Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Gamla timburkirkjan, sem nunnurnar reistu 1897. Hús þetta stendur ennþá, er á horninu á Túngötu og Hofsvallagötu. Baudoin frá Reims kom til ís- lands, árið 1858, voru síðustu leif- ar hins kaþólska siðar að hverfa. Baudoin, sem Islendingar köll- uðu Baldvin kaþólska, fæddist ár- ið 1831 í JuniviIIe í biskupsdæm- inu Reims í Frakklandi. Hann tók prestsvígslu árið 1856 og gekk nokkru síðar í þjónustu Norður- heimskautstrúboðsins kaþólska og hélt til Islands til aðstoðar séra Bernard, sem komið hafði hingað til lands árið áður, við trúboðs- starfið. Baldvin kaþólski lést í heimabæ sínum í Frakklandi 1875 og 2 ár lá trúboðsstarf kaþólsku kirkjunnar niðri hér á íslandi. Það var ekki fyrr en árið 1895 að kaþólski bisk- upinn yfir Danmörku, Johannes von Euch sendi tvo presta, Johannes Frederiksen og Otto Gethman til Reykjavíkur til að vinna að endurreisn kaþólska trú- boðsins á Islandi, sem hafði verið prestslaust frá því 1875. Séra Frederiksen gerði sér fljótlega grein fyrir því að án hjálpar klaustursystra væri lítils árang- urs að vænta í hinu erfiða trú- boðsstarfi. Því bað von Euch bisk- up St. Jósepssystrareglu frá Chambery í Frakklandi um að koma til hjálpar. Var beiðninni vel tekið. - Fjórar nunnur - Hinn 14. júlí 1886 hélt séra Max Osterhammel með gufuskipinu Lauru ásamt fjórum klaustur- systrum áleiðis til ísiands. Tvær þeirra voru franskar, þær systir Marie Ephrem príorinna (fædd í bænum Cruet í Savoyen, Frakk- landi, 1855, vann klausturheit sitt 1882. Hjúkrunarkona að mennt. Andaðist í Khöfn 1929) og systir Marie Justine (fædd í Thyregod í Vejleamti í Danmörku 1855. Vann klausturheit sitt 1890. Lærð hjúkrunarkona. Andaðist í Khöfn 1919). Hinar tvær voru danskar og var sú, sem þessi frásögn er byggð á, önnur þeirra, systir Clemence de Jesus (fædd í Arósum í Dan- mörku 1875, 15 ára ákvað hún að helga sig klausturlífi. Hvarf 21 árs til Islands. Hvílir í íslenskri mold bak við dómkirkjuna i Landakoti þar sem hún lifði og starfaði), en hin hét systir Thekla (fædd í Had- erslev í Danmörku 1860. Vann klausturheit sitt 1894. Andaðist í Khöfn 1947). Tilgangurinn með för systranna var einkum sá að hjúkra eftir því sem við jrði komið hinum holds- veiku á Islandi. Jesúítapresturinn séra Jón Sveinsson (Nonni) vildi gjarna hjálpa hinum ógæfusömu löndum sínum og með stuðningi von Euchs biskups, hóf hann að safna peningum í aprílmánuði 1895 til þess starfs. Var hug- myndin að byggja kaþólskan spít- ala, sem síðar skyldi afhentur St. Jósepssystrum. Segir systir Clem- entina í endurminningum sínum að þegar Jón Sveinsson hafi verið búinn að safna um 30 þúsund frönkum til sjúkrahússbyggingar- innar hafi honum verið sagt, að danskir Oddfellowar væru þegar búnir að safna 90 þúsund krónum í sama skyni. Þessi leyniregla hóf litlu síðar að byggja spítala og fékk Alþingi til þess að sam- þykkja, að kaþólskir skyldu um alla framtíð vera útilokaðir frá þessu líknarstarfi. Söfnunarfé Jóns Sveinssonar var því afhent von Euch biskupi til varðveislu. - „GuÖ blessi þær“ - Eins og áður sagði komu þær St. Jósepssystur sér fyrir í prestshús- inu í Landakoti. Þar hófu þær barnakennsiu í einu herbergi hússins en nemendur voru fáir í fyrstu, ekki nema tvö börn. Fljót- lega bættust þó fleiri við. Það leið ekki heldur á löngu áður en fólk heyrði af góðverkum ýmsum, sem systurnar unnu af hendi, og leitaði það í ríkum mæli til þeirra með fingurmein eða slæmsku í augum og annað þess háttar. Til þess að getað sinnt fátæka fólkinu, sem til þeirra leitaði, kepptust nunnurnar við að læra íslensku, „sem er mjög erfitt tungumál", segir Clement- ina á einum stað. Oft á dag var barið að dyrum og spurt eftir lækninum, en þannig ávarpaði fólkið systur Elísabetu, sem kom til íslands 1897 til aðstoðar hinum fjórum nunnunum (fædd í Þýska- landi 1863. Vann klausturheit sitt 1887. Stundaöi hér hjúkrun, ein- kum á Fáskrúðsfirði. Andaðist í Oðinsvéum 1929). Segir systir Clementina svo frá: „Dag einn kom gamall fátækl- ingur og bað um matarbita. Vesl- ings maðurinn skalf af kulda og vissi naumast, hvernig hann átti að þakka okkur. Litlu síðar urðum við varar við, að hann gekk tvisvar umhverfis húsið. Hann stað- næmdist við hvern glugga, gerði krossmark titrandi hendi og sagði hverju sinni: „Guð blessi þær.“ Við síðasta gluggann sagði hann hátt og snjallt: „Guð blessi allar nunn- urnar í Landakoti." Ef til vill eig- um við þessu fátæka fólki að þakka, hversu Drottinn hefur leyst úr öllum okkar vanda. Já, við fundum fljótt að þetta fjarlæga trúboð okkar langt úti við Dumbshaf gat ekki orðið til og dafnað án alls kyns skorts og erf- iðleika. En þetta fékk ekki mikið á okkur. Við minnumst enn daganna þegar systir Thekla þraukaði á hnjánum fyrir framan olíuvélina á stólnum með skaftpott í hendinni til þess að búa til einn matar- skammt í einu handa hverri okkar fjögurra systra. Og svo var það líka, þegar við vorum að þvo og strjúka þvottinn. Við höfðum ekk- ert þvottahús og urðum þess vegna að nota litla svefnherbergið okkar. Þar voru þrjú rúm, og máttum við raða þeim hverju yfir annað til þess að koma fyrir tveimur þvottabölum. Að því er mat snerti máttum við einnig á stundum færa Guði ofurlitlar fórnir. Fæða var stundum af skornum skammti, og þess vegna vorum við frönsku sjómönnunum ekki lítið þakklátar, er þeir af ör- læti sínu færðu okkur stóran kassa fullan af skipskexi, sem dugði okkur í heilt ár með morg- unkaffinu og tevatninu á kvöldin. Eitt sunnudagskvöldið gerðist það, að séra Frederiksen sagði í miðri prédikun: „Vill maðurinn þarna úti við dyrnar gera svo vel að taka ofan.“ En þetta reyndist þá vera kona með derhúfu á höfð- inu svo stórvaxin, að prestinum sýndist hún vera karlmaður. Presturinn endurtók orð sín, svo að veslings konan sá sér ekki ann- að fært en ryðjast í gegnum mannfjöldann alla leið upp að prédikunarstólnum, svo að prest- urinn mætti sjá, að hér væri kona á ferð. Þetta broslega atvik varð til þess, að þessi ágæta kona heim- sótti prestinn síðar um kvöldið. Nokkrum dögum eftir þetta hóf hún nám í kaþólskum fræðum. A aðfangadag