Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 25 Eftir afhjúpun Stalíns — Róið á ný mið Hollander, sem safnað hefur saman mörgum slíkum gullvægum setningum, sýnir fram á, að upp- ljóstranirnar um illvirki Stalíns, jafnvel frá fyrrverandi samstarfs- mönnum hans, hafi samt ekki sannfært menntamennina frá ár- unum í kringum 1960, né heldur kennt þeim meiri varkárni. Þeir flykktust nú til Havana og til Pek- ing, alveg jafn galvaskir og áður. Hewlett Johnson skaut aftur upp kollinum, og fann í þetta sinn í andlitssvip Maos „eitthvað, sem engin mynd hefur nokkurn tíma megnað að draga fram, þessa ólýs- anlegu mildi og vinsemd í svipn- um“. Han Suyin skrifaði, að „Mao gætti þess stöðugt, að lýðræðinu yrði beitt á sem hagnýtastan hátt.“ Orville Schell grípur til óvenju trúarlega fjálglegs orða- lags, þegar hann skrifar, að Kín- verjar hafi drukkið svo í sig hugs- anir formannsins, að „orðið verði nærri því í bókstaflegri merkingu hold,“ og að „hann sé næstum orð- inn yfirskilvitlegur með þjóð sinni." Norman Mailer áleit Castro vera „fyrstu og einu hetj- una, sem birtist á sjónarsviði heimsins frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar". Það var „eins og andi Cortez hefði birzt á okkar tímum, riðandi á hinum hvíta fáki Zapatas." Einnig Sartre fannst Castro vera ofurmenni, sem kæm- ist af án matar og drykkjar: „Af öllum þessum næturvörðum er Castro mest vakandi. Af öllu þessu fastandi fólki getur Castro étið mest og fastað lengst. (Þeir) beita sannkölluðu einræði við sín- ar eigin þarfir ... þeir knýja takmörk hins mögulega til að hopa aftur á bak.“ „Þegar Castro stendur uppréttur," skrifaði Abbie Hoffman, „er hann eins og voldug- ur getnaðarlimur, sem er að harðna, og þegar hann stendur stór og beinn, er mannfjöldinn þegar í stað sem heillaður." Hæfni til að geta fallizt á kraftaverk, ákefðin í að réttlæta ofsóknir, áfergjan í heilagramanna-sögur, allt eru þetta fylgifiskar trúar- hita. „Sá sem ekki er með oss, er á móti oss,“ skrifaði Páll postuli, og undir þessi orð hans tók síðar Eldridge Cleaver í aðvörunarorð- um sínum, sem hann beinir til menntamanna sama sinnis og hann: „Ef þið eruð ekki aðilar að lausn vandans, eruð þið hluti sjálfs vandans." Isaiah Berlin hef- ur skrifað, að leitin að útópiu — að draumalandi hugsjónanna — sé sama og leitin að heildinni, „sú sannfæring, að öll þau varanlegu verðmæti, sem mennirnir hafi trú- að á, hljóti þegar öllu er á botninn hvolft að geta staðið hlið við hlið, og kannski tryggja þessi verðmæti jafnvel hver um sig önnur." Það er eftirtektarvert, hve póli- tískir pílagrímar nota oft orðið „heild" til þess að lýsa þeim þjóð- félögum sem þeir fyrirfundu í Rússlandi, Kína, á Kúbu og í Ví- etnam. Susan Sontag fagnaði því innilega, að „Vietnamar eru heil- steyptir menn, ekki „brot“ eins og við erum.“ Hið sama fannst henni um Kúbumenn: „Þeim er mjög tamt að sýna snögg og ósjálfráð viðbrögð, láta í ljós kæti, tilfinn- ingahita, og þeir kunna að gant- ast. Þeir eru ekki einstrengings- legir og skrælnaðir af prent- menningu." Undur og dásemd Eins og í trúarbrögðum endur- speglar það, sem augað „sér“, hina innri trú fremur en þann raun- verulega hlut, sem athyglinni er beint að. Stundum kemur hin nýja sýn yfir menn eins og eitthvað áþreifanlegt, eins og fyrirburður, lík reynslu Páls postula í Damask- us. Hollander vitnar í Angelu Davis: „Kommúnistaávarpið sló mig eins og eldingarsproti ... líkt og hinn færasti skurðlæknir, nam þetta plagg burt himnur af augum mér.