Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 „Hlakkaði svo til að komast í bjórinn og hitt“ Rabbað við Sölva Valdimarsson vélstjóra og sjómann í 60 ár „Ef það voru kallar á bryggjunum í Eyjum svo voru illilegir á svip, höfðu fastan svip og ákveðinn,“ þá spurði ég pabba að því hvort þeir væru formenn og hann galt nær undantekningarlaust jáyrði við því, þeir hafa alltaf haft sérstakt fas skipstjórarnir enda kannski ekkert að furða,“ sagði Sölvi Valdimarsson vélstjóri og sjómaður í upphafi samtals okkar, en Sölvi hefur stundað sjóinn í 60 ár og hefur ótrúlega oft sloppið fyrir horn eins og sagt er, þegar bæði mannskaðar og skipstapar hafa verið innan seilingar. „Ég er Norðfiröingur,“ sagði Sölvi, „byrjaði til sjós á 14. árinu á árabát, fór síðan á norskan dall 17 ára, á færaskak og doríufiskirí við Langanles og þannig valt þetta áfram. Ég var drullusjóveikur fyrst á meðan ég var óvanir, en það fór af og í land fór ég ekki fyrr en um sjötugt eftir að hafa verið á Bláfellinu síðustu árin. Okkur seinkaði af ballinu „Ég var alltaf mótoristi á fiski- bátum og 13 vertíðir reri ég í Eyj- um. Við sigldum mestanpartinn í stríðinu, á Garðari og Bjarka var ég þá og með Færeyingum, en einnig kom ég við sögu í ástandinu eins og það var kallað að flytja vistir, bombur, eiturgas og allan andskotann í herskipin í Hvalfirði en þá urðum við að vera með grím- ur. Þá sigldi ég nokkra túra á fær- eysku skipi til Bretlands, það voru allt Færeyingar um borð nema mótoristarnir, frá íslandi. Jú, víst stóð það stundum knappt. Við sluppum við að vera skotnir niður á Garðari þegar árásin var gerð á Fróða. Markús Sigurjónsson var skipstjóri á Garðari og við vorum að skemmta okkur, skipsfélagarnir í Eyjum, nóttina sem Fróði lagði af stað, en það hafði verið umsamið að við færum í samfloti með þeim. Við vorum hins vegar heldur seinir af ballinu, en koraum að Fróða sund- urtættum skömmu eftir að Skaft- fellingur kom til þeirra. Það var rosaleg sjón að sjá skipið og lík- lega hefðum við fengið sömu út- reið hefðum við verið í samfloti með Fróða, það var engin miskunn hjá Þjóðverjunum þegar svo bar undir. Hálf brúin á Fróða var hreinlega tekin af með sprengikúl- um. Á færeyska skipinu Turid rák- umst við á kafbát. Þetta var á jóladagsmorgun og við á heimleið frá Fleetwood, staddir rétt hjá Færeyjum í svarta þoku þegar stýrimaðurinn sá bát í þokunni. Þegar við komum nær kom í ljós að þetta var þýzkur kafbátur með grænum turni og hakakrossinum máluðum í risastærð, en hann var mikið máður og það var eins og skipið hefði verið í kafi í mörg ár. Mönnum brá heldur betur í brún og það var snúið við á punktinum og keyrt á fullu í allt aðra átt. Aldrei vissum við hvort kafbáts- menn urðu okkar varir, en þetta fór vel, ein kúla hefði dugað til þess að skjóta niður skipið sem var með fullfermi af salti." Ég heföi sokkið eins og lóð „Það stóð glöggt þegar einn hafnsögubátanna í Reykjavík sökk undan okkur fjórum árið 1961 í nóvember. Við vorum að vinna við að leggja rússnesku olíuskipi þeg- ar dráttarvír úr bátnum fór í skrúfu skipsins með þeim afleið- ingum að bátnum hvolfdi á auga- bragði. Við vorum að leggja á bátnum að afturenda skipsins. Við vorum allir uppi nema Sveinn Axelsson hafnsögumaður, er var í stýris- húsinu. Við áttum að rétta upp í skipið dráttarvír og var búið að gera klárt hjá okkur, festa hann í Nóra. Er við komum að skut skipsins voru þeir á skipinu ekki tilbúnir að taka við vírnum. Olíuskipið var á hægu skriði aftur á bak og var skrúfan