jóla tók hún kaþólska trú, og á jóladag var hún í fyrsta sinni til altaris. Þessi íslenska kona (Guðlaug Arason kennslu- kona frá Flugumýri í Skagafirði) var ein af afkomendum Jóns Ara- sonar síðasta kaþólska biskupsins yfir íslandi." Landakotsspítali elsti, reistur 1902. Það tókst að safna fé til lítillar kirkju, sem þær systur fluttust í, en gömlu kirkjunni var breytt í sjúkraskýli fyrir franska sjómenn, þar til 1902 að franska stjórnin lét reisa spítala í öðrum hluta bæjar- ins. Síðan lágu engir Frakkar í sjúkraskýli þeirra systra. Það var líka 1902, sem Landakotsspítali hinn elsti var reistur. Siðan eru liðin 80 ár. Á árunum 1932—1934 var mikil nýbygging reist við vesturenda gamla sjúkra- hússins. Þegar hún var komin upp, voru 140 sjúkrarúm samtals í báð- um húsunum. Þá höfðu orðið geysimiklar framfarir frá því er gamla sjúkrahúsið var byggt, ekki hvað síst á sviði læknisfræðinnar og hjúkrunar, svo hin gömlu form voru allsendis ófullnægjandi. Og gamla sjúkrahúsið systranna stóðst ekki lengur þær kröfur, sem nýir tímar gerðu til slíkra stofn- ana. Um annað var ekki að ræða en annaðhvort stækka eða breyta sjúkrahúsinu í nútímahorf eða hætta rekstrinum að öðrum kosti. Það var ráðist í að stækka. Fyrsta skóflustungan að hinni nýju álmu sjúkrahússins var tekin sumarið 1956 og var hægt að hefja not af henni sjö árum seinna. Arið 1966 var nýbyggingunni lokið og á næstu árum tókst systrunum að greiða niður allar skuldir þangað til þær áttu húsið skuldlaust. - Systrunum fækkar - En það voru aðrir örðugleikar komnir til sögunnar. Systrunum fækkaði ár frá ári, aldurinn færð- ist yfir þær og ýmsar voru af þess- um heimi kvaddar og gengu ekki nægilega margar í regluna til að hægt væri að halda starfseminni áfram í sama horfi. Það sama var að gerast í Danmörku. Það hlaut að koma að hinu óhjákvæmilega. Þær urðu að selja sjúkrahúsið. Reynt var að fá aðrar systur til að reka það, en reglur voru ekki leng- ur aflögufærar um fólk og 1977 var undirritaður samningur milli systranna og íslenska ríkisins um sölu sjúkrahússins. Systurnar höfðu hafið byggingu nýs húss við Holtsbúð 87 í Garðabæ árið 1974 til dvalar fyrir þær systur, sem náð höfðu eftirlaunaaldri og fluttu þeir þangað smám saman, þegar húsið var fullbyggt, eða frá og með árinu 1976. Er rúm í því húsi fyrir 15 systur og prest. í Hafnarfirði reistu St. Jósefs- systurnar sjúkrahús sem vígt var 1926. Árið 1930 hófu systurnar Cyrilla og Delphina barnakennslu í litlu íbúðarhúsi í Hafnarfirði. 1939 var tekið í notkun skólahús, sem hætti störfum 1961. Jósefs- systur eiga húsið við Öldugötu 10 í Reykjavík og þar bjuggu þær syst- ur, sem unnu á Landakotsspítala. Húsið hafa þær lagt fram til af- nota fyrir kirkjuna og flutt sig yf- ir á Bárugötu 2. Jósefssystur, sem hér hafa verið frá 1896 hafa verið frá danska umdæminu og flestar verið þýskar. Þó gengu fjórar ís- lenskar konur í regluna, en þær eru nú allar látnar. Það voru þær Kristín Björnsdóttir, Halldóra Marteinsdóttir, Guðrún Gísladótt- ir og Svanlaug Guðmundsdóttir. - Brautryðjendur í