Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 67 Níræðisafmæli: Cand. theol. Halldór G. Gunnlaugsson bóndi Á morgun, mánudaginn 20. september, verður níræður Hall- dór Gísli Gunnlaugsson, bóndi og fyrrverandi hreppstjóri á Kirkju- bergi í Grímsnesi. Hann er fæddur á Kiðjabergi árið 1892 og voru foreldrar hans hin víðkunnu og gagnmerku hjón Gunnlaugur hreppstjóri þar Þorsteinssonar, sýslumanns og kansellíráðs á Kiðjabergi Jónsson- ar umboðsmanns á Stóra-Ármóti Johnsen, og Soffía Skúladóttir prófasts Gíslasonar á Breiðaból- stað í Fljótshlíð. Að Halldóri standa því stórar ættir höfðingja langt aftur í aldir, lærðra og leikra, embættismanna og bænda, sem í langa tíð hafa gert garðinn frægan og margir staðið í fylkingarbrjósti í íslensku þjóðlífi og í sókn til andlegrar og verklegrar menningar. Þau Gunnlaugur og Soffía á Kiðjabergi eignuðust 6 börn og var Halldór næstyngstur. Er hann nú einn eftir af þeim fríða hópi, en hin fimm látin. Þau systkinin auk Halldórs voru Guðrún Sigriður Briem, Skúli, bóndi og héraðshöfð- ingi í Bræðratungu, Steindór, borgarfógeti í Reykjavík, Jón Ólafur, deildarstjóri í Stjórnar- ráðinu, og yngstur Ingi, bóndi í Vaðnesi og síðar starfsmaður hjá Pósti og síma í Reykjavík. Halldór var ungur settur til mennta og lauk hann stúdents- prófi í Reykjavík sumarið 1913. Árið 1917 lauk hann guðfræðiprófi við Háskóla íslands. Frá prófborð- inu lá síðan leiðin aftur heim til átthaganna þar sem hann átti langt líf fyrir höndum og mikið ævistarf. Halldór tók við hreppstjóra- embætti af föður sínum árið 1932 og hafði Gunnlaugur þá gegnt því frá árinu 1893, í 40 ár. Hreppstjóri var Halldór í 38 ár uns hann sagði af sér árið 1960. Símstjóri á Kiðja- bergi varð hann eftir föður sinn árið 1936, þangað til það starf var lagt niður með nýrri skipan fyrir nokkrum árum. I niðurjöfnunar- nefnd og skattanefnd var Halldór í 34 ár, frá 1924—1958, og jafn- framt á þeim árum í hreppsnefnd. Gunnlaugur Þorsteinsson, faðir Halldórs, andaðist á Kiðjabergi 85 ára að aldri þann 3. mai 1936 og Soffía kona hans 18 árum síðar, þann 8. mars 1954 einnig á Kiðja- bergi. Þau Gunnlaugur og Soffia voru höfðingjar og höfðu mikla mann- kosti til að bera. Þau voru auðnur- ík og báru gæfu til þess alla tíð að vera veitendur, enda bæði örlát og sérstaklega hjálpfús. Sómi voru þau sveitar sinnar og samfélags, enda oft til þeirra leitað þegar vanda bar að höndum, svo sem sjúkleika á heimilum, ástvina- missi eða önnur vandamál sem bráðrar lausnar þurftu við. Og engan létu þau hjónin bón- leiðan frá sér fara, heldur var ávallt bætt úr eftir því sem föng voru á. Þess vegna meðal annars voru þau virt og mikils metin af samtíð sinni, samferðafólkinu, skyldum og vandalausum, sem notið fengu góðvildar þeirra og hjartahlýju um langan aldur. Ég get þessa hér til þess að þeir, sem yngri eru og ókunnugir Kiðja- bergsheimilinu eins og það var í tíð þeirra hjóna, Soffíu og Gunn- laugs, fái um það nokkra vitn- eskju, og einnig til þess að reyna að opna og varpa nokkru ljósi yfir baksvið uppeldisára Halldórs Gunnlaugssonar heima í föður- húsum, því að sagt er að lengi búi menn að fyrstu gerð og beri jafn- an svipmót síns heima. Árið 1925 tók Halldór við búi á Kiðjabergi af foreldrum sínum og tveim árum síðar keypti hann af þeim jörðina og aðrar þær jarð- eignir sem henni heyrðu til og hef- ur hann búið þar síðan vænu búi á hlunnindajörð í 57 ár. Meðan for- eldra Halldórs naut við voru þau að búi með honum og einnig fóst- urbróðir