Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 7 Vilt þú dansa Nú gefst Íslendingum tækifæri til ad dansa og taka þátt í danssýningu sem sett verður upp í Broadway af Steve Fant og Sóleyju Jóhannsdótt- ur. Innritun fer fram í Broadway, sími 77500 daglega til 30. september. Kennsla hefst aö loknu inntöku- prófi eftir 3. október. Notiö einstakt tækifæri til aö njóta topp tilsagnar. 19CCAD mr Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. VerðbréfemarkaÖur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566 Ingólfur Gylfi Þ. Eysteinn Lúðvík Samhengið og ábyrgðin Sjónvarpsþátturinn meö ráðherrunum fyrrverandi á þriöju- daginn var prýöileg áminning um þaö, aö á þessum tímum örra breytinga þegar fæstir gefa sér tóm til aö staldra viö og líta um öxl er það þó nauösynlegt til aö menn sjái hlutina í réttu samhengi og geti betur axlað þá ábyrgð sem á þeim hvílir viö úrlausn samtímavanda. Eins og þeir bentu á hefur mikiö áunnist á þeim 40 árum sem þeir hafa hver meö sínum hætti veriö virkir þátttakendur í stjórnmálalífinu — þegar litiö er til stööu þjóðmála nú hljóta menn hins vegar aö spyrja: Stöndum við undir þeirri ábyrgö sem því er samfara aö taka viö fyrri ávinningum? Atta menn sig á því, hvaö eru aukaatriði og hvaö aðalatriði þegar gæta þarf sjálfstæðis þjóðarinnar, lífshagsmuna og afkomu? Sjálfstæðiö og landhelgin Sjonvarpsþállurinn með þeim Ingólfi Jónssyni, Gylfa 1». Gíslasyni, Eysteini Jónsssyni og Lúðvík Jós- epssyni var fróðlegur fyrir margra hlula sakir. Af reynslu og yfirsy n litu þeir yfir farinn veg og mátu þátt sinn við framgang hinna mikilvKgustu mála. Ekki verður þó komist hjá því að nefna það sem þeir töluðu ekki um. Ekki var minnst á stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944 og enginn þeirra drap á þær afdrifaríku ákvarðanir í ulanríkismálum sem tekn- ar voru í lok fimmta ára- tugarins og byrjun þess sjötta með aðildinni að Atl- antshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. A því kann að vera mjög einfold skýring, hvers vegna stjórnmála- kempurnar slepptu því að minnast á þessi atriði: An sjálfstæðisins og ráðstaf- ana til að tryggja öryggi og frelsi þjóðarinnar skipti allt annað engu máli. Þetta er svo sjálfsagt að á það þarf ekki að minnast. Athyglisvert var hve miklum tíma þeir Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jós- epsson vörðu til að réttlæta útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 12 mílur 1958 og 50 mílur 1972. f löngu máli var útlistað fyrir sjónvarps- áhorfendum, hve gífurlega merkilegar þessar ákvarð- anir hafi verið. Þær útlLst- anir voru í hróplegri and- stöðu við þögnina um sjálfstæðis- og öryggismál- in og geta ekki vakið ann- að en þá hugmynd hjá hlustandanum, að þeir sem stóðu fyrir útfærslunum 1958 og 1972 finnLst þeir eiga undir högg að sækja hjá almenningi. Það liggur raunar fyrir, að hvorki 1958 né 1972 var stigið lokaskrefið i landhelgis- málinu, í ba-ði skiptin var verið að leika biðleiki. Með aðgerðunum í landhelgis- málinu í lok fimmta og upphafi sjötta áratugarins var leiðin að lokamarkinu opnuð með landgrunnslög- unum og uppsögn samn- ingsins frá 1901 og