Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Reagan: Styð Begin meðan Israelar YVashington, 29. september. AF. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti neitaði því eindregið á blaða- mannafundi í Washington i gær- kvöldi, þriðjudagskvöld, að hann ynni að því að grafa undan Men- achem Begin forsætisráðherra og sagöi að meðan Begin nyti stuön- ings ísraelsku þjóðarinnar, myndu Bandaríkjamenn styðja hann. Reagan lagði áherzlu á að Bandaríkjastjórn hefði aldrei blandað sér í innanríkismál ann- arra þjóða og á því yrði ekki breyting. „Við munum hafa skipti við israelsku stjórnina og Begin forsætisráðherra, ef það er vilji og ákvörðun þjóðarinnar," sagði Reagan, og blaðamenn segja, að nokkurrar gremiu hafi gætt í nokkurrar gremju hafi gætt í Ronald Reagan það SMfiRNUNARFRMSlA Ritaranámskeið Buckingham-höll: Lýsir yfir van- þóknun sinni London, 29. september. AF. TALSMAÐUR Buckingham-hallar lýsti í dag „vanþóknun og fyrirlitn- ingu“ á birtingu mynda úr einkasafni fjölskyldu drottningar í bresku dagblaði í dag, en þær sýna meðal annars Elísabetu II i rúmi sínu í höllinni og eiginmann hennar, Filippus prins, og soninn, Karl, á ferða- lagi um Ástralíu. Blaðið Sun, sem birtir mynd- irnar, sem eru sex að töiu, segir þær hafa verið teknar af Önnu prinsessu og Filippusi árið 1964, skömmu eftir að drottningin ól sinn þriðja son, Edward prins. Sun segir að myndunum hafi síðar verið stolið úr einka- myndasafni Filippusar prins og þær muni einnig birtast í þýska blaðinu Bunte á fimmtudag. Haft er eftir talsmanni Buck- ingham-hallar í dag, að álitið sé að myndunum hafi verið stolið, en enginn hafi hugmynd um hvernig eða hver hafi verið að verki. rödd og fasi Bandaríkjaforseta er hann svaraði spurningum frétta- manna varðandi Israel. Hann sagði að hann stefndi að þvi að koma á varanlegum friði sem tryggði að Israel yrði ekki lengur að vera hálfgildings herbúðir, og að hann vildi einnig að sá friður yrði réttlátur fyrir Palestínu- Einu sinni á bl.aðamannafund- inum gaf Reagan ögn í skyn, að smávægileg ergi hefði komið upp í samskiptum Bandaríkjamanna og Israela, er hann sagði að sölu á 75 F-16-orrustuþotum til Israels, sem hafði verið kunngerð fyrir Líbanoninnrásina, hefði verið frestað „vegna andrúmsloftsins í Miðausturlöndum". Fréttamenn segja, að forsetinn hafi lagt sig fram um að draga úr að ágreiningur hefði verið, og varðandi Araba sagði Reagan, að báðir aðilar væru að „kanna stöð- una“. Forsetinn sagði, að við- brögð almennings í Israel við fjöldamorðunum í flóttamanna- búðunum í Líbanon sýndu, að það hefði engin beyting orðið á hug- arfari fólks og þeim anda sem i landinu hefði ríkt. Leiðbeinandi: Tilgangur námskeiðsins er að auka hæfni ritara við skipu- lagningu, bréfaskriftir, skjalavörslu og önnur almenn skrif- stofustörf. Ennfremur að kynna nýjustu tækni við skrifstofu- störf og bréfaskriftir. Efni. — Bréfaskriftir og skjalavarsla. — Símsvörun og afgreiðsla viðskipta- vina. — Skipulagning og tímastjórnun. — Ritvinnslukynning. Áhersla veröur lögð á að auka sjálfs- traust ritara með þaö fyrir augum að nýta starfsorku hans við hin almennu störf betur og undirbúa hann til að auka ábyrgð sína og sjálfstæði í starfi í fram- tíðinni. Nauðsynlegt er aö þátttakendur hafi nokkra reynslu sem ritarar og innsýn í öll almenn skrifstofustörf. Jóhanna Svein.sdóttir tinkaritari Staöur: Síöumúli 23, 3. hæö. Tími: 6.—8. október kl. 14—18 og 9. október kl. 09—13. Kagna Sigurðardótlir (•uðjohnsen rilvinnslukcnnari STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SIÐUMULA 23 SIMI 82930 CTTVFR STEREO SYSTEM 85 Hörku stereosamstæöa á vinalegu verði 2x15 wött sínus — 4 bylgjur — Metal-kassettutæki Verð kr. 9,990 án hátalara (Hátalarar frá kr. 765) Sovéskur stærðfræðingur: Fær ekki að taka við verðlaunum Stokkhólmur, 29. september. AP. RÁÐGERT hafði verið að tveir stærðfræðingar, einn frá Bandaríkjunum og einn frá Sovétríkjunum, kæmu til Stokkhólms í dag til að taka á móti verðlaunum er fallið höfðu þeim sameiginlega í skaut, en Sovétmanninum mun hafa verið meinuð lorin. Prófessorunum Vladimir I. Arn- old við ríkisháskólann í Moskvu og Louis Nirenberg við New York- háskóla voru í sameiningu veitt Crafoord-verðlaunin fyrir árið 1982 af Konunglegu sænsku vís- indaakademíunni. Þrátt fyrir að tilkynnt væri um verðlaunahafana þann 26. maí síð- astliðinn var það fyrst í gær sem sænskum yfirvöldum var tilkynnt að Arnold kæmist ekki til afhend- ingarinnar og engar skýringar voru á því gefnar. Crafoord-verðlaunin, sem stundum eru kölluð „Litlu nóbels- verðlaunin", eru að upphæð 350.000 sænskar krónur, en vinn- ingshafarnir að þessu sinni voru tveir og var þeim því ætlað að skipta með sér þessari upphæð og taka við gullpeningi frá Karli Gústaf Svíakonungi við athöfnina í dag. Portsmouth: Unnið að björgun flaggskips Hinriks VIII ForLsmouth, Knglandi, 29. september. AF. TRÖLLAUKIN 125 tonna „vagga“ var í dag látin síga niður á sjávar- botn skammt frá Portsmouth til að undirbúa lyftingu á flaggskipi Hinriks VIII, „The Mary Rose“, sem sökk í sjóorrustu við Frakka árið 1545. Næsta stig í þessari fram- kvæmd mun síðan fara fram innan tveggja sólarhringa þegar 60 kafarar, verkfræðingar og aðrir er starfa að björguninni munu lyfta því sem eftir er af skipinu í „vögguna". Síðan er áætlað að síðasta stig björgun- arinnar fari fram þann 10. október næstkomandi að við- stöddum miklum fjölda fyrir- manna, þ.á m. Karli prins. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995_ Góðir greiðslu- skilmálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.