Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 37 minnist þess að í mars 1916 fóru 4 skip og 38 menn björguðust. Hann rauk bara upp úr hvíta- logni á norðan. Þann dag þurft- um við að lenda annarstaðar en vant var og sumstaðar drukkn- uðu menn víst. En ég hef haft mjög gaman af sjónum um dag- ana og mikið þótti mér alltaf gaman að róa á áraskipunum með samheldnum og góðum mannskap. Sjórinn var alltaf við túngarðinn og gekk oft upp í tún hjá okkur í brimaveðri, en hann var alltaf fallegur, sjórinn." — Hvernig líst þér á sjó- mennskuna í dag? „Þetta er ekkert líkt því sem var, væni minn, en samt verða slysin ekkert síður. Þau eru voðaleg, þessi slys. Ég reri einar fimmtíu vertíðir án þess að nokkuð sérstakt kæmi upp, svona sem blaðamatur, sjáðu. Það þurfti líka alltaf aðgæslu og það tíðkaðist ekki að fjasa útaf smáslettum. Ég er ekki frá því að það sé einhver óstjórn á hlutunum í dag. Þeir skemmdu alveg vertíð- ina í vetur með einhverju banni og svo gefa þeir þá skýringu að sjórinn sé kaldur. Nú, hann hef- ur varla kólnað svo mjög frá því sem hann var á minni tíð. Og svo fjölga þeir bara skipunum þó þau séu alltof mörg og ráðherr- ann ræður ekki við neitt, enda hafa ráðherrarnir fæstir á sjó komið og vita ekki hvurnig þessu hagar til. Ég held þeir ættu frek- ar að reyna að nota eitthvað þessa fiskifræðinga okkar." — Gerir þú þér einhvern dagamun á sjómannadaginn? „Nei, ég fer ekkert. Ég er bíl- laus og kemst ekkert gangandi. Ég dúsa bara heima, enda er ég ekki lengur neinn sjómaður. Það lifir enginn upp aftur það sem hann er búinn að lifa. Mér þótti gaman á sjónum og langar alltaf aftur í huganum, en svona valtur á fótunum er ég engum til gagns. Annars er ekkert að mér nema þessi fótafúi." — G.Sv. Safnplata sem hittir beint í mark. Diana Ross, The Stranglers, Olivia Newton-John, Kraftwerk, Kate Bush, Cliff Richard, Sheena Easton, Duran Duran, Kim Wilde, The Jets, Kim Carnes, Thomas Dolby. FALKINN Suöurlandsbraut 8, Austurveri, Laugavegi 24. Heildsöludreifing sími 84670. GOOGOOPLEX 2 plötur x 45 snúningar á verði einnar. Útg.: gramml) sUÍAorhf PURRKUR PILLNIKK ÞUMALINA Rýmingarsala 60% afsláttur af fallegum tækifærisfatnaöi Sumartískufatnaöur barna í miklu og fjölbreyttu úrvali frá 0—7 á mjög hagstæðu verði. Sokkar, kjólar, blússur, pils, anorakkar, skyrtur, bolir, buxur og matrósaföt í klassísku litunum og sumarlitum, aö ógleymdum aömírálsjakkanum. Sjón er sögu ríkari. ÞUMALÍNA Sími: 12136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.