loka- markið náðist síðan með útfærslunni í 200 sjómílur 1975. Það er því verið að skekkja söguna og gera aukaatriði að aðalatriðum, ef sú söguskoðun á að telj- ast hin eina og rétta, að 1958 og 1972 hafi úrslit landhelgismálsins verið ráðin. Tilraunir alþýðu- bandalagsmanna og ein- staka framsóknarmanns til að afla þessari skoðun fylg- is eru dæmdar til að mis- takasL Yfirsýn skortir í máli stjórnmálamann- anna kom fram, að fyrr á árum hefði þingmönnum og ráðherrum gefist betra færi á að kynna þjóðinni viðhorf sín í réttu sam- hengi, stjórnmálamennirn- ir hefðu ráðið meiru um gang „umræðunnar" held- ur en nú og sett meiri svip á hana. Var helst að skilja til dæmis á þeim Lúðvík Jósepssyni og Eysteini Jónssyni, að það væri „sök" blaðamanna og frétlamanna, að nú hefði almenningur ekki hina nauðsynlegu yfirsýn, stjórnmálafréttir hafa að vísu vaxið en þær eru ekki jafn traustar og áður sagði Eysteinn. Ingólfur Jónsson taldi breytingar á miðlun stjórnmálafrétta alls ekki hafa orðið til hins verra og tók þar til dæmis mið af ástandinu um síðustu alda- mót. Gylfi Þ. Gíslason minnti á starfshættina í viðreisnarstjórninni, þar sem úr ágreiningi var leyst í fundarherbergjum en staðið sameiginíega að niðurstöðunni út á við. Allir hafa þessir reynslu- miklu menn mikið til síns máls. Stjórnmálamennirnir rituðu miklu meira í blöðin áður fyrr en nú. I*eir settu skoðanir sínar óhikað fram og um þær var tekist. Nú láta stjórnmálamenn helst til sin taka í fjölmiðlum til að vega að þeim sem þeir eiga að heita í samstarfi við — flugstöðvarmálið er da*migert fyrir slíkar deil- ur. Almenningur fær ekki yfirsýn yfir stjórnmálin ef stjórnmálamennina skortir hana, hvorki ríkisfjölmiðl- ar né dagblöð geta fyllt það skarð sem myndast ef stjórnmálamenn hatta að benda á mál í réttu sam- hengi. Og óhikað má slá því fostu, að með brengl- uðu verðmætamati í verð- bólgunni hafi matið á auka- og aðalatriðum í stjórnmálabaráttunni brenglast. Stjómmála- menn sem á fáeinum vik- um eru komnir á flótta undan eigin yfirlýsingum setja mál aldrei í rétt sam- hengi — þeir segja eitt í dag og annað á morgun. Það er þetta ábyrgðarleysi sem setur svip sinn á stjórnmálabaráttu samtíð- arinnar í fjölmiðlum — því verður ekki útrýmt með nýjum blaðamönnum held- ur nýjum stjórnmálamönn- um. ss Líkamsrækt JSB it it + ★ Nú er Líkamsrækt JSB 15 ára og við erum stolt að bjóða meiri og ?•) __________fjölbreyttari þjónustu með hverju árinu. Vetrarnámskeið hefst 4. október. Innritun hafin. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. 50 mín æfingatími með músík. Sturtur — sauna — Ijósböð — gigtarlampar. Sólbekkir — samlokur. Hristibelti — hjól — ródrarbekkur o.fl. yh Stuttir hádegistímar meö Ijósum. (Sólbekkir.) ^ „Lausir timar“ fyrir vaktavinnufólk. L Fyrir þær sem eru í megrun: _ Matarkúrar og leidbeiningar — vigtun og mæling. )($'w <! * 3ja vikna kúrar 4 sinnum 1 viku. f ‘ ★ Dömur athugið Jassdans einu sinni í viku í Bolholti miövikudaga kl. 8.30. ATH.: Konur í lokuöum tímum hafi samband við skólann Suöurveri, stmi 83730. sem fyrst. Bolholti 6, sími 36645. 'k>. Líkamsrækt JSB,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.