Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 35 hreinlega vera að deyja út. Það veiðist sífellt minna og ég veit ekki hvað við getum gert ef svo verður. Okkur hefur ekki gengið mjög vel í vetur enda hefur gefið frekar illa. Mikil samkeppni? Nei, ekki nú orðið. Það var frekar áður fyrr og ekki síst þegar sett var í gluggann á vigtinni hversu mikið hver bátur hafði fengið. Þá vorum jafnvel við krakkarnir að metast um hvaða pabbi hafði fengið mest og ef það var ekki pabbi þá var það bara frændi, eða einhver annar ættingi kom í staðinn. Kru margar konur sjómenn hér í Grundarfirði? Konur hafa alltaf verið á sjó — Nei, en hins vegar erum við tvær á mínum bát, kokkurinn, Sæ- vör Þorvarðardóttir og ég. Annars hafa konur alltaf verið á sjó, það fór bara ekki eins hátt áður, en núna er þetta talið merkilegt eða til hneykslunar. Við munum eftir Þuríði formanni og ég hef heyrt að nokkuð sé um að stelpur í Grinda- vík sæki sjóinn. Ég var önnur kon- an sem lauk Stýrimannaskólanum og sjálfsagt hafa einhverjar komið á eftir, en hins vegar held ég að það verði ekki algengt að konur sæki í þessi störf. Er þetta erfitt starf? — Nei, það held ég ekki, annars hef ég ekki samanburð, en ég held að þetta starf sé ekki erfiðara en hvað annað. Skúlína er „Botnari", fædd og uppalin í Grundarfirði, en hún segir að nokkuð sé um að fólk flytjist til Grundarfjarðar. Hún býr í föðurhúsum og segist ekki hafa hugsað sér að flytja þaðan næstu árin fái hún að vera, en tveir bræður hennar stunda einnig sjóinn, annar er í Grindavík, en hinn á togara í Grundarfirði. Allt snýst um sjóinn — Héðan eru nú gerðir út 8 bát- ar og 2 togarar svo það snýst allt um sjóinn og fiskinn hjá æði mörgum, því hér eru tvö frystihús, rækjuvinnsla og saltfiskverkun. En hvernig hafa menn tekið þér i starfinu? — Bara vel, í skólanum fannst sumum þetta furðulegt í fyrstu, en það vandist, sumum öðrum fannst það einnig skrítið, en svo virðist sem fólkinu hér hafi ekki þótt það, enda hefur þetta verið fyrir hendi áður þótt það hafi ekki kannski komist í hámæli. jt- mannshöfuð og líkami hefði orð- ið. Svo litlu munaði, að þarna yrði dauðaslys og eilífðin orðið hans, eins og Bjarna heitins vin- ar míns. Enginn sagði aukatekið orð. Svo eldsnöggt skeði þetta. Þegar við áttuðum okkur, skildum við að hér fylgdi stórt lán. Rættist nú hið fornkveðna: „Hollur er sá sem hlífir." Nú var draumurinn auðráð- inn. Gert var við það sem bilaði og talaði nú enginn um gils Lblökk. Heldur bóman hífð upp og þrætt í. Biiaði það aldrei. Vanalega var fiskað í 3 og 4 dægur. Þá var aflinn settur í land og haldið til veiða aftur. Opinber eftirlitsmaður var þetta sumar í Eyjum. Fylgdist hann með að reglum og lögum væri hlítt við þessar veiðar. Þetta var eldri reyndur togara- skipstjóri og landskunnur afla- maður á sinni tíð. Samfagnaði hann okkur mjög með góðan feng. Þegar honum var greint frá, hversu mjóu hefði munað, að dauðaslys hefði getað orðið varð hann hljóður við. Sjálfur hafði hann horft upp á óhapp, með hörmulegum afleiðingum og dauðaslysi. Taldi hann bestu gæfu fyrir annars fengusælan veiðitúr, að allir komu heilir og óskemmdir heim. Slys verða víst seint umflúin bæði á sjó og landi. A þessum sjómannadegi, óska ég íslenskri sjómannastétt allrar Guðs bless- unar, verrídar Hans og varð- veislu. Það er sjómannakveðja mín í nafni Jesú Krists. Afmælisrit í tilefni 25 ára starfsafmælis Hrafnistu I TILEFNI sjómannadags er komið út rit um Hrafnistu, dvalarhcimili aldraðra sjómanna. í dag eru 25 ár síðan starfsemi heimilisins hófst, en það var á 20. sjómannadaginn, 2. júní 1957. Dvalarheimili aldraöra sjómanna að Hrafnistu í Laugarásnum í Reykjavik og hið nýja Hrafnistu- heimili i Hafnarfirði eru byggð fyrir forgöngu sjómannadagssamtakanna í Reykjavik. í inngangsorðum afmælisritsins segir m.a.: Ákvörðunin um að helga sjó- mannastéttinni einn dag á ári, sem yrði hennar hátíðisdagur og nefnist sjómannadagur, var end- anlega staðfest og samþykkt á fundi fulltrúa frá aðildarfélög- unum þann 25. nóvember 1937. Tilgangurinn með stofnun þessa hátíðisdags var mótaður þegar í upphafi, m.a. til að efla samhug meðal hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar, heiðra minningu látinna sjómanna, kynna þjóðinni lífsbaráttu sjó- manna og þýðingarmikil störf þeirra í þágu þjóðfélagsins og til að beita sér fyrir menningarleg- um velferðarmálum sjómanna- stéttarinnar. I afmælisritinu er ítarlega greint frá hinum ýmsu þáttum, Úr anddyri Hrafnistu svo sem byggingum fyrir aldr- aða, innra skipulagi heimilanna, fjáröflun til framkvæmda, eld- húsi og bakaríi, þvottahúsi og saumastofu, heimsóknum og fjarvistum, matmálstímum, út- varpi, síma, sjónvarpi, pósti, blöðum, tímaritum, vinnuað- stöðu til handavinnu, vinnuað- stöðu við veiðarfæragerð, hár- greiðslu, heilsurækt, læknis- þjónustu, félagslífi og öðru því er snertir þessi mál beint eða óbeint. VOLVO 340 Ný reglugerð Ný verð 2395 4235 Farangursrými þegar aftursæti er lagt fram er 1,2 m3 Verð frá 129.800.- með ryðvörn (5-5-82) Hjá öðrum eru gæði nýjung - hjá Volvo hefð! VOLVO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.