“ Hlutirnir líta líka allt öðru vísi út á eftir, og þess vegna er það, að pílagrímsför er svona dásamleg könnunarferð, þar sem alkunn hversdagsleg fyrirbrigði öðlast al- veg nýja merkingu. Árið 1928 skrifaði Eugene Lyons um Rúss- land: „Annars staðar kynni sóða- skapurinn og óreiðan að verka niðurdrepandi á mann; en hérna virtist okkur þetta vera róman- tískt öreigafyrirbrigði." „Þreyta, óværð, taugaveiki voru fæðingarhríðar gleðinnar," sagði Anna Louise Strong. Þegar Waldo Frank virðir fyrir sér ósköp venju- lega rússneska járnbrautarlest, kemst hann að eftirfarandi niður- stöðu: „Það er eitthvað sérstakt og æsispennandi við rússneska járnbrautarlest, sem stendur kyrr á stöðinni ... Litla eimreiðin er mannleg." Kona nokkur frá Brooklyn, sem var á skoðunarferð í prentsmiðju í Moskvu, kvartaði sáran yfir því, að önnur eins dá- semdar prentvél væri bara ekki til í gjörvöllum Bandarikjunum, en komst svo að raun um, að vélin hafði einmitt verið smíðuð í Brooklyn. Hewlett Johnson fagn- aði ákaflega „nýjum siðareglum" í Kína og benti m.a. á þá staðreynd að ekkert afgreiðslufólk væri á blaðasölum, heldur styngju kaup- endur bara peningunum sjálfir í kassa — en þetta er nokkuð, sem hann hefði getað séð hvar sem var í London. Hinn markvissi svipur Þessi tvöfeldni í viðhorfum ber vott um allt að því sjálfviljuga sjálfsblekkingu. Simone de Beau- voir setti fram þau rök, að það væri svo sem ekkert athugavert við að nota fótstigna leiguvagna í hinu sósíalíska Kína: Ur því að þessi starfi væri nytsamlegur fyrir þjóðfélagið, mætti ekki líta á hann sem niðurlægjandi. Einn heldur óttalegur félagsskapur, sem kallaði sig „Lærdómsmenn á sviði asíumálefna" hitti fyrir aldr- aða konu í Kína, sem vann við að tína með berum höndunum málmflísar úr druslum, útötuðum í olíusmeðju; hendur hennar voru flakandi í sárum, og þeir spurðu hana, hvort þetta væri ekki sárt. Þeir sögðu frá svari hennar: „Þeg- ar maður er að vinna fyrir bylt- inguna, er það ekki sárt.“ Susan Sontag og fleiri féllust umyrðalaust á þá fullyrðingu, að á Kúbu kæmist fólkið af án svefns og ynni 24 stunda vinnudag. Ang- ela Davis sagði hreint út, að á Kúbu „hefði sjálf vinnan við að skera sykurreyrinn öðlast annað og meira gildi eftir byltinguna." Þegar hungursneyðin í Rússlandi var hvað ægilegust árið 1932, fannst Julian Huxley Rússar vera orðnir hávaxnari og hraustlegri útlits en Bretar. Það er hreint furðulegt, hvað obbinn af þessum pólitísku píla- grímum gat lesið mikið út úr svip manna. „Markviss svipur" var eitt af eftirlætis orðatiltækjunum til þess að lýsa Rússum á árunum kringum 1930. Leon Feuchtwanger skrifaði um rússnesk börn á veld- istímum Stalíns: „Með hvílíku óbifanlegu trausti lifa þau lífi sínu og finna, að þau eru lifandi hlutar af markvissri heild.“ Það orð, sem yfirleitt var mest notað um Norður-Víetnama, var „blíðir", en orðið „atorkusamir" um Kúbubúa. „Eitt það fyrsta, sem gestkomandi á Kúbu tekur ef til vill eftir, er hin feiknarlega atorkusemi." Hér er það Susan Sontag, sem aftur hefur orðið. Stundum er líka um heyrnar- ofskynjanir að ræða. Tom Hayden heyrði hátalarana á Peking-flug- velli ekki einungis glymja, heldur glymja af „sannfæringu". Það er óþarfi að taka fram, að hann fann „alls staðar slagæð markvissrar athafnasemi". Iðrun og yfirbót Pílagrímsför er ekki aðeins far- in til þess að virða fyrir sér hið yfirnáttúrulega, heldur líka til þess að gera yfirbót fyrir syndir sínar. I augum bandarískra menntamanna, sem Hollander tekur aðallega fyrir, er einn helzti tilgangur ferðalagsins að losa sig við sektartilfinningu. Sektarjátn- ingarnar hafa á sér hálfgerðan helgisiðablæ, sem minnir á iðr- unarsálmana. Hollander vitnar í auglýsingu frá bandarískum menntamönnum í New York Tim- es: „Við, bandaríska þjóðin — Við: þessir forríku, spilltu, ómann- eskjulegu, hrottafengnu, þjóð- rembufullu, kynþáttakúgandi hvítu Bandaríkjamenn — sem berum sameiginlega sökina á lög- reglu Bandaríkjanna og á illvirkj- unum.