hans, Þorsteinn Stef- ánsson, sem barnungur kom að Kiðjabergi með föður sínum og ólst upp með Halldóri, jafnaldri hans, og dvaldi þar alla ævi síðan, lengst af sem ráðsmaður, dugnað- ar- og eljumaður mikill, traustur og trúr húsi og heimili. Þorsteinn andaðist árið 1969, 78 ára að aldri. Nú eru þeir aðeins tveir heimil- isfastir þar, Halldór bóndi og Þorlákur Jónsson, sem ungur kom að Kiðjabergi sem tökudrengur að móður sinni látinni. Það má með sanni segja að nú sé öldin önnur á Kiðjabergi en áður var, þegar 20—30 manns voru þar til húsa um háannatímann. Það hafa orðið straumhvörf á Kiðjabergi, á höfuðbóli. Mikið fámenni, en samt enn allmikið bú með kúm og sauðfé. Halldór er ókvæntur og aldrei tók hann prestsvígslu þótt hann hefði til þess menntun og ótvíræða hæfileika. Hann valdi það hlut- skipti að gerast bóndi á föðurleifð sinni, standa við hlið foreldra sinna og feta í fótspor föður síns; vera mannasættir sem hann og héraðshöfðingi. Að inna það hlut- verk af hendi með sóma veit ég að hefur verið erfitt og vandasamt og stundum ekki þakkað sem skyldi. Það var mér mjög til ánægju fyrir nokkru, nú á hallanda sumri, að eiga enn eina næðisstund með Halldóri bónda yfir kaffibolla á sýslumannskontórnum gamla á Kiðjabergi eftir 44ra ára kynni. Enn er hann, þótt háaldraður sé, kvikur og reifur í huga og hjarta, skemmtilegur og hnyttinn. Enn býr hann yfir ótæmandi fróð- leik um menn og málefni, orðum og atvikum, um svo margt sem hann hefur heyrt, numið og reynt á langri ævi. Hann hefur enn frá- bæra frásagnarhæfileika og vefst ekki tunga um tönn, enda stál- minnugur og auk þess prýðilega vel gefinn. Og stundum nemur hann staðar við þáttaskil í frásögn sinni eins og hann gleymi stað og stundu, og hverfi að öllu á vit horfinna tíma, lifi aftur upp atvik og atburði löngu liðna, sem enn eru ferskir í hugskoti hans. Hann horfir þá um stund fjarrænum augum út um gluggann, út í birt- una og gróandi síðsumarsældina, sem við honum horfir, og verið hefur honum augnayndi í 90 ár. „Það mun vera rétt að því er ég best veit, að ég er nú elsti guð- fræðingur þeirra sem nú eru á lífi hér á landi. Hann séra Erlendur Þórðarson, skólabróðir minn og vinur, sem lengst af var prestur í Odda á Rangárvöllum, er að vísu jafnaldri minn, þó nokkru eldri í árinu, en hann lauk ekki guðfræði- prófi fyrr en 14. júní 1917, en ég 13. febrúar veturinn fyrir.“ Svo mælti Halldór aðspurður. Og er hann því nestor núlifandi íslenskra guðfræðinga. Og við förum úr einu í annað, því að nógu er af að taka og margt um að ræða; „Ég var átta ára," segir Halldór, „þegar ég fór fyrst að mjólka. Ég hef mjólkað kýrnar í 82 ár og auk þess ærnar í kvíum meðan var og hét.“ Klukkan á veggnum slær stund- ina nokkrum dimmum höggum til aðvörunar. Og Halldór bregður snögglega við; „Nú er mál .að fara í fjósið,“ segir hann. „Fáðu þér kaffi, ég kem að vörmu spori." Ég sit inni á kontórnum og virði fyrir mér það sem fyrir augu ber. Hvítþvegið, máð sýslumannsborð- ið, stórt, þungt og viðamikið, gert til að fella við það enn þyngri ör- lagaríka dóma fyrir yfirsjónir syndugra mannsbarna. Hornskáp- inn hvelfda í horninu við dyrnar með skráargatinu stóra, sem sýslumaðurinn einn hafði lykil að, og nú er ofvaxið eftir týndan lykil tímans. Og enn hangir ljónsmynd- in á veggnum sem hún amma hans Halldórs saumaði, hún Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir Oddsen, sýslumannsfrúin, og hefur mér verið sagt að í Ijónsmakkanum einum séu 24 litir. Já, vafalaust