í gangi. Þegar þeir á skip- inu voru ekki tilbúnir, reyndum Sölvi Valdimarsson, vélstjóri. við í skyndi að bakka frá. Þá varð óhappið. Dráttarvírinn, sem við ætluðum að rétta upp, lenti í skrúfu olíuskipsins og það skipti engum togum. Við heyrðum ægi- lega skruðninga, og um leið hvolfdi bátnum yfir okkur, við skut skipsins, er skrúfan hafði gripið bátinn. Þegar mér skaut upp, en ég er lítt syndur, kom Haraldur Ólafs- son sjómaður, Sjafnargötu 10, upp rétt um leið, og hann greip í mig. Ég sá rétt fyrir framan mig krókstjakann úr Nóra. Ég greip hann og sá lykkju hátt uppi á skipssíðunni. Mér tókst á auga- bragði að krækja í hana! Skrúfa skipsins hélt enn áfram að snúast og það var mikil ólga við skipið. Óttaðist ég að við myndum lenda í skrúfunni. Starfsfélagi okkar, ungur piltur, kom nú líka á stjak- ann. Nú sáum við hvar Nóri var á hvolfi skammt frá okkur og hafði Sverri Axelssyni hafnsögumanni tekizt að komast á kjöl. Það var ægilega kalt í sjónum. Við þorðum ekki að sleppa stjak- anum. Við vorum allir í fullum olíugalla. Rússarnir köstuðu bjarghringjum út en þeir flutu svo langt frá að við þorðum ekki að sleppa. Okkur fannst skipsskrúfan ganga lengi meðan við biðum eftir björgun. Mikil ólga var við skipið og supum við nokkuð sjó. Við bið- um líklega í fullan stundarfjórð- ung eftir að okkur bærist hjálp. Gunnar Magnússon stýrimaður hjá Esso kom niður til okkar á kaðli úr olíuskipinu. Skotið var stiga niður en við vorum orðnir svo þungir og kaldir að við þorðum ekki að sleppa stjakanum. Nokk- urt bil var á milli stigans og okkar. Tollbáturinn kom okkur til bjargar. — En ef krókstjakinn hefði bilað meðan við biðum eftir björgun, þá hefðum við sennilega allir drukknað. Ef báturinn hefði komið fáeinum augnablikum síð- ar, hefðum við allir verið horfnir, því við vorum að gefast upp. Það gekk illa að fá Rússana til þess að stöðva skrúfuna, því það mátti enginn taka ákvörðun um það nema skipstjórinn og hann var ekki í brúnni. Það var því mesta mildi að ekki fór verr, skrúfublöðin kitluðu okkur hrein- lega, svo tæpt stóð þetta. Ég hefði sokkið eins og lóð ef ég hefði ekki haft takið á stjakanum, ósyndur maðurinn." Hugboð eru hlutir sem maður skil- greinir ekki „Ég var um skeið á Bjarka frá Siglufirði og eitt sinn er það að einn kallinn rýkur upp og segir að sig hafi dreymt svo illa um nótt- ina, kveðst hann þess fullviss að Bjarki verði skotinn niður. Dúi, hét þessi maður, og hann sagði upp á stundinni og réði sig á Jarl- inn hjá Óskari Halldórssyni. Mér bauðst einnig pláss á þessu fallega skipi, en ákvað með sjálfum mér að heldur vildi ég sökkva með Bjarka. Dúi fór hins vegar, en Jarlinn kom aldrei fram úr þeim túr. Þannig dreymdi blessaðan manninn fyrir sjálfum sér en ekki okkur. Um skeið var ég á Þormóði ramma, en leiddist þar. Það var lítið fiskirí og leiðinlegt tíðarfar. Ég sagði upp, á hæfilegum tíma, því skipið strandaði skömmu seinna, en allir komust af sem bet- ur fór, björguðu sér á spýtnabraki úr lestarfjölum. Einu sinni á Skalla-Grími lentum við svo nærri boða að þarinn þyrlaðist upp. Við sluppum, en það var víst varla hægt að fara nær honum. Jú, ég hef oft fengið hugboð og tekið ákvarðanir samkvæmt þeim, en það eru hlutir sem maður skilgreinir ekki. Þegar maður fær slíkar dillur er það eitthvað sem maður skilur ekki, en þetta er í ættinni, móðir mín vissi til dæmis alltaf um mig ef ég var eitthvað fjarverandi. Ég var í Eyjum þ'egar saltslag- urinn frægi varð þar, þegar verka- lýðsforingjar neituðu að láta skipa upp salti og feikilegur afli lá undir skemmdum. Þá varð heitt í kolun- um og þá hertist enn meir svipur- inn á Eyjaskipstjórunum. „Ég man að Friðrik Svipmundsson á Stóru-Löndum lagði orð í belg þegar einverjir sögðu að það ætti að henda varkfallsmönnum fyrir björg. „Nei,“ sagði hann, „það á að saga þá, og saga þá hægt.