“ Félagskonur í Venceremos Bri- gade, sem fóru til Kúbu til þess að gera yfirbót fyrir illvirki Banda- ríkjamanna voru (eins og ein þeirra skrifaði) „lamaðar af sneipu og örvæntingu yfir því mati á verðmætum, sem miðstétt- armenning, mótuð af samkeppni, einstaklingshyggju og kynþátta- fordómum, hafði skapað hið innra með þeim“. í frásögn hennar er annars eftirminnilegur kafli: I morgun komu allar konurnar saman á fund. Flestar hvítu konurnar, sem taka til máls, leggja áherzlu á sektina, við er- um allar sekar; flestar svörtu kvennanna gera árás. Fólk verð- ur að læðast á tánum kringum svertingja, af því að maður fer þó ekki að stæla við blökku- mann — öllu, sem maður segir, er snúið upp í árás á kynþátta- mismunun. Hin aðferðin hjá hvítu konunum er að ráðast á aðrar hvítar konur, sem eru „frjálslyndar", og gera þannig bandalag við þær svörtu ... Allt málið snerist um það, hvílíkar subbur við værum. Kúbönsku konurnar létu í ljós fyrirlitn- ingu sína á því, hve subbulegar við værum, hvernig við fleygð- um fötunum á víð og dreif frá okkur, og hve miklu vatni við sóuðum í þessi löngu steypiböð ... Og á meðan kúbönsku kon- urnar voru að taka til í baðher- berginu, vorum við að rífast um það, hver væri hin seka. Þetta var nú niðri á subbu- stiginu, en ofar á menntamanna- þrepunum leit þetta þó ósköp svip- að út. Mary McCarthy játaði í sambandi við fjöldamorðin í Hué: „Það er alveg ómögulegt að kom- ast að raun um, hvað þarna gerð- ist í raun og veru,“ en hún bætti við: „helzt myndi ég trúa því, að þetta hafi verið Bandaríkjamenn." Svik við kristna trúbræöur Ef telja á pólitíska pílagrímsför einvörðungu gerða til trúarlegra iðkana, og ef sjálf þörfin á að trúa á veraldlegar útópíur og einræð- ishetjur á að koma í staðinn fyrir ósvikna trúrækni, hvernig á þá að útskýra þær sendinefndir krist- innar trúar, sem svo fúslega hafa lagt áróðri gestgjafa sinna lið? Það verður þó að segjast eins og er, að þetta er, ef dæma skal af samantekt Hollanders, ekki sér- lega stórbrotið samsafn manna. Það verður víst erfitt að gera sér í hugarlund einhvern síður andlega sinnaðan mann en Hewlett John- son með sína óstjórnlegu, per- sónulegu hégómagirnd og þann svívirðilega undirlægjuhátt, sem hann jafnan sýndi andspænis ódulbúnu valdi. Eitt er það, sem þessir trúarhópar hafa allir haft sameiginlegt, og það er, hve vand- lega og augljóslega þeir forðast að hitta kristna menn í einræðisríkj- unum, sem þeir gista. Þannig út- skýrði fararstjóri sendinefndar kanadískra presbýtera: „... af ásettu ráði höfum við ekkert sam- band við kirkjuna ... Hið jákvæða við þetta var, að við ætluðum okkur þannig að öðlast skilning á þjóðfélagslegri tilraun Kína, á þann hátt sem Kínverjar myndu kynna hana. Hið neikvæða var, að ... við höfðum það á tilfinning- unni ... að það kynni að verða óþægilegt og neyðarlegt fyrir kristna Kínverja (þ.e. ef Kan- adamennirnir leituðust við að hafa samband við þá), sem reyna að halda uppi kirkjulegu starfi í kyrrþey.