hafa mörg og mikil örlög verið ráðin í þessari litlu stofu, frá öndverðu í rúm hundrað ár. Maður þykist stundum geta séð margt í skuggsjá eigin ímyndun- arafls. Halldór er kominn aftur frá mjöltum. „Já, það var hann Páll Halldórsson, trésmiður, tengda- faðir hans Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra, afi Vilhjálms útvarpsstjóra og Gylfa prófessors, sem reisti þetta hús og smíðaði fyrir sýslumanninn, hann Þor- stein Jónsson, kansellíráð, afa minn, árið 1867. Páll smiður gerði einnig brúð- arbekk af miklum hagleik, sem hér hefur lengst af verið til, en sem ég nú veit ekki hvað orðið hef- ur af. Um þennan bekk er sagt að hann hafi ort þessa vísu að smíð- inni lokinni: Brúðhjónin sem brúka fyrst bekkinn þann ég laga óska ég að akneytist alla sína daga. Þetta mun enginn hafa tekið al- varlega á sínum tíma, enda Páll smiður ekki mælt fram þessar ljóðlínur í neinni alvöru og vísa þessi því ekki orðið að neinum áhrínisorðum. Minnir mig að ég hafi heyrt að sjálfur Páll og kona hans hafi fyrst hjóna sest á brúð- arbekk þennan og hjónaband þeirra verið hið farsælasta. Mér finnst að ég hafi verið ham- ingjumaður,“ segir Halldór, og hefur nú kveikt sér í vindli. „Ég er þakklátur Guði og forsjóninni fyrir það sem mér hefur verið gef- ið og ég fengið að njóta, góða for- eldra og systkini, trygga vini og farsælt samstarf við sveitunga og aðra samferðamenn. Ég er þakk- látur fyrir það hve allir hafa verið mér góðir frá fyrstu tíð, og gleymi ég þá ekki blessuðu gamla fólkinu, sem því miður verður að segja að stundum eins og rak hér á fjörur undan lifsvanda fátæktar og um- komuleysis en sem betur ber fann hér þráð öryggi og skjól. Nöfnin eru mörg karla og kvenna, sem ég man, 25 í það minnsta síðan fyrir aldamót, sem hér áttu skjól og heimili seinustu árin sín, eftir meiri og minni hrakningar á ber- angri lífsins. Ég minnist og barn- anna fjölmörgu, sem hér hlutu uppeldi, lengur eða skemur, frá bernsku- og unglingsárum, sum allt til fullorðinsára. Þess vegna finnst mér ég hvorki vera einn né einmana á gamals aldri, að sál mín nærist á ljúfum minningum frá horfnum dögum um kæti barna í leik hérna í hlaðvarpan- um, um einlæga barnslega gleði þeirra, en stundum sorgir og tár, sem hurfu sem dögg fyrir sólu á samri stund.“ Það er orðið áliðið. Sól gengin vestur fyrir Berg og nóttin á næsta leiti. Og lygn streymir Hvítá við túnfótinn undir hljóð- látri kveðandi fossins við Langa- tanga. Lygn og breið líður hún áfram og ber við sólroðinn kveld- himininn, sefgræn með iðandi ívafi himinblámans, hljóð inn í ómæli næturinnar. Ég býð góða nótt og þakka eftir- minnilega samverustund með góð- um og mætum drengskaparmanni. Guð gefi þér, Halldór, að njóta næðis og hvíldar í áfangastað. Heill þér, níræði heiðursmaður. Grimur Grimtnnn Nýjungarnar komafrá „ISGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP". „ÍSGRIP“ hefur þá eiginleika aö haröna ekki í kuldum, heldur helst þaö mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ISGRIP" dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliðum (Superfiller) sem veitir aukiö öryggi viö akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggið í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Utsölustaðir um land allt. álslandi BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 812 99. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl' AI GLVSIR l'M ALLT LAN'D ÞEGAR Þl' AIGLVSIR I MORGl'NBLADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.