirra yrði fluttur til Reykjavíkur. Þar væri betur hægt að rannsaka sjúkdóminn og betri aðstaða til þess að láta sjúklingn- um allt í té til þess að lina þján- ingarnar og vinna að iækningu. Þórarinn, sonur Sigurðar, og ég vorum báðir á Þórarinsstöðum þegar þessi veikindi steðjuðu að föður hans og fóstra mínum, og fylgdumst með líðan hans. Við urðum því fegnir þegar þau systk- inin fyrir sunnan vildu fá föður Kosningasjóður Sjálfstæðisflokksins o Kosningarnar sem eru framundan 22. maí nk. ráöa úrslitum um framgang og framtíö ótal mikilvægra framkvæmda og framfara- mála um land allt. í Reykjavík stefnir flokkurinn aö meirihluta á nýjan leik. Kosn- ingabaráttan er umfangsmikil og dýr. Nú sem fyrr treystir Sjálf- stæöisflokkurinn á fórnarlund og flokkshollustu flokksmanna og annarra stuöningsmanna. Framlag þitt í kosningasjóöinn auöveld- ar okkur sameiginlega baráttu og tryggir sameiginlegan sigur. Framlög til Kosningasjóðs Sjálfstæöisflokksins má senda skrif- stofu flokksins. Háaleitisbraut 1, P.O. Box 1392 eöa leggja inn á gíróreikning 17 10 18. X ■ sinn þangað. En hvernig átti að flytja hann? Þetta var á stríðsár- unum. Þá var norsk flugdeild á Austurlandi, sem notaði sjóflug- vélar. Það var haft samband við herstjórnina, og ein norska flug- vélin var send til Seyðisfjarðar, til þess að flytja fóstra minn suður. Ég fylgdi fóstra mínum ásamt öðrum að vélinni og spurðist fyrir um flugtíma og annan aðbúnað. Með flugvélinni var norskur her- læknir sem annaðist sjúklinginn á leiðinni og flugtimann áætluðu þeir um 2 klukkustundir. Þetta var fyrir miðjan október. Ferðin suður gekk vel. Fóstri minn var rannsakaður á sjúkrahúsi í Reykjavík. Sjúkdómurinn reyndist krabba- mein á háu stigi, ólæknandi. Lét þá Sigríður flytja föður sinn heim til sín, á Öldugötu 16, og útvegaði hjúkrunarkonu til þess að annast hann þann tíma sem hann átti 'ólifaðan. Sveinn bróðir Sigríðar var henni til aðstoðar í öllum þessum málum. 30. október andað- ist Sigurður eftir hálfsmánaðar dvöl á heimili dóttur sinnar. Þetta var hans fyrsta og síðasta ferð til Reykjavíkur. Síðasta daginn sem Sigurður lifði bað hann fyrir kveðjur heim að Þórarinsstöðum, og sagði að sér liði vel. Hann var svo jarðsettur í heimagrafreit að Þórarinsstöðum. Sigurður dó 73 ára, en hann var fæddur 27. sept- ember 1868. Þau hjónin Guðmund- ur og Sigríður komu nokkrum sinnum í heimsókn til Seyðisfjarð- ar og dvöldu þá um viku tíma heima á Þórarinsstöðum í hvert sinn. Börn þeirra voru 3 og komu þau með foreldrum sínum austur að heimsækja afa og æskustöðvar móður sinnar. Börnin voru þessi: Þórunn, elst, giftist Ólafi Hall- grímssyni, framkvæmdastjóra. Næst að aldri var Erna, giftist John Kesson, bandarískum sendi- herra, og yngstur Sigurður, giftur Önnur Flygenring. Þórunn missti uppkomna dóttur sína Sigríði af slysförum erlendis 1967 og mann sinn 1968. Erna lést í París 1971. Sigurður er framkvæmdastjóri Nýja Bíós, tók við því starfi að föður sínum látnum. Guðmundur lést annan páskadag 1968. Eftir allan þennan ástvinamissi slasaðist Sigríður, lærbrotnaði og beið hennar nú langvarandi sjúkrahúsvist. Við þessi snöggu umskipti virtust rætast orð sálmaskáldsins: „Svo örstutt er bil milli blíðu ok éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds." Ég vil lítillega minnast á ætt Sigríðar, frænku minnar. Sigurð- ur faðir hennar var fæddur að Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð. Móðir hans var Þórdís Pálsdóttir, hún var komin af Hafnar- og Njarðvíkurættinni