“ Formaður sendinefndar kvek- ara til Hanoi tók svipaða afstöðu, er hann lét svo ummælt, „að full- trúarnir í sendinefndinni hefðu ekki farið sem neinn rannsókn- arréttur til þess að grennslast nánar fyrir um orðróminn varð- andi ofsóknir ... ef ásakanirnar um víðtækar ofsóknir væru sann- ar, myndu trúarleiðtogarnir, auk annarra, hafa haft í frammi mót- mæli, fremur en að bíða eftir því, að einhverjir utanaðkomandi vektu máls á þessu." Þvaður af þessu tagi segir sann- arlega sína sögu. Klerkur, sem er gestur hernað- arsinnaðra, guðlausra stjórnvalda og veit, að þau ofsækja hina trúuðu en lætur þó viljandi undir höfuð leggjast að veita fórnar- lömbum ofsóknanna einhverja huggun — sá prestur á ósköp litla trú. Seinheppnir með sæluríkið Það er einkar eftirtektarvert — eins og efnið í bók Hollanders leið- ir lika í ljós — að hinir pólitisku pílagrímar hafa alltaf laðazt meir að tálsýninni, sama hversu ósennileg hún kynni að vera, held- ur en að raunveruleikanum, hversu augljós, sem hann var. Þegar því Rússar, frá og með árinu 1956, tóku að játa opinber- lega, að hið marglofsungna sælu- ríki á dögum Stalíns hefði verið eintóm lygi, og að þeir væru nú að gera sitt bezta til þess að bæta nokkuð ástandið í landinu, tók næstum algjörlega fyrir píla- grimsferðirnar þangað. Hinir helgu dómar höfðu verið vanhelg- aðir af dagsljósinu. Nákvæmlega hið sama átti sér stað eftir að fall „fjórmenninga- klíkunnar" hafði leitt í ljós, að Maó — einnig hann — hafði verið heldur breizkur og óstöðugur í rásinni. Dýrkendur sæluríkisins hafa engan áhuga á föllnum goð- um eða karsprungnum dýrlinga- myndum. Þeim er ekkert um venjulegar mannlegar verur gefið í öllum sínum ófullkomleika — þess konar fólk geta þeir fundið heima fyrir. Það er hið ofur- mannlega, guðdómlega, sem þeir eru að sækjast eftir. Það skiptir þá ekki máli, þótt átrúnaðargoðið sé dálítið brothætt; þeir geta allt- af töfrað fram guðdómleg teikn um heimsendi til þess að halda goðinu sínu á stallinum, líkt og Webb-hjónin gerðu fyrir Stalin eða Noam Chomsky fyrir rauðu khmerana. En hætti hins vegar verðir hinna helgu dóma að taka þátt í blekkingunni og fari sjálfir að láta opinberlega uppi efasemd- ir sínar, þá eru dýrkendur sælur- íkisins samstundis á bak og burt áleiðis til nýrra ódáinsakra. Spurningin er bara til hvaða ódáinsakra? Þegar nú Stalín er fallinn, Maó fallinn, Hó fallinn og Castro á niðurleið — hann játar, að hann geymi kynvillinga á bak við lás og slá — hvert skulu póli- tískir pílagrímar núna halda með sína bráðlátu tvöfeldni í við- horfum? Við þessari spurningu er ekki til neitt einfalt og einhlítt svar. Hollander veitir athygli skyndilegum áhuga norrænna stúdenta á Albaníu, og hann lætur í það skína, að úr því að Anthony Lewis frá New York Times haldi til Angolu sér til andlegrar upp- lyftingar, þá hljóti brátt aðrir að fylgja í kjölfarið. En af þessu er þó svolítill aukakeimur eins og verfð sé að t«yga síðustu dreggjar sælúríkisins. v Ef til vill mætti líta á þessar endurbornu fjöldahreyfingar, sem stöðugt eru að spretta upp núna, með sínar einhliða stefnuskrár — svo afar áþekkar róttækum fjölda- hreyfingum trúaðra á miðöldum — sem eins konar andlega þjálf- unarstarfsemi, á meðan beðið er eftir nýjum einræðis-messiasi. FIMLEIKAR Vetrarstarfsemin er að hefjast. Innritun ferfram 6. sept. í íþróttahúsinu Lækjarskóla, sími: 51385 milli kl. 18-20. FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK. FUJIKA STEINOLÍU' OFNAR AmRHAGSTCTTVEF® Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Gamlir sem nýir... allir þurta ljósasnllingu Verið tilbúin vetrarakstri með vel stillt Ijós, það getur gert gæfumuninn. Sjáum einnig um allar viðgerðir á Ijósum. Höfum til luktargler, spegla. samlokur o.fl. i flestar gerðir bifreiða. BRÆÐURNIR ORMSSON h/f LÁGMÚLA 9 SÍMI 39*20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.