“ í Eyj- um var ég meðal annars með Frið- finni Finnssyni á Gylfanum. Við lentum eitt sinn í miklum rudda við Bjarnarey í 12—13 vindstigum, en sluppum í land við illan leik og bjuggust víst fáir við því. Það var merkilegt með suma þessa báta, það var eins og þeir flytu á málningunni og það var eiginlega furðulegt hvernig maður slapp alltaf í land. Síðasta spölinn í land á Gylfanum í þessum róðri ÚR FÓRUM GAMALS SJÓARA r Sögur af sjómönnum lúkarssögur Tvœr Umhyggjusamur formaður Það var stundum svo fyrr á miklum síldarárum, að verksmiðj- urnar höfðu ekki undan að bræða og það voru löng löndunarstopp hjá flotanum. Tveir vestfirzkir bátar höfðu beðið eftir löndun á Skagaströnd en voru nú lausir, þegar sagan gerist og tilbúnir að halda á miðin. Það voru engir aðrir bátar við bryggju á Skagaströnd en þessir. Komið var undir haust og orðið dimmt af nóttu og var ekki orðið veiðbjart fyrr en um þrjúleytið. Þeir stóðu saman á bryggjunni báðir skipstjórar bátanna og voru að rabba saman. Það var verið að landa síðustu bröndunum. Þar sem karlarnir standa og eru ef- laust að bræða með sér hvert halda skyldi, þetta voru síldar- menn miklir, þá steðjar að þeim hópur ungra stúlkna. Þær safnast um skipstjórana og segjast vera hér á ferð úr Reykjavík, og það hafi talazt svo til með þeim og skipshöfn þeirra, að það yrði sleg- ið upp balli um kvöldið og þær séu búnar að fá harmonikuspilara. Strákarnir hafi sagt þeim, að þeir myndu ekki fá löndun fyrr en dag- inn eftir. Þær fara þess nú á leit við skip- stjórana, að þeir leyfi mönnum sínum að halda með þeim ball. — Við erum nú búnir, stúlkur minar að bíða marga daga eftir löndun og tími til kominn að koma sér út, segir annar skipstjóranna. — Þeir eru nú líka búnir að bíða eftir löndun í allt sumar, pilt- arnir okkar segir hinn, og liggur okkur nokkuð á undir dimmuna? Það er stutt að fara í síld hér út af Kálfshamarsvíkinni og þá hefst annað stopp. Það eru allar þrær fullar. Hinn hélt, að það væri rétt, að þeim lægi svo sem ekki lífið á und- ir myrkrið, en hann kynni nú bet- ur við að liggja með fullan bát inn við bryggju en tóman, en sér væri svo sama þó hann hinkraði við meðan strákarnir fengju sér snún- ing fyrst þennan kvennablóma hefði rekið þarna óvænt á fjörur þeirra. Hann sneri sér síðan að stúlkunum og sagði yfir hópinn, því að hann var raddsterkur mað- I ur og kvað fast að orði: — Jæja, stelpur mínar þetta er þá í lagi, en strákarnir verða þá að fá að ... Mikill sjósóknari Það fóru jafnan miklar sögur með sjómönnum fyrrum af sjó- sóknara einum, sem Oddur hét og var kenndur við Skógarkot. Þegar óvaningar komu fyrst um borð í bát til róðra, voru þeir gjarnan spurður að því, hvort þeir hefðu róið með Oddi. Ungur piltur í Eyjum var spurð- ur þessarar spurningar fyrstrar, þegar hann kom í fyrsta sinn niður í lúkar á bátnum, sem hann hafði ráðið sig á. Það var kokkur- inn, glaðbeittur náungi, sem spurði hann: — Þú hefur náttúrulega róið með Oddi í Skógarkoti í Loðmund- arfjörðinn, piltur minn? — Nei, sagði pilturinn, ég hef aldrei komið í Loðmundarfjörð. — Jæja, sagði kokkurinn, þá áttu nú mikið eftir, enginn fjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.