Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 3 Heimilissýningin í dag: Verðlauna- samkeppni um nöfn á flugvélar Flugleiða SÝNINGUNNI Heimilið og fjöl- skyldan ’82 í Laugardalshöll lýkur í kvöld, sunnudagskvöld. Á fostu- dagskvöld höfðu nær 64 þúsund manns heimsótt sýninguna, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér. Bjuggust að- standendur sýningarinnar við að á milli 70 og 80 þúsund manns kæmu á sýninguna. Allt verður með sama hætti í dag og verið hefur, hvað snertir skemmtiatriði sem upp á er boðið á sýningunni, að öðru leyti en því, að sovéski töframaðurinn Arutún Akopian verður að fara af landi brott seinnipartinn í dag, sunnu- dag, þar sem hann á að vera mætt- ur til sýninga á Ítalíu á morgun, mánudag. Sýning hans í kvöld, sunnudagskvöld, fellur því niður, en sýningin í dag fer fram sam- kvæmt áætlun. Hjólað frá Hellu til Reykjavíkur AÐ UNDANFÖRNU hefur verið í gangi verðlaunasamkeppni á vegum Flugleiða á meðal starfsfólks fyrir- tækisins ura nöfn eða nafnaröð á flugvélar félagsins. í dag, sunnudag, verður gestum Heimilissýningarinn- ar í Laugardal gefinn kostur á að taka þátt í verðlaunasamkeppninni, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Sæmundi Guðvinssyni, blaðafulltrúa Flugleiða. Sæmundur sagði að fólki væri heimilt að senda inn eins margar tillögur og það vildi og þau nöfn eða nafnaröð sem best yrðu talin fengju verðlaun, sem eru heið- ursskjal, ferð fyrir tvo til Puerto Rico og gullpenni Flugleiða. Þegar bestu nöfnin hefðu verið valin yrði flugflotinn skírður og síðan allar nýjar vélar sem í flugflotann bættust. í dómnefndinni sitja þrír menn, Leifur Magnússon, Björn Theódórsson og Ólafur Stephen- sen. Sagði Sæmundur að tillögum þyrfti að skila fyrir 31. október næstkomandi. Tunguvegur 19; Falliö frá fyrirhugaðri byggingu á lóðinni BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á föstudag samningsuppkast á milli borgarinnar annarsvegar og Stjórnunarskólans hinsvegar, um breytingu á byggingarframkvæmd- um á lóðinni Tunguvegur 19, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra. Davíð sagði að í samningsupp- kastinu fælist, að Stjórnunarskól- inn byggði ekki fyrirhugaða bygg- ingu á lóðinni, en bygging þessi, sem samþykkt var í tíð vinstri meirihlutans í borgarstjórn, hefur mætt andstöðu íbúa í nágrenninu. Þess í stað yrðu tvö lítil einbýlis- hús byggð þar, en að líkindum fengi Stjórnunarskólinn lóð ann- ars staðar í borginni undir starf- semi sína. Feröaþjónusta er sérhæft Hjá ÚTSÝN annast aðeins reyndir fagmenn ferðaþjónustuna Þessir sérfræðingar í sérfargjöldum þekkja allir leiöirnar sem færar eru Yfir aldafjórðungs reynsla í ferðaþjón- ustu í síbreytilegum heimi er þekking, sem treysta má — Notfærið ykkur hana. SÉRFARGJÖLD — Ekki aðeins til og frá is- landi, heldur einnig um Evrópu, Afríku, Asíu, Áatrallu, Bandaríki Norð- ur-Ameríku, Kanada, Mið- og Suður-Ameríku. Spyrjið hin aérfróðu í ÚTSYN — Það avarar koatnaði. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi AerLingus* A3FKXJ>AOT British © Lufthansa airways OlVWffC /i >fllitalia paiury táP German Airimes ■iMlMWi mi'liK'Ol' S4S 9' WJ AIR FRANCE _ . . tw swissair ANtPORHJGAL tar KLM »1» FLUGFÉLAG MEÐ FERSKAN BUE ^StARNARFLUG Lágmúla7, simi 844 77 MEÐ HVAÐA FLUG- FÉLAGI VILTU FLJÚGA? ÚTSÝN útvegar þér lægsta fáanlega far- gjald á hvaöa flugleið sem er á áætlunar- leiðum allra helztu flugfélaga heimsins. Þú faBrð flugfarseöil hvergi ódýrari en hjá ÚT- SÝN með hvaða flugfélagi sem þú flýgur. Starfsfólk ÚTSÝNAR miölar af þekkingu sinni og reynslu, gefur góð ráð og leið- beínir feröamanninum um alla skipulagn- ingu ferðarinnar. Látið fagmann annast ferðina Farþegar sem gera farseölaviðskipti sín hjá ÚTSÝN, þótt þeir fari á eigin vegum, fá alla þjónustu varöandi pantanir á hótelum, pantanir á framhaldsfarseölum, hvort sem er með flugvélum, járnbrautum, áætlunarbifreiðum eða skipum, miða í leikhús eða á tónleika, knattspyrnu- eða íþróttaleiki, aðgangskort á sýningar, skíðalyftur og fl. Sólarferð með ÚTSÝN — Enn ódýrasti ferðamátinn LONDON — Verð frá 4.770,- Heimsborgin sem býður eitthvaö við allra hæfi: Leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaöa — knattspyrnuleikir — söfn og verzl- anir og fjölbreytt skemmtanalíf. Enn sem fyrr býöur ÚTSÝN hagstæðustu kjörin vegna margra ára viöskipta og hagkvæmra samninga viö gististaöi í hjarta borgarinnar. Brottför þriðjudaga og fimmtudaga. GLASGOW- til mánudags. HELGARFERÐIR Brottför: 17. sept., 24. sept., 15. okt., 29. okt., 12. nóv., 26. nóv., 3. des., 10. des. COSTA DEL SOL — Sumarparadísin 9. sept. — uppselt 16. sept. — 1 vika 30. sept. — 3 vikur MALLORCA 8. sept. — uppselt SIKILEY 15. sept. — 3 vikur (6 sæti laus) FLORIDA St. Petersburg Brottför 3ja hvern laugardag frá 2. okt. AUSTURRÍKI Sólarferðir til skíðalanda Beint flug til Innsbruck 1982—1983. Lech — Badgastein — Zillertal — Kitzbiihel. Verö frá kr. 7.522,00. Bröttför: 19. des., 2., 16. og 30. jan., 13. og 27. febr., 13. og 27. mars. Austurstræti 17, Reykjavík. Sími 26611. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. Sími 22911. Sól - Meiri Örfá sæti laus í þessum ferðum: sól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.