sjúkrahúsmálum - Torfi Ólafsson, forstöðumaður kaþólskra leikmanna á íslandi, segir í tímariti félagsins, Merki krossins: „Systurnar láta vel af veru sinni hér á landi. Þær segjast aldrei hafa orðið fyrir aðkasti eða óvild, en notið virðingar og vin- áttu landsmanna enda eiga þær annað eins og meira skilið fyrir hið mikla og ósérplægna starf sitt hér á landi. Þær voru braut- ryðjendur í sjúkrahúsmálum þessa lands, þær hjúkruðu sjúkum meðan geta þeirra leyfði og kröfð- ust engra launa fyrir, sjálfum sér til handa. Ég veit ekki um marga sem hafa leikið það eftir þeirn." - St. Franciskusystur - Oscar Clausen segir svo frá í bók sinni „Á fullri ferð“ (Bókfells- útg. 1959) að á árunum 1928—30 hafi Hólmurum virst bygging sjúkrahúss þar vera orðið aðkall- andi mál, ekki síst þar sem St. Jósefssystur höfðu þá þegar hafið rekstur sjúkrahúsa í Reykjavík og Hafnarfirði. Bað Páll V. Bjarna- son, sýslumaður Snæfellinga, Oscar um þessar mundir að færa í tal við Martin Meulenberg, biskup kaþólskra á íslandi, hvort vegur væri til að kaþólska trúboðið á ís- landi gæti tekið að sér byggingu og rekstur sjúkrahúss í Stykkis- hólmi. Biskup tók málinu vinsam- lega enda vildi hann gjarnan að kaþólska trúboðið á íslandi færði út kvíarnar. Biskup sendi málaleitun þessa áleiðis til Rómar en þar reyndist í fyrstu erfitt að finna lausn á mál- inu. Var það alllengi í athugun, en loks barst jákvætt svar. Van Ross- um kardináli, sem hingað kom 1923 og síðar 1929, þá til þess að vígja dómkirkju Krists konungs í Landakoti, hafði um þessar mund- ir með höndum málefni kaþólskra manna á Norðurlöndum. Hann fékk áhuga á málinu og bað um upplýsingar varðandi Stykkishólm og nágrenni. Var síðan greinar- gerð um það mál send til Rómar. Svar kom eftir nokkra mánuði frá kardinálanum. Hafði hann þá falið St. Franciskureglunni í Brússel að taka sjúkrahúsmálið að sér og varð reglan við þeim til- mælum, enda bundin hlýðnis-' skyldu við páfastólinn. Vorið 1932 kom svo príorinna úr reglunni frá Brússel, ásamt einkaritara sínum, og fóru þær með Oscari Clausen, Meulenberg biskupi, Maríu Vikt- oríu príorinnu í Landakoti og syst- ur Maríu Matthildi vestur í Stykk- ishólm. Þar var fyst talað við hreppsnefndina því að hún hafði heitið ókeypis lóð undir sjúkra- húsið og varð samkomulag um stað, sem biskup var ánægður með. Var hafist handa við byggingu sjúkrahússins 1935 og varð húsið fullbyggt á því ári. Þá var beðið eftir leyfi fyrir rekstri sjúkra- hússins hjá landlækni, en leyfis- veitingin dróst svo á langinn að ekki var hægt að opna sjúkrahúsið fyrr en ári síðar. Sjúkrahúsið var byggt fyrir 45 sjúklinga. Fyrstu fjórar systurnar af St. Francisku- reglunni komu til Stykkishólms 1935. Systir Amanda var príor- inna þeirra. í þeirri reglu Franciskusystra, sem starfar í Stykkishólmi voru á árinu 1981 alls 9056 systur, sem dreifðust í 879 klaustur í 70 lönd- um. Þetta kemur fram í grein eftir Ólaf H. Torfason kennara, sem birst hefur í Merki krossins. Flest- ar eru reglurnar í Evrópu, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.