í Borgarfirði eystra. Og faðir hans Jón Jónsson, fræðimaður, kominn af Fjarðar- ætt í Seyðisfirði. Móðir Sigríðar, Þórunn Petrún, var dóttir Sigurð- ar Eiríkssonar, bónda á Sörlastöð- um í Seyðisfirði og Sigríðar Árna- dóttur frá Skálanesi í Seyðisfirði. Þórunn fæddist á Sörlastöðum sama ár og móðir hennar dó 23 ára, 1859. Hún var af Ásunnar- staðaætt, en Sigurður af ætt Magnúsar á Borg. Eftir lát Sigríð- ar Árnadóttur flutti Sigurður Ei- ríksson að Dölum í Mjóafirði og þar ólst Þórunn upp þar til hún fluttist til Seyðisfjarðar og giftist Sigurði á Þórarinsstöðum 16. nóv- ember 1889. Hann þá 21 árs en hún 29 ára. Börn þeirra Þórarinsstaða- hjóna, Sigurðar og Þórunnar, voru, í þessari aldursröð, Sveinn Sigurjón, f. 8. desember 1890 á af- mælisdegi móður sinar, sem þá var 31 árs; Þórarinn, f. 22. febrúar 1893; Friðrik, f. 1. apríl 1895, og yngst Þórdís Sigríður sem hér er minnst. Sveinn var lærður guð- fræðingur, stundaði fyrst skrif- stofustörf og þýðingar, varð síðar um margra ára skeið ritstjóri þess sígilda tímarits Eimreiðin og rak Bókastöð Eimreiðarinnar í all- mörg ár. Hann var giftur Stein- unni Jóhannsdóttur. Þau voru alltaf búsett í Reykjavík. Sveinn er látinn fyrir allmörgum árum. Þórarinn varð bóndi á Þórarins- stöðum eftir daga föður síns og hreppstjóri Seyðisfjarðarhrepps, hann lést 1974. Friðrik hefur verið búsettur í New York í áratugi. Hann fór til Ameríku alfarinn ár- ið 1914, þá 19 ára og hefur aldrei til íslands komið síðan, stundar hárskeraiðn í New York, giftur norskri konu. Andlát Sigríðar bar að á afmæl- isdaginn minn, þegar ég varð 73 ára. Það minnir mig einnig á að oft gaf hún mér einhverja afmæl- isgjöf, sem gladdi lítinn dreng, og lengi fékk ég frá henni afmælis- kveðjur eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Ég kveð Sigríði frænku mína með þökkum fyrir liðnar samveru- stundir og bið guð að varðveita hana. Ég enda svo þessi orð mín með því að votta börnum og barna- börnum Sigríðar mína fyllstu samúð. Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum. Jóhanna Egilsdótt- ir — Kveðjuorð Hún amma ykkar er dáin, voru þau tíðindi er okkur bárust snemma morguns þann 5. maí síð- astliðinn. Þrátt fyrir háan aldur ömmu í árum, kom þessi frétt okkur á óvart. Hún var svo ern að við gerðum okkur vonir um að fá að njóta samveru hennar hérna megin landamæranna enn um sinn. En kallið kom og amma kvaddi þennan heim sátt við Guð og menn. Nú þegar leiðir skiljast um sinn, minnumst við með þakklæti ailra þeirra samverustunda er við átt- um með ömmu síðustu áratugina. Okkur fannst það mannbætandi að sitja hjá henni og hlusta á viðhorf hennar til lífsins. Góð- mennska, heiðarleiki og umhyggja fyrir þeim er minna máttu sín voru hennar aðalsmerki. Hér á ár- um áður þegar starfsorka ömmu var óskert, tók hún þannig til hendinni, að nú mörgum árum seinna býr fólk að verkum hennar. Þrátt fyrir mikið starf úti í þjóð- lífinu, átti amma alltaf tima af- lögu fyrir okkur barnabörnin, sem leituðum mikið til hennar, allt frá barnæsku og fram á þennan dag. Það að vera afkomandi hennar hefur verið okkur mikið og gott veganesti. Hún og hennar verk eru okkar stolt. Þegar nú er komið að kveðjustund, viljum við þakka elsku ömmu okkar fyrir allt sem hún var okkur og biðjum henni Guðs blessunar á nýju tilverustigi þar sem hún á góða heimkomu, slíkir hafa lífsdagar hennar verið hér á jörð. Guð blessi Jóhönnu ömmu okkar. Ágúst, Kinar og Örn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.